Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1980, Blaðsíða 11
Sieglinde leibeinir tveimur nemend- um sínum í Söngskólanum þar sem hún kennir „Hingaö kominni var mér boðið aö syngja hlutverk Kátu ekkjunnar í samnefndri óperu — og gerði þaö. En síðan ekki söguna meir“. Ljósm. Mbl. Emilía. „Er þessu svipaö fariö meö músíkfólk og söngvara; situr einlægt í fyrirrúmi að hlusta krítískt fremur en aö njóta?“ Siguröur: „Ætli það sé ekki misjafnt. Ég hef grun um að sumir tónlistarmenn fari á tónleika til þess að gagnrýna — og þá á neikvæðan hátt. Ég held þó að ég geti mælt fyrir munn okkar beggja og fullyrt, að viö förum með það fyrir augum — eða kannski eyrum — að njóta þess sem flutt er. Sé eitthvað vel gert, þá getum við glaðzt innilega yfir því.“ Sieglinde: „Ég reyni alltaf að vera jákvæð og ef ég gagnrýni, þá geri ég það á jákvæðan hátt og með vinsemd. Og ég fer á hverskonar hljómleika til þess að njóta, en ekki til að gagnrýna." Lesbók: „En þessu starfi þínu, Sig- uröur, fylgir væntanlega óreglulegur vinnutími." Sigurður: „Já, það er víst óhætt að segja. Stundum einum um of. Þegar mest er að snúast, finnst mér ég í rauninni vera á sólarhringsvakt, — vera í Keflavík á öllum tímum sólarhringsins — annað- hvort að ná í gesti hljómsveitarinnar, fara með þá, eða sinna öðru, sem óhjákvæmi- legt er. Til eru þeir, sem ekki skilja nauðsyn þessa; ríkisendurskoðunin hefur til dæmis gagnrýnt allan þennan akstur. En ástæðan er einfaldlega sú, að ég er búinn aö prútta við þetta fólk, — ýta verðinu langt niöur fyrir það sem því býðst annarsstaðar og þarmeð að gera okkur kleift að geta notiö listar þess. En þá finnst mér um leiö, aö ég veröi að koma til móts við þessa ágætu gesti okkar; sýna þeim virðingu og þakklætis- vott. Ég get ekki verið sá dóni að ná fyrst niður verðinu og segja þeim svo að koma sér bara til Reykjavíkur með rútunni." Lesbók: „Hefur þú nokkur heilræði handa þeim, sem hafa blundandi áhuga á klassískri músík; fyndist athugandi að hlusta á góðar plötur og jafnvel að fara á tónleika hjá Sinfóníunni, en eru smeykir um aö „skilja ekki“ músíkina?“ Sigurður: „Ég held að auðveldast sé að kveikja þennan áhuga með því að fara á tónleika. Það sjónræna hefur vissulega sitt aö segja óg mikils virði að geta horft á hljóðfæraleikarana um leið og hlustaö er. Þaö er að minnsta kosti ólíkt vænlegra til árangurs en hlusta á mónó- útsendingar í útvarþinu. Viö þann sem er að stíga fyrstu skrefin inná þessa braut, vildi ég segja, að mikilvægt er að koma með opnu hugarfari, vilja til þess að njóta. Hljómplötur geta aldrei komið í staö þess aö hlusta á lifandi flutning; þær eru vissulega góöar svo langt sem þær ná, en byrjandi kemst í miklu nánari snertingu við músíkina með því aö horfa á hljómsveitina um leiö. Toscanini sagöi, aö hlusta é hljómþlötu, væri líkt og tala við kærustuna í síma. Til dæmis get ég nefnt, að eitt sinn bauö ég kunningjum mínum á léttan konsert og þeir komu fyrir kurteisissakir, en þótti gaman og fóru næst á eigin spýtur. Og nú eru þeir fastagestir." Lesbók: „En er til einhver hentug brú frá popp- og dægurtónlist yfir í þá klassísku, — eitthvaö til að taka í áföngum og gera auðveldara að njóta klassískrar tónlistar?