Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Blaðsíða 15
— Þingmenn Framhald af bls. 5 án í Árnanesi 2. þingmaður með 13 atkv. Þessi skipan mála stóð ekki nema eitt kjörtímabil, því að meö kosningalögunum 1877 var Skaftafellssýslum aftur skipt í tvö kjördæmi. Ólafur Pálsson - heiðvirðasti og nýtasti drengur - Eftir kosningalögunum frá 1877 var fyrst kosið í Vestur-Skaftafellssýslu á Leiövelli 18. september 1880. Kjörstjórn skipuöu Ólafur Pálsson á Höföabrekku, sr. Hannes Stephensen á Mýrum og Ingimundur hreppstjóri á Rofabæ. Kjörfundurinn hófst með því að lesið var upp framboösbréf sr. Hannesar. „Þá var á kjörfundinum skorað á oddvita kjörstjórnar, Ólaf Pálsson, að gefa kost á sér og játti hann því.“ Hlaut hann kosningu með miklum meirihluta, 55 atkv., en sr. Hannes fékk 12 atkv. Næstu kosningar fóru fram 10. júní 1886. Þá gaf Ólafur á Höfðabrekku aftur kost á sér og ennfremur Jón Einarsson hreppstjóri í Hemru í Skaftártungu. Töluðu þeir báöir á kjörfundinum ásamt nokkrum kjósendum, sem voru alls 77. Höfðu þeir ekki áður veriö jafnmargir í Vestur-Skafta- fellssýslu. Þeir skiptust þannig á frambjóð- endur, aö Ólafur hlaut 42 atkv. en Jón 35. Ólafur á Höföabrekku var þingmaður Vestur-Skaftfellinga í 12 ár og sat á 7 þing- um. Hann var lítill málskrafsmaöur, talaði bæði sjaldan og stutt og lét sig einkum skipta mál, er komu viö kjördæmi hans; þjóðjarðasölu, prestakallaskipan, jarðamat og eftirgjald o.s.frv. Hann var tillögugóöur og hógvær í málflutningi sínum. Af því má ráða, að það sannaðist, sem Jón Guð- mundsson spáði er Ólafur var fyrst kosinn varaþingmaöur árið 1864, að hann mundi „reynast hinn heiðvirðasti og nýtasti dreng- ur hvar, sem hann kemur fram og í hverju, sem er.“ Gudlaugur Guðmundsson - „lofsæll lýðskörungur" - Áriö 1891 fékk Guölaugur Guömunds- son veitingu fyrir sýslumannsembættinu í Skaftafellssýslum og fluttist aö Kirkjubæj- arklaustri. Haustið eftir, 3. september 1892, var kosið til Alþingis. Þar mættu 50 kjósendur. Frambjóðendur voru tveir auk þingmannsins, Ólafs á Höfðabrekku, sem fékk aðeins eitt atkvæði (sýslumanns), Jón í Hemru hlaut 8 atkvæöi en sýslumaður var kosinn meö 41 atkvæði. Eftir þaö var Vestur-Skaftafellssýsla talin „óvinnanleg borg" Guðlaugs sýslumanns meðan hann dvaldi þar. Næst var kosið 9. júní 1894. Þá var Jón í Hemru aftur í framboði móti sýslumanni. Að áliöinni atkvæðagreiöslu lýsti Jón því yfir, að hann tæki aftur framboð sitt. Guð- laugur var kosinn með 43 atkvæðum. Kosningarnar árið 1900 voru bæöi harð- ar og spennandi, þótt lítt gætti þess í Vestur-Skaftafellssýslu. Þá var kosiö um Valtýskuna, sem Guðlaugur fylgdi á þingi. Mótframbjóðandi hans var dr. Jón Þor- kelsson. Því segir í Alþingisrímum: Dr. Forni fúll í svörum fór með kukl og seiö. Skaut hann mörgum eiturörum, austr á Síðu reið. Dr. Jón taldi sig hafa loforð fyrir stuðn- ingi Mýrdælinga en það brást hrapallega, einkum vegna þess, að á kosningadaginn glaðnaði til eftir langan rosa: Hrakið lá í hrúgum víða hey hjá bændunum uggöi þá, að ótíð stríða ættu í vændunum. Kjörþingsdaginn röðull roða reifar engi' og tún, glit af skærum geislaboða -gyllti fjallabrún. Kjörfundur var haldinn á Leiðvelli 3. september og stóð í 4 stundir, svo að eitthvaö hafa frambjóðendur ræðst við áð- ur en til kosninga var gengiö. Svo fóru leikar, að Guðlaugur var kosinn meö 52 atkvæðum, dr. Jón hlaut 8 atkvæði (af þeim aðeins 2 úr Mýrdai: Pál á Heiði og Guömund Þorbjarnarson á Hvoli). Fáir kappar Forna mættu á fundi þennan dag, heyja sinna gildir gættu garpar sér í hag. Laugi stoltur slíðrar vigur, stál var ekki reynt, frægan hafði ’ann hlotiö sigur, hélt á Alþing beint. Enn var Guölaugur sýslumaður tvisvar sinnum kosinn þingmaöur Vestur-Skaftfell- inga og þá mótframboðslaust, árið 1902, með 58 atkv. og árið 1903 með 36 atkv. Sýnir það að engum þýddi viö hann að keppa. Svo öruggt og eindregið var fylgi þessa röggsama yfirvalds og annálaða mælskugarps meðal Vestur-Skaftfellinga. I Ijóði Matthiasar um Guölaug látinn eru m.a. þessar hendingar: Liðinn var lofsæll lýðskörungur heim frá ströngu stríði. Gunnar Ólafsson - hlaut aö hætta hjá Bryða - Uppkastskosningarnar svonefndu, haustið 1908, eru eflaust einar sviftinga- mestu kosningar í stjórnmálasögunni. Þá urðu svo miklar breytingar á skipan Alþing- is, að nýir þingmenn uröu hvorki fleiri né færri en 21 af 34 sem kosnir voru. Einn þeirra var þingmaður Vestur-Skaftfellinga. Það var Gunnar Ólafsson verzlunarstjóri í Vík í Mýrdal. Hann var einn af þeim 24 andstæðingum Uppkastsins (millilanda- frumvarpsins), sem náðu kosningu. Að- draganda þessara kosninga og framboðs- fundum er rækilega lýst í Endurminningum Gunnars Ólafssonar og skal það ekki rakið hér. Jón Einarsson í Hemru var í framboði fyrir Heimastjórnarmenn, vel metinn bóndi, traustur og góður maður. En hann galt þess að vera fylgismaöur Uppkastsins og haföi því strauminn á móti sér, þrátt fyrir það að sjálfur ráðherrann, Hannes Haf- stein, mætti með honum á framboðsfund- um. Kjördagur var 10. september. Nú var tekin upp leynileg, skrifleg kosning og kjör- staður í hverjum hreppi en atkvæðum safn- að saman og talin í Vík. Kom þá í Ijós hið mikla fylgi Uppkastsandstæðinga í Vest- ur-Skaftafelissýslu, eins og annarstaðar, því að Gunnar hlaut 107 atkvæði, 42 at- kvæðum fleiri en mótframbjóðandi hans. Gunnar Ólafsson sat aðeins á tveim þingum fyrir Vestur-Skaftfellinga 1910 og 1911. Vegna þátttöku sinnar í stjórnmálum hlaut hann að láta af starfi sínu í Vík hjá Bryöa, sem sagði Gunnari í bréfi, að „hann vildi hvorki beint né óbeint eiga þátt í póli- tiskum málum þjóðarinnar". Gunnar fluttist til Vestmannaeyja og varð þar landskunnur athafnamaöur i út- gerö og verzlun. Löngu seinna, áriö 1926, tók hann sæti á þingi sem landskjörinn varaþingmaður vegna fráfalls Hjartar Snorrasonar. Um dvöl sina með Skaftfell- , ingum, segir Gunnar í Minningabók sinni: „Mér hefur jafnan fundist, að sá tími ævi minnar hafi verið einna bjartastur og þarf ég þó, ef rétt er á litið, yfir engu að kvarta hvar sem ég hef verið, ef borið er saman við allan almenning." Niðurl. í næsta blaði Konan fer á kvenfélagsfund Rætt viö Ævar R. Kvaran P’ramhald af bls. IX. fyrir því. Hann hefur greinilega horft of mik- iö á ævintýrið eftir hann Disney um