Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 14
Ásgeir Jakobsson tók saman. „Sannlega skal yður óragur reynast í dag fyrir- maður Vestfirðinga.“ 14. hluti: Norðanmenn kenna Þórð „Tók nú bardaginn að losna, og hlupu menn nú títt í millum skipanna. En er Þórður ætlaði aftur á sitt skip, þá sá hann, að skipið var autt af hans mönnum, en hann hafði þá eigi liðskost til að sækja það. Gekk hann þá á skip Svarthöfða og dvaldist þar um hríð. En þá er hann sá, að þeir Nikulás Oddsson og Eyjólf- ur og öll þeirra sveit, var hrokk- in aftur um siglu á Ógnarbrand- inum og þar var þá búið til upp- göngu, hljóp hann uppá skipið til þeirra og eggjar ákaflega, að þeir skyldu herða sig. Hleypur hann þá fyrstur allra manna fram í stafn og hefur skjöld yfir höfði sér, en sverð í annarri hendi. Fylgja þeir honum þá all- djarflega, og verður nú hið snarpasta él og verða nú hvorir tveggja sárir. Kolbeinsmenn höfðu komið akkeri i stafn ógnarbrandinum. Gengu þeir Þórður þá svo skörulega fram, að í þessu slagi komu þeir af sér akkerinu. Og þá kenna þeir norðan- mennirnir Þórð. Eggjar þá hver annan að hann skyldi þá eigi undan komast, er hann var svo mjög kominn í greipar þeim. Þórður svaraði: — Rétt kennið þér, og sækið nú að fast, fyrir því að sannlega skal yður óragur reynast í dag fyrirmaður Vest- firðinga. Segir mér svo hugur um, að aldrei síðan munuð þér í jafnvænt efni við mig leggja.“ Knýjast þeir nú fast að norð- anmennirnir. Drífur nú og þangað til af öðrum skipum Þórðar fólkið, það er fræknast var. Lauk svo þessari hríð, að enginn var ósár þeirra manna, er fram höfðu gengið með Þórði. Finna þeir þá eigi fyrr, er aftar voru á skipinu, en vaxa tók aust- urinn. Bað Sigmundur Gunn- arsson að ausa skyldi. Við búið að skipið sykki Eftir sókn þessa losnaði held- ur bardaginn víðast á skipunum. Tóku teinæringar allir að höggva sig úr tengslum nema þeir Helgi Halldórsson og Ingj- aldur skáld. Flýði Jón Álftmýr- ingur fyrstur manna og nokkru síðar Bárður Hjörleifsson, þar næst Sigurður vegglágur. Þá kallaði Svarthöfði á Sigurð og bað hann leggja að sínu skipi. Hann gerði svo. Gekk þá Svarthöfði þar á skip og Hrafn snati og nokkrir menn aðrir. Svarthöfði bað Hrafn (Oddsson) mág sinn að fara með sér. Hrafn spurði, hvað hann vissi til Þórð- ar. Svarthöfði kvaðst ekki til hans vita. Hrafn bað hann þá fara sem honum líkaði, „en hér er nú Óttar snoppulangur, bróð- urbani þinn.“ Svarthöfði kvaðst ekki um það hirða, sagði, að unninn myndi sá sigurinn að sinni, er auðið yrði. Hafði þá Svarthöfði fengið stór sár og vissi Hrafn það eigi. Reru þeir Svarthöfði þá frá og til lands. Leiðrétting í Rabbi eftir sr. Bolla Gústavsson í Lesbók þ. 9. júlí síðastl. kom fyrir villa í tilvitnuðu Ijóði eftir Ólaf Jóhann Sigurösson. Síðasta vísan er rétt þannig: Því biö ég þig, jöfur, að muna nú mig um það (og má ekki skilja þau orð sem dylgjur um gleymsku) aö þegar þú sendir mig næst í nýjan stað verði naumara skammtað þar af grimmd og af heimsku. Er Teitur Styrmisson var stokkinn af sínu skipi, þá gengu Kolbeinsmenn þar upp. Þá var óður vopnaburður á skipi Kol- beins Dufgusonar, svo að menn héldust þar eigi við. Flýðu menn þá svo gersamlega af því skipi, að Kolbeinn stóð einn eftir. Menn hans tóku þá til hans og drógu hann öfugan milli skip- anna til sín og í því fékk hann fjögur sár, þrjú í lærið og voru tvö í gegnum lærið, en eitt í ilina neðan og skar útí klaufina við þumaltána og varð það mikið sár. Þeir Ketill Guðmundarson og Almar Þorkelsson lögðu all- djarflega fram svo og Bjarni Brandsson og Páll grís og héld- ust þeir einir bezt við. En frá- lagan tókst þeim giftusamlega. Sanda-Bárður hafði skip borðmest og lagði vel fram. Sótti þangað flest manna er helzt var hléið. Fundu þeir Bárður og hans félagar eigi fyrr en skipið var svo hlaðið, að við var buið að það sykki undir þeim. Barizt með hverju sem til féll Var í þessari svipan allri sam- an mest sú orustan, að kastast var á handsöxum og bolöxum milli skipanna. Þá var og skotið selskutlum og hvaljárnum og barið öllu því er til fékkst, bæði beitiásum og árahlummum. Var þá bæði, að flestir menn voru nokkuð tannsárir, og flest- um tók heldur að leiðast höggor- ustan, og höfðu sig ekki orðið í meiri hættu en svo, að þeir veröu sig