Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 15
ÐNU S/A/M RE.VNO! ÉGAÐHANPTAKA pORR- ARA, EN HANN TÖK MkS KVERKATAK/, St/ONA Kérr E/NS OG T/L A£> GBRA MéR ÖNPUN/NA ENF/ÐA 'AN SéRSTAKS SflMþyKK/S. 5/£>AN PÁ HBF éG EKK/ KbUnt AÐ LE/KA HETJU. þEGAR e'GKOM HE/M ÍGÆR- KVÖLÞ/ UAR APR/ENA /'búb/na M/NA. EG HAFPt HEVRT AE> PAB VÆR/ Ól/AKLEGT ABKEVNA AP T/LKHNNA UM /NN , SWTSþJÓR þi/THANN G£T/ BttJ6E>. /ST/LLA U/Ð. h/e,ofme>í}\ PyRNAK! SUO EG LÉT$EM EKKEKr PfEfl/ ■C--- AF' Klæde>ist FPR /'BAP- EG ERAÐNERPA BOlMM, EKK.I LATA ---- UM NUG, VL pélagij/ ... FEKK MÉR SNARL... OG ENN HÉLT pJÓFUR/NN 'AFRAM AP 8ERA C/T ÚR /BÚP/NN/ "f-23 © Bvll s ^WESEOú, G/&TIKPO 6Efi>r A1ÉI? GREWA, FVRST >0 EKT ’A LEIÐINMI ÚT-OG PÓSTLEGGJA þETTA Völundarhús vitneskjunnar Framhald af bls. 3. Þessi náungi, sem var tveimur árum eldri en ég, hafði einu sinni búið í sama hverfi og ég og lékum við okkur oft saman hér áðurfyrr. Hann hafði alltaf verið mjög snyrtiiegur og vel klæddur, en nú var hann búinn eldgömlum síðum frakka, snjáðum gallabuxum og ónýtum stígvélum. Furðulegt hvað sumir breytast með aldrinum! En furðulegra var þó, að þrátt fyrir mjög náin kynni hér áðurfyrr og það að við höfðum ekki hist p langan tíma, höfðum við ekkert að segja hvor öðrum. „Hvað gerðir þú í sumar?“ sagði ég, bara til að segja eitthvað. „Ég hugsaði." „Já þú hugsaðir." Þetta var alveg ferlegt! Ég hafði ætlað að spyrja hvernig vinnan hefði verið og allt það, en nú vissi ég ekkert hvað ég átti að segja. Nú kom alveg hræðilegt tímabil! Það voru svona tíu manns inni í reykstofunni og enginn sagði neitt. Menn bara horfðust í augu og svitnuðu. Þögnin er örugglega besti fjölmiðill sem völ er á. Þessvegna eru líklega allir svona hræddir við hana. Eftir um það bil fimm mínútur, þegar allir voru næstum bráðnaðir í sætunum, kom einhver kunningi Sigga og þeir fóru að ræða saman um kvikmyndir. „Og sástu þá ekki myndina í Fjalakettinum um helgina?" „Jú. Hún var alveg stórkostleg! Það er alveg merkilegt hvernig leikstjóranum tekst að halda uppi spennu í háfílósófískum samræðum." „Einmitt! Og svo hvernig hann notar klippinguna til að gefa í skyn og fá áhorfandann þannig til að hugsa sjálfstætt “ „Já, ég var einmitt að lesa grein um nýjustu myndina hans, þar sem hann hreinlega klippir burt öll veigamestu atriði myndarinnar, en setur þess í stað mynd af bandaríska fánanum, þannig að áhorfendur verða bara að geta sér til um hvað myndin fjallar." „Já ég hef lesið þessa grein. Og það er einmitt í þessari sömu mynd sem hann á sumum stöðum klippir helminginn af filmunni, þannig að aðeins helmingur sýningartjaldsins er notaður. Það er tildæmis maður á hægri hlið tjaldsins að tala við mann á vinstri hlið tjaldsins, en þessi á vinstri hliðinni sést bara ekki, vegna þess að hann hefur verið klipptur burt. Svo verða áhorfendur bara að geta sér til um hver maðurinn er.“ Alltíeinu mundi ég eftir að nú var ekki langt í jólaprófin og ég var ekki byrjaður að lesa. Það fór hrollur um mig og ég flýtti mér uppá bókasafn. Ég varð að koma í veg fyrir að ég byrjaði þá fyrst að lesa námsefnið í strætó á leiðinni í prófin. Ég tók upp líffræðina og gluggaði aðeins í hana. Þetta var alveg ferlegt! Ég er örugglega eitthvað veikur í hausnum. Ég gat ekki lesið líffræðina sem líffræði. Ég las hana alltaf sem félagsfræði. Á blaðsíðu tuttugu og þrjú stóð: / safni aðskilinna fruma er hver fruma í snertingu við umhverfið á allar hliðar, sro að hún verður að eyða efni oy orku á allar hliðar til að standast ágang umhverfisins. En ef þessar sömu frumur eru sameinaðar i fjölfrumu heild, svo sem kúlu eða flögu, þá eru aðeins ystu frumumar í beinni sneiiingu við umhverfið, þannig að innri frumumar þurfa ekki að sinna vamar- eða hlífðarstörfum. Með því að rekja þróunarferil fruma og lífvera, þóttist ég geta rakið þróun samfélagsins og þannig séð inn í framtíðina. Ég dró þessa niðurstöðu eftir að ég taldi mig hafa sannað að sömu lögmál gilda