Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 12
Vísir-Tala-Brauð? Munu hinir heyrnarlausu skilja, aö það þýðir vísitölubrauö eða er hægt aö finna auðskildari leið. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson (t.v.), faöir Vilhjálms, hjálpar Berglindi að ráða fram úr torskildu fréttamálinu. Síðan er útkoman reynd á Gústafi Kristjánssyni (t.h.), sem einnig er heyrnarlaus, áður en sest er fyrir framan sjónvarpsvólina. Þessi ímynd molnaði fljótlega niður og þegar mér tók að skiljast, hversu heimarnir tveir eru ólíkir lá við að mér féllust hendur. En Vilhjálmur hughreysti mig: „Hafðu ekki áhyggjur. Eftir klukkustundar spjall verður þú orðinn fróðari um táknmálið og heim þeirra, sem tjá sig með því, en meðal háskólaprófessor. “ . Vitanlega sagði Vilhjálmur þetta ekki nákvæmlega svona, heldur er þetta bara þýöingin á því, sem hann vildi segja. Vilhjálmur: Fæddur heyrn- arlaus — Berglind: Tap- aði heyrninni barnung Vilhjálmur var ekki nema nokkurra mánaöa, þegar tekið var eftir því, að hann var alveg heyrnarlaus. Það hefur ekki breyst síðan. Foreldrar hans og tvær systur eru með eðlilega heyrn en bróðir hans Haukur er jafn illa setur og Vilhjálmur. Engin skýring er til á þessu fyrirbæri. Það er heldur ekki til nein skýring á því, hvers vegna Berglind tapaði meiri hlutan- um af heyrn sinni, þegar hún var eins eða tveggja ára gömul. Henni hefur ekki verið unnt að hjálpa með öðru en því að útvega henni heyrnartæki til að magna upp þá litlu heyrn, sem hún hefur. „Eg heyri svolítið, en ef ég horfi ekki jafnframt á varir þess, sem talar, þá greini ég ekki, hvað hann segir,“ sagði Berglind og í sama mund hringdi síminn á Auglýs- ingastofunni vel og lengi. Hvorugt þeirra greindi það. Vilhjálmur gat skilið það, sem ég sagði Jón Björgvinsson „Þú talar svolítið óskýrt. Það er stundum erfitt að skilja þig,“ sagði Vilhjálmur G. Vilhjálmsson um dag- inn, þegar við tilltum okkur niöur ásamt Berglindi Stefánsdóttur við kaffiborðið á auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar, þar sem Vilhjálmur vinnur. Það kom vitanlega á mig blaða- manninn, sem hafði ekki orðið fyrir slíkri gagnrýni áður og jafnvel talið sig færan um að flytja útvarpsefni. „Það er skeggið,“ skýrði Vilhjálm- ur, „það getur veriö erfiðara að skilja þá, sem eru með skegg.“ „Nema Baltasar,“ sagöi Berglind, sem var nemandi hans í myndlist í Myndlista- og handíðaskólanum. „Það er alveg dásamlegt að skilja hann þrátt fyrir skeggið. Á meðan hinir kennararnir sitja gjarnan með hendurnar í kjöltu, gerir spánska blóðið í Baltasar það að verkum, að hann notar mikið hendurnar, þegar hann talar. Það hjálpar mikið.“ Það hafði runnið upp fyrir mér um daginn. líkt og svo mörgum öðrum, að íslendingar tjá sig á tveim mjög ólíkum málum. Bæði eru þessi mál móðurmál þeirra, sem þau nota. Annað málið hefur verið kennt í skólum landsins frá upphafi. Kennsla í hinu málinu er nær engin en fyrir nokkrum vikum hlaut tilveruréttur þess nokkra viðurkenningu, er tekið var að flytja fréttaágrip á þessu máli í sjónvarpinu. „Þaö var stór áfangi fyrir táknmálið," sagöi Vilhjálmur og Berglind var sammála. „Ég gæti trúað, að þaö væru um 200 til 300 manns, sem notið geta þessa ágrips. Hitt er þó ekki síöur mikilvægt, aö þetta ágrip mun vonandi auka veg og útbreiðslu táknmálsins og hvetja þá til að læra það, sem þurfa þess með en hafa ekki haft aöstööu til fyrr. Þetta á bæði viö um heyrnarskerta, heyrnarlaust eldra fólk og jafnvel þá, sem þetta fólk umgengst mest.“ Berglind og Vilhjálmur hafa sjálf aldrei' Fyndni hinna heyrn- arlausu er vonlaust að þýða á íslenzku Vilhjálmur G. Vilhjálmsson að störfum við teikniboröiö. notið kennslu í táknmálinu. Líkt og aörir skólakrakkar læra klúryrði úti í hornum í frímínútum, hafa þau yngri lært táknmálið af þeim eldri, Berglind af Vilhjálmi og hann af sér eldri heyrnleysingjum. Kennarar þeirra hafa ekki kunnað táknmáliö og Rœtt við Vilhjálm G. VUhjálmsson og Berglindi Stefánsdóttur, sem bœði eru meðal þeirra sem misst hafa heyrn kennslugögn og orðabækur hafa ekki veriö til ef undan er skiliö þykkt hefti, sem Vilhjálmur teiknaöi í myndir og þýöingar á þeim helstu táknum, sem hann kunni. Þetta hefti hefur verið til sölu í bókabúð Sigfúsar Eymundssonar og hefur eftirspurnin eftir því aukist mjög eftir aö táknmáliö fór að birtast daglega í sjónvarpinu. Áöur en ég settist niður með þeim Berglindi og Vilhjálmi haföi ég ímyndaö mér, aö heimur hinna heyrnarlausu væri ekki svo ýkja frábrugðinn heimi þeirra, sem heyra. Að vísu væri þetta hljóölaus heimur án tónlistar og tals, en slíkt væri aö hluta bætt upp með táknmáli og miklum lestri bóka og blaöa. Áður en Berglind birtist fyrir framan alþjóö er sjónvarpsfaröinn yfirfarinn í föröunardeild sjónvarpsins. ef ég talaði hægt og skýrt. Ég átti hins vegar bágt meö að skilja íslenskuna hans. Viö reyndum þó, en þegar ekkert gekk túlkaöi Berglind af táknmáli. Varla var aö greina af máli hennar, að hún væri heyrnarlaus. Frekar var eins og hana skorti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.