Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 11
Þegar Skúli Magnússon stofnaöi klæöaverksmiöjurnar í Reykjavík, gaf konungur verksmiöjunum Mið- bæinn og Örfirisey. En dönsku stjórninni þótti þetta of mikið og tók eyna aftur á næstu jólum. En áöur en það yröi haföi land þaö, er verk- smiðjunum var ætlað, veriö mælt og geröi þaö Vigfús Thorarensen sýslu- maöur, ásamt tveimur tilnefndum mönnum. í skýrslu þeirra segir, aö Örfirisey sé þá 260 faðmar á lengd og 50 faömar á breidd aö meöaltali. Telja þeir eynni þaö til gildis, aö hún sé tilvalin aö reisa þar íbúðarhús og vörugeymsluhús, og sé mjög hentug til fiskverkunar. En höfuðkostur hennar væri þó sá, aö hún sé sjálfkjörin til þess aö reisa þar vígi Reykjavík til varnar. Enginn Reykvíkingur mun þá hafa veriö ginkeyptur fyrir því að víggirða staðinn, og þaö var ekki fyr en Jörundur hundadagakóngurkom, aö hann lét reisa vígi til varnar borginni, en hann valdi ekki Örfirisey til þess, heldur Arnarhólsklett. Og hiö sama geröi Trampe greifi 1851. En þegar hernámsliöiö kom hing- aö 1941, lagöi þaö Örfirisey algjör- lega undir sig og víggirti hana ramlega. Rættist þá þaö, er stóö í álitsgerðinni 1787, aö eyjan væri mjög vel til þess fallin að þar væri víggirðingar Reykjavíkur, því aö erlenda herstjórnin var þessu alveg sammála. Þegar byggöin í Örfirisey lagðist niöur var eyjan oröin eign Reykja- víkur; hún var lögö undir lögsagnar- umdæmi bæjarins 1835. Voru þá uppi ýmsar vangaveltur um þaö til hvers nota mætti eyna. Var víst flestra mál, aö þangaö mætti sækja heyskap og svo væri hún ágætt beitiland fyrir sauöfé. Brimið haföi þá þegar sorfiö svo mikið af eynni, aö þar var ekki búandi lengur. Svo gerðist þaö hinn 17. mái 1913, aö eimreiö kom skröltandi og reyk- spúandi eftir nýrri járnbraut sunnan frá Öskjuhlíö. Eimreiðin rak á undan sér nokkra vagna fullhlaöna af stór- grýti. Þessu grjóti var fleygt niður í Hliöarhúsafjöru vestarlega, eöa þar sem Örfiriseyjargrandinn kom aö landi. Þetta var upphafiö aö hinni miklu hafnargerö í Reykjavík, þar sem Örfirisey skyldi vera bakhjarl- inn. Hér veröur ekki sögö saga hafnar- innar. Árin liöu, heimsstyrjöldinni var lokið og herinn haföi yfirgefiö Grfirisey. Hún var enn komin í eyöi og illa úttítandi eftir brambolt setu- liösins. Mun fæstum hafa þótt fýsilegt aö setjast þar aö. Og enn hófust vangaveltur út af því hvaö ætti aö vera viö eyna. Enn liöu nokkur ár. Sumariö 1951 var hafist handa um mannvirki í eynni. Og nú var hún stækkuö um helming meö uppyllingu aö vestan- veröu, einmitt þar sem sjórinn haföi valdiö mestum spjöllum á henni. Og hvernig er svo Örfirisey í dag? Hún má heita albyggö. En ekki eru þar torfbæir lengur, ekki heldur skotvígi né skotgrafir. Þarna hafa risiö stór og mikii mannvirkj af ýmsum gerðum. Eyjan er oröin ein af helztu miðstöövum athafnalífsins í höfuðborginni. sem flýgur hratt Einu sinni var bærinn svo lítill, að menn sátu bara heima hjá sér og tóku sprettinn niöur í útvarp, þegar rööin var komin aö þeim aö halda erindi: „Mamma, bíddu með kaffiö — þulurinn segir aö