Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 9
Curie rak fjölskylduna í flýti í áttina aö skógarþykkninu í suöri og þau sáust ekki í heilan mánuö. Þá komu þau til baka einn góöan veðurdag, Hera gróin sára sinna og öll voru þau á lífi, en tvíburarnir höföu lagt töluvert af. Um þetta leyti var hitinn og þurrkurinn óskaplegur. Gróöur skrælnaði og fílarnir átu runnana niöur aö rótum. Sólþurrkuö og þyrst fóru Valeria og tvíburarnir hennar aö ánni til aö drekka þar sem hún var grynnst. Eins og öll önnur fílabörn áttu tvíburarnir eftir aö læra listina aö sjúga upp vatnið meö rananum. Þeir kunnu aöeins að drekka meö munninum og óöu útí, þangaö til þeir voru hérumbil komnir á kaf. Beinhali virtist kunna betur til verka, hann hélt rananum upp úr vatninu, svo aö hann gat drukkiö og andað samtímis. Boginhali hafði ranann alltaf á kafi í árstraumnum og þurfti aö koma upp úr til aö anda. Valeria haföi verið í tygjum viö ungan tarf um vikuskeiö, þótt. undarlegt megi viröast, þar sem hún beiddi ekki á þessu tímabili. Viö athuguöum gaumgæfilega myndir okkar af fjölskyldunni og komumst aö raun um, aö þetta var eldri bróöir Valeriu. Hann haföi yfirgefiö fjölskylduna mörgum árum áöur á meðan Jezebel var ættmóöir. Þetta var aöeins í annaö skipti, sem viö uröum vitni aö því, aö karldýr átti svo langa endurfundi meö fjölskyldu sinni eftir aö ættmóðirin haföi neytt hann til að fara í burtu. í desember er jarövegurinn nakinn og sjóöheitur og ekkert mjúkt undir tönn fyrir unga fíla að narta í. Tvíburarnir líktust beinagrindum, þar sem þeir stauluöust á eftir Valeriu. Beinhali var svo veikburöa, aö hann gat varla fylgt þeim eftir og litla andlitið hans var samanskroppiö. Bogin- hali varö grimmari viö bróöur sinn, ýtti honum frá, þegar hann vildi sjúga og baröist fyrir eigin lífi. 19. des. dó Beinhali, aöeins tveim vikum áöur en regntíminn hófst. Boginhaii haföi nóga mjólk aö drekka og lifði þaö aö fagna svölu regninu og nýju, fersku grasinu. Hann breyttist í stóra, feitan, bústinn fíl. Enda þótt regniö kæmi loks svo um munaöi, má vera aö hundruö Manyara-fílar hafi ekki lifaö aö njóta þess. í kjölfar þurrkanna fylgdi banvænn lungnabólgufar- aldur, sem stráfelldi fílana. Aö öllum líkindum hefur Curie oröiö eitt fórnarlamb- iö. Hún hvarf aö minnsta kosti og skildi Pili litlu eftir í umsjá Valeriu og Yustu. Hera tók viö forystunni og sýndi enn einu sinni ógnvekjandi skaplyndi sitt, sem var samt ekki eins hræöilegt og skap Boadiceu. Sú gríöarstóra fílskýr, sem nefnd var eftir grimmlyndri forndrottningu breskri, var ættmóðir stærsta hóps Manyara-fíla, en í honum voru fjölskyldur Jezebel og Curie. Aldrei komumst viö aö því, hvernig hún dó. Ég man greinilega, þegar ég hitti Bo- adiceu í fyrsta sinn áriö 1969. Eg ók meö lain gegnum dimma, þögna Manyara-skóg- ana, þegar gríðarstórt grátt ferlíki kom meö þokkafullum hreyfingum, en fílslegum krafti í áttina til okkar. Þaö var sem hún svifi í loftinu, eyrun hreyföust eins og vængir, mjög hægt og hún varö sífellt stærri og stærri og