Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 3
hefur svo mikið af því sem okkur vantar sárlega. Tíma. Það er svo erfitt að blanda þessu saman í réttum hlutföll- um. Einhvers konar meðalvegur mætti finnast í þessum efnum, jafnvægi milli hluta og tíma. Þessu takmarki er því miður erfitt að ná í vaxtarþjóðfélagi, sem meir er stillt inn á hið efn- islega; þegar streitan sem fylgir tímaleysinu hefur á annað borð brotist út eins og tilfellið er hjá okkur. Tímaleysi vegna of- gnægðar hluta spillir þá fyrir þessu svonefnda neysluand- rúmslofti. Fólk fyllir híbýli sín af hlutum, en tíminn, sem það hefur til þess að nýta sér þá, minnkar sífellt vegna aukinnar vinnu. Tilhneiging til fjölnýtingar Það væri æskilegt að við, venjulegt fólk — almenningur, hefðum meiri tíma fyrir okkur. Með auknum lífsgæðum (en flest erum við þó sannfærð um að einhvern tímann, fyrr eða síðar fari að halla undan fæti hvað lífsgæðin snertir) hlýtur tíminn að verða stöðugt tak- markaðri, því aukið vöruflæði krefst aukins neyslutíma. Hvað- an á hann að koma? Hugsanlegt er, að kenning hagfræðinganna um óseðjanleika vöruhungursins reynist röng. Þá verður nefni- lega ekki meira keypt, heldur þess, sem þegar er til staðar fyrst neytt á þeim takmarkaða tíma sem er fyrir hendi. Afleið- ingin af því verður hins vegar ekki hagvöxtur, heldur atvinnu- leysi. Og frítíma sem þannig er þröngvað upp á okkur er áreið- anlega ekki það sem við viljum. Frítími sem við neyðumst til að taka út, getur vart talist frjáls tími. En þar sem stefna hagfræð- innar er að auka hagvöxtinn með öllum ráðum, mun í vax- andi mæli taka að gæta ákveð- innar tilhneigingar; tilhneig- ingar til fjölnýtingar eins og sama tímabils. Til dæmis, á meðan garðyrkjuáhugamaður- inn snyrtir limgerðið á sunnu- dagsmorgni, hlustar hann á út- varpsguðsþjónustu úr fjarska. Og af kurteisisástæðum fer til- litssamur húsráðandi ekki leng- ur fram á það við gesti sína að þeir komi í einkaheimsóknir, heldur býður hann til meiri háttar veisluhalds, þar sem kostur er gefinn á að neyta veislufanga og veislugesta á einu bretti. Því fleira fólk sem saman er komið á sama tíma, þeim mun hærra verður nýt- ingarhlutfallið. Tónlist er sér- lega vel til samsíðaneyslu fallin. Linder vitnar í bókina „The decline of pleasure", (hnignun ánægjunnar) eftir Walter Kerr: „Við höfum upplifað tónlist við lestur, tónlist við að elskast, tónlist með svefninum, og þá einkennilegu uppákomu; tónlist við að hlusta á tónlist." Karl Marx hafði spáð því, að í ríki frelsisins myndi maðurinn skemmta sér við silungsveiði fyrir hádegi og fara út að ganga eftir hádegi. En hin efnislega ofgnótt hefur leitt af sér sýk- ingu ánna vegur eiturefna frá Frumbyggjar Astralíu — Aboriginalar — eru meðal fjölda þjóðflokka, sem eiga svo til ekki neitt af öllu þessu dóti, sem við teljum nauðsynlegt. Aftur á móti er þetta fólk yfirleitt ríkt að einu leyti: Það hefur nógan tíma til eigin ráðstöfunar. Allt stefnir þetta þó í eina átt og við sjáum hvernig eitt af tólum hvíta mannsins hefur læðst inní húshaldið hjá þessum Ástralíu-frumbyggja. Sérstakt nútíma fyrirbæri: Fundur. Nauðsynlegur fundur að því er menn telja, langur, langur fundur. Og þegar upp er staðið hefur oft ekk- ert gerst, sem máli skiptir. Aðeins verið eytt tíma. iðnaðarfyrirtækjum og áburðar- efna úr landbúnaði. Vegna lítils afraksturs er veiðiskapurinn því orðinn að hreinni sálarsefjun. Eftirmiðdagsgöngutúrarnir svara hins vegar til óska fólks á liðinni öld um aukinn frítíma. Um þetta dreymdi fólk meðan það vann sinn langa vinnudag. í dag væri hinn takmarkaði neyslutími illa nýttur til slíkra hluta. Hvað yrði á meðan