Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 13
Gott... ... kvöld. .,. Fréttir. stundum orðaforðann. En við hjálpuðumst að og bjuggum til ágætis viötal, þótt það gefi kannski svolítið ranga mynd af málfari þeirra tveggja. Ég var nefnilega að upp- götva nokkuð, sem ég hafði aldrei leitt hugann að fyrr. „Orðaforöi þinn byggist upp á sífelldri endurtekningu orða, þú heyrir þau í útvarpinu, hjá fétögum þínum og foreldr- um, sjálfur notar þú þau og setur í samhengi viö stafi á blaði,“ lét Vilhjálmur Berglindi túlka „Þessi endurtekning er ekki til staöar hjá heyrnarlausum, þroski þeirra varðandi orðaforða og málfræöi er því mun torsótt- ari en hinna heyrandi. Þetta mótast þó vitanlega af stigi heyrnarleysisins, t.d. hefur Berglind mun meiri orðaforða en ég.“ Myndabækur og kvikmyndir með texta „Yfirleitt er orðaforðinn í bókum of erfiður til að ég geti lesiö þær og dagblöðin lít ég aðeins lauslega yfir. Myndabækur les ég hins vegar mikið, þar hjálpa myndirnar. í sjónvarpinu hjálpa kvikmyndirnar mér við að skilja textann. Ég horfi mikiö á þær og fer því minna í bíó en áður," túlkaði Berglind. Þetta leiddi hugann að fréttatextanum fyrir heyrnarlausa, sem fylgir ætíð í lok sjónvarpsfrétta og kom til áður en ráöist var í að flytja líka táknmálságrip á undan fréttunum. Myndalaus er þessi texti þaö þungur, að hann nýtist varla öðrum en þeim, sem tapað hafa heyrninni seint á ævinni. Sá hópur hefur möguleika á aö fylgjast með fréttunum í blööunum, hinn ekki. Dæmi um, hvernig þungt orðalag getur gert hinum heyrnarlausu erfitt fyrir var texti um, að vegir norðanlands hefðu teppst af snjó. í Heyrnleysingjaskólanum daginn eftir lýstu einhverjir nemendanna furðu sinni á því að búið væri að teppaleggja alla vegi fyrir norðan. Sökum þess, hve íslenskan okkar getur verið flókin og lýkingarík þurfa kennarar Heyrnleysingjaskólans yfirleitt að endursemja þá námstexta, sem ætlaðir eru heyrandi og aöstoðarmaður þarf t.d. að skýra fyrir þeim, sem flytja táknmálságrip- iö, að „viðræður, sem sigla í strand“ séu viðræður, sem einfaldlega stöðvast. Væri fariö út í að texta allar sjónvarps- fréttir jafn óöum þyrfti það því að vera á mjög einfölduðu máli. Það er ekki óeðlilegt, að sjónvarpið sé hikandi við að senda fréttir sínar út á því, sem rugla mætti við barnamál jafnhliða hinu venjulega talmáli. Svipað vandamál verður uppi á teningn- um, við leit að hentugu lesmáli fyrir hina heyrnarlausu. Þegar lesmálið er hæfilega þungt er efnið það barnalegt, að hálffull- orðnir nemendurnir eru lítið sólgnir í það. Á Norðurlöndunum hefur verið farið út í að gefa út sérstakar unglingabækur fyrir heyrnarlausa á hæfilega léttu lesmáli. „Það eykur vandamál heyrnleysingja við að tileinka sér íslenskuna, að hún er aðeins þýðing á mjög ólíku máli, sem er flestum okkar mun eiginlegra. Við hugsum ekki á íslensku eins og þeir, sem heyrandi eru. Hugarheimi okkar má eiginlega líkja við bíómynd. Líkt og táknmálið byggist hann á lýsingum og myndum," sagði Berglind. Enginn skilur hvað fékk okkur til aö veltast um af hlátri „Vinur minn, sem er alheyrandi er oft með mér, þegar ég fer að hitta heyrnar- lausa félaga. Hann segir, að við hugsum allt öðru vísi en aörir. Þegar við skiptumst á fyndni er vonlaust að reyna þýða hana yfir á íslensku og ef það er gert, skilur enginn, hvað fékk okkur til að veitast um af hlátri. Þaö sama á viö, ef maður reynir að þýöa einhverja fyndni yfir á táknmál," sagði Berglind. Berglind og Vilhjálmur virtust sammála um, að leggja ætti aukna áherslu á að kenna heyrnarlausum þeirra eigið táknmál. Táknmálið mætti síðan nota sem undir- stöðu undir íslenskunám líkt og móöurmál er notað, sem undirstaða undir nám í erlendum tungum. „Kennararnir kunna yfirleitt lítið í tákn- málinu og gera sig skiljanlega með því að tala hægt og skrifa á töfluna. En ég held það geti hindrað þroska heyrnarlausra að leggja alla áhersluna á