Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 6
Margir á stofnumm hér - en ættu að vera í vinnu og búa úti í bæ Á ári fatlaöra eru þarfír og vanda- mál þess stóra hóps, sem býr við ýmisskonar fötlun, dregin fram í dagsljósiö — og vonandi verður þaö meira en umtalið eitt. Sá fjöldi, sem lamast eöa fatlast meira og minna af völdum slysa í okkar fámenna þjóö- félagi, virðist vera sá hroðalegi skattur, sem tæknin heimtar af okkur. En eins og alltaf áöur, koma einnig fyrir slys eða sjúkdómar, sem valda fötlun án þess að nútíma tækni sé um að kenna. Þótt ótrúlegt megi virðast, er það ekki fyrr en á allra síðustu árum að augu manna hafa opnazt fyrir því að hér hefur þjóðfélagið verk að vinna. Lausnin felst ekki í stofnunum, þar sem hinir fötluðu fá hæli það sem eftir er. Fregnir af slysum eru ævin- lega hrollvekjandi, en gleymast fljótt. Lífið heldur aftur á móti áfram hjá þeim er í hlut eiga, — en það verður óhjákvæmilega annað líf. Slík er að- lögun mannsins, að það er með ólík- indum, hverju fatlaðir fá áorkað. Að- eins þarf að skapa þeim aðstöðu og þjálfun. Þróunin hnígur í rétta átt, en Stofnanirnar fyrir líkamlega og andlega fatlaða eru ágætar hér, en að áliti dr. Gary Athelstan eru þar af margir vistmenn innan veggja, scm ættu að búa mcðal heilbrigðs fólks og stunda vinnu. „Þetta hlýtur að vera mjög tíma- frekt fyrír hvern og einn, sem í hlut á, og útheimta fjölmennt lið.“ „Já, þar komum viö aö kjarna málsins hvaö island snertir. Þaö sem uppá vant- Rætt viö dr. Gary Athelstan, sem lagt hefur stund á svokallaða atvinnusál- fræöi og var boöinn hingaö til lands í tilefni árs fatlaöra of hægt og örstutt er síðan farið var að hanna skólabyggingar og önnur opinber hús með tilliti til fatlaðra. Má í því sambandi minna á, að hús menntaskólans við Hamrahlíð, sem telja verður nýtt hús, var ekki þannig úr garði gert að námsmenn í hjóla- stólum gætu komizt áfram hjálpar- laust. í tilefni af ári fatlaðra hefur félags- málaráðuneytið haft milligöngu um, að hingað var boðið bandarískum sálfræðingi, sem raunar er sérfræð- ingur í atvinnusálfræði, sem svo er nefnd — Vocational Psychology — og hefur mikla þekkingu og reynslu í að koma fötluðu fólki í vinnu. Hann heitir Gary Athelstan og er íslenzkur í báðar ættir; ættarnafnið dregið af íslenzka nafninu Aðal- steinn. í aðra ættina er Gary Eyfirð- ingur; afi hans, Gunnlaugur Tryggvi Aðalsteinsson, var frá Akureyri, en fluttist vestur um haf á tvítugsaldri, þá nýkvæntur Svanhvíti Jóhanns- dóttur frá Seyðisfirði. Þau fluttu fyrst til Winnipeg eins og fleiri landar á þeim tíma, en síðar suður yfir landa- mæri Bandaríkjanna til Minneapolis. Svanhvít er ennþá lifandi, rúmlega níræð og talar sína íslenzku enn sem fyrr. Foreldrar Garys hafa búið í Minneapolis; þar er hann einnig fæddur og uppalinn, — og þar starf- ar hann. Þegar fundum okkar bar saman, haföi Gary Athelstan haldiö fyrirlestra á Kleppsspítala, geödeildum Borgarspítal- ans og Landspítalans, í Háskólanum, á Reykjalundi og hjá Félagi sálfræöinga. Hann tók fram, aö sér heföi litizt vel á þessar stofnanir; menn væru vel á vegi, þótt sumstaðar væri úrbóta þörf. „Mín skoöun er sú“, sagöi Gary Ath- elstan, „aö ævinlega beri aö koma lík- amlega eöa andlega fötluöu fólki út á meðal venjulegs fólks, en hafa það ekki á