Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 14
Jón Gunnar Jónsson ^ ______________________j Þá ræskti Eiríkur rauði sig Rósberg G. Snædal er f. 1919. Húnvetningur, en starfaði lengst á Akureyri, sem verkamaður og viö verslunar- og ritstörf. Hann var enn- fremur kennari í sveitum, en hélt aö mestu tryggö viö Norðurland. Hann hefur gefiö út nokkrar Ijóöabækur, smásögur og minningarrit s.s. bók um skáldið í Elivogum. í þættinum aö þessu sinni veröa eingöngu vísur eftir Rósberg. Þaö má á ýmsu sjá aö Rósberg er mjög sterkt mótaður af heimahögum sínum í Húnavatnssýslu. Þangað leitar hugurinn oft. Hann minnist æskudaga og kynna viö fólk og náttúru. Hér koma nokkrar vísur úr Ijóöabréfi til vinar: Yfir fjöllin flýgur þrá flytur yl í hjarta. Fellur skuggi aldrei á æskuminning bjarta. Allt er vafiö vori og sól, viöigrónar brekkur, lágur bær á litlum hól, lækjargil og stekkur. Hugann fangar fjallasýn, fornir dagar þráðir. Minningin í muna skín meðan lifum b'áöir. Meðan gullin geislatjöld glóöu um tún og haga þekkti æskan ekkert kvöld, aðeins langa daga. Hugurinn brá sér heim í dag himinbláa vegi. Þyggðu frá mér þennan brag, þótt viö sjáumst eigi. Svo koma vísur frá Akureyrarárun- um um vetur, sumar, vor og haust. Vildargestir vítt um bæ vonir flestra yngja. Eins og best í byrjun maí birkiþrestir syngja. Vísan mun ort á Þorra 1964. Sú næsta um voriö. Flykkist híngað fuglaþjóð, flögrar kringum bæinn til að syngja ástaróð: íslendingabraginn. Sumariö er komiö í sinni miklu dýrö. Hlýnar vangur, grund og gii, grænir anga hagar. Okkur fangiö fullt af yl færa langir dagar. Svo er haustiö á næstu grösum. Haustiö bíður boöa enn, bliknar hlíðarvangi. Valdastríöiö vinnur senn vetrarkvíöinn langi. I Ijóöum Rósbergs skiptast á skin og skúrir. Hann leikur stundum á dapra strengi, lífiö er harðhent og margt hefur fariö ööruvísi en björtustu vonir stóöu til: Dvínar skartiö, dökkna fer dagsins bjarti faldur. Sest aö hjarta og huga mér haustsins svarti galdur. Hægt ég feta hálan veg, heldur letjast fætur. kuldahretum kvíöi ég — komnar veturnætur. í rökkrinu raular hann viö börn sín. En kannski spyr einhver: Hver svæföi hvorn? Ég skal vaka og vagga þér vært á söngsins öldum. Handan vöku athvarf er allra á dimmum kvöldum. Viö þér brosa blómalönd björt í töfrum sínum, þegar lítil Ijúflingshönd lokar augum þínum. En Rósberg Snædal er ekki síöur skáld gamansins en alvörunnar. Hér kemur aö lokum eitt kvæöi undir ferskeyttum hætti tekið úr einni af Ijóöabókum hans. Þaö ber nafniö Fundiö Vínland. Á bæjarhlaöinu í Brattahlíð stóö bóndinn á morgunskónum. í Eiríksfirði var einmunatíö og ærnar kroppuðu í mónum. Og bátinn hans Leifs að landi bar, hann lenti framundan bænum, en karlinn vissi hver kominn var og kjagaöi niöur aö sænum. Og sonurinn kyssti karlfuglinn á kinnina bústna og rjóöa. Ég fann eina heimsálfu, faðir minn, ég fann reyndar Vínlandiö góöa. Þá ræskti Eiríkur rauöi sig, svo rækalli arn og prunkinn. Þar varstu heppinn, en heyrðu mig, hvar hefuröu brennivínsdunkínn? Sigurður Skúlason magister: Nokkur sem anima merkir: sál og so. animare merkir: hressa. Þaö varö í fr. að animer, hressa, fjörga, þ. animieren, d. animere, e. animate. Oröiö heyrist oft í tali manna í sambandi við áhrif af völdum áfengis. ANORAK, hettuúlpa (grænlensk). Orö- iö er komiö úr eskimóamáli, heitir þar anoraq og er dregiö af anore sem aðskotaorð í íslenzku ALT, kvenröddin meö lægra tónsviöi; lægri kvenrödd í kórsöng, millirödd (OM). Oröiö er komiö af alto í ítölsku og merkir: hár, upphaflega há karl- mannsrödd af altus, hár, í lat. Þ. Alt, d. alt, e. alto. Finnst í ísl. ritmáli frá því um aldamótin 1800. (OH). ALTAN. svalir á húsi. Orðiö er komiö af altana í ítölsku, en það orð er komið af altus, hár, í lat. Þ. Altan, d. altan. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1943 (OH). ALÚMÍN, frumefni (hiö þriöja algeng- asta á jöröinni), tákn Al, Ijósgrár málmur, léttur og haröur (OM). Oröið er komiö af alumen í lat. Þ. Aluminium, d. og e. aluminium. Oröiö finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1943 (OH). Horfiö hefur veriö aö því ráöi aö nefna þennan málm ál á íslensku. ÁLÚN, tvísalt, t.d. af kalíumsúlfati eöa aluminíumsúlfati (OM). Oröiö er komiö af alumen í lat. og merkir þar: kalíum og alumín saltblanda meö brenni- steinssýru. Þ. Alaun, d. alun, e. alum. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1564 (OH). AMASÓNA, skjaldmær. Orðiö er kom- iö af amazon í gr. og merkir þar: kona úr herskáu kvennasamfélagi. Nú merkir þaö: kappgjörn kona. Þ. Ama- zone, d. amazone, e. Amazon. AMMONÍAKVATN, fljótandi lútur (OM). Orðið ammoníak er komiö af ammoniakos í gr. Þaö er skylt nafni egypsks guös sem hét Amen, en nefndur var Ammon á grísku. Sá var býsna voldugur, enda samsvarandi Seifi í grískum trúarbrögöum og Júpít- er hjá Rómverjum. í hofi hans í Líbýu var daunill lofttegund, sambland köfn- unarefnis og vetnis. Þ. Ammoniak, d. ammoniak, e. ammonia. Ammoníak finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1864, en ammoníaksvatn 1897 (OH). ANANAS, ávöxtur frá heitum löndum Ameríku (OM). Oröiö barst til Evrópu úr Indíánamáli í Brasilíu meö Portúgöl- um. Þaö merkir: Jurtaætt sem heitir á lat. ananas sativus og er ræktuö í hitabeltinu. Þessi jurt ber hinn Ijúf- fenga ávöxt sem viö nefnum ananas. Þ. Ananas, d. ananas, e. ananas. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1886 (OH). ANATÓMÍA, líffærafræöi, líffærabygg- ing, kennslubók í líffærafræöi. Oröiö er komiö af anatomia í gr.. Þ. Ana- tomie, d. anatomi, e. anatomy. Orðiö hefur lengi tíðkast í ísl. læknamáli. ANDANTE, fremur hægt (í tónlist). Oröiö er komiö úr ítölsku, eins og mörg orö er varöa tónlist, og er þar Ih. nt. af so. andare, ganga. Hér er um að ræða tónsmíö sem flytja á fremur hægt og rólega. (Andantino í ít. er smækkunarmynd af orðinu andante og táknar: meö nokkru meiri hraöa.) Þ., d. og e. andante. Finnst í ísl. ritmáli snemma á 20. öld (OH). ANÍMERAÐUR, fjörugur, góöglaöur. Oröiö á rót sína aö rekja til latínu þar merkir: vindur. D. anorak, e. anorak. Orðið heyrist hér stundum í talmáli. ANSJÓSA, smáfiskur af síldarætt (OM). Orðið mun vera komiö úr spænsku þar sem þaö heitir anchova, én hefur komiö viö í hollensku á leiö til Norðurlanda og oröiö þar aö ansjovis. Þ. Anchovis, d. ansjos, e. anchovy. Finnst í ísl. ritmáli skömmu fyrir aldamótin 1800 (OH). ANTABUS, eins konar lyf gegn áfeng- isneyslu. Oröiö er komið úr lat. þar sem anti abusus merkir: gegn mis- notkun. D. antabus. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1968 (OH). ANTÍLÓPA, (hyrnt) dýr af fjölbreyttri klaufdýraætt í Asíu og Afríku (OM). Oröiö er ættaö úr grísku þar sem antholops merkir: blómauga. Þ. Anti- lope, d. antilope, e. antilope. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1878 (OH). ANTIPATÍA, andúö, óbeit, viöbjóöur. Oröiö er komiö af antipatheia í gr. sem merkir: andúö (af anti, gegn, og pathos, tilfinning). Þ. Antipathie, d. antipati, e. antipathy. Oröiö heyrist hér stundum, einkum í tali málfróðra manna. Á PARTI, sérstakur, ólíkur öörum (OM). Þetta orðasamband er komiö af ad partem í lat. sem merkir: út af fyrir sig. Þaö varö á part í fr., þ. apart, d. aparte, e. apart. Finnst í ísl. ritmáli frá 8. tug. 18. aldar (OH). APERITÍF, lystarauki, þ.e. áfengur drykkur sem neytt er fyrir máltíð. Orðiö er komiö af apéritif í frönsku, en þaö er komið af latneska so. aperire, opna. E. apéritif, d. aperitif. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1930 (OH). APPARAT, áhald. Oröið er komiö af apparatur í lat. sem merkir m.a.: útbúnaöur. Þ. Apparat, d. apparat, e. apparatus. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1887 (OH). APPELSÍNA, glóaldin (OM). Orðið mun vera komiö úr hóllensku eöa lágþýsku, en þar heitir þaö appelsine og merkir eiginlega: epli frá Kína. D. appelsin, þ. Apfelsine. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1858 (OH). ARABI, maöur frá Arabíu eöa ættaður þaðan (OM). Á arabisku heitir það Arab og merkir þar upphaflega: eyöi- merkurbúi, gr. Araps, lat. Arabs, fr. Arabe, þ. Araber, d. araber, e. Arab. Orömyndin Arabíti finnst í ísl. ritmáli frá fyrri hluta 17. aldar (OH). ARÍA, einsöngslag (einkum úr óperu eöa óratoríu) venjul. meö hljómsveit- arundirleik (OM). Oröiö er ættaö úr ítölsku þar sem aría merkir m.a.: loft, svipmót og sönglag. Það orö er komið af aér í lat. sem er komiö af aer í gr. og merkir: loft. Þ. Arie, d. arie. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1738 (OH). ARÍI, arískur maöur (OM). Oröiö er ættaö úr sanskrít þar sem arya merkir: ágætur, kynborinn og var haft um evrópskar þjóöir. Þ. Arier. (Svo nefndu nazistar einatt þann sem ekki var af gyðingaættum.) D. arier, e. Arian. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1903 (OH).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.