staðnæmdist loks andspænis okkur. Þetta gerði hún ekki í flýti, heldur var sem líkami hennar liöi áfram. Hún lokaði okkur leiöinni og augu hennar hvíldu á okkur eins og skínandi skildir og síöan var sem trompethljómur brytist fram gegnpm ranann og splundraöi þögninni. Hún sýndi mátt sinn og megin. Eg sat sem límd viö sætiö, föl og lítilsigld, gat ekki einu sinni hugsaö, þegar þetta mikilfenglega sköpunarverk frum- skóganna horföi á mig. Hún reyndi ekki aö vinna okkur tjón. Hún var aðeins aö stjaka okkur burt frá fjölskyldu sinni. lain, sem vissi hvaö hún var aö gera, sat hreyfingar- laus og sýndi návist hennar viröingu. Síöan sneri hún frá og tók sumt af fjölskyldunni meö sér, en aðrir stóöu í grennd og höföu á okkur gætur. Þegar viö höfðum ekið spottakorn áfram, opnaöi lain Landroverinn og lædd- ist út og gekk ofurvarlega í áttina aö eintenntum fíl. Þegar hann var í um tveggja skrefa fjarlægö frá henni, sneri hún sér aö honum, lyfti höfðinu og sperrti út eyrum, albúin að lemja hann í brjóstiö meö rananum á hverri stundu. Hann teygöi út handleggina og líkti eftir stellingu hennar og stóö grafkyrr. Þau horföu hvort á annað og rólega létu þau eyru og handleggi síga. lain rétti fram höndina og hikandi snerti hún hann meö rananum. Örskamma stund varö samband milli manns og dýrs og eldfornt hatur ólíkra vitsmunavera gleymd- ist. „Þetta er Virgo,” sagöi lain mér, „þaö hefur tekiö mig næstum fjögur ár að komast þetta nálægt henni. Eftir nokkra mánuöi get ég klappað henni." Mikil röskun varö á friösælu lífi fílanna viö Manyara-vatnið upp úr 1970, þegar verö á fílabeini rauk upp úr öllu valdi og veiöiþjófnaöur jókst aö mun. Mhoja fann beinagrind Boadiceu seint á árinu 1974 og Douglas-Hamilton-hjónin fengu leyfi forstjóra Tanzaníu-þjóðgarðsins til aö kaupa vígtennurnar úr henni og flytja hauskúpuna til heimilis síns í Kenya, en í millitíöinni höföu tennurnar veriö seldar til Japan. Nú er hauskúpan á heimili þeirra hjóna þaö eina, sem eftir er af þessari miklu skepnu, sem reikaöi um skóga, sléttur og fjallshlíöar Manyara. Sumir álitu, aö ekki sæi högg á vatni, þó aö fíladráp færi fram í stórum stíl í Afríku, en þau hjón óttuöust aö fílastofninn væri í mikilli hættu, en til þess aö fá þaö viöurkennt og spornað viö því, uröu þau aö afla sannana og hófust handa um könnun og talningu fíla í Uganda, Tanzaníu og Kenya áriö 1976. Til þess nutu þau styrks nokkurra frægra dýrafræöi- og náttúru- verndarfélaga. í marz 1976 flaug lain ásamt tveimur félögum sínum yfir tvo þjóögaröa Uganda og töldu þeir á skömmum tíma um 1000 fílahræ. Þjóðgarðsverðir hermdu, aö veiöi- þjófar væru hermenn, sem beittu sjálfvirk- um vopnum og verslun meö fílabein væri í höndum skjólstæöinga Idi Amins. Ömurleg sjón. Fimm fílar liggja í blóði sínu og litaðir af driti hrægammanna. en búið að skera framan af höfðum þeirra til að ná tönnunum. Myndin er frá Uganda. Hluti af vopnum hersveita Idi Amins féll í hendur veiðiþjófa og þeir drápu heilu hjarðirnar. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.