“ Sigurður: „í þessu sambandi koma mér í hug hringferðir Sinfóníunnar í kringum landið. í fyrri ferðinni vorum við með mjög létt þrógram; okkur fannst stundum, að kannski gengjum við óþarf- lega langt í því efni. En það var ekki vafi, að fólkið á þessum stöðum naut þess verulega. Þegar viö fórum í hringferö í annaö skipti, varö áleitin spurning, hvort eitthvað ætti að þyngja prógrammið. Niðurstaðan var sú að hafa þaö sviþað; í mjög léttum dúr, — en þar að auki var sinfónía eftir Haydn látin fljóta með. Ekki urðum við vör við annaö, en það mæltist mjög vel fyrir. Ég get ekki annað en dáðst aö því, hvaö fólk úti á landi tekur hljómsveitinni og flutningi hennar með oþnu hugarfari og ég hef á tilfinningunni, að það vildi heyra í henni miklu oftar. Ég Við megum ekki gleyma því, að samtíðin er oft glámskyggn: Beethoven var stund- um klappaöur niður á sínum tíma og vinsælasta og mest leikna ópera heims- ins á vorum dögum, Carmen eftir Bizet, var klöppuö niður, þegar hún var frum- flutt. Margir modernistar þessarar aldar eru nú þegar orðnir klassískir; menn eins og Sibelíus, Britten, Katsjaturian, Rach- maninov, Richard Strauss, Soltan Kodai, Bela Bartok, Hindemidt og fleiri.“ Lesbók: „Af ýmsu því sem þið hafið sagt má ráða, að þið hafið orðið fyrir vonbrigðum með búsetu ykkar, störf og tækifæri á íslandi. Fer veturinn og skammdegismyrkrið illa í þig, Sieg- linde?“ Sieglinde: „Ó-já. Stundum verð ég þunglynd í öllu þessu myrkri. En þaö mætti mín vegna vera kaldara, — miklu kaldara. Ég kann aftur á móti vel við sumarið á íslandi". Lesbók: „Hefur hvarflað að ykkur að flytja aftur utan?“ Sieglinde: „Viö höfum þæði hugsaö mikið um það og margoft rætt þann möguleika. Það hefur sína kosti að búa á jslandi, en það er líka rétt til getið, að við höfum orðið fyrir vonbrigðum." Sigurður: „Kannski gerðum viö okkur of miklar vonir; bjuggumst við of miklu. Tónlistaráhuginn er meiri í orði en á borði, enda hefur veriö upplýst nýlega, aö ríkið ver aöeins 0,46% af ráðstöfunarfé sínu til meningarmála; fyrr er nú hægt aö skera við nögl. Þaö er ekki uppörvandi aö starfa að menningarmálum, þegar skiln- ingur landsfeöranna er á þessu stigi." Sieglinde: „Ég verð að segja, að stundum gerist sú hugsun áleitin, að ef til vill höfum við of snemma sagt skiliö viö óperuna. Hvað hefur gerst hér? Jú, mér var boðið að syngja hlutverk Kátu ekkjunnar í samnefndri óperettu og gerði það, — en síöan ekki söguna meir.“ Sigurður: „Þegar ákveðið var að flytja óperuna Orfeif og Evridísi eftir Glúck í Þjóðleikhúsinu um síðustu jól, voru flest- allar íslenzkar söngkonur boðaðar til prufusöngs. Sieglinde, eina óperusöng- konan hér á landi, sem sungið hefur i þessari óperu, var ekki einu sinni spurð, hvort hún hefði áhuga á að taka þátt í þessari uppfærslu". Sieglinde: „Ég bjóst satt að segja við því að geta snúið baki við óperuhúsunum og öllu því lífi, sem ég þekkti svo vel og verið hafði daglegur veruleiki svo lengi. En nú sé ég, hversu erfitt það er. Enginn, sem þefaö hefur af því lífi, getur það meö góðu móti, — og þá á ég við fólk meö mína skapgerð." Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands er á sífelldum þönum: Hér í símanum á skrifstounni í Edduhúsinu, til hægri í Háskólabíói að ræða við Úrsúlu Ingólfsson píanóleikara og kynna hana fyrir hljómsveitinni. „Mér finnst ég stundum vera á sólarhringsvakt", segir Sigurður. Ljósm. Mbl. Kristján. Samtal við Sieglinde og Sigurð Björnsson óperusöngvara held líka, að það sem flutt var, geti vel talizt hentug brú frá dægurtónlist yfir í klassík." Lesbók: „Kannski er það rangt mat, en margir hafa á tilfinningunni að nútíminn — og jafnvel öll þessi öld — hafi ekki látið eftir sig eins stórkostlega músík og þeir geröu fyrr í tímanum, Hándel og Bach, Mozart, Beethoven ðg Schubert. Er nokkur skýring til á þessu?“ Sigurður: „Á dögum þessara tón- skálda, sem þú nefndir, voru einnig uppi mörg tónskáld, sem nú eru gleymd. í nútímanum eru einnig til tónskáld, sem hafa skrifað perlur, — en tíminn á eftir að skera úr um það, hvernig þau verk veröa þorin saman við Mozart og Beethoven.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.