Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1981, Blaðsíða 11
„Aðsóknin að vínveitingahúsum hraðeykst — minnkar aö söfnum og leikhúsum. “ — Þessa fyrirsögn gat aö líta í Morgunblaöinu þann 13. janúar sl. Blaöamaöurinn, sem grein- ina ritaði, kvaöst hafa aflaö sér fanga í Árbók Reykjavíkur 1980. Kom í Ijós viö samanburö talna, aö aðsókn aö vínveitingahúsum hafði aukist úr 358.617 gestum á árinu 1965 upp í 990.768 gesti á árinu 1979. Talan hafði því sem næst þrefaldast á 14 árum. Þaö var á þaö bent, aö á tveim árum, þ.e. frá 1977 til 1979, fækkaöi sýningargestum Þjóðleikhússins úr 132.700 og niður í 91.281. Sömu sögu er aö segja af aðsókn fólks aö sýningum Leikfélags Reykjavíkur og jafnframt aö ýmsum söfnum höfuöborgarinnar eöa ríkis- ins. Nú vill svo einkennilega til, að mjög sterk tengsl voru milli bindind- ishreyfingarinnar og upphafs þess- ara öflugustu stofnana leiklistar í landinu. Á upphafsárum Góötempl- arareglunnar fyrir og um síðustu aldamót, þegar áhugi almennings fyrir starfi hennar tók aö vaxa aö mun, þá leigöi stúkan „Eining“ stærsta fundarsal hjá fyrirtækinu Glasgow í Reykjavík. Til þess aö standa straum af leigunni og fá fé inn í hússjóö, þá léku stúkufélagar sjónleiki. Þár byrjuöu kunnir lista- menn, frú Stefanía Guömundsdóttir og Árni Eiríksson, aö leika, og veröur ekki véfengt, aö þá var lagöur grunnurinn aö stofnun Leikfélags Reykjavíkur árið 1893. Leikritaskáld- iö Indriöi Einarsson, sem löngum hefur veriö nefndur faöir Þjóöleik- hússins, var einn af ötulustu frum- herjum Góötemplarareglunnar og gegndi æöstu embættum innan hennar. í löngu máli mætti rekja þau sterku menningaráhrif, sem þessi bindindisfélagsskapur haföi í ís- lensku þjóöfélagi á öndveröri öldinni og jafnframt gott fordæmi ýmissa máttarstólpa þjóöfélagsins, en þaö veröur ekki gert í stuttu rabbi. Þegar aftur er vikiö að frétt Morgunblaösins, þá leiða tölur borg- arhagfræöings í Ijós menningarlega og siöferöilega hnignun á íslandi. Hún er ekki einungis innan marka höfuöborgarinnar, því lamandi áhrif þeirrar hnignunar segir víöa til sín. Á Akureyri lagöist atvinnuleikhús niöur á liönu ári, sem frægt er oröiö, og viöleitni einstaklinga til kynningar á myndlist þar er aö engu orðin. Ekkert bólar á áhuga opinberra aöila á þeim slóöum fyrir myndlistarsafni eöa sýningarsölum. Passíukórinn, sem meö athyglisveröum árangri hefur vakiö vonir um aukiö gengi æðri tónlistar í höfuðstaö Noröur- lands, er nú á góöri leiö meö aö lognast út af vegna almenns áhuga- leysis, og þrátt fyrir frábæra elju og ótvíræöa hæfileika stjórnandans, Roars Kvam. Hefi ég sannspurt, að Brennivímbölid verdur ad hafa sinn gang litlar sem engar horfur séu á því, að unnt veröi að efna til tónlistardaga í maí á þessu ári, eins og tíðkast hefur um skeiö á Akureyri og mátti telja einskonar listahátíö Norðlendinga. Á hinn bóginn hefur vínbörum fjölgaö ört í höfuðstað Noröurlands á skömmum tíma og njóta þeir óskerts áhuga ungra og