Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 7
En er menn fóru í brott, veitti hann mörgum mönnum gjafir. Voru þá ailir meiri vinir hans en áÖ- ur.“ Asbjörn beðinn að „vera í hófi“ Þennan vetur varð Þórður fyrir þeim skaða, að einn af mestu og beztu mönnum hans var drepinn. Það var Þórður Bjarnason. Þórður hafði verið með Órækju í Reykholti að drápi Klængs Bjarnarsonar. Ormur Bjarnarson reið við tólfta mann í Garða, en þar bjó Einar Ormsson, frændi Þórðar, og var Þórður hjá Einari um veturinn. Þeir Ormur koiiiu síðla kvölds í Garða og í þann mund, að þeir ætluðu að ganga til baðs, Einar og Þórður. Þórður var þá tekinn höndum en leyft að ná prests- fundi, síðan lagðist hann niður opinn en það mun merkja, að hann hafi lagzt á bakið og horft við öxinni. Þórður bað menn hyggja, hvort honum blöskraði nokkuð. Ormur fékk mann til að höggva hann. Nú er það að segja af Tuma Sighvatssyni, að hann undi ekki í Flatey og fékk að setjast á Hóla á Reykjanesi á Barða- strönd, en þá jörð átti Snorri prestur Narfason á Skarði, sem auðugastur var allra manna á Vestfjörðum og hafði verið mik- ill vinur Sighvats og Sturlu. Til Tuma á Hólum komu þeir Kægil-Björn og Þorgeir Stafs- endi og Þorkell Einarsson drátt- arhamar. Þá kom og til Tuma Ásbjörn Guðmundarson, áður foringi gestasveitar Þórðar kak- ala. Það hafði aukizt með þeim óvináttan, Þórði og Ásbirni, því að Ásbjörn vildi halda sér til jafns við Þórð „eða nær jafnast við hann sjálfan". Þórður bað Ásbjörn að gera annaðhvort, hafa sig á brott eða „vera í hófi“. Ásbjörn sagði það vel, að Þórður ræki sig á brott, því að þá kæmi í ljós, hverjar fram- kvæmdir Þórðar yrðu, þegar hann væri farinn og sagði að sá myndi heita mestur maðurinn, sem hann væri með. Ásbjörn og bræður hans tveir, Grímur og Þorkell hnjóðhamar, riðu til Hóla og tók Tumi vel þeim og var Ásbjörn þar í góðu yfirlæti um jólin. Af þessu má marka hug Tuma til Þórðar bróður síns. Dreif nú að Tuma mjög marga menn aðra. Litlu eftir jólin reið Tumi að heiman við átjánda mann, og var það að ráði Ásbjarnar, sem hvatti Tuma til að vinna stór- virki nokkur og kvað þá eigi þykja minna um hann vert en Þórð bróður hans. Þeir riðu í Hrútafjörð en þeg- ar þeir komu á Fögrubrekku, vildi Kægil-Björn vita, hvert ferðinni væri heitið. Tumi sagð- ist ætla að ríða norður á sveitir að einhverjum bónda. Björn sagði lítið lið til þess og hesta- kost engan og vildi að Tumi hætti sér ekki lengra, lét Tumi að orðum Björns og skildi við menn sína í Fjarðarhorni, en þeir Ásbjörn og Kægil-Björn riðu áfram norður. Þeir tóku Einn af beztu mönnum Þórðar kakala, Þórður Bjarnarson, var óvænt tekinn höndum í Görðum og var í þann veginn að ganga til baðs. Honum var leyft að ná prestsfundi, en síðan „lagðist hann niður opinn“, sem mun merkja, að hann hafi lagst á bakið og horft við öxinni hús á bóndanum í Múla í Lín- akradal og drápu hann, og var Ásbjörn þar að verki, því að Björn, sem hafði felldan mann- inn, vildi ekki vinna meir á hon- um en særa hann. Þá var einnig drepinn bóndinn Ásgeir á Torfu- stöðum, kallaður Kollu-Geir, en sá kom lagi á Ásbjörn, með saxi í bringuna og spjóti neðar, en brynja hlífði Ásbirni og var Ásgeir tekinn og ætlaði Ásbjörn sjálfur að handhöggva hann þvi að enginn annar vildi, en höggið geigaði, sverðið renndi niður með beininu og skar úr allan vöðvann ofan í olnbogabót. Ásbjörn ætlaði að höggva meir en Kægil-Björn stöðvaði hann, en ekki bjargaði það Ásgeiri, blóðrásin varð ekki stöðvuð. Að þessum verkum unnum, riðu þeir félagar á brott og vestur. Drukknun Ásbjarnar í Hrútafjardará Þessa sömu nótt kom þeyr mikill og hlupu vötn fram og leysti árnar. Er þeir Ásbjörn komu til Staðar í Hrútafirði var háflæði en þeir höfðu ætlað sér að ríða vaðlana. Þá voru og árn- ar hið næsta ófærar og tóku þeir það ráð að bíða fjörunnar. En þegar líða tók á daginn gerðust þeir Ásbjörn órólegir, því að þeir töldu víst að eftir þeim yrði riðið. Þeir leituðu upp með ánni og finna hvergi vað, sem þeim þyki fært. Ásbjörn eggjaði fé- laga sína að leggja í ána, en Kægil-Björn, sem jafnan sást fyrir þrátt fyrir dirfsku sína, sagði ána ófæra, þar sem hún væri