Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1981, Blaðsíða 9
Danski listfræðingurinn R. Broby- Johansen er vel kunnur hér á landi sem víða annarsstaöar. Hann hefur mjög lagt sig eftir því að kanna hvernig myndlist- armenn fyrr og nú hafa gert hinn vinn- andi mann aö myndefni. Árö 1969 kom út bók Broby-Johansens um Dagens dont gennem Ártusinderne: Daglega iöju um aldir, þar sem fjallaö var um heiminn í heild — aö Noröurlöndum undanskildum. En Broby-Johansen bætti rækilega úr því með sérstakri bók: Dagens dont í Norden, þar sem mynd- efniö er sótt allar götu aftur til víkinga- aldar, síöari alda og umfram allt til sam- tímans og 19. aldarinnar. Þetta er svo glæsileg og lýsandi bók um þetta efni, aö ástæöa er til aö benda á hana. Ekki þarf aö efast um,að vinnan hefur átt geysileg ítök í því fólki, sem byggt hefur Noröurlönd; löngum var vinnan út- máluö sem sérstök dyggö og lífsbarátt- an á þessum slóðum gerði ítrustu kröfur um vinnu. „Sá sem ekki vinnur, hann á ekki mat aö fá“ var sagt hér einu sinni og nóbelsskáldið okkar, sem er vinnuhestur eins og flestir íslendingar, hefur undir- strikaö aö „vinnan er guös dýrð“. Svo það getur hvorki talizt undur né stór- merki, að hinn vinnandi maöur hafi orðið myndlistarmönnum hugstæöur og hér á íslandi hefur svo verið allt frá 13. eöa 14. öld, aö teiknarar þess tíma geröu lýs- ingar í handrit, þar sem viö sjáum hvalskurö og skiþasmíðar til dæmis. Aldarandi og kjör alþýöu manna koma ákafleg skýrt í Ijós, þegar þessari bók er flett. Viö sjáum þjóöernisróman- tíkina, sem upp sprettur á Noröurlönd- um eftir 1840 og málararnir eru komnir upp til selja aö teikna kýr og dúðaðar mjaltakonur. Viö sjáum raunsæisstefn- una fyrir 100 árum; fólk vinnur í sveita síns andlits, en þaö er ekki predikunar- tónn í þessum myndum, aðeins lýst því sem var hlutskipti hins almenna borg- ara. Frá því um aldamót eru sérstaklega hrífandi myndir Skagamálaranna, sem svo voru nefndir; kenndir viö Skagen í Danmörku. Þar sjáum viö húsmóður í fátæklegu eldhúsi, gömul hjón aö rýja kind og eftirminnilegir eru sjómennirnir, sem búast til róöra, eöa draga bát sinn á land. Þegar kemur framá þesa öld, kveður stundum viö nýjan tón og predikun póli- tísks boðskapar hefur læöst inní verkið. Viö sjáum verkfallsmenn horfa haturs- augum á verkfallsbrjóta. Og síöan hefur verkamaöurinn, — sá sem vinnur líkam- lega erfiöisvinnu — veriö kært pólitískt myndefni hjá einstaka myndlistar- mönnum. Ekki þarf aö fara lengra en aftur til síöasta vetrar til að benda á sýningu, sem tveir ungir menn héldu á Kjarvalsstöðum og myndefnið var ein- vöröungu erfiðsmenn við vinnu. Þess- konar dýrkun á líkamlegu striti á tölvu- öldinni er nú kannski ekki alveg í takt viö tímann. Myndirnar á forsíöu af skrif- stofulandslagi nútímans eru ekki síöur raunsönn samtímalýsing, bæöi á um- hverfi en einnig á sjálfu skrifstofuveld- inu. Á sama hátt eru sjómenn Gunnlaugs Schevings, sem Broby-Johansen tekur að sjálfsögöu meö í bókina, ekki úr nú- tímanum; nú er þaö kraftblökkin og astikið, sem er þungamiöja veiðanna. Annað í bókinni: Konur viö þvotta- laugarnar eftir Kristínu Jonsdóttur, salt- fiskstúlkur Gunnlaugs Blöndals og sjó- menn Jóns Engilberts heyra líka til lið- inni tíö. Aftur á móti er Stimpilklukka Eiríks Smith eitthvaö sem nútímafólk þekkir vel af eigin raun, svo og teikn- ingar Kjartans Guöjónssonar af aögerö um borð í fiskibáti. Þaö kemur spánskt fyrir sjónir, aö höfundurinn jjakkar Einari Olgeirssyni fyrir hjálp viö íslandskaflann; Einar er að minnsta kosti ekki kunnasti lisfræðingur þjóöarinnar. En þaö er margt ágætt tínt Rósemin ræóur ríkjum hér eins og viðast í myndum Gunnlaugs Schevings. Fáir hafa málað hinn vinnandi niann eins eftírminnilega. Nýleg dæmi um vinnandi fólk í myndum eru sjaldgæf, nærtækt er aö benda á dúkristur Kjartans Guðjónssonar á sýn- ingu grafíkfélagsins í haust. Hér er ein þeirra. Kona strýkur lín. Ein af mörgum högg- myndum Ásmundar Sveinssonar af vinn- andi fólki. •VM 61 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.