Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Side 5
Úlfur Ragnarsson ÆVINTÝRAFERÐ Olav H. Hauge Sr- Siauri°n Guöjónsson þýddi SVARTIR KROSSAR Svartir krossar í hvítum snjó hallast á grúfu í regni. Daudir hingaó komu um klungurmó meó kross á heróum og lögðu hann frá sér og hlutu ró huldir af klaka-þúfu. ELDURINN Helgur var loginn, er í hjarta þínu brann. Dári, sem ekki skildir, en slökkva vildir hann. Barst vatn og sand á eldinn, eyðing vann. Greipar spenntu í auðmýkt, það öllum reynist bezt: Herra, lát eldinn brenna, hinn heilaga gest. Lát mig verða að ösku sem allra mest. Heimskingi varstu, þín hugsun ofurseld. Nú færðu að eta og sumbla og sofa í kveld. Að slökkva, en ekki kveikja kanntu helgan eld. KÓNGULÓ Hefur þú séð kóngulóna sveiflast i þræðinum yfir dimmu árgljúfrinu — sveiflast í vindi eftir grönnum veikum þræðinum spinna sig niður — niður? VEGUR ÞINN Enginn hefur veg þinn varðað, veginn þann, þögn og þoku hulinn, en þad er hann. Þetta er þín leið þú einn skalt fara hana. Óráð eitt aftur snúa — valt. Og ekki varðar þú heldur veg þinn. Og vindur felur spor þín i fjallsins kinn. Andlitið jarðar hulið hvitri grímu horfir við geimsins myrka næturhyli. Altekinn verð ég undarlegri vímu óræðu svefns og vöku millibili. Varöar mig lítt um líf og dauða núna. Löngunin knýr til ævintýraferðar. Vísindi heims þó ali aðra trúna allt það sem var og er mun ætíö veröa. Þannig sveiflast þú í þankans þræði yfir regindjúpinu, ert öruggur eins og kóngulóin yfir árgljúfrinu, og treystir þræðinum, og sérð ekki dauðann gína undir þér. Hvert skal ég þá? — Og hvað er við að miða? Hálfluktu auga skima ég til baka: Allt sem mér forðum olli sálarsviða sýnist nú Ijós á vonarinnar stjaka. Brjóstholið fyllist furöuléttum hlátri. Framar er eigi líkaminn til tafar. Blasir nú viö í gleði galsakátri: Gangan er stutt frá vöggunni til grafar! En hafi þráðurinn slitnad einu sinni, verður þú aldrei öruggur framar, því að angíst — ópið er þú féllst býr fast í þér, og seint úr að bæta bresti hugþráður. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.