ég eigi aö tala um daginn og veginn“. Þeir sem voru ungir á strídsárun- um sídari — 1939 til ’45 — eru nú ordnir rosknir menn, ef þeir eru þá ofar moldu, sumir komnir á raups- aldurinn og farnir ad skrifa endur- minningar sínar, segja þær í útvarp eöa gefa atvinnurithöfundum tæki- færi til að setja saman metsölubók. Ég er einn af ungu mönnunum frá þeirri tíö. Ég var í Reykjavík öll stríösárin og lót töluvert á mér bera. Þá var það miklu auöveldara en nú að verða þjóðkunnur maður. Nýlega var einn fyrrverandi blaðamaður frá þessum árum aó segja frá hernámsnóttinni og degin- um á undan, hann rifjaði upp í útvarpsþætti, að hann hafði einmitt flutt útvarpsþátt kvöldið fyrir her- námið. Þá vildi svo einkennilega til að fyrirlesarinn, sem átti heima í miðbænum í Reykjavík, heyrði það í tækinu hjá móður sinni að næsti dagskrárliður væri einmitt erindi hans sjálfs. Honum var því ekki til setunnar boðiö, gat ekki lokið úr kaffibollanum, þeyttist neðan úr Þingholti og upp í lyftuna í út- varpsstöðinni, sem þá var viö Aust- urvöll, og var kominn að hljóðnem- anum, áöur en þulur hafði uppgötv- að að fyrirlesari hafði ekki veriö til staðar. Þessi saga er gott dæmi um það hve Reykjavík var í raun og veru lítil borg á þeim árum. Það mátti heita að byggðin væri öll á svæðinu sem nú er innan Snorra- og Hringbraut- ar. Þá þekktu allir bæjarbúar í sjón flesta embættismenn borgarinnar og aðra er höfðu vakið á sér athygli með einhverjum hætti, þar með taldir rithöfundar og blaðamenn. Og viö ungu mennirnir horföum á jafnaldra okkar frá framandi lönd- um hernema landið okkar á einni nóttu. Við hugsuðum: Ef við værum ekki íslendingar heföum við kannski verið komnir í stríð við framandi þjóð. Var nokkuð aö undra þótt ungu stúlkunum litist betur á þessa hressilegu ævintýramenn í herklæðum en hversdagslega landa aína? — En nú set óg í skyndi punkt á eftir spurningarmerkinu. Þetta átti ekki að verða neinn hernámsminn- ingapistill. Ég dvaldist ísumar ásamt skyldu- liði alllengi í Svíþjóð og Noregi mór til hvíldar og heilsubótar, sam- bandslaus við heimalandið, nema að því leyti að ég sá á bókasafni öðruhvoru eitt dagblað, og kom þó nokkurra vikna verkfallseyða, eins og oft vill verða. Ég renndi strax augum yfir dánarauglýsingarnar. Það geri óg alltaf heima. Nú var mér hverfulleiki lífslogans sérstaklega minnisstæður. Með skömmu milli- bili hafði óg kvatt fyrir fullt og allt tvo af nánustu vinum mínum og skrifað eftirmæli um þá í blöðin. Nú er óg kominn heim fyrir mörgum mánuðum. Öðruhvoru tínast þeir fram gömlu kunningjarn- ir í strætisvagni, mæti þeim á götu, heyri í þeim í útvarpinu, sé þá í sjónvarpinu. Mér þykir gott að þeir skuli enn vera í kallfæri. Þ6 eru nokkrir ,sem ég hef ekkert heyrt í, ekkert frétt af. Ætti ég kannski að gera mór eitthvað til erindis, hringja og spyrjal Borgin er orðin furðu stór, fjarlægðirnar milli roskinna manna svo miklar. Maður er dálítið hræddur. Mér kemur í hug atvik sem ég heyrði kunnan útvarpsmann segja frá fyrir þremur áratugum. Hann þurfti að ná tali af ungri súlku, sem