Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 10
BORGUNDARHOLMUR Martin Andersen Nexö Á suö-austurhorni Borgundar- hólms er Dúfuoddi (Dueodde) — 1 km löng baöströnd þakin hvítum sandi. Upp af henni eru sandhólar, grónir lyngi, birki- kjarri og furu innan um algeng- ari fjörugróöur. Þessi hvíti sandur var áöur verslunarvara því með honum var einkar gott að þurrka blek. Því var hann kallaöur „skrifarasandur". Það var fyrir daga þerripappírsins sem reyndar er nú oröiö næsta óþarfur. Nú er þarna fjölsóttur feröamannastaður á sumrin enda umhverfið allt hið unaðslegasta. „Því er fólk aö skælast suöur um lönd,“ segja Borgundarhólmsbúar, „hér er besta baöströnd í Evrópu." Sandurinn er því enn verslun- arvara þótt ööruvísi sé háttaö viöskiptum. Bærinn NEXO og framtíðarspá Martin Ándersen-Nexö í Nexö er höfnin miðdepill bæjar- ins og aðal-athafnasvæðið eins og reyndar í öllum þorpunum á strönd- um Borgundarhólms, enda fiskveiö- ar aðalatvinnuvegurinn. Þarf varla annað en minna á reyktu Borgundar- hólmssíldina frægu sem er aöal- útflutningsvaran. Til Nexö flutti danski rithöfundur- inn góðkunni, Martin Andersen- Nexö, með foreldrum sínum og systkinum þegar hann var 8 ára aö aldri eftir mikiö basl og erfið ár i Kaupmannahöfn. Lífsbaráttan var þessari fjölskyldu líka hörð eftir að til Borgundarhólms kom eins og fram kemur í endurminningum skáldsins sem út komu á árunum 1932—37. Þó finnst honum aö þar hafi hann lifað hamingjusamasta tímabil ævinnar þegar hann lítur til baka. Það var fermingarsumariö hans þeg- ar hann vann við sveitastörf og hjásetu. Þá jukust honum kraftar eftir margra ára vanheilsu vegna fátæktar og örbirgðar við útivist og hollt fæði og náin tengsl viö náttúr- una. Til gamans er birtur hér kafli úr æviminningum hans þar sem hann spáir fyir um bjarta framtíö manna. Sú fagra spá er óneitanlega sam- hljóma því sem menn helst vildu spá í dag, tæpum 50 árum síðar, og ef til vill svolítiö raunsærri á síöustu tímum tækni- og tölvuvæðingar. Endurminningar Martins Andersen- Nexö komu út á íslensku árið 1949 í þýðingu Björns Franzsonar: „Siöan óg geröist rithöfundur hafa ritdómendur einatt haldiö því fram að óg ætti skyldara viö bóndann en borgarverkamanninn og aö vísu þætti mór vœnt um ef þetta væri rótt. Annars trúi óg ekki á neina eðlisbundna gagn- stööu bónda og verkamanns. Munurinn er helst á yfirboröinu og þaö mun reynast auövelt að sletta yfir hann. Undir niðri er verkamaöurinn bænda- eðlis og á tímum lónsmennskunnar var bóndi og verkamaöur eitt og hiö sama. Gagnstaöan kemur upp með auð- valdsskipulaginu. Þegar svo langt er komiö, aö mannkynið veröi farið aö láta vólarnar vinna fyrir sig í raun og veru, þá veröur vafalaust almennt afturhvarf til jaröarinnar. Vélarnar munu fæða oss og klæöa án mikillar fyrirhafnar af hálfu sjálfra vor. Auk þess sem vinnan og bókin krefjast, mun veröa drjúgur tími afgangs. Maöurinn þarfnast einhvers sem er mitt á milli líkamlegrar og andlegarar vinnu, eins konar leiksviðs hugar og hyggju. Frumstæöasta full- næging þessarar þarfar öölast menn til dæmis með því aö sitja aö spilum, fegursta og frjósamasta með samvist- um við náttúruna, sem þurfa þá helst aö tengjast raunverulegri starfsemi. Vór verðum aö skilja vélarnar eftir inni í borgunum og láta þær vinna fyrir oss, en flytjast sjálfir út í gróandi náttúruna. Gróðursetning blóma og ræktun ald- ina er sálinni heilnæmari en nokkurt annaö tómstundagaman. Ef til vill reisum vér þá líka verksmiöj- ur vorar úti í náttúrunni, á skógarsvæö- um og viö vatnsföll — viö sjálfar orkulindirnar. Vinnudagurinn veröur fastákveöinn — í mesta lagi tvær eöa þrjár klukkustundir. Meginhluti dagsins verður notaður til þess að þroska manneöliö á sem bestan og fjölþættast- an hátt, helst án þess aö nokkurn tíma geti oröiö um þaö að ræöa að „drepa tímann“ meö spilamennsku, ófrjóum reyfaralestri eða þvíumlíku. Menn geta ekki veriö aö lesa bækur öllum stund- um. Of mikill lestur er alveg jafn skaösamlegur sem of lítill og veldur andlegu sleni. Það er því gott aö hænsnin, dúfurnar og kanínurnar kalli á oss, jurtirnar þyrsti í vökvun, aldintrén hengi blööin lítiö eitt og biöjist umönn- unar og aöhlynningar. Þar eigum vér kost þeirrar ánægju aö sjá gróöurinn róttast upp jafnskjótt og vatnsdrífan dynur á honum, hressast viö og senda frá sór Ijúfan ilm í þakklætisskyni. Hvarvetna er eitthvað aö sjá sem er nýtt og undursamlegt í hversdagsleik sín- um. Vór þörfnumst þess, aö hiö dular- fulla og dásamlega gerist allt umhverfis oss, bregði bliki sínu á hvern vorn dag og veki oss aö staöaldri til nýrrar undrunar. Aö lifa, þaö er aö undrast.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.