um myndbandið, borvélina, borðtenn- isspaðann, gúmmíbátinn, brim- brcttið, „squash“-spaðann, hljóm- tækin, badmintonspaöann og golfkylfuna? Ef sérhannaðir gönguskór og fullkomnasti ljósmyndunarbúnaður væru ekki fyrir hendi, færi enginn lengur út að ganga og skoða um- hverfið. Til þess er tíminn allt of dýrmætur. Tímaskorturinn takmarkar ánægju okkar á mörgum sviðum hins daglega lífs. Jafnvel sjálf- sögð þjónusta sem við veitum okkur, verður útundan í sam- keppninni um tímann. Aðeins fáir skammta sér nægjanlegan svefntíma, því sá tími sem „eytt“ er í svefn verður ekki Hversu oft er ekki búið að birta myndina af hinum önnum kafna stjórnanda fyrirtækis, sem hefur til umráöa alltof lítið af þessu dýrmæta hráefni, tíma. Hann vinnur á meðan hann drekkur kaffið og hann fer yfir bókhaldið á meðan hann talar í símann og svo framvegis. nýttur til neyslu, og er þar af leiðandi illa nýttur. Eftirmið- dagsblundurinn tilheyrir liðinni tíð. Að þvo sér krefst tíma. Þar er svitalyktareyðirinn ólíkt fljótvirkari og þar að auki neysluörvandi. Samkvæmt at- hugunum félagsfræðingsins Michael Harringtons, er best klæddu fátæktarstétt heims að finna í Bandaríkjunum. Því veldur hátæknivæddur fataiðn- aður, sem gerir Bandaríkja- mönnum kleift að klæða sig fyrir lítið fé, en líta samt þokka- lega út. Að auki heldur Linder fram í því sambandi, að fátækir myndi þar enga mótsögn við hina ríku, því klæðnaði hinna síðarnefndu er í svo mörgu ábótavant vegna skorts á tíma til að halda honum við. Aðrir þættir úr daglegu lífi, sem geta veitt mikla lífsfyllingu en verða gjarnan undir í barátt- unni um tímann, eru matseld og borðhald, sambandið við börnin og það sem mestu máli skiptir; ástin. Góður matur þarfnast síns tíma, bæði til matreiðslu og til þess að neyta (njóta) hans. „Að taka tillit til manneskju og að elska hana er leikur í mörg- um tímafrekum þáttum. En ánægjan af því að vefja hana örmum verður ekki meiri fyrir það, að fjöldi neyttra hluta hafi þar með aukist. Þannig verður ástin undir í samkeppninni við neysluna," segir Linder. Hin stöðuga viðleitni til að nýta þann takmarkaða tíma sem við höfum á sem bestan hátt, gefur okkur manninn í þessari mynd: „Hann sleppir því að kaupa sér millistærðarbfl, en lætur þess í staö koma fyrir sjón- varpi í notaða smábflnum sínum. Eftir kvöldmatinn sem hann hefur neytt samhliða því að hlusta á kvöldfréttirnar, drekkur hann brasilískt kaffi, reykir hollenskan vindil, dreypir á frönsku konjaki, les „New York Times“, hlustar á einn af Brandenburgarkonsertun- um og gælir við sænsku konuna sína, — allt á sama tíma.“ Jafnvel þótt þessi mynd sé talsvert ýkt, þá er hún ekki með öllu röng. Hún sýnir okkur greinilega umskiptinguna sem orðið hefur frá lífsgæðum með allsnægtum, yfir í neyðarástand tímaskortsins. Hvernig getum við unnið bug á tímaskortinum? Auðvitað er svarið: Með stytt- ingu vinnutíma. Það leiðir til þess að minna verður framleitt en um leið eykst tíminn til néyslu framleiðslunnar. Við það minnkar reyndar vöruframboðið og vegna aukinnar eftirspurnar hækkar varan í verði, eins og gengur og gerist á frjálsum markaði. Það sem hinsvegar mun halda aftur af verðhækk- unum, er að kaupgetan minnkar, sem eðlileg afleiðing minni vinnu. Fyrir nokkrum árum stakk Heinz 0. Vetter, fv. formaður sambands þýskra verkalýðsfé- laga, upp á því, að verkamenn styttu vinnutíma sinn samfara tilsvarandi kaupmáttarskerð- ingu. Þessi vinnutímastytting myndi þá sem samstöðutillegg koma atvinnulausum til góða. Þessari hugmynd var kröftug- lega mótmælt af formönnum einstakra stéttarfélaga. í dag Frh. á bls. 16. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.