Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 10
KARL BRETA- PRINS Karl er önnur manngerö en faöir hans Nánustu vinir prinsins eru innan fjöl- skyldunnar baeöi vegna stööu hans og eölisfars. Móöir hans er meginstoð hans í lífinu. Bæöi hafa þau erft hina miklu vanmetakennd Georgs VI. og bæöi reynt af fremsta megni aö sigrast á henni. Hvorugt fá notiö sín í umheiminum, í kurteislegum samræðum og undir eilífu fargi óaöfinnanlegrar og hátíölegrar framkomu. Þau eru bundin öörum bönd- um en nokkrir aðrir meölimir fjölskyld- unnar. Þau eiga sérstæð örlög sameigin- leg. Karl prins byrjaði ævina á því aö dýrka fööur sinn sem hetju. Alla sína bernsku viröist hann hafa variö mestum tíma sínum í aö reyna að leika eftir afrek hins unga og athafnasama fööur síns. En þaö er honum enginn leikur aö feta í fótspor hans. Karl prins er allt önnur manngerð. Hann er gætinn, blíðlyndur og góöhjart- aður, en faöir hans er oft hvatvís, beroröur og stundum haröur í horn aö taka. En þeim kemur ágætlega saman, þegar þeir stunda útilíf í leyfum í Sandringham og Balmoral. Filippusi líkar þaö, aö sonur sinn skuli hafa tekiö sér í hönd pólókylfuna, sem hann sjálfur varö að leggja frá sér á miðjum aldri, en þykir leitt, hann skuli ekki hafa fengið áhuga á siglingum. Honum tókst aö vekja áhuga Karls á vatnslitamálun til afþreyingar, en á aö öðru leyti ekki samleiö meö syni sínum sem listunnanda. Hann heföi kosiö, aö Karl heföi sýnt tækni og vísindum meiri áhuga, en er ánægöur yfir því, aö hann skuli í vaxandi mæli vera fylgjandi sér í hinni höröu, alkunnu konunglegu gagnrýni sinni á brezkan iönaö sem og í baráttu sinni fyrir umhverfisvernd. í bernsku var sennilega nánara sam- band mill Karls prins og fööur hans heldur en móður, en eftir aö hann varö fullorðinn, hefur þaö snúizt viö. En óbreytt hefur aftur á móti haldizt hiö ástúðlega samband hans við ömmu sína, drottningarmóöurina, sem ef til vill á mestan trúnaö hans. Sagt er, aö Elísabet HvaA garir tiginn piparsveinn, þegar gullfalleg, ókunn stúlka svílur á hann í margmenni á baðströnd og vefur hann örmum? Áreiðanlega er úr vöndu að ráða, en hór er Karl að „skoöa mólið“ eins og íslenzkir pólitíkusar mundu segja. finni meira af manni sínum, Georgi heitnum sjötta, í Karli prinsi en í nokkru ööru barnabarni sínu. Þegar Georg konungur dó 5. febrúar 1952, spuröi Karl, sem þá var 3ja ára, barnfóstruna, af hverju þjónustustúlkurn- ar væru aö gráta. Af því aö afi hans væri farinn, var honum sagt, en hann varö þá hissa á því, aö afi skyldi ekki hafa kvatt hann. Hann vildi þá fá aö hitta ömmu, en var sagt, aö hann yrði aö bíða. Þegar Elísabet ekkjudrottning kom svo loksins í barnaherbergiö, tók hún Karl á hné sér og hlustaði á mas hans um stund. En þegar Karl spuröi, hvert afi heföi farið, brast hún í grát. En Karl sagöi blíðlega: „Ekki gráta amma mín.“ Amman varö honum mikil stoð Drottningarmóðirin varö stoö hans og stytta í æsku, næstum því eins konar „skriftarmóöir", þegar kröfurnar sem foreldrarnir gerðu til hans, virtust vera honum um of. í Balmoral kenndi hún honum aö veiöa fisk á flugu, en þaö er sérgrein hennar innan fjölskyldunnar. Meðan foreldrar hans voru langdvölum í burtu, innrætti hún honum þá blíöu og umhyggju, sem hún nú telur vera hans beztu eiginleika. Hún og frændi hans, Mountbatten heitinn lávaröur, eru sögö hafa átt trúnaö hans í málum, sem hann trúöi ekki alltaf foreldrum sínum fyrir, nefnilega ástamálum. Alla