Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 16
/ 0& A-P HU&5A SER^ AÐ V/£> KOMUM 1 H/NCAÐ $ARA T/ÍAfa KAUPA S/G£>! Á yOPNAÐU VAtyRIK UR! ÖPNAÐU / NAFN/ 7ÚTTA ! i SKOMMU S/fíAR... ASTRIKUR OG GULLSIGÐIN Eftir Goscinny og Uderzo. Birt í samráði við Fjölvaútgáfuna kannski verið svolítið orðum aukið þegar ég hélt því fram aö hann hefði veriö að drukknun kominn. Ég reyndi því aö friömælast viö Gvend, og sagði honum aö ég hefði einungis gert það sem ég hefði haldiö að væri honum fyrir bestu. — Og hvernig í ósköpunum gat þér dottið í hug að mér væri fyrir bestu aö þú brytir á mér alla fingurna, — segir Gvendur, og er sár ennþá. — Það datt mér aldrei í hug, — sagði ég. — Ég hélt að þú værir að drukkna og ætlaöi aö bjarga þér. Ef ég hefði vitaö aö það eina sem angraði þig var skortur á lofti, heföi ég reynt að útvega þér súrefnisgrímu eins og skot. Þegar hér var komið sögu, birtust allt í einu okkar betri helmingar og björguöu málinu. — Hvernig gengur að synda, — segir konan mín um leið og hún stekkur út í laugina. — Bærilega, — segi ég. — Ég komst að raun um það áðan aö ég er ekki búinn aö gleyma hvernig á aö synda björgunarsund. — Ég þarf trúlega ekki að taka þaö fram að Gvendur hélt sig í hæfilegri fjarlægö frá mér allan tímann sem viö vorum báöir ofan í lauginni. Alþingishúsið 100 ára Framhald af bls. 4 allt er sent þingmönnum. Þetta er auðvitað hluti af starfsemi „þrýstihóp- anna", sem þannig minna á sig og málefni sín, en öllu eru takmörk sett, líka lestrartíma þingmanna. Þeir veröa aö sérhæfa sig meir eftir verkefnum og nefndum og mætti þá minnka pappírs- flóðið. Annað ráö er að stækka bréfakörfurnar. Ekki er síöur þröngt um þann hluta af starfsliöi þingsins sem er í gamla húsinu. Þingveröir og sendiliö hafa ekkert afdrep og þröngt er um aöra starfsemi, sem óhjákvæmilegt er aö hafa hið næsta þingsölum. Þar eö Alþingi starfar nú í fjórum byggingum auk þinghússins, er aö sjálfsögöu óhjákvæmilegt aö hugsa fyrir framtíðarlausn á húsnæöisþörfum þess. Hefur það mál verið rætt öðru hverju síöustu 20—30 ár án þess að nokkur ákvörðun hafi verið tekin. Þrátt fyrir tækni og hraða nútímans er öruggt, að nýtt þinghús veröur ekki teiknaö og reist á þrem árum, eins og 1879—1881, heldur mun þurfa miklu lengri tíma aö þessu sinni. Má raunar skipta undirbúningi í tvo þætti, staö- arval og hönnun, en hingað til hefur staðiö á hinu fyrra, svo aö ekki hefur reynt að marki á hið síöara. Tvær meginhugmyndir hafa veriö uppi um staðarval. Er önnur sú, að þingið verði kyrrt í gamla húsinu, en reist veröi ný bygging í næsta nágrenni við þaö, þó ekki sambyggð. Er mikið landrými í kvosinni noröan Tjarnarinn- ar, en helsti annmarki er Oddfellow- húsið, mikil steinbygging, sem varla verður fjarlægö fyrst um sinn. Hin hugmyndin er að finna nýjan stað og reisa algerlega nýtt þinghús, sumir segja nýtt hverfi stjórnarbygginga. Meö hverju ári hefur aukist byggö í Reykjavík og fækkað þeim stööum þar sem hugsanlegt væri aö koma þinghúsi fyrir. Nú er búiö aö ráðstafa nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut, svo að vart kæmi til greina annað en Ártúnshöfði, sem blasir við endilangri Miklubraut, eöa land viö Rauöavatn, eins og Albert Guðmundsson hefur bent á. Friöjón Skarphéöinsson geröi tilraun til aö þoka þessu máli áleiöis, er hann © var forseti Sameinaðs þings um og eftir 1960. Þá hafði Reykjavíkurborg uppi alvarleg áform um risavaxið ráðhús í norðurenda Tjarnarinnar, og heföi þaö skyggt á þinghúsiö og útilokaö veru þingsins í miðbænum. Málið strandaði á deilum um þetta, en nú munu áformin um ráöhús á þeim stað hafa verið lögð á hillu. Þarf nú að hreyfa málinu og er vonandi, aö þingið taki ákvöröun um aö vera um alla framtíð kyrrt á sama stað, en reisa skrifstofu- og fundabyggingu vestan við gamla húsið. Undir þeim mann- virkjum getur veriö bílageymsla, og mætti þá um leið gera innangengt í gamla húsiö. Eysteinn Jónsson lét í forsetatíö sinni rífa hiö gamla hús Halldórs Friðrikssonar og gera þar garð, sem verður góöur viöauki við gamla garð- inn sunnan viö þinghúsiö, en þar hvílir Tryggvi Gunnarsson. Segist Hannes Þorsteinsson hafa heyrt hann segja, aö hann vildi ekki liggja í sama kirkjugaröi og Björn ráðherra! Hannes dregur þó í land og telur sómann hafa ráðið meiru en ósættið við Björn að Tryggvi hlaut þennan hvílustaö. Þessi rammlega girti þinggarður er opinn á sumrin og rata allt of fáir inn í hann, því þar er fagurt og friösælt í hjarta miöborgarinnar. HJALP/ OSSJÚPPU^ ÞAÐ ERUÐ Þ/Ð ENN EINU 5/NN/!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.