Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 12
— Hvaöa pakk kemur í veisluna á morgun? spyr Anton móöur sína sem er aö leggja síöustu hönd á undirbúning fermingarveislunnar. Skúrar eldhúsgólf og færir til stóla í eldhúsinu í einbýlis- húsinu. — Hvaöa pakk? Frænkur þínar, frændur og systkini eru ekkert pakk, góöi minn. Reyndu aö tala eins og viti borinn maöur. Veröur stjórinn kominn heim frá New York? — Hann pabbi þinn, jú, haföu engar áhyggjur af því, þeir fljúga frá New York snemma í fyrramáliö eöa í nótt. Vélin veröur komin til Keflavíkur fyrir hádegi. Pabbi þinn er flugstjóri í þessari ferö. Athöfnin hefst í kirkjunni kl. 2.00 þannig aö þetta bjargast allt saman góöi minn. Slappaöu af, drengur. — Hann kemur þá með fermingar- gjöfina eins og hann var búinn aö lofa. Bara aö hann hafi munað eftir deginum kallinn. — Hvernig læturöu elsku drengurinn minn? Vitanlega man hann eftir deginum. Lárus er ekki farinn aö kalka ennþá, pabbi þinn gleymir ekki svona degi. Hann kemur meö eitthvað í farangrinum hann Laili. Er hann ekki vanur því aö færa okkur þaö nýjasta úr stórverslununum fyrir vestan? — Þú veist aö mig langar í mótorhjól eöa góöan riffil. Ég hef heldur ekkert á móti því aö eignast fullkomnar græjur. Flottan fón, hátalara, segulbandstæki, fyrsta flokks upptökutæki og einhvern siatta af plötum, pönki, ræflarokkinu sem hefur sigraö heiminn. — Þaö er ekki lítið sem þú biður um drengur minn. En meöan ég ræð þá tekur þú ekki viö skotvopni á fermingardaginn. Þegar móöir þín fermdist, þá fékk hún bara eina kápu og eitthvaö af fatnaöi og þótti ekki lítiö. — Móðirin gengur frá eldhúsi fram í stofuna og tekur aö strjúka meö klút yfir svartan flygilinn. Anton fylgir henni eftir sem skuggi, sest í stól fyrir framan sjónvarpstækiö. — Þaö var nú líka á fornöld sem þú fermdist, þegar ekki voru til bílar eöa flugvélar og lýöurinn lagöi kapal viö kertaljós. Nú eiga allir gras af seölum. Þaö var einhver aö hvísla því í síðasta spurningartíma hjá klerknum, aö í fyrra heföi einn sem var aö fermast fengiö þriggja herbergja ibúö í fermingargjöf og annar einstaklingsíbúö í stórhýsi. Og karlinn sem fylgist meö hverri hreyfingu og hlustar eftir hverri stunu, rann vitanlega á hljóðiö og spuröi, hvort einhver í hópnum héldi því fram aö fermingin væri eins konar fasteignaviöskipti. Fór síðan aö röfla eitthvaö um þessa trú og á lá viö aö Anton Lárusson kastaöi upp. Karlinn getur veriö svo andskoti leiðin- legur þegar hann les upp úr þessum guöspjölium. — Jæja, spuröi hann Magnús hvort þiö hélduö því fram aö fermingin væri eins konar fasteignaviöskipti. Var þaö nokkur furöa þó hann spyröi, karlinn? Ég veit ekki betur en aö konan hans hún Pálína sé með fasteignasölu í miöborg Reykjavíkur og raki saman peningum. Þau fara árlega í feröalög á sögustaöi biblí- unnar og halda síöan myndakvöld í fólagsheimili safnaöarins þegar þau koma heim. — Satt segiröu mútta. Ekki færi ég á þessi myndakvöld þó aö þaö væri ókeypis aögangur, ekki nema aö þau sýndu í leiöinni myndir frá næturlífinu í Kaupmannahöfn, þar sem þau koma viö á heimleiöinni og skoöa gieöihús borgarinnar. — Nú, já, koma þau viö í Kaup- mannahöfn, ekki veit ég þaö væni minn. Þú manst eftir aö fara í bað í fyrramáliö svo þú veröir hreinn og myndarlegur í veislunni á morgun. — Ég ætla ekki aö koma nálægt vatni og hef ekki gert í hálfan mánuö. Best aö rækta lýsnar og líta út eins og virkilegur hippi innan um alla þessa broddborgara sem fjölmenna til kirkju á fimm ára fresti. Veistu ekki aö ég er heiöursfélagi í Rauöu herdeildunum. Þess vegna sagöist ég vilja