Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 13
stuttum tíma, því aö Steinþór segir: Þetta viröist ætla aö ganga. Þú mátt koma seinni partinn á morgun. Næstu vikur leiddi hann mig öruggri hendi eftir refilstigum algebru og geo- matríu í lærdómsbókum Júlíusar Peter- sens, aö því marki er nægja mundi til fyrirhugaðs prófs í námsgreininni. Og aö síðustu geröi hann miklu meira. Spurði ítarlega um kunnáttu mína í öörum námsgreinum, og skyndiprófaði í sumum. Komst þá aö þeirri niðurstöðu, aö sennilega mundi ég skríöa í gegnum nálarauga gagnfræöaprófsins, en meö mjög lágri einkunn, sem aö sinni setti fótinn fyrir inngöngu í lærdómsdeild Menntaskólans í Reykjavík. Kvaö sitt álit úr því sem komið væri, aö hyggilegast mundi fyrir mig aö hverfa heim viö svo búiö, en koma heldur aftur í haust og setjast í 3ja bekk sem óreglulegur nemandi allan veturinn, er vafalaust myndi jafnleyfilegt nú eins og síðast liðið ár. Ég vissi mig anzi veikan á svellinu í mörgum námsgreinum, auk þess uppfull- ur af kvíöa fyrir alvöruprófi. Fannst þetta heillaráð og vissi, aö þaö var gefiö af góöum hug og umhyggju gáfaös og reynds manns fyrir framtíö óráölns ungl- ings, sem þá var nú raunar liölega tvítugur aö aldri. Er ekki aö orölengja þaö, aö fáum dögum síðar kastaöi ég hala á bak mér og hélt heimleiöis fótgangandi vestur á Strandir, um eöa rétt eftir miöjan maí- mánuð vorið 1921. Nokkrir staökunnugir menn noröur þar, urðu til þess aö lýsa fyrir mér leiöinni fyrstu áfangana. Nú hef ég aö vísu gleymt aö mestöllu nöfnum þessara leiðsögumanna minna, en ætla þó fastlega aö nákvæmastur og mér drýgstur til árangurs yröu lýsingar mæt- ismannsins Brynleifs Tobíassonar sagn- fræöings, sem undanfarnar vikur haföi leiöbeint mér i íslenzkri málfræöi, og einnig ískruddu nokkurri samantekinni af Ludvig Wimmer, er mun hafa heitið Old nordisk Læsebog. Feröabúnaði mínum hef ég aö mestu leyti gleymt. Þó rekur mig minni til þess aö hafa stuözt við krókstaf einn góöan, búinn öflugum döggskó en engum broddi. Til varnar gegn regni og stormi mun ég hafa haft nýlega gúmmíkápu, en að líkindum erlenda gúmmískó á fótum eöa ef til vill gúmmístígvél, því aö hvor tveggja þess varnings var þá ný innflutn- ingsvara. Einhver haföi sagt mér, aö þegar Kræklingahlíð væri aö baki tæki viö Moldhaugaháls, síöan Þelamörk og Hörgárdalur. Á þeirri leið væri bærinn Krossastaöir og skyldi ég sneiöa þar hjá garði, því aö gamli Jón sem byggi þar nú þætti dýrseldur viö feröamenn, og heföi á yngri árum sem ráðsmaöur Mööruvalla- skóla átt í málaþrasi viö nemendur vegna fæöissölu. Mörgum árum síöar las ég í riti einu svohljóöandi klausu um mál þetta: „Næstu ár voru Mööruvellir byggöir Jóni bónda Guömundssyni frá Silfrastöðum, og annaöist hann líka fæöissölu til pilta. Snemma hófst þó ágreiningur milli Jóns og lærisveina út af fæöinu. Og uröu harðar deilur út úr þvíveturinn 1881—82. Var þaö mál mjög fast sótt á báöar hliöar. Var þá mikill fréttaburöur um dalinn, og líka ráöist á Hjaltalín fyrir aö hann héldi of mikið meö bryta. Var það altalað, aö séra Arnljótur á Bægisá réri undir og espaöi pilta til mótspyrnu.