Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 8
100 ARA MINNING JÓNS STEFÁN SSONAR * Bragi Asgeirsson Sjálfs- mynd Jóns Stefáns- sonar frá 1942. HIÐ HORFNA ER DRAUMUR Kynni mín af JÓNI STEFÁNSSYNI Jón Stefánsson, listmálari, er einn sá maður, er veröur mér minnisstæöastur samferöamanna minna, svo lengi sem ég lifi. Hann geröist mikill örlagavaldur um þróun listferils míns. Varð hollvinur og um leiö óvæginn og hressilegur gagnrýnandi mynda minna, er ég var að taka út þroska á námsárum — og raunar frá okkar fyrstu kynnum og meöan hann lifði. Svo mjög sem hann er mér í fersku minni, brá mér töluvert í upphafi þessa árs, er ég uppgötvaði, að hundraö ár yröu frá fæðingu hans hinn 23. febrúar. Svo virðist sem þessi tímamót muni fara hávaðalaust hjá, því að engar spurnir hef ég haft af undirbúningi stórsýningar á verkum hans af þessu tilefni né neinni bók um list hans, en Helgafellsbók, er gefin var út 1950, er löngu uppseld hjá forlaginu. Sem sagt, ekki neitt tilstand, svo ég viti. Mér rann því blóðiö til skyldunnar.'þar sem hér er um að ræöa einn af brautryð- jendum íslenzkrar nútímalistar og um leiö einn fjölgáfaðasta og stórbrotnasta per- sónuleika, er gert hefur málaralist aö ævistarfi sínu hérlendis. — Kvöld eftir kvöld hef ég hugleitt, hvaöa stefnu ég ætti að marka mér, er ég ritaöi um hann, hallað augum aftur og leitaö á sviö minnlnganna. Margræðum myndum hefur brugöiö upp af fundum okkar og samverustundum, þær hafa runniö hjá líkt og hreyfimyndir á tjaldi eöa skýr og ferskur draumur. í gömlum komp- um og á lausum blöðum hef ég einnig fundiö ýmsa punkta og athugasemdir, gert eftir heimsóknir til Jóns á heimili hans aö Bergstaöastræti 74, á annaö heimili hans aö Breiðugötu 10 í Kaupmannahöfn og á ® vinnustofu hans á Stóru Kóngsgötu 77— 79. Jón var einn þeirra málara, er varö aö starfa erlendis, þar sem jarðvegur var fyrir list hans og hún metin aö verðleikum. Ég hef áöur ritaö allnokkuð um list Jóns Stefánssonar og datt mér því í hug aö rifja upp sitthvað af persónulegum kynnum mínum af þessum andans höföingja, stóra íslendingi og miskunnarlausa sjálfrýni. Þannig get ég helst foröast endurtekningar og um leið brugöiö upp mynd af honum, sem fæstum mun kunnug. Ég skrifa „stóra íslendingi", og þaö er réttnefni. Þótt hann dveldi jafnan meiri- hluta ársins í Kaupmannahöfn, var hugur þessa heimsborgara ætíö á heimaslóöum, enda sótti hann allt myndefni sitt til íslands aö örfáum undantekningum. Frá honum er komin hin fagra og fleyga sjálfsjátning: „Ég er íslendingur og verö islendingur — ég get ekki annaö, þaö er mér í blóö boriö og í sinniö ofiö, hvaö svo sem ég geri og hvaö sem aörir segja.“ Jón Stefánsson var enda nefndur „Islands store maler“ í Danmörku og á Noröurlöndum. Mór þykir rétt aö ganga eins langt og mér er unnt í því aö lýsa samskiptum okkar, en sum ummæli hans um menn og málefni voru svo persónulegs eölis, að þau munu liggja í þagnargildi enn um sinn, því aö hreinskilni hans gæti misskilist af ýmsum og sízt vil ég veröa til þess. — Engan íslenzkan mann þekki ég, sem fleyg orö aöalsmanns nokkurs frá Búrgund í Frakklandi á 15 öld eiga betur viö: „Rien ne m’est sur que chose incertaine.“ „Ekkert er mér öruggt nema hiö óvissa ...