Rauð- hettu og úlfinn, og ég ákvaö að beita áhrifaríkari meðulum til að koma honum í rúmið. — Ef þú vilt ekki að ég veröi reglulega vondur, þá skaltu koma þér í rúmiö. Ég gleymdi aö vera blíðlegur í málrómn- um, og Eiríkur þaut eins og eldibrandur inn í herbergið sitt, stökk upp í rúm og breiddi sængina upp fyrir haus. Og þá gat ég sest, áhyggjulaus og af- slappaður inn í húsbóndaherbergið og fengið mér bók að lesa. Átt stund með sjálfum mér, eins og sænsku félagsfræð- ingarnir segja að sé svo mikilvægt hverjum einstaklingi. Ég held að ég hafi sofnað. Að minnsta kosti vaknaöi ég upp við hávær hróp og köll í konunni minni, og þau voru ekki par glaöleg. Eiginlega þvert á móti. — Þér er greinilega ekki treystandi til að vera heima með börnin eina minútu, Alfreð Böðvar!!! Hún stóð fyrir ofan beddann í húsbónda- herberginu, og ekki sá ég betur en það væri morðglampi í augum hennar. Þetta var reglulega skelfandi sjón, hún var til alls vís þar sem hún stóö í kápunni svona ógnvænleg á svipinn og ég ákvaö aö reyna að slá á léttari strengi og skipta um um- ræðuefni. — Var ekki gaman hjá Jónínu.formanni kvenfélagi? spurði ég og brosti. — ÞÉR VÆRI NÆR AO SKAMMAST ÞÍN OFANÍ TÆR, ALFRED BÖÐVAR, í STAD ÞESS AÐ LÁTA EINS OG FÍFL!!! Ég tók þann kostinn að segja ekkert, þótt ég hefði auðvitað getað sagt sitt af hverju og látið hana aldeilis finna hvar Dav- íð keypti ölið. Það bara var ekki ráðlegt á þessu andartaki. Ég leit inn í stofu. Hún leit út eins og eftir stormsveitarárás: húsgögnin öll úr lagi gengin, rúmfötin hans Eiríks litla, auga- steinsins hans pabba síns, eins og hráviöi út um allt gólf og hann sjálfur steinsofandi á gólfinu, Soffía lá á maganum í sóffanum með hausinn hangandi niður á gólf, líka sofandi, poppkorninu haföi veriö stráð út um allt gólf (ég gat ekki hugsaö mér, hvernig umhorfs væri í eldhúsinu?, kók- flöskur, fleiri en hægt var að telja stóðu eða lágu á sófaboröinu og umbúðir utan af ís og karamellum lágu á víð og dreif um stofuna eins og nýmóðins nýlistaverk. Þetta var ófögur sjón, og ég gat vel skilið að konan mín væri ekki beint hress yfir heimkomunni. Ég reyndi að gera eins gott úr þessu og hægt var, brosti mjög breitt og sagöi: — Eru þau ekki indæl, svona sofandi, litlu skinnin? Konan mín svaraöi ekki. Eitraða augna- ráðiö var á sínum stað. Líklega haföi ég komist klaufalega að oröi. En hún hefði nú getaö tekið viljann fyrir verkið. En þaö geröi hún ekki. Hún gekk þegjandi fram í eldhús, opnaði kústaskápinn, tók út ryk- suguna, tusku, tekkolíu og teppabankara og færði mér þetta ailt, þegjandi. Svo vakti hún börnin, skipaði þeim í háttinn og fór síðan sjálf fram í eldhús, settist við eldhúsborðið og fékk sér kaffi. Ég vissi hvað til míns friöar heyrði. Þaö gerist alltaf, aö engu tauti er viö komandi, þegar konur eiga í hlut. Þá víxla þau til dæmis hlutverkum eiginmanns og eigin- konu án þess aö blikna eða blána. Það er kallaö erfiða skeiðið hjá konum, og ég ráð- legg öllum mönnum, giftum og ógiftum, aö vara sig stranglega á konum, sem eru á því skeiðinu. Þær eru blátt áfram hættulegar. Stórhættulegar, já, ef ekki lífshættulegarl! Framhald af bls. 3 þjáningum annarra hér, eða jafnvel í fyrra lífi. Kannski verða þjáningarnar til þess að við öðlumst skilning á lögmálum kærleik- ans. Sumir gera þaö áreiöanlega, en aðrir falla á því prófi og forherðast og fyllast biturleik við mótlæti og þjáningar." „Er nauðsynlegt að sjúklingur sé sjálfur trúaður til þess aö lækning geti hugsanlega átt sér stað með þeim hætti sem þú stuðlar aö?