Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 5
Philip Vogier/ gengur á milli nemenda á „opnum“ degi. Anton Antonsson (franskur a* ^jéécrnl) kennir frtfasku á opnum degi. Björn Vigfússon kennari í miðri setningu. Áfangastjóri, Þorsteinn Gunnarsson, sem jafnframt er námsráðgjafi skólans aðstoðar nemanda VÍð val. Myndir: Vilhjálraur Einarsson. til þeirra. Reynslan hefur sýnt að 60—80% nemenda hefur sótt þessa daga vel, þau 20—40% sem þá eru eftir er auðvitað ekki alltaf sama fólkið og misjöfn sókn hefur reynst eftir dögum og fögum, m.a. farið eftir því hvort veigamikil verkefnaskil séu framundan eða ekki. Hér er lagt til atlögu við meðaltals- kennsluna. Þeir færari geta sinnt öðru eða dýpkað þekkingu sína umfram kröfur á „opnum“ degi. Hitt ber og að hafa í huga, að flestir eru misfærir í fögun- um. Þrír bundnir dagar nægja ef til vill í helmingi námsgrein- anna þar sem fimm bundnir dagar dygðu illa í sumum grein- um. Hér getur nemandinn feng- ið meiri tilsögn kennara í „erf- iðu“ fagi með því að vera meira hjá honum á „opnu“ dögunum en hann annars gæti í fullkom- lega bundnu kerfi. Mætingafrelsið — frelsi og ábyrgð Meðal þess sem mikið var rætt á kennarafundunum áður en tilraunin hófst, var mæt- ingafrelsi og vegið og metið hugsanleg takmörkun á því eða millistig algjörs frelsis þessa „opnu“ daga og svo mætinga- skyldu bundnu dagana, en þá daga voru tímasóknarmörk færð niður í % af því, sem áður var. Eg var meðal þeirra sem hrædd- ir voru um misnotkun þessa frelsis og að nemendum væri mörgum hverjum „ekki treyst- andi“ til að bera að fullu ábyrgð á eigin stundaskrá tvo daga í viku. í þessum umræðum kom margt mikilvægt fram og vægð- arlaust spurðu menn sig um mikilvægi starfsþátta skólans og langtímamarkmið skólans fyrir hönd nemenda sinna. Á það ekki að vera takmark allra skóla í hinu almenna skólakerfi að leitast við að miðla fróðleik til nemenda sinna en jafnframt að haga svo þeirri miðlun og starfstilhögun, að líkur aukist á því, að úr skólunum komi sjálfstæðir einstaklingar, ábyrgir um eigin velferð og ann- arra? Þannig tel eg, að hvað svo sem endanlega kemur út úr til- raun þessari, sem m.a. hefur verið fylgst með af félagsvís- indadeild Háskóla íslands og skýrslu að vænta í lok maí, er eg þess fullviss að starfslið og nem- endur skólans hafa öðlast aukna innsýn í þann margþætta vanda er felst í leitinni að leiðum til hins mikilvægasta takmarks kennslu/ náms. Eg er ekki að halda því fram að við höfum í fyrstu tilraun fundið þessar leiðir, en við höfum þó lagt á djúpið og enn sem komið er, (þetta er ritað í síðustu kennslu- viku fyrir vorpróf) bendir fátt til þess, að ekki hafi verið betur af stað farið en heima setið. „Fórnarlömb kerfisins" Flest orkar tvímælis þá gert er. Við, sem stóðum að tilraun þessari, gerðum okkur grein fyrir þeirri áhættu, sem ávallt fylgir því að fara ótroðnar slóð- ir. Skólastarf með hinum hefð- bundna hætti hafði gengið vel og aðsókn að skólanum meiri en hægt hefur verið að sinna. Það var því ekkert sem knúði á um breytta starfshætti annað en trú á því að nemendur kynnu að notfæra sér þau tækifæri sem með nýjunginni sköpuðust og að betur en ella væri hægt að koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir þeirra. Hitt var okkur ljóst, að auðvelt yrði að kenna ófarir í námi misheppnaðri til- raun með réttu eða röngu. Ekk- ert „kerfi" á jafn vel við alla þá, sem við það búa, t.d. virðist þetta breytta starfsform henta lesblindum nemendum illa. Kennarar skólans kusu þriggja manna nefnd sem er að gera út- tekt á tilrauninni meðal kenn- ara, m.a. á því hvernig „kerfið" hentar í einstökum fögum. Hér er því sannarlega ætlunin að læra af fenginni reynslu og von mín er sú, að á henni takist að byggja lífrænt skólastarf sem í senn heldur í festu hins hefð- bundna skóla (á lokuðum dög- um) en veitir nemendum jafn- framt hæfilegt svigrúm og kom- ið verði til móts við persónu- bundnar þarfir þeirra. Of snemmt er að spá um framtíð- ina, en hitt er víst, að fjöldi nemenda er mjög áhugasamur um að áfram verði haldið á svip- aðri braut. Félagsvísindadeild mun skila skýrslu um athuganir sínar og kennarar munu gera sunnudaginn 8. maí að ráð- stefnu- og fundardegi þar sem úttekt verður gerð á tilrauninni og leitað leiða til bættrar fram- kvæmdar. „Æskudraumur rætist“ Svo nefndi Ásgeir Jakobsson rabb sitt sem gaf mér tilefni til greinarkorns þessa. Eg geri mér ljóst að þú, lesandi góður, situr ef til vill uppi með fleiri spurn- ingar að lestri loknum en þegar þú hófst hann. Eg vonast til þess að fá inni í Morgunblaðinu og öðrum fjölmiðlum þegar meira er hægt að segja um niðurstöður rannsókna sem enn eru í gangi. Hitt vil eg vona, að mér hafi tekist í þessum línum að varpa ljósi á nokkrar skólafræðilegar meginhugmyndir og það hversu ætlunin var að bæta nokkuð úr sumum annmörkum okkar við- teknu skólahefðar. Hér hefur ekki verið farið fram af léttúð eða ábyrgðarleysi. Eg vona að jafnframt að æskudraumar ræt- ist betur en ella hjá fjölda nem- enda Menntaskólans á Egils- stöðum með því að þeim líði bet- ur og þeir njóti sín betur í námi og starfi skólans, að frelsi fylgi ábyrgð bæði í námi þeirra og lífi. Við skólamenn eigum að hafa ríkt í huga þegar skóla- skipan er ráðgerð, orð hins ágæta danska lýðskólamanns, Jóhannesar Norvrup: „Megin- atriðið er að setja nemandann í miðpunkt (centrum) og taka af- leiðingunum." 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.