Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 13
Raymond A. Moody, jr.i LÍFIÐ EFTIR LÍFIÐ, Ólafur II. Einarsson íslenzkaði. Víkurútgáían Rvk. Eitt sinn skal hver deyja. Þetta er ef til vill það eina, sem hægt er að segja um með fullri vissu að allir menn séu sammála um. Fæstir hafa þó mikinn áhuga á að hugsa mikið um það. Þvert á móti, fólk vill helst ekki minnast á það. Má jafnvel segja, að áhugi fólks á dauða annarra standi í öfugu hlutfalli við áhugann á eigin dauða. Kannski er það ekki nema mannlegt, þó það sé ef til vill ekki að sama skapi hyggilegt. Kristnin byggist beinlínis á því, að átt hafi sér stað upprisa eftir dauðann og var Páll sjálfur ekki ómyrkari í máli um þann viðburð en svo, að hann lýsti því yfir, að án hennar væri kristnin ónýt. Dauðinn er þannig hin nauðsynlega undir- staða allrar kristni. Maður skildi því ætla, að kirkjan uppfræddi okkur eitthvað um þennan mikil- væga atburð, sem bíður okkar allra. En það er nú öðru nær. Á hann er að jafnaði ekki minnst, nema við jarðarfarir og þá ræddur einna líkast því, sem hér sé um eitthvert sérstakt óhapp að ræða. En þó er þetta einmitt hin brennandi spurning á allra vörum. Ég veit ég hlýt að deyja. En hvernig er það? Hvað tekur við? Hvað sem þessum tveim spurn- ingum líður, þá hefur það þó verið rannsakað á vísindalegan hátt, að meiri hluti íslendinga a.m.k. trúir því að þeir eigi annað líf í vændum, er þessu líkur. En það svarar ekki spurningunni: Hvernig er það? Það er enginn vafi á því, að til er fólk, sem getur svarað þessari spurningu og hefur verið til. Það er nefnilega að koma í ljós á þessum tímum hinnar miklu þekk- ingar og fullkomnu tækni, að þeirri þekkingu sem læknar beita við ákvörðun um hvort maður sé lifandi eða dauður er'alls ekki treystandi. Hvað má þá segja um vanþekkingu fyrri tíma? Hve margir skyldu hafa vaknað til vitundar í líkkistum sínum, þegar skæðar drepsóttir geysuðu? Það er ekki furða þó æ fleiri óski þess að láta eyða líkamsleifum sínum með bruna. Það er nefnilega orðið ljóst samkvæmt ýmsum bókum, sem út hafa komið á undanförnum árum, að þetta virðist koma furðulega oft fyrir á sjúkrahúsum samtímans. Læknir lýsir því yfir að viðkom- andi maður sé látinn, engin merki lífs finnist lengur með honum. En svo gerist það eftir misjafnlega langan tíma, að hann lifnar við! Og ekki nóg með það hann getur sagt frá því, sem komið hefur fyrir hann og lýst því greinilega. Ég hef lesið ýmsar bækur undanfarið, sem fjalla um það, sem haft er eftir þessu fólki, sem virðist snúa aftur úr greipum dauðans. En þó undarlegt sé hef ég hvergi séð minnst einu orði á það, hve skelfilegt það hlýtur að vera fyrir venjulegt fólk, að uppgötva það, að læknavísindin skuli ekki vera komin lengra í þessu efni en það, að það geti hent hvað eftir annað að maður sé úrskurðaður látinn, sem ekki er það! Hver veit hve lengi slíkt samband milli jarð- neska líkamans og hins andlega getur staðið? Tæpast læknavísind- in, sem þykjast ekki einu sinni ennþá vera búin að uppgötva að maðurinn hafi nokkurn andlegan líkama. ERLENDAR BÆKUR Ævar R. Kvaran EITT SINN SKAL HVER DEYJA Eins og eðlilegt er hafa frásagn- ir fólks, sem læknar hafa lýst dáið, en aftur vaknað til fullrar meðvit- undar engu að síður, vakið mikla athygli. Þessar frásagnir hafa einnig vakið víða mikla gleði, því yfirleitt bera þessar lýsingar það með sér, að dauðinn sé ekki erfiður. Jafnvel í sumum tilfellum fremur unaðslegur. Þejr sem verða fyrir þessari reynzlu virðast sam- mála um það, að það ástand sem við tekur, þegar þeir losna úr jarðlíkamanum (það telja sig allir gera) sé unaðslegur léttleiki. Allar þær þjáningar, sem kunnu