riffil í fermingar- gjöf. Ég ætla aö beita honum viö alþingishúsiö á skotæfingu deildarinnar viö næstu þingsetningu. Hvaö er þetta annars, ertu alveg úti aö aka manneskja? Fylgist þú ekki meö þeirri rauöu? — Hverslags talsmáti er þetta eigin- lega, og þú sem átt aö fermast á morgun talar eins og versti götustrákur. Ertu komin í einhver glæpasamtök eða hvaö? Biddu guö aö hjálpa þér væni minn. Ertu annars búinn aö læra utan aö þaö sem presturinn hefur veriö aö reyna aö kenna þér í vetur? — Ég redda því. Hann er búinn aö staglast á þessu í allan vetur. Foröabúriö í hausnum á mér er oröiö mettaö, hefur ekki lyst á meiru í bili. Ég fíla ekki lengur þetta kjaftæöi í gamla manninum. Hann getur gert mann vitlausan og er sennilega búinn aö því. En ég má ekki vera aö þessu lengur, nú ætla ég að hringja í foringja klíkunnar og sjá hvort taugarnar eru í lagi í sjálfum Al Capone sem á aö fermast á morgun ásamt grúppunni. — Já, þvílíkt barn, ég segi nú bara ekki annað, — stynur móöur drengsins og strýkur yfir Kjarvalsmálverkiö í stofunni með gulum afþurrkunarklút. Fermingardagurinn er runninn upp. Faöir drengsins, Lárus Björnsson flug- stjóri, er kominn frá New York. Skyldfólk er aö týnast til veislunnar, hefur tyllt sér niöur í sófa í stofunni og bíöur þess aö farið sé til kirkju. Vandræöaleg þögn ríkir í stofunni. Húsmóöirin kemur úr eldhúsinu meö bakka í hendi, leggur hann á stofuborö og biöur viöstadda aö smakka á veitingum. — Heyru elsku besta, þú ætlar þó ekki aö fara aö færa mér áfengi á fermingardegi drengsins? spyr fööursystir Antons, sem situr í djúpum leöurstól og púar sígarettureyk út í loftið. — Ég kalla þetta nú ekki áfengi Sigríður mín. Nokkrir dropar af viskí meö kaffi og rjóma út í. Irish Coffee sem viö drekkum stundum og þér finnst svo gott. Þaö veitir ekki af aö hressa sig aöeins áöur en farið er í kirkju svarar húsmóöir- in. — Jæja góöa, en aöeins eitt glas, drukkin fer ég ekki til kirkju. Feögarnir Lárus og Anton koma inn í stofuna ofan af efri hæö hússins. Anton gengur til móöursystur sinnar Önnu og heilsar henni með handabandi. — Mikið ertu stór og myndarlegur Anton minn. Þú ert orðinn stærri en pabbi þinn, sjálfur flugstjórinn. — Mér finnst það hafa verið í gær sem ég hélt honum undir skýrn í Langholtskirkju og ég varö allur hlandvotur eftir drenginn. Tíminn æöir áfram, ég verö kominn á elliheimili áöur en ég veit af. En mikiö er þessi krakkalýöur oröinn heimtufrekur, heimtar og heimtar, vill fá allt upp í hendurnar. — Antoni dugar ekkert minna en Boeing 727 þota í fermingargjöf, segir Lárus faöír Antons og blandar í glas. — Hvaö er ein Boeing 727 þota á milli feöga, Lárus minn. Heiröu annars. Viltu ekki leika eins og eitt lag á flygilinn, elskan mín, áöur en við förum til kirkju? spyr eiginkonan. — Já geröu þaö stjóri, eitt virkilega flott lag. Eitthvaö nógu villt, svo maöur slappi af áöur en fariö veröur í þetta drepleiöinlega samkvæmi í kirkjunni, þar sem á aö kreista úr manni líftóruna, segir Anton. Lárus gengur aö flyglinum og slær ^ nokkrar nótur. — Viö spilum vitanlega þjóösönginn, Anton minn, eins og vera ber þegar stórmenni koma saman. í dag er hátíöleg stund í lífi fjölskyldunnar og þess vegna spilum viö þjóösönginn. — Nei pabbi, enga vitleysu, engan þjóösöng hér. Spilaðu fyrir okkur Bláu augun þín eftir Gunnar Þórðarson, segir Björn, eldri sonur Lárusar. Helga kona Björns sprettur upp úr sófa, gengur yfir aö flyglinum, leggur hendur á axlir tengdafööur síns og segir: — Já, endilega eitthvaö eftir Gunnar Þóröarson eöa Sigfús Halldórsson, þeir eru alveg draumur. Húsbóndinn