vel frýju (það er: þeir hlífðu sér ekki svo mikið að hægt væri að kalla þá blauða). En á því skipi sem þeir Þórður voru staddir á, urðu menn að standa í austri og var við sjálft að eigi myndi varið verða. (Lá við að menn fengju ekki haldið skipinu á floti.) Finna þeir nú að skipið var meitt að neðan. Biðja þeir Sigmundur og Nikulás menn að hafa í árar og leggja frá. En er Þórður varð þessa var, þá bað hann þá að verða eigi að undri og flýja strax bar- dagann. Þeir sögöu, að sum skip væru flúin, „en þetta skip er ná- lega meitt til ófærs,“ og öll önn- ur skip sem eftir væru, sögðu þeir, tilbúin að leggja frá og flýja. Þórður trúði ekki fyrr en hann gekk sjálfur til að sjá austurinn. (Þarna kemur enn fram að skipið er þiljað nema austurrúmið opið en þetta skip var Ógnarbrandurinn, sem var „mikil skúta“.) Þeir létu meðan (Þórður gekk afturá skipið og athugaði austurinn) skipið síga á hömlu og snúa því næst. (Það merkir að þeir réru skipinu aft- urábak, þannig, að ræðarinn sat sem venjulega fyrir framan ár- ina, en ýtti nú hlumminum frá sér í stað þess að draga hann að sér. Með þessu lagi var hann viðbúinn að róa áfram strax og skipun var gefin um það. Skipin voru oft tekin frá landi með þessum hætti, það er menn létu þau síga á hömlu frá vörinni, síðan var stungið við á öðru borðinu, en róið á hinu og þá snarsnerist skipið, og það er ein- mitt þetta lag, sem þeir Ógnarbrandsmenn höfðu á, því að mikið lá við að leggja snar- lega frá.) Þegar ógnarbrandurinn legg- ur frá, þá eru eftir níu skip af flota Þórðar, þar af komust sex undan. Eini teinæringurinn, sem eft- ir var, var sá sem þeir voru skip- stjórnarmenn á Helgi Hall- dórsson og Ingjaldur Geir- mundsson. Ingjaldur karlinn var ekki ánægður með þá frammistöðu Sigurðar Gunnarssonar og Nik- ulásar Oddssonar að ýta frá og valda því að öll hin skipin flúðu. Svo sem sjá má af ummælum Þórðar, að þeir skuli ekki gera sig að því undri að flýja strax úr bardaganum, þá hefur hann tal- ið að enn mætti vinna Kolbeini nokkurn skaða áður en frá væri horfið og sömu skoðunar hefur Ingjaldur verið, því aö hann seg- ir það berum orðum í kvæði sínu, að menn Þórðar hafi brugðizt honum með þessu ráðslagi. Ingjaldur yrkir svo: Myndi sízt á sundi svipknýjandi flýja hildargarðs frá hretviðri geirfletja, ef hjaldreita, hóti hlunnfáks sumir runnar, gunnlátrs ruðu Gautar glæðr, fastarastæði. Þetta útleggst: Bardagamaðurinn tnyndi sízt hafa flúið úr hinum harða bardaga á flóanum, ef sumir manna hans hefðu staðið fastar fyrir. Bar- dagamennirnir ruðu sverðin. Engin ron til að sigra — aðeins falla. Skipstjórnarmennirnir, sem greinilega hafa hlotið ámæli, þeir Sigurður Gunnarsson og Nikulás Oddsson, voru í kappa- liði Þórðar og hinir mestu full- hugar og það er erfitt að hugsa sér, að þeir hafi lagt frá fyrr en í fulla hnefana, en þeir þekktu vel foringja sinn, búnir að fylgja honum í allri hans baráttu og hafa talið að vonlaust væri að bíða eftir skipun frá Þórði um að flýja; hún kæmi aldrei. Þá hefur og þessum gætnu mönnum, því að Nikulás var gætinn maður og hafði oft reynzt Þórði ráðhollur, virzt að það væri engin von til að sigra, aðeins falla, eða eins og Svart- höfði hafði orðað það, að feng- inn væri sá sigurinn, sem þeim yrði auðið að vinna. Kannski hefur Nikulás minnzt þess, þegar hann og fleiri keyrðu hestinn undir Þórði, svo að hann stanzaði ekki til berjast við Kolbein vonlausri baráttu nema til að falla, þegar Kolbeinn elti þá um Borgar- fjörð. Eins og oft er fram komið í Þórðarsögu er það engin ný- lunda, að beztu menn hans beri hann ráðum, þegar þeim þykir úrskeiðis ganga um áræði hans og Þórður sættir sig jafnan við þetta. Bæði þekkir hann bráð- lyndi sitt, það er svo oft búið að koma honum illa, bæði við kon- ungshirðina og fyrst þegar hann kom hingað út að leita sér lið- sinnis, og hann veit, að menn eins og Hrafn og Nikulás eru honum ráðhollir en þeir urðu oft til að stilla hann, og í annan stað leggur hann nú orðið allt kapp á að fara sparlega með vald sitt; honum hefur reynzt það vænlegra til fylgis en ofsinn. Hann má með engu móti hrekja góða menn frá sér. Eina vonin var að komast upp á fjöll Þess er ekki getið, að Þórður áfelldist skipstjórnarmennina á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.