Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 8
Eitt af því Mm tilvonandi konungur í Bretlandi verður að kunna nokkur akil á af eigin raun, er margskonar sport. Hið konunglega sport er ekki hvað síst póló og Filipus drottningarmaöur er ánægður meö, að Karl hefur sýnt því nokkurn áhuga. HANN ER ALLTAF ÁVERÐI Karl Bretaprins getur sjaldan um ffrjálst höffuö strokið, því dagar hans eru stranglega skipulagöir. Hann liffir sig inní hlutverk, sem ekki er víst aö öllum þætti eftirsóknarvert og veröur vel undir búinn, þegar sá dagur rennur upp, aö hann setjist í hásætiö. SVIPMYND Stytt grein úr Sunday Times Magazine. Fyrri hluti. Viö fyrstu sýn veita menn litarhœtti hans sérstaka athygli. Hann er rjóður í andliti eins og veöurbitinn sveitamaöur, en augun liggja djúpt, blá og fremur daufleg. Þaö má sjá, aö hann hafi nefbrotnaö einhvern tíma. Hann lætur sár vaxa skáskorna barta, sem setja sinn svip á andlitið. Hiö ósjálfráöa, opinbera fas einkennir hann, þóft í einkasamkvæmi sá. Honum er gjarnt aö núa saman höndunum, af því aö hann má ekki stinga þeim í vasana. (En þegar hann gerir sár allt í einu Ijóst, aö hann sé ekki til sýnis lengur, veröur honum oft á aö stinga höndum djúpt í buxnavasana.) Hanrí' brosir vandræöalega og hleypir brúnum kvíöafullur á svip, hvenær sem samtaliö snýst inn á óvænta eöa ef til vill óæskilega braut. Hann hneigir höfuóiö, horfir á mann undan þungum brúnum líkt og krakki og íhugar, hver meiningin sá. Hann er alltaf á verði. Hann virðist allajafna taugaóstyrkur. Hann snýr innsiglishringnum um litla fingur, sleikir varirnar og strýkur sér um nefiö. Ósjálfráðar viprur kringum munn- inn valda því, aö menn gætu stundum ranglega haldiö, aö honum mislíkaöi eitthvaö. Hann getur oröiö svo niöur- sokkinn í hugsanir sínar, þegar hann er aö rifja upp, hvaö hann eigi aö gera næst, og brynja sig gegn öllu óvæntu, aö hann veröi ótilhlýöilega hátíölegur á svip. Hann gleymir aö hlæja aö fyndni fólks og lætur háfleyg lofsyröi og fagurmæli sem vind um eyrun þjóta í staö þess aö brosa sínu æföa, aölaöandi brosi. Hnyttinn í tilsvörum Greinilegt er, aö hann hefur hina rámu rödd fööur síns, en framburö móöur sinnar. Hvaö sem hann segir, hversu þungt eöa létt sem þaö er, þá er hætt viö, aö þessi framburöur spilli því. Hann er ekki eðlilegur. Þaö er betra, aö fólk lesi en heyri flest af því, sem hann segir. Og þó ekki aö öllu leyti. Hann getur verið snöggur og hnittinn í tilsvörum. Kímnigáfa hans beinist helzt aö hinu fjarstæðukennda og fráleita, og hann er fimur og óvæginn í oröaleikjum. Hann er nokkru lægri vexti en flestir halda eða 175 sm. Um mittið er hann 77 sm, enda iökar hann stööugt líkamsæf- ingar, en yfir brjóstiö 92 sm. Hann er snöggur í hreyfingum, en heldur klunna- legur og honum er hætt viö aö velta hlutum um koll. Þegar maöur virðir hann fyrir sér, er eölilegt, að maöur spyrji sem svo: — Skyldi nokkrun tíma vera hægt aö tala hreinskilnislega viö þennan mann? Þegar ég horföi á hann fljúga sjálfan yfir London, rifjaöi ég upp samtaliö, sem ég haföi átt viö hann rétt áöur. Þaö var hógvært, efnislítið, óþvingaö, bara skemmtilegt, en ekkert sérstakt. En ég gaí ekki annaö en minnzt þess, aö áriö áöur haföi meira en milljón manns á fjarlægasta og fátækasta hluta Fíla- Starfið er margt... Kurteisisheimsókn til Ghana 1975, danaað á götum úti við eina léttklædda á kjötkveöjuhátíð í Ríó og borödama leidd til dóttir Nixons. stis í Hvfta Húsinu: Tricia

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.