Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 12
HULDU- KVENNA ÞÁTTUR Flest þekkjum viö gamlar sagnir af huldukonum í hólum eöa hömr- um hér á landi. Margir áttu sér þar hauk í horni, þegar mikiö lá viö og hjálpar þurfti meö. Einnig uröu ýmsir mennskir menn til þess aö hjálpa huldukonum í neyö og hlutu fyrir þaö góö laun í einni eða annarri mynd. Margir telja þetta hégiljur einar, sprottnar upp á dimmum öldum, þegar fáfræöin reiö húsum um allt land. Ég fullyröi samt aö enn eiga fjölmargir hér á landi sér „huldu- konu í hól“. Allir • kannst viö duglega unga fólkiö, sem lætur ekkert stööva sig á menntunar- og framabraut. Þetta fólk eignast börn eins og gengur og gerist, en nú tíökast ekki lengur aö slíkt sé til trafala á framaferöinni. Ef ung kona í námi eöa starfi á von á barni, vaknar fljótt þessi spurning: „Hver á aö passa barnið?“ Nú er ekki gengið út frá gamla, sjálf- sagöa svarinu, sem var: móöirin sjálf. En þar sem langt er frá, aö nægar vöggustofur eöa dagheimili séu fyrir hendi, koma huldukonurn- ar til hjálpar. Þær bæta barnapöss- uninni ofan á sitt hljóöláta starf, sem aldrei hefur verið meö öörum störfum taliö. En þegar móöir barnsins eöa faðir Ijúka góöu prófi eöa ná góðum árangri í starfi og hljóta aðdáun og hrós fyrir, dettur þá ekki fæstum í hug aö spyrja: „Hvaöa huldukona stóö á bak viö ykkur?“ Ég þekki huldukonu, sem er gift og barnlaus, en „vinnur ekki úti“ enda spuröi barnungi hana eitt sinn: „Vinnur þú ekki neitt?“ Kven- réttindakonur og Rauösokkur skip- uðu henni eflaust í hóp þeirra, „sem aldrei hafa unniö fyrir sér“. En hvaö sem öllum launum líöur, vinnur þessi koan fullan vinnudag allan ársins hring. Fyrir utan aö hugsa um heimili, sem aö vísu er lítið og létt, fer hún daglega í heimsóknir til sjúkra og gamalla, les fyrir þa^ verzlar, annast allskonar útrétt- ingar, hjálpar þeim, hressir og gleöur á allan hátt. Margar huldukonur hér á höfuö- borgarsvæöinu eru í næstum fullri vinnu viö aö verzla, útrétta og annast ýmiskonar fyrirgreiðslu fyrir ættingja og vini utanbæjar. Ófáar eru þær, sem annast gamalt, lasburöa og jafnvel fárveikt fólk á heimilum sínum, þó aö þaö sé fyrir löngu ekki oröið annaö en hælismatur. Þessar huldukonur er „hvort eöa er heima" og þykir sjálfsagt aö nota út úr þeim. Margar huldukonur eru hótel- haldarar fyrir ættingja og vini utan af landi eöa fyrir fólk úr höfuðborg- inni, sem fer út á land í fríum. Ýmsar eru lifandi prjóna- heklu- eöa saumamaskínur fyrir börn, barnabörn og ættingja. Hafiö þiö nokkurntíma komiö inn í stofu eöa herbergi, þar sem eru óhreinir bollar, diskar og gosflösk- ur á hverju borði? Allt í einu er þetta allt horfiö á dularfullan hátt. Hver kannast ekki viö skóna og stígvelin, sem standa eöa liggja á miöju gólfi, úlpurnar, sem liggja á stólum, hanga á miöstöövarofnum eöa liggja jafnvel líka á gólfinu? Þetta er allt í einu komiö á sinn staö, allt í röö og reglu. Oft stendur rjúkandi matur á boröinu, kartöflur flysjaöar og hvaðeina, þegar heim- ilisfólkinu er sagt aö „gjöra svo vel“. Einnig líöur uppþvottur hjá án þess aö margir veröi hans varir. Ýmsir halda aö allir þessir „smá- munir“ gerist af sjálfu sér. Ég er næstum viss um aö þarna eru huldukonur aö verki. Já, það þarf enginn aö segja mér annaö en aö huldukonur eru enn til á íslandi. Flestar held