Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 3
Lýöur Björnsson sagnfrœðingur Húsiö næst á myndinni var fyrsti barnaskóli Reykvíkinga og stóö á malarkambinum, þar sem Hafnar- stræti myndaðist síðan. í þessu húsi fór fram þorrablót Kvöldfé- lagsins. skemmtisamkomur á hverjum vetri, haustblót, miðsvetrarblót og vorblót. Eiríkur var þá bréflegur félagi. Tillag- an var framkvæmd þennan sama vetur, en fundargerö þess fundar er í stysta lagi. í febrúarmánuöi 1867 var samþykkt aö halda þorrablót hinn 23. febrúar. Blótiö fórst þá fyrir, en var haldiö síðar um veturinn eöa hinn 2. marz. í gjöröabók kemur fram, aö blótið var samdrykkja og aö reykingamenn skuli nesta sig meö vindlum. Tekiö er fram, aö eðlilegra væri aö nefna blótið góu- blót, enda var þorri liðinn. Varöveitt- ur er reikningur félagsins vegna þessa þorrablóts, dagsettur 29. marz 1867. Útgjöld námu 16rd., 4mk. og 4sk. Ölföng voru helzti útgjaldaliöur. Þátttakendur voru átján. Þeir Matthías Jochumsson og Siguröur Guömundsson málari tóku báöir drjúgan þátt í starfsemi félags- ins á þessum árum, en báöum er þeim trúandi til að endurvekja oröin góublót og þorrablót. Jón Ólafsson s- I dag er Þorra- þræll og þarmeð síöustu forvöð aÖ halda þorrablót í ár. En hvernig byrjaði þessi skemmtilegi siður, sem nú er orðinn svo útbreiddur og sjálfsagður hluti af samkvæmislífi vetrarins. menn til að gefa út verk síri og greiddi Hannesi Erlendssyni fé fyrir aö skrá endurminningar sínar um Sigurð Breiöfjörö. Stundum var lesið upp á fundum félagsins. Matthías Jochumsson las upp Ijóöaþýðingar og sagöi frá ferö sinni meö kvekurum og Kristján Jónsson Fjallaskáld flutti frum- samda „draugasögu", svo að dæmi séu nefnd. Saga Kristjáns er varö- veitt í skjölum félagsins, en ferða- saga sr. Matthíasar ekki. Hinn 24. maí 1862 var samþykkt, aö félagið reyndi aö safna alþýðukveðskap en slíkt safn hefur ekki varðveist meö öðrum skjölum þess. Samkomur af öðru tagi voru fremur fáar. Hinn 15. október 1862 var samþykkt tillaga frá Eiríki Briem, síöar prestaskólakennara, þess efn- is, að félagið skuli halda þrjár Þorramat- ur í ís- lenzku veitinga- húsi. var einnig félagi í Kvöldfélaginu. Því viröist sennilegt, aö þorrablótsvísur hans frá 1870 eigi rætur aö rekja til þorrablóts Kvöldfélagsins. Allmörgum nemum viö læröa skólann og stúdentum var boöiö aö gerast félagsmenn og tóku margir þeirra boðinu. Þeir hafa því kynnst þorrablótum í Reykjavík. Sumir þessara manna sigldu síðar til náms viö Kaupmannahafnarháskóla. Sennilegt er, að þeir hafi þar greint frá siö þessum og sá sé uppruni þorrablóts Hafnarstúdenta. Athyglisvert er, að orðin góublót og þorrablót eru notuð í fundargerð- um frá 1867 án allra skýringa og umræðna. Slíkt getur bent til þess, að hér hafi ekki verið um nýjung að ræöa. Vera má aö Kvöldfélagið hafi nefnt skemmtisamkomur á árunum 1863—1866 þessum nöfnum, þótt ekki komi þaö fram í gjöröabók. Þá kemúr til álita, að siður þessi hafi tíðkast fyrr á 19. öldinni, en til slíks gæti útbreiöslan 1882—1883 bent. Mikiö magn heimilda frá 18. og 19. öld er enn lítt eöa ekki kannað, og kunna því upplýsingar um þorrablót aö leynast víöa. Kvöldfélagið hætti starfsemi sinni sumarið 1874. Þaö sumar var sam- þykkt á félagsfundi aö bjóöa stúd- entum aöild aö félaginu. Stúdenta- félag Reykjavíkur var stofnaö á þessum árum. Eðlilegt er því að líta á Kvöldfélagiö sem fyrirrennara Stúd- entafélagsins enda voru langflestir félagsmenn Kvöldfélagsins nemar viö læröa skólann, stúdentar eða háskólamenntaðir menn. Reykjavík, á bóndadag 1981. Heimildir: Árni Björnsson: Saga daganna. Gjörðabók og skjöl Kvöldtólagsins, bls. 486—489. Vikan 22.1.1981.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.