alls staðar bakkafull. Nú sem þeir ríða þarna með ánni, þá vita þeir ekki fyrr en Björn og hans félagar en Ásbjörn hleypir hestinum í ána og missti hesturinn strax fótanna og fóru báðir á bólakaf hesturinn og Ásbjörn. Ásbirni skaut upp svo og hestinum og var Ásbjörn þá af baki og hélt sér í stigreipið. Þeir sem á bakkanum voru réttu að honum spjótsköft, en er hann seildist til að ná í skaft, missti hann af stigreipinu áður en hann hafði náð taki á skaftinu og drukknaði Ásbjörn þar og fannst eigi fyrr en vorið eftir og hefur sennilega ekki orðið mörg- um harmdauði sá maður. Þeir Kægil-Björn riðu aftur niður til vaðlanna og var þá svo fallið út að þeir komust yfir við illan leik og héldu áfram ferð sinni til Hóla. Kolbeinn slasast og tekur meinsemd Eftir jólin 1244 bjó Þórður ferð sína vestan af Mýrum og fór fyrst vestur til ísafjarðar en sendi þá Hrafn Oddsson og Svarthöfða suður til Dala að segja vinum sínum þar, að hann ætlaði að ríða norður til Skaga- fjarðar. Þórður veit orðið um þann óróa, sem orðinn er með Eyfirðingum vegna síaukins yf- irgangs Kolbeins í Eyjafirði. Þó kann einnig miklu að hafa ráðið um þessa ákvörðun Þórðar að ríða nú norður, að hann hefur haft spurnir af því að í þennan tíma var Kolbeinn fársjúkur. Það sótti æ fastar á hann það mein, sem hann hlaut nokkru eftir Örlygsstaðabardaga, er hann hafði það sér til skemmt- unar, þar sem hann kom á bæ einn í Hörgárdal, að stökkva yf- ir garðrúst lága, en Kolbeinn var allra manna fimastur. Það hefur verið í honum galsi, hann var að koma frá því að láta heyja skuldadóm eftir Sighvat og dæma til sín allar hans eign- ir. Það tókst ekki betur til fyrir Kolbeini í þessum stökkum hans en svo, að hann stakkst á höfuð- ið og það varð þannig undir hon- um að hann skaddaðist illa á bringunni. Það hljóp illt í mein- ið, bólgnaði upp og komst í gröftur og opnaðist það en greri aldrei og var Kolbeinn oft illa haldinn af meininu, og stundum svo sjúkur að honum var ekki hugað líf. En í annan tíma bráði af honum. Þess hafa menn getið sér til að krabbi hafi komizt í meinið, og því hafi það ekki gró- ið. Nú sem Kolbeinn er sem verst haldinn af meinsemdinni og hef- ur máski einnig haft pata af fyrirætlan Þórðar að ríða að honum í Skagafirði, þá kallar hann saman bændur í Skaga- firði og talaði langt erindi og sagði deili á vandræðum þeirra Þórðar, og taldi upp mannalát þau, er þeir höfðu fengið hvor af öðrum. Kolbeinn bauð bændum, að hann skyldi fara utan og gefa Þórði upp ríki sitt og bæta hon- um svo föður sinn og bræður, „munuð þér þá verða að eiga yðvart mál á hans miskunn. Varir mig að yður muni Þórður gefast vel, fyrir því, að þá gafst mér Þórður bezt, er ég hætti mest mínum hlut undir hann. Voruð þér þá og vinir, Skagfirð- ingar og hann.“ „Viljum vér engum þjóna öðrum en þér“ Þarnæ höfðar Kolbeinn til þess er Þórður gætti bús hans á Flugumýri meðan Kolbeinn var utan 1235 og skilaði Kolbeini því umyrðalaust er Kolbeinn kom upp aftur, og þótti öllum undur og er frá þessu áður sagt. Mjög hefur Kolbeinn ungi verið þjáð- ur er hann hélt þessa tölu. Ekki leizt skagfirzku bændun- um boð Kolbeins álitlegt og kæmi þar tvennt til, að þeir vildu ekki þennan kost; „annað er það, að vér viljum engum þjóna öðrum en þér, meðan þú lifir, en hitt er annað, að Þórði mun þykja vér hafa gert svo miklar sakir við sig, að vér mun- um. eigi bera mega þær refs- ingar er hann leggur á oss.“ Það mætti ætla, að Kolbeinn ungi hafi verið mjög þjáður, þegar hann hélt hina hjart- næmu tölu og bauð að gefa upp ríki sitt fyrir Þórði. En það var enginn uppgjafarhugur í Kol- beini unga. Það getur verið, að honum hafi þótt ráðlegt að kanna, hver hugur væri í bændum, ef Þórður sækti þá heim í Skagafjörð og Kolbeinn sjálfur þá svo sjúkur, að hann gæti ekki veitt þeim forystu, en ráðagerð hans risti dýpra, sem fram kemur. Það er margs að gæta um Kolbein Arnórsson. Víst var hann manna grimmastur óvin- um sínum, en hann var einnig manna ástsælastur af sínum mönnum. Og Kolbeinn ungi var meira en hraustur hermaður og snjall herstjórnandi, hann var Frh. á bls. 16. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.