Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 4
Vilhjálmur Ein- arsson skóla- meistari Mennta- skólans á Egils- stöðum skrifar í tilefni rabbgrein- ar Ásgeirs Jakobssonar Kveikjan að þessu greinar- korni er rabbdálkur Ásgeirs Jakobssonar í Lesbók fyrir nokkru. Þar ræðir hann um hug- takið „sjálfsþroskanám“ sem „hefur verið mjög ríkjandi stefna í uppeldis- og skólamál- um undanfarna áratugi í mörg- um löndum“. Af talsverðri orð- snilld er gjaldþroti þessarar „stefnu“ lýst og vitnað í tíma- ritsgreinar erlendis frá, sérstak- lega viðkomandi léiegum árangri í bandarískum skólum, þar sem hið svonefnda „sjálfs- þroskanám“ ráði ríkjum. Það sem hleypti ritfáki Asgeirs á skeið að þessu sinni mun hafa verið frétt í Morgunblaðinu frá miðjum mars: „Menntaskólinn kynnir breytta kennsluháttu.“ Ásgeir setur síðan jafnaðar- merki á milli misheppnaðra skólatilrauna í anda „sjálfs- ^g/lsstöoo^ Sjálfsþroskanám Tilraun sem miðar við sjálfstæða einstaklinga og hafnar að hluta til „meðaltalskennslu“, sem að margra dómi leiðir til meðaltals múgmennsku þroskanáms“ og hins nýja vinnuforms í Menntaskólanum á Egilsstöðum, og gerir það væg- ast sagt tortryggilegt. Eg hóf starf við framhalds- skóla árið 1957 og á því rúman aldarfjórðung að baki. Árið 1974—1975 stundaði eg nám í skólafræðum við Gautaborgar- háskóla og kynntist þar kostum og Iöstum á ýmsum nýjungum Svía, bæði úr bókum og einnig með því að fjórir synir mínir voru í sænskum skólum. Reynsl- an hefur kennt mér, að rétt sé að vara við oftrú á „kerfi“, hvaða nafni sem nefnist, hvort sem það er nýtt eða gamalt. Öll félags-„kerfi“, þar á meðal skólakerfið, eiga á hverjum tíma að þjóna manninum og þurfa að taka hæfilegt tillit til einstakl- ingsins. Öllum „kerfum" hættir til að alhæfa og leitast við að sníða öllum sama stakk. í hefð- bundnu skólastarfi birtist þetta einkum í „meðaltalskennslu" þar sem allir eiga að læra það sama á sama tíma. Þetta leiðir svo að margra dómi til meðal- talsmúgmennsku, sem oft hefur orðið umræðuefni dálkahöf- unda, og skólunum kennt um. En nú þarf eg að takmarka mig. Lesbók hefur góðfúslega gefið mér kost á einni opnu til að skýra nánar það sem að baki liggur, tilraun til breyttra vinnubragða í ME á þeirri önn sem senn er að ljúka, en áður en eg sný mér að því verkefni, vildi eg aðeins að eitt kæmi skýrt fram: í öllu því skólastarfi sem eg hefi verið með um að hlúa að, tel eg þessa „tilraun“ það merkasta, sem eg hefi verið svo lánsamur að fá að taka þátt í. Þetta ber þó ekki að skilja svo að álit mitt sé að fundist hafi töfraformúla. Hún er ekki til! Ekki ber heldur að skilja orð mín svo, að framkvæmdin hafi verið óaðfinnanleg. Von mín er sú, lesandi góður, að þú skiljir betur hvað eg á við að loknum lestri greinarkorns þessa. Skólakerfið og tregða gegn hvers konar breytingum Hér er ekki rúm til að rekja skólasögu Vesturlanda allt frá klausturskólum miðalda, en á það bent að í meginatriðum er byggt á ævafornri hefð, hlut- verk skólanna skýrt lengst af: kennsla embættismannaefna í þjónustu kirkju og yfirstétta. Með iðnvæðingu, auknum lýð- réttindum og meiri félagslegum hreyfanleika þegnanna verður hlutverk skóla óljósara og til- efni stjórnmálaátaka. Það er hins vegar viðvarandi einkenni þeirra, að vera íhaldssamar stofnanir, þar gætir hinnar mannlegu tregðu gegn hvers konar breytiungum. Thorsten Husén, einn virtasti skólafræð- ingur Norðurlanda, hefur orðað þetta svo: Til þess að ný hug- mynd í skólamálum öðlist al- menna viðurkenningu þurfa að líða 50 ár og á þeim tíma er hún orðin úrelt! Öft heyrast því réttmætar gagnrýnisraddir í þá átt að skólarnir séu staðnaðir í steinrunnu formi og taki ekki nægilegt tillit til breyttra þjóð- félagslegra aðstæðna og uppfylli ekki sem skyldi þarfir nemenda sinna. í ljósi þessa, finnst mér rétt og eðlilegt, að leitað sé með fullri gát lagfæringa á „hefð- inni“, og tilraunir gerðar til úr- bóta, ef öll skilyrði til slíks eru fyrir hendi, eins og raun var á í ME í jan. sl. Og hver eru þessi skilyrði? Að þeir, sem við nýj- ungina eiga að starfa, hafi trú á henni. Enginn kennari ME var andvígur. Eftir marga umræðu- fundi gengu allir fúsir til leiks. Nafnlaus könnun meðal nem- enda gerð áður en af stað var farið, leiddi í ljós að 73% þeirra voru fýsandi, 20% hlutlausir en aðeins 7% andvígir fyrirhuguð- um breytingum á vinnuformi. Lái okkur því hver sem vill, að teningnum var kastað! Framkvæmd: „Lokaðir“ dagar, „opnir“ dagar Ákveðið var að gera „lárétta" stundaskrá þannig að allir „lok- aðir“ dagar (mánud., miðvikud., föstud.) yrðu eins, þ.e. hefðu sömu stundaskrá og stefnt að því, að yfirferð námsefnis yrði hraðari þessa daga en að óbreyttu, þannig að farið væri yfir allt skyldugt námsefni í fögunum þessa þrjá lokuðu daga. Slíkt krefst verulegrar endurskipulagningar hjá kenn- urum á framsetningu námsefnis og gerir meiri kröfur til nem- enda að fylgjast með, ef þeir ætla að láta sér „lokuðu" dagana nægja. Sannleikurinn er líka sá, að hluta nemenda nægir sú kennsla, sem með þessum hætti fer fram þrjá daga í viku. Aðrir þurfa meiri tíma og kemur vel að hafa aðgang að kennurum til einstaklingsbundinnar tilsagn- ar. Slíkt tækifæri gefst á „opnu“ dögunum. Þessa daga (þriðjud. og fimmtud.) eru kennarar sam- kvæmt sérstakri vinnuskrá í hinum ýmsu kennslustofum skólans reiðubúnir að greiða fyrir þeim nemendum, sem án mætingarskyldu þessa daga leita 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.