sína ævi hefur hann borið lotningu fyrir „Dickie frænda", hinum aldna stjórn- vitringi konunglegu fjölskyldunnar. Dóttir Mountbattens og tengdasonur hans, Brabourne, lávarður, sem særöust viö sprenginguna, sem varö lávarðinum aö bana, hafa lengi veriö nánir vinir drottn- ingar og Filippusar, prins, og eru nú jafnnánir vinir Karls. Hann er oft í leyfum heima hjá þeim á Eleuthera eyju í Karíbahafi, þar sem hinar tígulegu dætur þeirra, Knatchbull stúlkurnar, eru gest- gjafar. Sonur þelrra, Norton Knatschbull var í Gordonstoun meö prinsinum og umgengst hann mikiö. Hann starfar í kvikmyndaiönaöinum eins og faðir hans og hefur stundum meira aö segja fengiö hann til aö klæðast auglýsingaskyrtum aö kvikmyndum, sem hann hefur unniö aö, eíns og t.d. „A Bridge too Far“, en þaö var innan konungsfjölskyldunnar taliö hafa gengið of langt, too far, þegar prinsinn mætti í skyrtunni til Windsor pólókeppni. Hélt áffram aö vera Margréti hliðhollur Hvaö varöar aöra meölimi konungs- fjölskyldunnar, þá hefur Karl ávallt reynt aö bera blak af frænku sinni og guömóö- ur, Margréti, prinsessu, á hinu langa skeiöi óvinsælda hennar meöal þjóöar- innar og á stundum innan fjölskyldunnar. Á sama tíma og hann varö fullgildur í hinni opinberu stöðu sinni, á 25 ára krýningarafmæli drottningar, olli Margrét systur sinni mestum leiöindum og áhyggjum. Hún var þá skilin viö eigin- mann sinn, Snowdon, lávarð, og varö hinn lystilegasti blaðamatur hinnar óprúttnu pressu. Hún var þá í tygjum viö sér 15 árum yngri mann, Roddy Llewell- yn, og þau höfðust aðallega viö á Mustique eyju í Karíbahafi. Þar sem athygli almennings beindist mjög að Karli um þessar mundir, varö þaö til að draga nokkuð úr hinum óþokkalegu fyrirsögn- um. En Karl hélt áfram aö vera henni hliöhollur innan fjölskyldunnar. Og þegar hjónaband Margrétar endaöi svo loks meö fullum skilnaöi, geröi hann sér far um aö halda vináttu viö Snowdon, lávarð, sem kvæntist aftur. Hin óhefðbundna nærvera manns eins og Snowdons innan konungsfjölskyldunnar og hin frjálslega framkoma hans var Karli mikils virði á árunum um tvítugt. Allt frá æskuárunum hefur samkomu- lagiö milli Karls og Önnu, systur hans, veriö fremur stirt og erfitt. Anna var alger Framhald á bls. 14. Jón Gunnar Jónsson VISNAÞATTU Þá sagði Þórbergur... Vísnaþættir í blööum eru aftur eftir nokkurt hlé að komast í tísku. í þeim hlýtur alltaf aö vera töluverð skemmtun, ef vel er aö þeim staðiö. Þeir mega ekki veröa allsherjar ruslakista fyrir leir- hnoöara, heldur miklu fremur leiðbein- ing og kennsla fyrir þá, sem yrkja vilja eöa eru njótendur velkveöinna vísna. Þess vegna verður vel aö vanda til slíkra þátta. Auk skemmtanagildis flytja vísur frá liönum tímum fróöleik um menn og málefni og um þjóðlífiö á vistardögum höfundanna. Til þess aö þetta geti orðið veröur lesandi helst aö vita nokkur deili á höfundunum, hvenær þeir voru uppi og hvar þeir áttu heima, helst líka vita um stétt þeirra og stöðu. Á sama hátt veröa svo nýjar vísur heimild um okkar tíma. Vísnasafnarar eru fleiri á landinu, en ætla mætti aö óreyndu, en hver þeirra stendur aö málum meö sínum hætti. — Ég vil gjarna komast í samband viö vísnavini víösvegar aö af landinu og víösvegar á landinu. Ég hef safnað vísum — meö nokkr- um hléum — í a.m.k. 40 ár, hripaö þær á miöa mér til minnis, ætlað aö gera þeim betri skil síðar. En þaö er fyrst nú, þegar ég fer alvarlega aö reskjast, sem ég gæti gefiö mér tíma