“ „Lengi vel vissi ég þaö ekki. En svo fékk ég svar. Þannig var, að til mín hringdi kona af Akranesi og bað mig að liösinna syni sínum, sem var talinn í lífshættu vegna sjúkdóms og átti aö ganga undir uppskurð. Ég spuröi konuna eins og ég geri oft, hvort þessi beiöni væri fram borin með vilja og vitund sjúklingsins. Þá fékk ég það svar, aö svo væri alls ekki; hún gæti meira að segja ekki haft samráð við hann, þvi hann væri alveg andvígur starfsemi af þessu tagi og teldi að allt sem þar kæmi 'fram, væri beint frá djöflinum. I framhaldi af því spurði konan mig, hvort þessi af- staöa breytti miklu í sambandi við hugsan- lega hjálp. Ég svaraði að svo mundi ekki vera og mundi ég leggja mig allan fram og biðja fyrir honum. Stuttu síðar gerðist svo það, að þessi sjúklingur tók slíkum bata, að læknarnir sem önnuöust hann, voru dofallnir og töldu breytinguna nánast óeðlilega. Ég veit ekki annað en þessi maður sé nú fullfrískur. Hann veit samt ekki neitt um það sem fram fór og fær aldrei að vita það. En fyrir mig sjálfan var þetta lexía og sýndi ber- lega, að það er ekki á minu færi að meta, hverjum er hægt að hjálpa og hverjum ekki. „Þú hefur bæði lesiö mikið og skrifað um dulræn fræði. Kemur öll sú vitneskja, sem þú hefur hlotnazt þannig þér til góða?" „Nei, hreint ekki. i fyrstu hugsaöi ég oft um möguleika sjúklinganna; beitti heila og hugsun á rökrænan hátt eins og ég var vanur. En þá fékk ég skilaboö i gegnum konu mina um, að ég lokaði sambandinu með þessu. Með öörum orðum: Þessi öfl þurftu ekki á heila mínum eða skynsemi aö halda; það þvældist bara fyrir. í því sam- bandi má minna á, að margir miðlar eru óskólagengnir menn og nærtækt dæmi þar um er Hafsteinn Björnsson, sem allir kann- ast við. Þaö mun vera verra og standa i vegi fyrir árangri, ef maður er þjálfaður til að nota heilann. Ég gerði mér snemma grein fyrir þessu, hætti að þvælast fyrir með hugsun minni og eftir það gekk allt betur." „Tekuröu borgun fyrir þína milli- göngu?" „Nei. Ég hef aldrei tekið eyrisviröi, þvi ég er að reyna aö endurgjalda það, sem ég hef þegiö, og er það mjög Ijúft. Hvorki set ég upp greiöslu né heldur aö þaö eigi sér stað, aö einn eöa neinn sendi greiðslu. Ég lifi af ritstörfum ásamt kennslu og er á eftir- launum hjá Þjóðleikhúsinu." „Mer sknst að flestir séu sammála um, að innan leikhúss sé mjög svo sérstæður heimur og oft ekki að öllu leyti geðfelldur. Hvernig kunnir þú við þig í þessum heimi leiklistarinn- ar?“ „Bæði vel og illa. I menntaskóla var ég neyddur til að koma fram á leiksviöi, en dugði þó til þess að ég meðtók bakteríuna. Ég hélt áfram að leika og eins eftir að ég var kominn í lögfræði í Háskólanum. En SJÁ næstu síðu 15,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.