innan likamans og utan hans. Þetta var alveg djöfullegt! Þarsem ég sat þarna og fletti líffræðinni, varð ég smátt og smátt gripinn kæruleysi gagnvart öllu heila draslinu. Ég reyndi aö bægja þessum hugsunum frá mér og snúa mér að ritgerð sem við vorum að vinna að í ensku, en allt kom fyrir ekki. Mér var ómögulegt að taka þetta alvarlega. Það er alveg ferlegt að geta ekki trúað á neitt. Það er einsog maður eigi hvergi heima — tilheyri ekki neinum eða neinu. Og þá fer maður líka að gefa skít í allt! Stundum er einsog maður sé ekki að fara yfir um, en það er mjög sjaldan. Ég get krosslagt hendur mínar uppá það að ég var alveg að verða vitlaus. Þetta var farið að fara svo í mig. Allt helvítis draslið. Hvaða drasl? Jú tildæmis allar þessar eðlilegu og skynsömu umræður — allar þessar eðlilegu sýndaruppreisnir, þessi sjálfsblekking sem við höfum okkur til sefjunar einsog hvert annaö geðlyf — allur þessi meiriháttar- minnimáttarmerkikertafýlupúkaháttur — ég sjálfur með mínar sextíuþúsund grímur og samt alltaf að missa andlitið útí veður og vind — allt þetta sem orðið er alltof satt og rétt til að geta verið satt og rétt — þetta líf sem orðið er svo þrúgað af friði að friðurinn sjálfur er jafnvel farinn að hrópa á stríö: brjálað og geggjað og kolvitlaust stríð! Ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt afgerandi rólegur, þ.e.a.s. ekki í neinu hugleiðsluástandi eða svoleiðis. Hausinn á mér var að springa! Ég óskaði að ég væri kominn eitthvert burt frá öllu helvítis draslinu. Eitthvert þar sem ég gæti hugsað mín mál í næði. Þetta er kannski ofsalega barnalegt, en ég lokaði augunum og ímyndaði mér að ég væri staddur í eyðimörk. í eyðimörk er nefnilega ekkert til að erta eða þreyta augun og hugann. Þar sé ég aðeins sand og sól og himin — aðeins þetta þrennt. Að smá stundu liðinni fór klukkan á veggnum að vera með kjaft og sagði að jarðfræðitíminn byrjaði eftir tvær mínútur. Ég tók draslið mitt og fór. Á leiðinni í jarðfræði fékk ég alltíeinu svo Ijótar hugsanir að ég lokaði augunum og gekk þá á unga stúlku sem var að koma út úr kennslustofu. Ég bað hana margfaldrar afsökunar, en hún bara glápti á mig með hálfopinn munn og flýtti sér síðan í burt, lítandi öðruhvoru um öxl. Þegar ég kom inn í jarðfræðistofuna var þar allt í háalofti. Kennarinn sat náfölur, klesstur niðurí kennarastólinn, og hlustaði á bekkinn lýsa þeim pyntingaraðferöum sem hann yrði beittur ef hann kæmi ekki með okkur í kaffi. Á endanum gafst hann upp og við studdum hann inná kaffistofuna. Þetta var ágætiskall og allt. Og meiraaðsegja, ég kunni ágætlega við hann, þrátt fyrir að síðan ég svaraði á prófi að rjómaís hefði komið upp úr Lakagígum 1783 og rússneskir hermenn upp úr Heklu í síðasta gosi, hafði hann alltaf horft á mig einsog ég væri ekki ég, heldur einhver annar, sem ég var ekki, en fór þó'með tímanum að halda að ég væri, og þá einnig að verða. Það eina sem kannski mátti finna að honum, var að hann hélt að heimurinn væri raunverulegur. En það er kannski ekki hans sök. Það gerðist fátt sem eftir var dagsins. Ég á við að það gerðist alveg glás af allskonar smáum atburðum sem enginn hefur áhuga á að lesa um, en skipta þó öllu ef útí það er farið. Ég skrópaði í síðasta tímanum. Ég er alltaf að sjá betur og betur að ég er eitthvað meira en lítið geggjaður. Tildæmis þegar ég gekk burt frá skólanum átti ég í ofsalegu sálarstríði við að líta ekki til baka. Ég hafði nefnilega eitt sinn lesið sögu um eitthvert pakk sem var á leið upp fjall og hafði verið bannað að líta aftur fyrir sig á leiðinni upp. Auðvitað þurfti þá ein kelling að kíkja augnablik um öxl sér og breyttist hún samstundis í stein. Ég haföi þá trú að ef ég liti aftur myndi hjartað í mér breytast í stein. En að lokum gerði ég auðvitað meir en að líta aftur — ég sneri mér alveg við. Ég veit ekki um þetta með hjartað — og hvað ég sá? Ég myndi aldrei segja frá því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.