Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1980, Blaðsíða 6
Einn kunnasti myndlistarmaður Breta af kynslóðinni, sem spratt upp með Bítlunum og öllum þeim margháttuðu þjóðfélagsbreytingum sem þá urðu, — og jafnt í listinni sem fatatízku og músík. Klattafjöllin og tveir þreyttir Indíánar. Mynd úr Ameríkuferð 1965. © Líklega má slá því föstu, að tiltölulega fáir af lesendum Lesbókar hafi heyrt getiö málarans Davids Hockney, sem telst þó heimsfrægur — og hefur verið það í aö minnsta kosti 15 ár. Sú heimsfrægö er hliðstæð við heimsfrægð Guðmund- ar okkar Errós. Hún er ekki af sama tagi og sú, sem þOþþstjörnur hljóta ellegar knattspyrnuhetjur og íþrótta- kappar á borö við Muhammed Ali, Ingmar Stenmark og Björn Borg. En meðal þeirra, sem fylgjast eitthvað með framvindu nútímalistar á breiðum grundvelli, eru nöfn manna eins og Errós og Davids Hockneys vel þekkt. Og báöir eiga þeir þaö sameiginlegt að hafa mark- aö sér nokkuð sérstakan bás; verk þeirra skera sig úr og eru auðþekkt. En David Hockney er aöeins einn margra, sem hafa skapað sér eigin stíl í nútímanum og teljast í farar- broddi — en hafa aldrei sýnt á íslandi og mega heita almennt ókunnir þar. Það sýnir, aö þrátt fyrir eina og eina glætu annað veifið, erum við á menningarlegum út- kjálka; sýningar, sem vekja feiknar athygli báðum megin Atlantshafsins, komast ekki einu sinni í fréttir hjá okkur, hvaö þá nær. Þessu verður aðeins breytt með okkar eigin til- stuðlan, en það er annað mál, sem ekki verður á dagskrá hér. Frá því um miðja öldina, að nafli myndlistarheimsins var ekki lengur í París, hafa Bretar átt nokkra fram- úrskarandi og áhrifamikla málara. Til dæmis má nefna Graham Sutherland, sem nú er nýlátinn og Francis Bacon, sem kannski er áhrifamesti málari heimsins síöan áhrif Picassos tóku að dvína. Sá þriðji, sem hafið hefur brezka nútímalist til vegs og virðingar er David Hockney, — en hann er af annarri kynslóð en hinir; verður 43 ára á þessu ári. Hann er einn þeirra, sem eru svo hepþnir að fæðast á réttum tíma og berast á réttu andartaki uppá öldufald mikilla breytinga. Líklega verður að telja, að bítlarnir hafi verið áhrifamestir brautryðjend- ur í þá veru að skapa nýjan lífsstíl; nýjan stíl í músík, útliti og klæöa- burði, sem hafði áhrif langt inní raöir hinna virðulegri þjóðfélagsborgara — og það á ótrúlega skömmum tíma. London varö höfuðborg í hverskonar poppi um 1964 og áhrifin frá Karnaby-stræti bárust líka inní myndlistina. Einmitt á þessum sama tíma var David Hockney ungur maöur viö nám í myndlist í Royal College of Art í London. Hann hafði fram að þeim tíma alið aldur sinn á æskuslóðunum í Bradford í Jórvík- urskíri og gengið þar í listaskóla, sem var svo íhaldssamur, aö 50 ára gömul verk Georges Braque voru talin óskiljanleg framúrstefna. í Royal College of Art lenti Hock- ney í hópi, sem strax lét mikið til sín taka; þar á meðal menn eins og Allen Jones, Peter Blake og Joe Tilson. Áriö 1963 stóöu þeir að sýningu í Nútímalistasafninu í París

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.