að kenna þeim að tjá sig eðlilega á því erfiða máli íslensku. Mjög fáir ná því marki, að fullnægja tjáningaþörf sinni á íslensku og leita því útrásar í táknmálinu," sagði Berglind. En það eru ekki allir á einu máli um greiðustu leiðirnar við .kennslu heyrnar- lausra. Margir álíta, að ef táknmálið sé bæði notaö í samskiptum heyrnarlausra og við kennslu muni það algjörlega einangra þennan hóp frá hinum heyrandi. Rík áhersla á íslenskukennslu sé eina leiðin til að gera heyrnarlausum kleift að samlagast því þjóðfélagi, sem þeir lifa í. Aðferðirnar við kennslu heyrnarlausra taka sífelldum framförum með auknum rannsóknum og sennilega verður ofan á, að táknmálinu jafnframt íslenskunni og öðrum tiltækum tjáningarmátum veröur beitt við að ná þeim árangri, sem sóst er eftir. Örðugleikarnir við aukna beitingu tákn- málsins eru þó margir. Fjöldi táknanna er mjög takmarkaður en táknmálsnefnd, sem Vilhjálmur er formaður fyrir, vinnur aö því aö semja og samræma nú tákn eöa fá þau lánuð úr Noröurlandamálunum. Að vísu má grípa til fingrastafrófsins og stafa þau orö, sem ekki er hægt að tákna, en þaö tjáningarform er þvingandi og hægfara. Því er reynt að takmarka notkun fingrastaf- rófsins við nöfn og heiti í fréttaágripi sjónvarpsins, þótt umtöluðustu persónurn- ar hafi aö vísu sumar öðlast sín eigin tákn. Ekki dregur það heldur úr vanda tákn- málsins, að fáir treysta sér almennilega til aö kenna það og færir túlkar, sem eru jafnvígir á bæði málin eru ófinnanlegir. Slík túlkun er enda flestri annarri túlkun erfiðari, þar sem talaða málið er mjög frábrugðið táknmálinu að uppbyggingu. Táknmálið raðar efninu upp á gjörólíkan hátt og málfræöi með endingum og beygingum er engin. Þátíð er táknuð með áður og framtíð með bráðum eða kannski. Svipbrigði og hreyfingar í stað lýsingarorða „Við sleppum öllum óþarfa aukaorðum og' erum þar af leiðandi mun fljótari að tákna það, sem aðrir þurfa að segja,“ sagöi Berglind. „í stað raðar af lýsingarorðum aukum við bara eða minnkum svipbrigðin og hreyfingarnar." Ég tek eftir því, þegar Berglind og Vilhjálmur grípa til táknmálsins, að þau nýta sér alla möguleika til hins ítrasta. Augun og andlitið jafnt og hendurnar taka virkan þátt í táknmálinu og með vörunum líkja þau eftir viðkomandi oröum. Skildu heyrandi eiga auðvelt með að tileinka sér þetta mál? spurði ég þau. „Við vitum það eiginlega ekki,“ sagði Berglind eftir að hafa ráðfært sig við Vilhjálm. „Þetta er okkur eiginlegt en viö eigum erfitt með að setja okkur í spor annarra." „Sumir vísindamenn telja, að táknmál sé elsti tjáningarmáti mannsins og allir nota einhver tákn til að tjá sig með, þótt þeir átti sig kannski ekki á því, vinka, heilsa og gretta sig á ýmsa vegu,“ bætir Vilhjálmur við. En hvernig á ég þá, sem ekki kann táknmáliö að tjá mig við heyrnarlausa? „Reyndu bara að tala skýrt, snúa þér að viðmælandanum og nota þær hreyfingar og svipbrigði, sem þér finnst að við eigi. Ef það gengur ekki þá skaltu einfalda orða- forðann og tala léttara mál, þar til þú finnur, hvað er hæfilegt," sagði Vilhjálmur, sem skilið hafði spurninguna, en sökum þjálfunarleysis míns varö ég aö biðja Berglindi að túlka svarið. Samband heyrandi og heyrnarlausra byggist að miklu leyti á þjálfun. Framburð- ur Vilhjálms, sem sumum er óskiljanlegur er öðrum, sem honum hafa vanist vel, greinilegur og á sama hátt eiga Vilhjálmur og Berglind auöveldar með aö skilja þær varir, sem þau þekkja best heldur en þær, sem eru framandi. Varalestur nægir Berglindi þó vitanlega ekki til aö fylgjast með erfiðum fyrirlestrum í skólanum. Hún veröur aö sækja einka- tíma með kennurunum um kvöld og helgar. Vilhjálmur gat leyst þetta vandamál á annan hátt, þegar hann var við tveggja ára Framhald á bls. 16 í félagsheimilinu á Skólavördustígnum er oft fjölmennt. Félagslíf heyrnarlausra er blómlegt enda þörfin mikil.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.