“ Þaö mun hafa veriö aö aflíðandi hádegi í björtu og kyrru veðri, sem ég lagði upp frá Akureyri eins og leið liggur út Kræklingahlíö. Ekki hygg ég aö mér hafi skilað nema miölungi vel áfram á göng- unni, stirður eftir margra vikna kyrrsetur og þurfti líka stundum aö stanza og litast um í ókunnu landslagi, einkum þá er Möðruvellir og Hörgárdalur blöstu viö augum. Fór ég þá aö geta mér til um, upp á von og óvon, hvort bæirnir Langahlíö og Dunhagi væru í sjónmáli, því aö frá lesefni yngri ára minna sat í mér tilsvar brennuhöföingjans Guðmundar dýra: „Lítil er forustan. Hér er nú komin ærin sú hin kollótta gengin úr dal ofan, og af ullin harla mjög. Þó ætlar hún nú aö annaö hvort skal vera, aö hún láti hana af sér alla eöa gangi meö fullu reyfi heim.“ Er á daginn leiö og kvölda tók gerist ég lúinn og laraöur, enda alveg óvanur margra stunda upphaldslausu labbi á haröri akbraut. Þó að gönguleiðir og reiövegir Vestfjaröa um byggöir, heiöar og hálsa, væru aö vísu allvíða ómjúkar undir fæti, var tilbreytnin meiri og ekki sama endalausa brautin framundan, klukkutíma eftir klukkutíma. í hálflýsi maíkvöldsins sá ég loks hilla undir sveitabæ, dálítið til hliðar viö mig. Gekk þangaö heim og baöst gistingar, sem þegar var til reiöu. Brátt kom upp úr dúrnum, aö mig haföi borið aö bænum Krossastöðum, til Jóns bónda Guö- mundssonar. Þegar mér var þaö Ijóst, hugöi ég misjafnt til næturgreiðans og gjalda fyrir hann, samkvæmt fyrrgreind- um sögusögnum. En þær sagnir létu sér mjög til skammar veröa aö þessu sinni, því aö þarna átti ég ágæta nótt og naut góös beina viö hóflegu veröi, sem mun hafa verið tvær krónur eöa þar um bil. Til samanburöar má geta þess, aö réttum tveimur árum síðar átti ég leiö um Borgarfjörö á fjölförnum feröamanna- slóöum og kostaöi þá næsturgreiöi þar fjórar krónur, en minna og jafnvel ekkert þar sem fáfariö var. Á hina hliðina er svo þess aö minnast, aö kaup til dæmis vegavinnumanna mun yfirleitt hafa verið 75 aurar á klukkustund eða þar um bil, og sums staöar jafnvel lægra á þessum árum en einnig eitthvað hærra. Krossa- staðabóndi reyndist mér viðræöugóður og málreifur morguninn eftir, og mun ég ekki hafa farið þaðan fyrr en góöri stund aö liðnum dagmálum. Meöal annars kom þaö fram í tali hans, að bóndinn í Bakkaseli héti Guöjón og væri nýlega fluttur þangaö. Nyti hann styrks af opinberu fé til þess aö hlynna aö feröamönnum, sem leiö ættu um Öxna- dalsheiði, þar sem bærinn væri svo aö segja í heiðarsporðinum. En þrátt fyrir þennan styrk væri hann mesti gyðingur og seldi alla fyrirgreiöslu háu veröi, og skyldi ég varast aö kaupa þar nokkurn greiöa. Þetta þótti mér nú ekki alveg ónýtt aö heyra, því aö efnislega var þaö samhljóða því, sem mér haföi áöur verið sagt um hann sjálfan og reynzt höföu skrök ein, enda mun ég hafa látið hvoru tveggja sagnirnar inn um annað eyraö og út um hitt. Á leiöinni inn Öxnadalinn var bjart og heitt af sólu, og geröist ég þyrstur mjög, gekk því heim aö nálægum bæ, Bakka, fyrrum óöali sturlungualdarhöfðingjans Guömundar dýra, og baö um svaladrykk, sem ég skyldi aldrei gert hafa, því aö mér var borin nýmjólk aö drekka, og sló hún lítt á þorsta minn heldur jafnvel hiö gagnstæða. Upp til hinnar fáséöu