Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 11
Kennari í sumarleyfi — 6. hluti eftir Benedikt Axelsson I sund með Gvendi og Lillu Ég man varla hvernig þú lítur út lóöréttur lengurl — Þetta er ekki hægt, — segir ökonan mín einn daginn, þegar ég ligg inni í sófa meö blað í hönd. — Hvaö er ekki hægt, — spyr ég og held áfram aö lesa. — Þaö er ekki hægt aö liggja svona uppi í sófa allan liölangan daginn og gera ekki neitt. Þú veröur aö aumingja á þessu, — segir konan mín. Ég legg frá mér blaðið, hagræöi mér betur í sófanum, styn nokkrum sinnum og segi svo: — Víst er þetta hægt. Ég skal aö vísu viðurkenna að þetta er dálítiö erfitt. En ef maður er við góöa heilsu og hefur sæmilegt úthald er þetta tiltölulega lítill vandi. — Konan mín hættir að þurrka rykiö af skenknum og stikar í áttina til mín meö afþurrkunarklútinn í hendinni. Mér sýnist á svipnum á henni aö hún sé þess albúin aö lemja mig meö klútnum svo að ég sest upp í sófanum, tilbúinn aö verja hendur mínar. — Úthald, — hvæsir hún, þegar hún er rétt aö segja komin til mín. — Hvernig dirfistu að tala um úthald. Þú sem ert svo slappur á morgnana aö þér veitti ekki af aö hafa kranabíl í svefnherberginu til aö hífa þig á lappir. Svo maður tali nú ekki um hvernig þú ert á kvöldin. — — Ég hélt aö þér fyndist ég nú nógu hífaður, svo aö þú ferö nú varla aö auka á þau ósköp, — dirfist ég aö skjóta inn í. — Rétt er þaö, — segir konan mín snöggt. — En mér er farið aö hundleiöast aö sjá þig aldrei ööruvísi en láréttan hérna á heimilinu. Ég man varla hvernig þú lítur út lóöréttur lengur. Viö veröum aö fara aö stunda einhverjar íþróttir. Þaö eru allir farnir aö stunda íþróttir. Jón og Sigga eru t.d. í badminton tvisvar í viku. — Þaö hefur runnið mesti móöurinn af konunni minni svo aö ég þykist meö góöri samvisku getaö maldað örlítiö í móinn. — Ég myndi nú ekki ráöleggja neinum aö stunda þá íþrótt, — segir ég- — Hvers vegna ekki, — spyr konan mín. — Mér er sagt af þeim sem vel þekkja til aö þaö heyri til undantekn- inga ef fólk slítur ekki á sér hásinina í þessari íþrótt, — segi ég. — Þaö geta nú alltaf gerst óhöpp, — segir konan mín. — Engum dettur í hug aö þurrka upp sjóinn bara vegna þess aö þaö veröa stundum sjóslys. — — Mikiö rétt, segir ég. — En það er vísindalega sannaö aö 97,7% af þeim sem stunda badminton eiga þaö á hættu að slíta á sér hásinina. — — Hvaö meö þessi 2,3%, — spyr konan mín. — Þeir eiga þaö bara á hættu aö brjóta á sér hælbeinið, — segi ég, eins og það sé einhver barnaleikur miöaö viö þaö að slíta í sér títtnefnda sin. — Ég nefndi badminton bara sem dæmi um íþróttir sem fólk getur stundaö, — segir konan mín og byrjar aö þurrka af skenknum á nýjan leik. Eg heyri það á henni aö hún hefur aldrei hugsað sér að viö færum aö stunda badminton. Þaö er eitthvaö annaö sem býr undir. — — Þaö er hægt aö fara á skíði, leika handbolta, trimma og fara í sund, — segir konan mín, rétt eins og allar þessar íþróttagreinar séu þær réttu fyrir fólk á okkar aldri og meö okkar vaxtarlag. — Gvendur og Lilla stunda sund á hverjum degi, — bætir hún svo við. Þarna kom þaö. Sund átti þaö aö heita. — Jæja, — segi ég í eins hlutlaus- um tón og mér er unnt. — Veröi