Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 6
verið komið fyrir í Colonial Williamsburg í Virginíu. Árið 1932 annaðist Cahill sýn- ingu á safni hennar í Museum of Modern Art og skrifaði sýningarskrána, „Amerísk alþýðulist: List almennings í Ameríku 1750—1900“, og var fyrsta ítarlega ritgerðin á þessu sviöi. Uþþ frá þessu naut Cahill óskoraðs álits fyrir glöggskyggni sína og þekkingu á ameriskri list og skrif sín um þau efni, og hann hafði hlotið dýrmæta reynslu margþætta í rekstri og starfsemi lista- safna. Árið 1932—1933 gegndi hann forstjórastarfi fyrir Museum of Modern Art, er forstjóri þess.Alfred H. Barr, Jr., var í orlofi. Merkasta sýningin, sem hann setti upp fyrir safnið (ásamt meðfylgjandi sýningarskrám), var „Aztec, Incan and Mayan Art (American Sources of Modern Art)“, og var hin fyrsta í röð merkra sýninga, þar sem listmunir „frumstæðra" menningarskeiða eru teknir út úr sam- hengi sínu í þjóðfræðilegum söfnum og látnir fá aö njóta st'n einir, svo sjást megi hve frábær listaverk þeir eru hver út af fyrir sig. St'ðan hafa verið haldnar margar slíkar sýningar; en á því herrans ári 1932 þurfti Cahill á öllum sínum sannfær- ingarkrafti að halda til aö fá forráðamenn safnsins til að fallast á hugmynd hans. Cahill sendi frá sér fyrstu skáldsögu sína, „Profane Earth" (Vanhelg jörð) áriö 1927. Næst gaf hann út bækur um tvo ameríska listamenn, „Pop Hart“, 1928, og „Max Weber“, 1930, og það ár kom einnig út bók hans, „A Yankee Adventur- er: The Story of Ward and the Taiping Rebellion", og var ævisaga Frederick Townsend Ward, Englendings, en hann var uppi á 19. öld og skipulagði fyrstur kínverskan nútímaher; sá laut seinria stjórn Charlesar Gordons. Þrjár smásög- ur Cahills birtust á árunum 1931—32 í Scribner’s Magazine og The American Mercury: „Fun“ (um Lappland), „The Life of Art“ og „He-Rain“. En síðan varð hlé á ritstörfum hans vegna anna hans hjá Museum of Modern Art; þó ritaði hann ítarlegar greinar í sýningarskrárnar. Snemma árs 1934 sá Cahill um fyrstu listsýningu á vegum New York borgar, The first Municipal Art Exhibition of New York, sem haldin var í Rockefeller Center, en verndari sýningarinnar var Fiorello La Guardia, borgarstjóri. Upp frá því var hann til fenginn ásamt Alfred H. Barr, Jr.,' aö annast útgáfu á „Art in America in Modern Times",- og 1935 á „Art in America: A Complete Survey”. Enda þótt hér væri um stutt yfirlit að ræða, voru þessar bækur lengi hinar viðurkenndu heimildir um þessi efni. Á þessum árum samdi Cahill leikrit um Wall Street, og hét það „Mr. Thousand", en hélt áfram að rannsaka alþýðutónlist, einkanlega í Suð- urríkjunum, í sambandi við safn frú Rockefellers, og sýndi hluta þess opin- berlega í Colonial Williamsburg í Virginíu árið 1935. Sumarið 1935, þegar Cahill ráðgerði aö hætta störfum í þágu myndlistarinnar og gefa sig eingöngu að ritstörfum, var hann skyndilega boðaður til Washington til viðræðna viö fulltrúa stjórnar Roose- velts um framkvæmd víðtækrar áætlunar um stuðning við starfandi listamenn: listmálara, myndhöggvara, hljómlistar- menn, rithöfunda og leiklistarfólk. Krepp- an mikla hafði nær gengið aí listinni dauðri í Bandaríkjunum, en þegar Roose- velt setti á fót Atvinnumálastofnunina (Works Progress Administration), undir stjórn Harry L. Hopkins, og átti að annast framkvæmd geysílega umfangsmikillar áætlunar um opinberar framkvæmdir í því skyni að nýta verkkunnáttu milljóna atvinnulausra verkamanna, var lista- mönnunum ekki gleymt. 