leikur af fingrum fram Litlu fluguna viö fögnuö viöstaddra. Helga tekur nokkur dansspor og þunnur kjóllinn nemur viö miö læri. Björn sígur niöur í leöursófann og roönar í kinnum, er sýnilega nóg um framkomu konu sinnar. Anton sest viö hliö bróöur síns, snýr sér aö honum og spyr: — Var ekki stuö á dótinu á Kanarí- eyjum, fyllerí og kvennafar? — Stuö. O, ég læt þaö nú vera, ekkert meira en t.d. í fyrra eöa áriö þar ' áöur. Hvaö finnst þér Helga? — Ég hef aldrei skemmt mér betur. Þaö var virkilega mikið fjör. Hópurinn var sérstaklega skemmtilegur í ár. Ekkert meira drukkiö en t.d. í fyrra, jú kannski eitthvað meira. Viö vorum líka svo heppin með veöur 25—30 stiga hiti á hverjum degi og viö allar í bikiní. — Þaö er til skammar hvernig landinn hagar sér á Kanaríeyjum. Heilu fjölskyldurnar liggja þar í drykkjuskap árlega. Þaö á aö hafa eftirlit meö þessum ósóma, segir Magnús föðurbróöir Ant- ons. Guöríöur móöursystir Antons bland- ar sér inn í umræöur: — Ég vil biðja alla viöstadda aö hugleiöa þaö eitt augnablik aö svona umræöur eru ekki viöeigandi, þegar sú stund rennur upp, aö Anton játar trú sína frammi fyrir guði. — Sú er góö. Ég játa aöeins trú á Rauöu herdeildirnar, svarar Anton, geng- ur að borðstofuboröi og opnar eina kókflösku, tekur sígarettu úr pakka á boröi og kveikir í. — Elsku frændi, þetta meinar þú ekki, guö veri meö sálu þinni. Elsku barn, og svo ertu farinn aö reykja. Hver kenndi þér þennan ósiö? — Hann er aö stríöa þér frænka, taktu þetta ekki alvarlega. Annars er aldrei aö vita hvaö hann er aö hugsa drengurinn. Verst ef hann ætlar aö fara aö prédika einhvern pólitískan boö- skap, segir Björn bróöir Antons. — Ég vil ekki hafa neina kommúnista á mínu heimili. Er þaö ekki skiliö eöa hvaö? spyr Lárus. — Hver segir aö ég sé kommúnisti? Ég er stjórnleysingi. Ætliö þiö ekki aö sýna mér gjafirnar eöa hvaö? Til hvers komið þiö? spyr Anton. — Ég kem nú aöallega til þess aö hitta frændfólk bróöir, segir Björn. — Og ég til þess að sjá hvort þú hafir oröiö að manni, segir Magnús fööurbróö- ir Antons glottandi. — Og hvaö finnst þér, er drengurinn oröinn aö manni? spyr Lárus. — Ég efast um að hann sé nógu skynsamur til aö láta ferma sig. En hann er kjaftfor eins og allt okkar fólk og þaö líkar mér. Ég vil aö menn geti svaraö fyrir sig. — Ekki veit ég hvaö ætlar aö veröa úr þessum dreng. Hann bjargar sér þó eins og hann hefur ætt til. Æskan er villt á þessum brjáluöu tímum, farin aö reykja og drekka upp úr fermingu og sofa hjá á barnsaldri. Þaö er eitthvaö annaö en þegar viö vorum aö alast upp, Magnús minn, og pabbi brýndi fyrir okkur reglu- semi og heilbrigt líferni. Anton gengur um stofuna órólegur, slær ösku úr sígarettu í öskubakka sest viö hliö Magnúsar. — Ég gef skít í gamla tímann, fíla hann ekki. Þaö hefur enginn lengur áhuga á sögum af fólki sem bjó í torfbæjum, át slátur, haröfisk, hrúts- punga, sviðasultu, hákarl og svoleiöis óþverra. Ég, Anton Lárusson, púa á gamla tímann og þegar ég verö kominn meö ráöherralaun þá verður sko boölö út í mat, ekki á Ask eöa Halta hanann, heldur til Parísar og New York meö einkaþotu. — Þú ætlar sem sagt aö veröa ráöherra Toni minn, segir móðirin. — Já einmitt, Anton Lárusson Arn- alds fjármálaráöherra. — Arnalds? Lárus horfir undrandi á son sinn. — Jæja, ég meinti Mathiesen. Fram- vegis veröa fjármálaráðherrar aö kenna sig viö Mathiesen, Arnalds eöa Thor- oddsen, fínt skal þaö vera, stjóri. Þessi þrenning hefur boriö ábyrgö á rtkis- kassanum svo lengi sem ég man og alltaf er hann jafn tómur, ekki satt?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.