þeim að góöu. — — Hvaö meinaröu nú meö þessu, — spyr konan mín og snýr sér aö mér. — Blessaður leggstu útaf aftur, — segir hún svo þegar hún sér aö ég er enn sitjandi í sófanum.,— Ég held ég skilji þig betur láréttan. — — Ég meina svo sem ekki neitt, — segi ég og leggst út af í sófann. — En veistu af hverju sundstaöirnir auglýsa lokun meö vissu millibili vegna hreins- unar. — — Víst veit ég þaö, — segir konan mín. — Þaö er vegna þess aö einhver óviti hefur kúkaö í laugina. — — Rétt, segi ég. — En þetta er nú hreinsaö úr lauginni og þar aö auki kemur þetta afskaplega sjáldan fyrir, — segir konan mín. — Hvað heldurðu aö þaö séu margir sem fara í laugarnar daglega sem eru meö niðurgang, — segi ég og legg áherslu á oröin. — Vatnið er nú sótthreinsað meö klór, — segir konan mín og vill ekki gefa sig. — Allt í lagi, — segi ég. — Ef Gvendur og Lilla hafa einhverja ánægju af því aö boröa sótthreinsaöan kúk daglega, mega þau þaö mín vegna. Eg hef hins vegar afskaplega takmarkaðan áhuga fyrir því aö taka þátt í þess konar veislu. — — Fólk fer í laugarnar til aö synda, en ekki til aö éta vatnið í þeim, — segir konan mín. — Og ég vil bara láta þig vita þaö aö ef þú byrjar ekki á einhverju trimmi strax, máttu búast viö því aö vera orðinn aö aumingja rúmlega fertugur. — — Og ef þú ætlar aö fara aö draga mig í sund, segi ég, — máttu búast viö því aö ég veröi dauður 36 ára. Ég kann ekkert að synda, hef ekki komið í vatn í 27 ár nema til aö fara í baö. — — Læröiröu ekki aö synda í skóla, — spyr konan mín um leiö og hún lýkur viö aö pússa skenkinn og fer aö tína stytturnar úr pírahillunum. — Auðvitað læröi ég að synda í skóla, — segi ég. — Heldurðu aö ég sé einhver hálfviti eöa hvaö. En sem betur fer er ég búinn aö gleyma öllu sem ég læröi í barnaskóla — — Þá er eins gott fyrir þig að fara áö rifja sitthvað upp af því, — segir konan mín. — Þú getur nú ekki neitaö því aö þaö er bráönauðsynlegt fyrir alla aö kunna aö synda. Hvaö myndir þú t.d. gera ef þú dyttir einhvern tíma í sjóinn. — — Hvernig í ósköpunum ætti ég aö fara aö því aö detta í sjóinn, — segi ég. — Ég get varla sagt aö ég hafi séð sjó, hvaö þá meira í áratugi. — — En ef viö færum nú einhvern tíma til sólarianda, — segir konan mín og vill ekki gefast upp á þessu enn. — Þá skal ég bara láta mér nægja aö detta í flæöarmálið, — segi ég og brosi mínu blíöasta. — Viö förum samt í sund meö Gvendi og Lillu á morgun, — segir konan mín. — Ég sagöi Lillu í dag aö við myndum koma meö. — Þar meö var þaö ákveðið. Mér var svo sem sama þótt ég færi meö í laugarnar, ef veðrið yröi sæmilegt og ég þyrfti ekki aö bleyta mig mikið. Morguninn eftir gengum viö út til Gvendar og Lillu. Sól skein í heiði og ég yar í þolanlegu skapi. Ákveöiö var að fara í Vesturbæjar- laugina. Þegar þangaö kom fórum við Gvendur niöur stigann til vinstri og sem stóö — KARLAR — en konurnar upp stigann til hægri þar sem stóð — KONUR —Ég minntist aöeins á þaö hvort viö ættum ekki til tilbreytingar aö hafa þetta öfugt, en talaði ekki meira um þaö þegar ég sá augnaráöiö sem konan mín sendi mér. Eins og lög gera ráö fyrir fórum við Framh. á bls. 15.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.