1. ágúst 1935 voru settar á laggirnar fjórar sam- bandsstofnanir, sem skyldu fjalla um málofni lista (Federal Art Projects), myndlistar, hljómlistar, leiklistar og bók- mennta. Cahill var útnefndur forstjóri þeirrar stofnunar, sem fjallaði um mynd- list, málefni varðandi listmálara, mynd- höggvara, teiknara, listiönaðarmenn og kennara í þessum greinum. Museum of Mod- ern Art í New York, byggt á ár- unum 1937—39 og segir í bók um arkitektúr eftir Cranston Jones, að safnið sé fyrsta byggingin á Manhattan í svokölluðum al- þjóðlegum stfl. Arkitekt: Edward G. Stone. Þetta safn nútíma- myndlistar hefur veriö álitið eitt það bezta í heim- inum og mestan þátt I fram- kvæmdinni átti Sveinn Kristján Bjarnarson af Skógaströnd. Brot úr ævisögu Holgers Cahill Þeir sem hafa ítarlega kynnt sér sögu amerískrar listar og skrifaö um hana, eru sammála um, að þessum stofnunum eða listráðum, og þá sérstaklega þeim, sem fjölluðu um myndlist og leiklist, sé að verulegu leyti að þakka viðreisn þessara listgreina á hinum erfiðu árum eftir kreppuna. Að sjálfsögðu var þetta megin- tilgangur þeirra, þær áttu að vera til stuðnings og bjargar, en það varð ekki séð fyrir, að svo margir nýir, þróttmiklir og frábærir listamenn skyldu koma fram á sjónarsviðið og auðga og efla listir með þjóðinni. Þó má rekja það beint til hinnar gífurlegu hvatningar, sem þessar stofn- anir uröu öllu listalífi í landi hér, aö amerískir listmálarar skyldu verða hinir fremstu á sínu sviði í heiminum á sjötta áratugnum. Þeir amerískir listamenn, sem hæst bar á áratugnum 1950—1960, nutu langflestir góðs af hinum opinbera stuðningi við listir, sem hafin var 1935. Kynslóð amerískra listamanna sótti stuðning og styrk í þetta kerfi, og sú staðreynd aö beztu hæfileikar hennar skyldu ná að þroskast, hlýtur aö miklu leyti að mega þakka hinni frjálslyndu og framsýnu afstöðu Cahills við stjórn sinnar stofnunar. Hann gjörþekkti ameríska samtímalist óg sýndi frábæra hæfileika sem stjórnandi, í því að leggja megin- áherslu á að varöveita frelsi hennar til tjáningar, en því frumskilyrði er hætt við, að stjórnanda, fátækari að þekkingu og hugmyndaflugi, kynni að hafa sézt yfir í því feikilega skrifstofuannríki, sem opin- berum stofnunum fylgir. Áætlun sem í upphafi miðaöi aðeins að því að styrkja atvinnuleysingja, varð þannig að veigamiklum þætti í listsköpun. Federal Art Project (deild Cahills) var starfandi í nær átta ár, eöa fram í maí 1943, og Cahill var þar forstjóri allan tímann. Eftir árasina á Pearl Harbor var fé slíkra stofnana beint til þjónustu við herinn á ýmsum sviðum. Áriö 1938, þegar Art Project var í fullum gangi, var Cahill sem sérfróðum manni um ameríska Ijst falið aö undirbúa allsherjar listsýningu, American Art To- day, fyrir heimssýninguna í New York 1939. Hann kom upp vönduöu kerfi dómnefnda í öllum hlutum Bandaríkj- anna, og áttu þær að annast val listaverka á sýninguna, en þar voru sýnd um 1200 verk. Heimssýningunni var haldið áfram í eitt ár í viöbót, en þá setti Cahill upp aðra sýningu og fjallaði hún um margvíslega þætti sem heyrt höföu undir Federal Art Project. Cahill var enn við störf hjá hinu opinbera, þegar hann hóf að vinna að langri skáldsögu, og gerist hún í Shang- hai rétt á undan árasinni á Peral Harbor. En í maí 1943, þegar hann hætti störfum fyrir ríkiö, fór hann aftur til New York frá Washington til að einbeita sér að ritstörf- um fyrir fullt og fast. En oft varð hlé á ritstörfunum vegna hættulegra veikinda, og einnig varð fleira til tafar — stöðugar bænir um bækur og greinar varöandi ameríska list, einkum og sér í lagi þó sögulegt yfirlit um framkvæmd áætlunar alríkisstjórnarinnar til stuðnings við listir (Federal Art Project). En honum fannst vera farið að ganga um of á tíma sinn og orku vegna skáldsagna þeirra, sem honum var mikið í mun að Ijúka, og því ritaði hann aðeins einstaka sinnum um list upp frá þessu. Hann lauk við tvær langar og margbrotnar skáldsögur, sem báöar voru gefnar út af Harcourt, Brace & Co.: „Look South to the Polar Star„ (1947) og „The Shadow of My Hand“ (1956). Hann lét eftir sig skáldsögu í smíðum, en hún átti að heita „The Stone-Dreamer", svo og ýmis kvæði og nokkrar smásögur. Cahill átti viö vanheilsu að stríða öll sín fullorðinsár, þó að hann hljóti aö hafa verið hraustbyggður að náttúrufari. Hann varö að gangast undir nokkra meiri háttar uppskurði, og samanlagt mun hann hafa dvalið á sjúkrahúsum í nokkur ár. Hið mikla álag vegna starfa hans fyrir ríkið mun hafa stuölað að of háum blóðþrýstingi og þrálátu svefnleysi, sem þjáöi hann. Áriö 1947 fékk hann hættu- legt hjartaáfall og fleiri komu á