nátt- úrusmíöar, Hraundranga, leit ég meö undrun og forvitni, en ástarstjörnu Jón- asar skýldu þá eigi næturský, heldur miödegissól. Og ekki vissi ég hvort innan sjóndeildarhringsins væri Bröttuskeiö aö sjá, bunulæki hennar og bleika rinda. Er mig bar aö Bakkaseli, lét ég ummæli gamla Jóns sem vind um eyru þjóta, gekk til bæjar, hitti bónda aö máli og baö hann selja mér einn málsverö, er hann kvaö bæöi skylt og sjálfsagt, en nokkra biðlund yröi ég aö hafa meðan matseld færi fram. Síðan leiddi bóndi mig inn í lítið stofuhús, spurði almæltra tíðinda og var aö öllu hinn alúölegasti í framkomu og viömóti. Þegar matur var á borð borinn, reyndist hann vera nýelduö kjötsúpa ásamt kjöti og fleiri góöum réttum. Allt mjög rausnarlegt, hreinlegt og vel fram boriö. Ekki má ég nú lengur meö þaö að fara svo óskeikult sé, hvaö þessi ágæta máltíð kostaði í krónum taliö, en vissulega var þaö nokkru meira en verö næturgreiöans á Krossastööum. Þá er ég kvaddi Guöjón bónda, seldi hann mér í héndur 10—20 gramma glas meö svokölluöum kransaugnadropum, og bað mig afhenda þaö Steingrími á Silfrastööum, þegar ég kæmi í Skaga- fjörö. Lyf þetta haföi ég aldrei heyrt nefnt, fannst nafniö skrýtið og hef trúlega sett upp dálítinn furöusvip, því aö bóndi sagöi glaðlega, aö gamli maöurinn hefði mikla trú á dropunum sem virku meðali viö hrossasótt. Öxnadalsheiði reyndist mér bæði sporadrýgri og torfærari en ég haföi búizt viö. Snjóvaöandi allvíða og aur- bleyta þar sem autt var. Var því komiö fast aö miönætti eöa vel þaö, þegar ég kom aö Fremri-Kotum og baöst gistingar. Þó að framoröið væri og fólk aö líkindum gengiö til náöa, er mig bar til húsa á Kotum, var mér mjög alúölega tekiö og af mikilli gestrisni. Naut ég þar góörar hvíldar og vaknaöi ekki af værum blundi fyrr en um dagmál. Um nokkurra vikna skeið veturinn áöur (þ.e. 1920) haföi húnvetnskur piltur, Bjarni Guöjónsson frá Leysingjastööum í Þingi, veriö mér samtíða í fyrrnefndum Alþýöuskóla á Hvammstanga. Nú vildi svo til, aö þennan s.l. vetur (þ.e. 1921) var hann viö nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, og haföi fengiö inni á heimavist í herbergi því, er nemendur sín á milli skíröu „Geldingsá". Aftur á móti haföi vistarvera okkar í Hvammstangaskólan- um veriö kölluö „Sólheimar", þar eö hún snéri mót suðri eöa suðaustri. En hring- henduskáldiö góöa, Jón S. Bergmann, sem stundum kom í skólann og las eitthvað upp til skemmtunar á skröllum, vildi hafa meiri lærdómsbrag á nafninu og kallaöi því „Sólheimana" okkar upp á enska tungu „World of sun“. Vegna fyrri kynna okkar Bjarna fór ég þó nokkrum sinnum til aö hitta hann í heimavistinni, vikurnar sem ég dvaldi á Akureyri. Varð ég þá málkunnugur fáein- um skólabræörum hans, sem alloft voru þar fyrir í heimsókn eins og ég, en einhver eöa einhverjir þeirra munu hafa verið herbergisfélagar Bjarna. Meöal þessara pilta voru, Bergur Björnsson frá Miklabæ, síöar prestur og prófastur í Stafholti, Bjarni Sigurðsson frá Auös- haugi, síöar sjúkrahúslæknir á ísafiröi en síðast í Keflavík, og Halldór Ólafsson frá Gjögri, síöar ritstjóri og bókavöröur á Sjá næstu síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.