stofnunum. Tökum til dæmis menn meö andlegan kvilla, eða geðsjúkdóm. Sú var tíð, að slíkir menn voru einungis vistaöir á sjúkrahúsum — og þá aö sjálfsögðu meö þaö fyrir augum að lækna sjúkdóminn og koma sjúklingnum út í lífiö á nýjan leik. En þetta var og er röng stefna. Ekki er nauösynlegt aö lækning eigi sér staö áöur en hægt sé aö koma sjúklingnum í vinnu. En það veltur á miklu, aö starfið sé viö hæfi og þaö fer allt eftir einstaklingum og aðstæðum, hvernig aö því er staöiö. Stundum fer bezt á því að enginn á vinnustaönum viti um þennan veikleika, en stundum veröur aö byrja á því aö gera samstarfsfólkinu grein fyrir því hvers kyns er; tala við það og fá það í liö með sér að hjálpa viökom- andi yfir erfiöleikana.“ ar hér, eru sérfræöingar í atvinnu- endurhæfingu. Eftir því sem ég veit bezt, mun vera starfandi einn slíkur og auö- sætt, aö þaö hrekkur skammt. í Banda- ríkjunum er þetta hluti af menntakerfinu í heild og telst í ágætu lagi; alríkiö ber 80% kostnaöarins og fjöldi sérfræðinga á þessu sviöi starfar þar, enda þörfin mikil. Munurinn á endurhæfingu hér á ís- landi er sá, aö ekkert er hægt aö gera fyrr en sá fatlaði er kominn út af stofn- uninni. Óski hann eftir hjálp viö aö kom- ast í vinnu, er honum komiö í samband við Carl Brand framkvæmdastjóra endurhæfingarráös í Hátúni og hann lið- sinnir eins og hægt er. Eftir þaö er sá fatlaöi á eigin vegum, en lítiö eða ekki fylgzt með honum, sem er þó alveg nauösynlegt. Hjá okkur gerist þetta meö þeim hætti, aö ráögjafi byrjar aö tala viö fólk og hjálpa því strax eftir áfall, slys eöa veikindi, — strax á spítalanum. Þá er rætt um þær breytingar, sem kunna aö verða, eöa hljóta að veröa þegar fólk hefur lent í slysi og lamazt. Þaö kann aö eiga langa sjúkrahúsvist fyrir höndum áöur en því veröur komiö í vinnu. Samt er unniö meö því allan tímann; ráögjaf- inn tekur fyrir allar hliðar á þeim breyt- ingum, sem þarna veröa." „Er erfiöara aö fá vinnu handa þeim, sem eiga viö eða hafa átt viö andlega sjúkdóma að stríða?“ „Já, þaö verður aö viðurkennast aö svo er, — jafnvel handa þeim, sem út- skrifaöir eru og eiga aö vera heilbrigðir. Þótt bót sé ráðin á, viröist andlegur sjukdómur fylgja manni eins og ein- hverskonar skuggi vegna rikjandi for- dóma; ekki bara á íslandi, — þetta er reyndin allsstaðar. Áöur var almennt álitiö, aö andlegan sjúkdóm yröi aö lækna áöur en farið væri aö ræöa um vinnu viö þann sem í hlut átti. En nú er alls ekki beöiö eftir lækningu og oft reynist vinnan lækning í sjálfu sér, svo og samneyti viö heilbrigt fólk á vinnustað. Sjálfur gæti ég nefnt mýmörg dæmi um fólk meö töluvert al- varlega geösjúkdoma, sem vinnur þó fulla vinnu. Aö vísu er þá reynt að finna vinnu, sem hefur aöeins hæfilegt álag í för meö sér og nú er ég ekki að tala um verndaöa vinnustaöi eins og Reykjalund til dæmis — heldur staö þar sem fólk veröur aö standa sig til aö halda vinn- unni. Til dæmis má nefna, að eldhús og þvottahús sjúkrahúsa í Bandaríkjunum eru gjarnan meö slangur af þesskonar vinnukrafti." „Geturöu nefnt eitthvert dæmi um erfiða endurhæfingu, sem hefur þó tekizt?“ „Já, mér kemur í hug eölisfræöingur, sem var yfirmaöur á rannsóknarstofu og stjórnaöi mörgu fólki. Hann fékk hug- klofasýki og varð að hætta. í tvö ár var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.