til aö sinna þessu verkefni svo aö verulegt gagn yröi aö. Nánar um þetta síöar. Borðaminni. Kristján H. Breiödal, kunnur hagyröingur á suðvesturlandi minntist reiðhests, sem hann átti á sínum yngri árum. Vísurnar birtust á prenti 1952, en voru ortar 12 árum áöur. Hesturinn mun hinsvegar hafa veriö upp á sitt besta á fyrstu árum þessarar aldar. Lengi hefur því minning hans lifaö. Hófadyn ei heyra má, hraustar sinar bugar ellí. Nú er vinur fallinn frá, fagur hlynur laut að velli. Fyrri hnaut ei fákur sá, fjörið laut » boði mínu. Gneistum skaut svo birtu frá, er Borði þaut á tölti sínu. Aö fangi reistur, frjáls í lund, fjöriö hreysti gaf til kynna, er óg þeysti yfir grund, afli treysti fóta þinna. Þó tíðum vinni tíminn spil, tapast minni ei þín saga. Jafnan finnur andinn yl í endurminning fornra daga. Um annan reiöhest sinn er Faxi hét orti sami höfundur nokkrar vísur, þá oröinn gamall og hættur búskap. Hér eru tvær þeirra. Er óg að kneifa öl af krús, eftir þreifa minningunni: Fákur, skeifa, hey og hús, hinstu leifar þess óg unni. Nú skal hefja nýjan leik, nýtt þarf Ijós að skína. Prestkonan, móöir Jónasar Margrét Jónasdóttir, bætti viö: En verst er ef þig vantar kveik á vonartýru þína. Einhverntíma á árunum fyrir 1930 var ráðsmaöur á Hólum í Hjaltadal, er Flóvent hét. Hann haföi nokkrar áhyggj- ur af vinnukonum staðarins þar sem annarsvegar voru margir skólasveinar á góöum aldri og gjörfilegir. Engar sögur fara af því hvaö hann hefur sagt viö stúlkurnar. En viö strákana sagöi hann, að þeim væri haröbannaö aö gantast viö þær. Ef upp kæmist væri þaö brottrekstrarsök. — En holdiö er veikt. Piltarnir þurftu að aðstoða mjalta- konurnar í fjósi, þar var oft fallhætt. Einhverju sinni datt stúlka og piltur greip hana áður en slys varö. Hagyrð- ingur kvaö í orðastaö þess heppna. Ákaflega ann óg þór, enga betri þekki. En fleygðu þór ekki í fang á mór, hann Flóvent vill það ekki. Einn af sonum Jóns í Víölmýri í Skagafirði hét Sigurjón. Hann hafði áhuga á stúlku, sem líklega hefur heitiö Karólína, en fólki hennar leist ekki á þann ráðahag. Ekki veit ég hvernig fór. En frá þessum tíma er vísa eftir Símon Dalaskáld. Hún er svona: Lína rýjan grett og grá, gröm af nýju ástartjóni, hennar því aö frændi frá fór að 8tía Sigurjóni. Hér er og önnur vísa eignuö Símoni Dalaskáldi. Hún er um Guðmund fööur Stephans G. Vísan mun vera úr bæja- rímu úr Skagafirði, sem ort var áöur en Guðmundur og fólk hans fluttist til Ameríku. Guðmund skýran meta má, mínir dýru bræður. Víöimýrarseli sá sveröatýrinn ræður. En nú skulum viö víkja til vorra tíma. Á sínum yngri árum í Reykjavík orti Guömundur G. Hagalín: Meö þór fallið, Faxi, er fyrsta kallið : bónda starfiö. Degi hallar, dimma fer, Drúpir kall við minjahvarfið. Þetta er góö heimild um gamlan bóndamann. Jónas Guölaugsson skáld var sonur séra Guölaugs Guömundssonar, sem lengi var prestur á staö í Steingríms- firöi, áöur viö Breiöafjörö. Einhverju sinni á jólum bað Jónas um nýjan kveik í lampa. Séra Guölaugur byrjaöi vísu: Keisarinn í Asíuá átti dóttur hreina. Hún var græn og hún var blá og haföi nýrnasteina. Tómas Guðmundsson kom í Unuhús. Þar var Þorbergur og spuröist bók^ menntalegra frétta. Þá var þessi vísa nýort og fékk hann að heyra hana. Tómasi sagöist svo frá síöar: Þorbergi varö aö oröi: Guð almáttugur hjálpi mér. Þessa vísu vildi ég aö ég heföi ort. J.G.J. — s.41046

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.