hann ætlaði að biðja að vera í skemmtiþætti hjá sér næsta gaml- árskvöld. Þetta var fjörleg söng- stufka. Hann hafði hjá sér símanúm- erið hennar. Móðir hennar kom í símann og hann bar upp við hana erindið. Það var nú kurteisi á þeirri tíð. Honum brá viö svarið. — Það getur nú víst ekki orðið. Hún er nú, blessunin, búin að liggja í gröf sinni í marga mánuöi. — Siðan hef ég passað að lesa dánartilkynningarnar, sagði út- varpsmaðurinn. Sjé, Tíminn, það er fugl, sem flýgur hratt, hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld, svo hljóða, ef ég man rétt, Ijóðlínur eftir persneska skáldið Ómar Khayyam í þýöingu óðsnillingsins Magnúsar Ásgeirs- sonar. Nýlega hlustaði ég á útvarpsfrétt og horfði á athöfn í sjónvarpí, sem minnti mig á sögu dagskrárgerð- armannsins. Það var verið að heiðra aldinn landlækni. Hann hafði meðal annarra góðra manna átt drjúgan þátt í því að vinna endanlegan sigur á berklaveikinni, sem fyrir nokkrum áratugum sló fyrirvaralítið drjúg skörö i ungviði landsins í blóma lífsins. Stúlkan, sem útvarpsmaður- inn ætlaði að fá í áramótadag- skrána, var systir góðs kunningja míns og jafnaldra. Nú er hann þjóðkunnur listamaður og við báðir tveir á brúklegum aldri. Ef systir hans heföi fengið að lifa væri hún nú glöð og góð amma. En hún var hrifin burt, einmitt þegar vonir stóðu til þess að hún hefði sigras’ á veikindum sínum. Bróðir hennar yngri, listamaðurinn sem nú er, - <r einnig berklaveikur í æsku. En hór gat miklu munað um nokkur ár Um þessa baráttutíma má lesa í minningaskáldsögu Sigurðar Á. Magnússonar, sem út kom núna fyrir jólin. Þar er líka svipmynd irá gamla miðbænum í Reykjavík og frá höfnini, þegar kolakraninn, st n þeir Tómas og Sigurður Einarsscn ortu um, var enn í góðu gengi. En það sem setur svip á umhverfi okkar og líf, menn og mannvirki, sópast burt fyrr en varir. Hver skyldi hafa trúað því fyir nokkrum árum aó miöbærinn í Reykjavík, með rúntinn sinn og hið glaða Austurstræti, gæti orðið jafn tómlegt og dautt og það nú er orðið strax og búið er að loka búðum, skrifstofum og kaffihúsum? Fyrir nokkrum dögum minntist Morgunblaðið dánarártíðar Jóns Sigurðssonar og konu hans. Þá var birtur kafli úr minningabók Indriða Einarssonar, sem út kom 1936. Hann var einn af hirðmönnum þeirra hjóna, boðinn upp á harðan fisk, og aðstoöaði Jón við kaup á regnhlíf, fékk því miður ekki néju dýrt og vandaö eintak handa hin n vandláta höfðingsmanni. Alti r Reykvíkingar muna Indriða, gekk prúðbúinn og settlega miðbæinn langt fram á okkar d: Langt fram á vora daga finnst mór að ég ætti aö segja. Undarlegur mælikvarði tíminn. Ég geng endanlega frá þessum pistli á síðasta degi ársins. Mér finnst vel viö eiga að slá í hann botn með vísu, sem gömul kona á æskuheimili mínu fór oft með. Sú hugaun sem þar kemur fram á svo einfaldan og látlausan hátt er góð, og holl er hún, hvort sem menn trúa eða trúa ekki orðanna hljóðan: Einu feti fjær í gær, fagna ég því að vonum. Alltaf dregur nær og nær náðarheimkynnonum. Jón úr Vör

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.