Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 12
Frásögn Jóhanns Hjaltasonar er lýsandi fyrir það, V I sem unglingar fyrr á þessari öld lögðu í til þess að u ' geta notiö skólanáms — jafnvel þótt ekki væri nema \ \ nokkrar vikur. Þessi frásögn ætti að geta verið (| ij lærdómsrík fyrir þá, sem einkum leggja að sér við að | ) sleppa sem auðveldlegast frá skólanámi — og þykir ! \ heilmikið afrek, ef þeir ganga smáspöl til að ná í / i / strætisvagn. Þegar þeir fara að rifja upp endurminn- / ingar síðar meir, verður fyrirsögnin kannski: Fót- ( ) gangandi ofan úr Hamrahlíð og niður á Hlemm. / FÓTGANGANDI UIH FJÓRAR SÝSLUR Seint á útmánuöum veturinn 1921 var ég nokkrar vikur viö bóknám hjá stunda- kennurum á Akureyri, þar eö ég haföi innbyrlað mér þá vafasömu hugdettu að reyna viö gagnfræöapróf þá um vorið. Innbyrlun þessi stafaöi frá hálfsannars- vetrarnámi viö Alþýöuskóla Húnvetninga á Hvammstanga tvö næstliöin ár, og þriggja mánaöa lestri lærdómsbóka við annan unglingaskóla fjórum til fimm árum fyrr. Og auk þess hvors tveggja, að allra vitni blóðlatur bókaormur. En meöal íslenzks sveitafólks, hafa þeir eiginleikar löngum veriö álitnir nokkuð öruggt merki um greind, jafnframt litla athafnaþrá. Haustiö áöur haföi ég undirbúiö aö nokkru fyrirhugaöa námsdvöl á Akureyri, með símtali eöa símtölum viö settan skólameistara Gagnfræöaskólans, Árna Þorvaldsson cand. mag. Var mér heimil seta í 3ja bekk skólans sem óreglulegum nemanda næsta vetur, og ef til vill einnig rúm í heimavist ef ég kæmi um leið og kennsla byrjaði á haustnóttum, en þaö mundi vera útilokað ef ég kæmi miklu síðar, eöa ekki fyrr en um miðjan vetur eins og ég haföi helzt orð á. Fyrr um haustiö eöa sumariö haföi óg gert þá skyssu að ráöa mig á tveimur nágrannabæjum til barnakennslu, fram að jólum eöa jafnvel þorra, og gat ekki meö góöu móti rift því heiti. Skipaferöir voru þá strjálar á vetrum og strandsigl- ingar fáar eöa næstum engar, því aö gamla eöa réttara sagt elzta Esja hóf ekki ferðir fyrr en meö vordögum 1923, ný af nálinni ef svo mætti segja. Þaö var því ekki um annaö aö ræöa hjá mér en sitja um feröir „Fossanna", sem bæöi áttu áætlanir og stungu auk þess stundum óvænt viö stafni í nágrenni mínu Hólmavíkurkauptúni. Ég átti heima hjá foreldrum mínum frammi í dal, þaöan sá ekki á sjó svo aö fylgst yröi meö skipaferöum og allt af tveggja stunda gangur til kauptúnsins. Svokallaöir sveitasímar voru óþekktir á Ströndum um þær mundir, en ein til tvær 3ja flokka Landssímastöövar munu hafa verið í flestum sveitum sýslunnar nema í Árneshreppi, þangað var ekki lagður sími fyrr en tveimur árum síöar noröur yfir Trékyllisheiði. Vegna fjarlægöar frá síma- stöö og annara örðugleika á aö afla frétta um feröir skipa, sem ýmist komu án áætlunar eða stóðu ekki áætlun, varö ég tvívegis eöa þrívegis strandaglópur á næstu vikum og mánuðum eftir nýjáriö. Aö miklu leyti fyrir heppni komst ég þó loks noröur með gamla Gullfossi, síöustu dagana í marzmánuöi. Út