aldinna, svo eigend- ur þurfa alls ekki aö kvarta, hvorki einstaklingsframtakiö eöa samvinnu- hreyfingin. Miklu fé hefur veriö variö til náttúruverndar, þegar sýnt var aö rányrkja og skemmdariðja var aö festa sóöa- og trassanafniö viö þjóöina. Umtalsverður árangur hefur náöst þótt margt sé óunnið. Að líkindum hefur þó vegið þyngst á þeim metaskálum, aö kunnir áhrifa- menn hafa lagt málstaðnum lið svo um munar. Skömmin var oröin svo mikil að leiðandi menn í vísindum, listum og stjórnmálum sáu, aö viö svo búiö mátti ekki standa. Þeim duldist ekki, að stuöningur þeirra gat ekki orðið þeim nema til fremdar úr því sem komið var. Nú virðist svo komiö á akri mannræktar, aö þar sé sóöa- og trassanafniö blýfast viö íslenskt samfélag. Menn yppta gjarnan öxl- um með uppgjafarsvip, þegar á illgresi er minnst, og segja sem svo, aö tröllaukiö vandamál, eins og t.d. áfengisböliö, verði aö hafa sinn gang, enda liggi meira á aö stífla Blöndu. Helsta viðleitnin er sú, aö benda fólki á þann fyrirlitlega ósið og heimsku, að tala um vesöld og ístööuleysi í sambandi viö ofnotkun áfengis. Hún er sjúkdómur. í sam- ræmi viö þá skoöun er aöalatriöiö aö reisa viðfelldin sjúkrahús og endur- hæfingarstöövar fyrir alla sjúkl- ingana, sem fjölgar jafnt og þétt. Enginn getur drukkiö sér til vansa, þvíþegar viökomandi er kominn yfir strikið, þá er hann oröinn sjúklingur, sem þarf aö fá leyfi úr vinnunni, til þess aö leggjast inn á sjúkrahús. En fyrirbyggjandi aöferöir eru helst ekki til umræöu, því þær flokkast undir þröngsýna sveitamennsku í ung- mennafélagsanda, sem útlendingum gest ekki að. Vilhjálmi Hjálmarssyni var að vísu fyrirgefinn sá barnaskap- ur, aö kjósa fremur aö „traktera" gesti sína í ráöherrabústaönum á súkkulaöi og rjóma en heföbundu hanastéli. En það var nú fyrir það, aö hann var úr Mjóafiröinum, sem er svo dæmalaust afskekkt byggö. Viö upphaf aldarinnar reyndu for- ystumenn þjóöarinnar að stemma stigu viö geigvænlegri ofdrykkju í landinu og þeim tókst þaö. Það þótti þá tíðindum sæta, þegar Guömund- ur Björnsson landtæknir gekk meö allan læknaskólann í stúku. Og Hallgrímur Sveinsson biskup stofn- aði til svonefnds „prestabindindis". Þá var fööurbróöir núverandi for- sætisráöherra, Þóröur Thoroddsen læknir, stórtemplar og brennandi í andanum aö útbreiöa fagnaöarerindi bindindismanna. Björn Jónsson ristjórí og ráö- herra, Einar Hjörleifsson Kvaran rithöfUndur, Guömundur Magnússon (Jón Trausti) rithöfundur, séra Har- aldur Níelsson, Jón Ólafsson rit- stjóri, Þórhallur Bjarnarson biskup, Þorsteinn Gíslason ristjóri og skáld, voru allir einlægir stuöningsmenn þessarar hugsjónar og fjölmargir aörir nafnkunnir menn. Árangur þeirrar hreyfingar var undraveröur og efldi menningu og siöferöisstyrk þjóöarinnar, sem þá sigldi hraöbyri til sjálfstæðis og reisnar. Sú reisn er nú sem óðast á undanhaldi og síðan molnar sjálfstæðið. Bolli Gústavsson Laufási

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.