ég þær kjósi aö bera huliðsblæju áfram. En þeirra má gjarnan minnast stöku sinnum. Anna María Þórisdóttir. Bætt heilsa — betra iíf Þættir um sjúkdóma, lækningar og fyrirbyggjandi aögerðir. Eftir dr. Michael Halberstam. HJARTA- ÁFALL TENNIS- MEIST- ARANS Það var í haust, aö ég og annar læknir tókum hjartalínurit og skoð- uðum gaumgæfilega nokkra af beztu tennisleikurum heimsins. Þeir voru aö búa sig undir keppni í Opna bandaríska tennismótinu. Skoðun af þessu tagi er gerð árlega, en það er oft, sem ungir leikmenn sleppa henni. Nú brá svo viö í haust, aö óvenjustór hópur ungra tennisleik- ara mætti til skoðunar. Ástæðan til þess, aö þeir höföu nú meiri áhyggjur af heilsufari sínu en áður, var fréttin af hjartaáfalli Arthur Ashe, eins fremsta tennisleikara heímsins. Það var rétt um mánuói áður, en þessi skoðun fór fram fyrir tennis- mótiö mikla, sem Ashe fékk hjart- aáfallið aöeins 36 ára að aldri. Maður í „toppformi“ líkamlega. Þessi bandaríski blökkumaöur var þjóðhetja. Hann haföi rutt sér braut fram í fremstu röð íþrótta- greinar, sem hafði verið lokuð blökkumönnum. Ashe hafði ekki aðeins skarað framúr á leikvelli, heldur einnig orðið framámaður í félagssamtökum tennisleikara vegna góðra gáfna og félagslyndis. Fréttin um hjartaáfall Arthur Ashe, olli skelfingu meðal íþrótta- manna og reyndar meðal lækna líka. Ekki reykti Ashe, og fitumagnið í blóðinu var lágt, og ekki vantaöi að hann væri líkamlega hraustur. Þegar Ashe fann til verkjar fyrir brjósti einn dag í júlí í sumar, kom honum ekki til hugar, að hann stafaði frá hjartanu. Þegar svo verkurinn ágeröist næsta dag, fór hann á slysavaröstofu á Manhattan til að láta athuga þetta. Læknarnir, sem rannsökuðu hann ætluöu ekki að trúa rannsókn sinni, þegar hún sýndi, aö íþróttakempa og afburöa hraustlegur maður á bezta aldri haföi fengið hjartaáfall. Ég, sem hafði ritað bók um þennan sjúkdóm ásamt einum sjúklinga minna, er hafði fengið hjartaáfall, skyldi mætavel, hvernig Ashe sjálfum hlaut að hafa orðið um. Hann spurði í blaðaviðtali: „Hvers vegna ég? Þetta er ekki sanngjarnt.“ Þaö er nú víst æði oft, sem lífiö er ósanngjarnt og óréttlátt. Ashe not- aði þó, sem hans var von og vísa, tækifærið til að hampa íþrótt sinni og benti á, að hið góöa líkamlega ástand hans að öðru leyti en þessari veilu, hefði máski bjargaö lífi sínu, og undir öllum kringumstæðum, aukið möguleika á bata. Þetta er efalaust rétt ályktun. Þegar þessar línur eru ritaðar, hefur ekki verið rannsakaö fyllilega hversu mikil brögð eru að þrengsl- um í kransæöakerfinu, en mér segir svo hugur um, aö orsökin sé undar- lega mikil þrengsli í einni af þremur megin kransæðunum en ekki í öðrum kransæðum eins og oftast er, þegar fólk fær hjartaáfall vegna þrengsla í kransæðum. Þetta sjúkdómstilfelli íþrótta- mannsins, leiöir hugann aö því, aö það geta engar íþróttir tryggt, að menn fái ekki hjartaáfall. Hins vegar getur góð líkamleg þjálfun bæði bjargað lífi manna og aukið líkur á bata, eins og ég tel aö dæmið um Ashe muni sýna. Menn skyldu hafa það í huga aö líkamsþjálfun kemur ekki í veg fyrir alla sjúkdóma, en gott líkamlegt ástand léttir mönnum hið daglega líf og gerir það ánægju- legra og eykur mótstöðuafliö, beri sjúkdóm að höndum. Michael J. Harberstram, M.D. |

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.