af fyrir sig var þaö þægileg og fljót ferö. Gott og kyrrt veöur alla leiöina til Akureyrar, og hvergi stanzað nema smástund á Siglufiröi. Þegar ég haföi komiö lítilfjörlegum farangri mínum fyrir á hótel Oddeyri, þar sem ég gisti mína fyrstu nótt í höfuöstað Norðurlands, fór ég strax aö leita uppi þá tvo góöborgara, er ég haföi meðmæla- bréf til frá frændum þeirra eöa vinum á Jóhann Hjaltason Höfundurinn var Stranda- maður og lýsir heimför sinni úr skóla á Akureyri. Ekki var völ á neinu sam- göngutæki og ekki um ann- að að ræða en leggja land undir fót. Ströndum vestur. í bréfunum mun þess hafa verið óskaö, aö þeir yröu mér innanhandar og til ráðgjafar í nýju umhverfi, að svo miklu leyti sem ég þyrfti á aö halda og í þeirra valdi stæöi úr aö bæta. Mennirnir voru: Guðmundur Bergsson póstmeistari og Ingvar Guö- jónsson skipstjóri og útgerðarmaður. Báðir þessir miklu ágætismenn tóku mér hiö bezta, en þó með nokkurri varfærni virtist mér eins og ofur skiljanlegt var, meðan þeir voru aö kynnazt piltinum, fyrirætlunum hans og ástæöum, sem í bréfunum hefur sjálfsagt aðeins veriö lauslega getiö. Aö ráöum og atbeina þessara mætu manna, aöallega Ingvars, fékk ég meö góöum kjörum leigt eins manns herbergi ásamt nauösynlegum húsgögnum í hótel Goðafossi, sem frú Jóninna Siguröar- dóttir húsmæörakennari veitti forstööu. Hún var sem alkunnugt er systir hins mikla ræktunar- og hugsjónamanns Sig- uröar sigurössonar búnaöarmálastjóra. Aftur á móti mataöist ég í skólanum, því aö eigi var talin völ á ódýrara fæöi annars staöar en hjá matarfélagi nemenda. Vegna barnaskapar og reynsluleysis haföi ég ekki haft hugsun á því haustiö áöur, aö veröa mér úti um námsbækur 3ja bekkjar og kynna mér þær af eigin rammleik, um veturinn. Fannst af þeim sökum þýöingarlaust aö setjast í bekkinn þótt kost ætti á, þar sem ég mundi ekki geta fylzt meö í námi heldur verða að mestu utangátta. Nú aflaöi ég mér nauösynlegra bóka, ýmist aö kaupi eöa láni, og hugöist tileinka mér efni þeirra undir handleiöslu stundakennara, á þeim fáu vikum sem enn voru til stefnu. Dagbók hef ég aldrei haldiö og sára- sjaldan skrifaö eitthvaö niður mér til minnisauka um hversdagslega atburði, heldur jafnan treyst minninu einu, sem vitaniega hefur alloft reynst oftraust. En hvað sem því líður, þá minnist ég enn glögglega stundakennara míns og kennslu hans í stæröfræöi þessa löngu liðnu vordaga. Kennarinn var Steinþór Guömundsson cand. theol. Þá skólastjóri barnaskólans á Akureyri. Eins og tveir fyrrnefndir varnarmenn mínir, tók hann beiöni minni um handleiöslu á myrkum stígum stærðfræöinnar mjög Ijúfmann- lega, þó eins og sjálfsagt var meö dálítilli tortryggni.Kvaöst fyrst vilja sjá hvort líkindi væru til, aö þaö bæri nægan árangur og baö mig leysa anzvíti snúiö brotabrotadæmi, sem hann lagöi fyrir mig. Á þeim dögum var ég þar allvel heima, og mun hafa unnið þrautina skammlítiö eöa skammlaust á tiltölulega © mf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.