“ Sjálfsrýni Jóns var einnig svo mlkil, aö jafnvel haröasta gagnrýni á aöra var í raun réttu léttvæg. Á furöulegan hátt iiggja leiöir okkar Jóns saman og veröa hliðstæður í tíman- um. Jón var hálfri öld eldri en ég. Aldamótaáriö siglir hann til Kaupmanna- hafnar meö viökomu í Leith og Edinborg. Nákvæmlega hálfri öld seinna sigli ég sömu leið til náms í Kaupmannahöfn. Norski málarinn Jean Heiberg var sá, er hvatti Jón ákafast aö halda til Parísar og hefja nám hjá Henri Matisse, en hann haföi veriö þar áöur, fyrstur Noröurlandabúa. Parísarárin áttu eftir aö marka djúp spor til úrslita í list Jóns og fylgja honum allt lífiö. Þaö var svo Jón Stefánsson, sem hvatti mig til að halda til Osló og hefja nám hjá Jean Heiberg, sem þá var rektor og prófessor viö listaháskólann þar. Veturinn haföi ekki síöur gagnger áhrif og markaöi í raun alger tímamót á listferli mínum. Heiberg og Norömenn reyndust mér fá- gætlega vel. í báöum tilvikum má segja, aö viö hefðum verið í hálfgerðri sálarkreppu og iítt vitað, hvaö viö ættum aö gera. Jóni var jafnvel ráölagt aö hætta, og mér fannst ég algjörlega staönaöur og hjakka í sama farinu. Þannig haföi Jean Heiberg gagn- gerö áhrif og máski til úrslita á listferil okkar beggja. Þaö voru margir fleiri en ég, sem uröu fyrir áhrifum af Jóni Stefánssyni og þau koma beint og óbeint fram í málverkum margra íslenzkra málara. Svo mjög hrifust sumir af persónu Jóns, aö þeir reyndu jafnvel aö temja sér fas hans og raddbeit- ingu á svipaöan hátt og ungir rithöfundar stældu Laxness löngu seinna. Og þar sem ég minnist á Laxness, er ekki úr vegi aö segja frá því, aö Jón sagöi mér eitt sinn frá því, er hann var staddur á skrifstofu Valtýs Stefánssonar á Morgunblaöinu. Þá kom þar ungur og feiminn piltur og mun hafa verið aö biöja Valtý um einhverja fyrir- greiöslu. Jóni var starsýnt á piltinn, því aö honum fannst hann dálítið skrítinn og uppburöarlítill — hann kynnti sig sem Halldór Guðjónsson, rithöfund frá Laxnesi! — Þaö gerist margt skrítiö í henni veröld, bætti Jón viö og hlój pilturinn átti sannar- lega eftir aö breytast í framkomu. Viö vorum þá einmitt aö tala um Laxness og afhendingu Nóbelsverölaunanna í Stokk- hólmi, þar sem öll framkoma Laxness þótti sérlega örugg og glæsileg . .. Jóni kynntist ég fyrir tilviljun í Kaup- mannahöfn. Svo var mál meö vexti aö Sveinn, bróöir minn, kom nýgiftur til Hafnar fyrr um daginn. Hann haföi lesiö í dagbók Morgunblaösins, aö sameiginlegur vinur okkar, Karl Jóhann Guömundsson leikari, heföl gift sig sama dag í K.höfn og nú langaði okkur til aö taka í höndina á honum. Einhvernveginn haföi hann frétt, aö Jón og Erna Grundt, kona hans, vissu um dvalarstað Karls og geröum viö okkur ferö til þeirra á Breiöugötuna. Jón tók á móti okkur hlýr og vingjarnlegur, er hann vissi erindiö. Já, Karl Jóhann væri aö halda upp á daginn á Maxim og ekkert minna. Jón bauð okkur til stofu og upp á einn gullöl, spuröi hverjir viö værum o.s.frv. Er hann vissi, aö ég væri aö stunda málaralist viö Listaháskólann, varö hann hugsi um stund, en segir svo „menn þurfa víst ekki aö heyra til aö geta málaö”, — og svo „menn mála víst ekki meö eyrunum ...“ Hann bauö mér aö heimsækja sig þegar ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.