Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 8
Nú eru liöin þrjú ár síðan Sieglínde Kahmann og Sigurö- ur Björnsson brugðu búi suður í Þýzkalandi og fluttust til Islands með börn sín tvö. Þau settust að í Hafnarfirði; fóru að byggja hús í Garðabæ, sem enn er í smíöum og hafa eins og allir vita orðið góður liðsauki í tón- listarlífinu: Sigurður með því að taka að sér framkvæmdastjórn Sinfóníuhljómsveitar íslands, Sieglinde með söngkennslu og bæði hafa þau við ýmis tæki- færi hresst uppá okkur hin með söng sínum. Margoft hefur verið gert heyrin kunnugt, að tæki- færi íslenzkra söngvara séu næsta fábreytt og tónlistarlífið hér sé af augljósum ástæðum ekki á borð við það sem gerist hjá milljónaþjóðunum. Fyrir þau Sieglinde og Sigurð hljóta um- skiptin að hafa orðið veruleg; eínkum og sér í lagi fyrir Sieglinde, sem hafði allt sitt líf fram til þessa búiö í Þýzkalandi. Því var fyrstu spurningunni beint til hennar og hún innt eftir því, hverju hún sæi mest eftir heiman frá Þýzkalandi. Sieglinde: „Þegar þú spyrð um þetta, kemur mér tónlistin framar öllu öðru í hug. Ég sé mest eftir góðum óperusýn- ingum og góöri músík yfirleitt. Ekki svo að skilja, að góð músík heyrist alls ekki á íslandi. Mér nægir að benda á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar; þar hefur hvað eftir annað mátt heyra ágæta músík. En það eru ekki bara tónleikar, sem ég á við. Líf söngvara er ekki nógu áhugavert hér; tækifærin of fá og takmörkuð". Sigurður: „Ég held líka, að þaö fari í taugarnar á söngvurum og nljóðfæraleik- urum, sern langtímum hafa starfaö er- lendis, aö hér eru hlutimir yfirleitt ekki teknir nógu alvarlega og það kemur niður á árangrinum". Sieglinde: „Já, mér finnst stundum, að verk séu ekki grandskoöuö nægilega, þegar ráðizt er í þau. Þegar maöur fær tækifæri, þá verður umfram allt aö líta á síg sem þjón verksins. Túlkandinn er ekki númer eitt, heldur það sem hann er að túlka." Sigurður: „Það er þetta með að taka hlutina alvarlega, — vera nákvæmur. Á það skortir oft í flutningi og ekki þá sízt í söng. Öll tónskáld kunna það vel að tjá sig, að ef þeir ætluðust til að tónsmíöar þeirra væru fluttar öðruvísi en nóturnar gefa til kynna, þá hefðu þeir einfaldlega skrifað þau öðruvísi. Til eru þær reglur í tónlist, sem ekki má brjóta, — en það gerist nú sarnt.,, Sieglinde: „Fyrir utan það sem heyrst hefur á tónleikum Sinfóníunnar, vil ég gjarnan geta þess, að stundum hef ég heyrt hér framúrskarandi fína kammer- músík. En svo er það varla mikið meira sem hefur hrifið mig.“ Lesbók: „Það er þetta með hrifning- una; er hætta á aö hún sljóvgist, sé maður árið um kring að hlusta á úrvals flutning á úrvals músík?“ Siguröur: „Ekki held ég það. Mendel- sohn gat ekki leikiö byrjunina á öðrum þætti Erkihertogatríós Beethovens. Samt er það ekkert afspyrnu erfitt, — ég skal bara spila það fyrir þig. Hvað finnst þér?“ Lesbók: „Fremur einfalt og einstak- lega fallegt, en frekar er ótrúlegt að það hafí vafizt fyrir Mendelsohn að leika þetta. Er það satt?“ Sigurður: „Jú' reyndar. En ekki vegna þess aö það sé svo erfitt, heldur vegna þess að í hvert sinn, sem Mendelsohn reyndi, þá grét hann svo mikiö af hrifningu, að hann gat ekki leikið verkið. „VIÐ H AÐ FLYTJ Slegið á létta strengi í stofunni í Brekku- hvammi. Kannski er það smá æfing fyrir árshátíðirnar, sem eru einskonar vertíö. Litmyndirnar tók Björn Pálsson. Erfiðara en okkur grunaði að segja skilií við óperuhúsii og þann heim, sem verið haf< daglegur veri leiki svo lengi Lesbók: „Sumir hafa gizkaö á, að hraöi nútímans og allskonar síbylja í eyrum manna, sé þess valdandi, að síður verði samín svo guðdómleg músík sem fyrr á öldum.“ Sigurður: „Sú tilgáta er vafasöm. Það er alþekkt til dæmis, að Mozart gat skrifað stórkostlega kafla í margmenni; jafnvel í samkvæmum, — og tók þátt í samræöum um leiö og hann var aö semja." Lesbók: „Við komum kannski seinna að Mozart og öðrum stórmeisturum, en hverfum fyrst að öðru, sem nær okkur er. Hvað er helzt framundan hjá ykkur?“ Sieglinde: „Það eru til dæmis Háskóla- tónleikar í marz, þar sem við munum bæði syngja. Ég syng Frauenliebe und Leben eftir Schumann oa Sinni ey-g-p die ferne gelibte eftir Beethoven. Á þessum sömu tónleikum syngjum við einnig dúetta eftr Schumann. Annað er ekki á dagskrá í bili. Mitt daglega viöfangsefni er fyrst og fremst kennslan; ég er með tíu nemendur í Söngskólan- um.“ Sigurður: Aftur á móti hef ég haft lítinn tíma til að sinna kennslu, vegna þess hve mikill tími fer í hljómsveitina; til dæmis það að ná í einleikara og hljómsveitar- stjóra á flugvöllinn og það er algengt að við hjónin bjóöum þessum ágætu mönnum heim og ég held að þeir kunni vel að meta það. Athvarf þeirra er venjulega á hótelherbergi og þaö verður mjög leiðigjarnt til lengdar. Þenar írláþp áheyrenda bannar jjggUr |eiðin beint á hótelherbergið á nýja.n leik, þar sem reynt SAMTAL VIÐ SIEGUNDE OG SIGURÐ BJÖRNSSON ÓPERUSÖNGVARA eftir Gísla Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.