eftir. Þegar Cahill var aö Ijúka við skáldsög- una „Look South of the Polar Star“ á fimmta áratugnum, fór að sækja á hann löngun til að vita, hvaö orðið hefði um Önnu, systur hans. Hann þóttist viss um, að móðir sín, sem fædd var 1855, væri löngu látin, en langaði að ná sambandi við systur sína. Nær 25 ár voru nú liöin, síöan hann hafði haft sþurnir af þeim. Nú skrifaði hann póstmeistaranum í Elfros, Saskatchewan, en þaö var sá bær þar sem hann hafði síðast vitað til þeirra. Póstmeistarinn var í leyfi og kona gegndi störfum hans á meðan; en tilviljunin hagaði því svo, að sú kona mundi vel eftir þeim Önnu Johnson og móður hennar, Vigdísi Samson. Hún skrifaði Cahill um hæl og skýrði honum frá því , að móðir hans væri enn á lífi og ern þó hún heföi þrjá um nírætt, dveldist hún hjá dóttur sinni í Winnipeg. Hún sendi honum heimilisfang þeirra. Cahill var reyndar slæmur fyrir hjarta, þegar honum barst bréfið, en hann fór á fætur og tók lestina til Winnipeg samaN kvöldið. Hann dvaldi vikum saman hjá þeim í litlu íbuðinni þeirra. Gömul sár opnuöust og greru á ný. Enn var þörf á fyrirgefn- ingu. Loks voru öll sátt. Vigdís var enn hin sprækasta og gat þulið íslenzkan kveðskap tímunum saman, og sumt hafði hún sjálf ort. íslenzka Holgers Cahills, fyrsta mál hans, vaknaði til lífsins á nýjan leik og hann fór að lesa íslendingasög- urnar aftur. Sumarið eftir, 1948, fór ég til Winnipeg með Cahill til að hitta móður hans og systur, og við héldum hátíðlegt afmæli Vigdísar hið fjórða hins tíunda tugar. Enn var hún falleg, mjög lágvaxin og kvik í hreyfingum, með mikið enni og svo slétt á húðina, að naumast sá þar hrukku. Heyrn haföi hún að mestu misst, en hélt sér mjög vel aö öðru leyti. Fjórum árum síðar fékk hún slæma byltu og mjaömarbrotn- aði, en það lifði hún einnig af, þó að hún væri lítið á ferli upp frá því. Hún andaðist hundraö og tveggja ára gömul áriö 1957. Árið 1948 lauk Cahill við nokkrar smá- sögur (enn óprentaðar) og hélt hann áfram aö skrifa greinar um ameríska list fyrir tímarit, í sýningarskrár o.s.frv,, eins og hann hafði gert árum saman. Um þetta leyti hóf hann að rita „The Shadow of My Hand”, síðustu skáldsöguna, sem út kom. Eins og verið hafði um fyrri sögu hans, „Look South to the Polar Star“, fannst honum hann þurfa aö kynnast sem ítarlegast því plássi, þar sem saga hans gerðist, langaði að koma sér í skilning um einkenni þess mannlífs sem hann fjallaði um, og þess vegna dvaldist hann vikum saman , sumar og haust, bæði í Norður- og Suður-Dakóta og var til húsa hjá bændunum á hveitiræktarsvæöunum, en stundaði samtímis bókasöfn í Miðvest- ur-ríkjunum sem og sagnfræðistofnanir. Eftir útkomu bókarinnar „The Shadow of My Hand“ árið 1956, tók hann til við síðustu skáldsöguna sem hann hafði gert drög aö, „The Stone-Dreamer". 1957 hlaut hann styrk úr Minningarsjóði John Simon Guggenheims til að vinna að þessari skáldsögu, en fékk því miður ekki lokið henni áður en hann lézt. Um þessar mundir lagði hann mjög stund á bundið mál, í félagi viö hið kunna ameriska skáld, Stanley Kunitz, og orti nokkur kvæði. Þá las hann og langa kafla úr endurminningum sínum á segulband fyrir hljóöbókasafn það sem Alan Nevins hafði átt frumkvæði aö fyrir Columbiu- há- skóla. Cahill var mjög veikur mestan hluta ársins 1959. Eigi aö síöur átti hann ánægjulegt sumar heima hjá okkur í Stockbridge í Massachusetts með mörgu frændfólki sínu. Þaö atvikaöist svo, aö ég var að undirbúa mikla sýningu fyrir Museum of Modern Art og gat ekki verið hjá honum að staöaldri til að annast hann. Því kom doftir hans, Jane Ann Cahill Blumenfield, frá Nýju Mexíkó með ungan son sinn; systir hans, Anna, kom frá Winnipeg og elzta vinkona hans og maður hennar komu frá Long Island. Öll minnumst við þessa sumars með innilegri ánægju og gleöi — fagurra samfunda ættfólksins fáum mánuðum áöur en hann hvarf héðán. Hann dó 8. júlí 1960 úr heilablæöingu. Dorothy C. Miller Cahill. (P.s. Cahill kvæntist Dorothy C. Miller áriö 1938.) Þýðing Sveinn Ásgeirsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.