að fylgja hinum sjúka líkama eru gjörsamlega horfnar. Og hjá flestum virðist einnig gæta algjör- lega nýrrar afstöðu til hins gamla líkama. Hann skiptir engu máli lengur. Ekki fremur en hann væri gamall slitinn frakki, sem fleygt hefur verið, sökum þess að hann er orðinn gjörónýtur. Flestir virðast fyrst í stað hafa horft á líkama sinn og lækna og hjúkrunarlið, eins og að ofan, og getað virt fólkið fyrir sér. Öllum ber saman um að hin nýja líðan sé ólýsanlega dásamleg, ekki síst sökum þess léttleika og þeirrar frelsistilfinn- ingar, sem fylgir henni. Þá lýsa flestir eins konar ferðalagi, sem virðist vera með nokkuð misjöfn- um hætti í einstökum atriðum, en enda með þægilegri birtu og mikilli vellíðan. Þá er sumum jafnvel leyft að heilsa uppá látna ástvini um stund við mikinn fögnuð. En öllum er þó bent á það, að lífi þeirra sé þrátt fyrir allt ekki enn lokið og þeir verði því að hverfa aftur um tíma í hinn gamla jarðlíkama sinn. Og þá koma vonbrigðin, því flestir vilja alls ekki hverfa í hann aftur eftir að hafa rétt aðeins kynnst þessari dásamlegu nýju tilveru. En hjá því verður ekki komist, því tími þessa fólks til þess að skipta um tilverusvið virðist ekki kominn, þó enginn fái að vita hvers vegna. Það má segja um allt þetta fólk með mjög fáum undantekningum, að því komi saman um það, að einmitt þetta sé það sem hendi það á þessu undarlega ferðalagi milli óskyldra heima. Þetta fólk, sem segja má að lifni þannig frá dauða, er vitanlega úr ýmsum stéttum og af ýmsum stigum í þjóðfélaginu og misjafn- lega upplýst. Sumt hafði gert sér einhverjar hugmyndir um dauð- ann, annað alls ekki neinar. Sumt var trúað fólk, annað ekki. Sumt trúði á líf að þessu loknu, annað alls ekki. En engu að síður var þetta sameiginlegt þeim, sem urðu fyrir þessari reynzlu, og töldu hana gjörbreyta lífsviðhorfum sínum. Nálægð dauðans í frægri mynd eftir Edvard Munch. Þetta hefur orðið þeim vísinda- mönnum, sem ekki geta hugsað sé andlegan heim eða líf að þessu loknu hin mesta ráðgáta, eins og eðlilegt er. Og þá ekki síður þeim vísindamanni, sem skráði þessa bók. En hann heitir Raymond A. Moody, jr. og hefur að baki yfirgripsmikið heimspekinám og hefur verið háskólakennari í þeirri grein og einkum gefið sig að siðfræði, rökfræði og málvísind- um. En sökum áhuga á læknis- fræði tók hann einnig upp það nám, því hann stefndi að því að verða geðlæknir og kenna síðan læknisfræðilega heimspeki við læknaskóla. En það var meðan á því námi stóð, að hann tók að rannsaka fyribæri líkamsdauðans og flytja fyrirlestra um það efni, því hann varð furðu lostinn yfir þeim frásögnum sem hann heyrði af vörum þeirra sem læknar höfðu lýst látna, en komu aftur til lífsins engu að síður. Þótt Moody hafi haft hugrekki til þess að skrá þessar frásagnir á bók sína, er hann bersýnilega dauðhræddur um að honum verði álasað um jafn óvirðulegt athæfi og það, aö hann sé að reyna að sanna að líf sé að þessu loknu. Til þess að forðast slíkan ósóma, tekur hann það fram hvað eftir annað að slíkt detti honum ekki í hug. Til þess að sýna það enn betur, þá kallar hann næstsíðasta kaflann í bók sinni ÚTSKÝRINGAR. Þar eru taldar upp yfirnáttúrulegar skýringar og svo eðlilegar þ.e. vísindalegar skýringar. En þær skiptast í 1. lyfjafræðilegu skýringuna, 2. Lífeðlisfræðilegu skýringarnar, 3. taugafræðilegu skýringarnar og svo skýringar sálfræðinnar, sem skiptast í 1. Einangrunarrann- sóknir og 2. Drauma, skynvillur og villuhugmyndir. En auðvitað dugar engin þess- ara hálærðu skýringa. Það þarf ekki að taka það fram, að.höfundur minnist ekki orði á þá skýringuna, sem lá þó kannski beinast við, nefnilega að þetta fólk, sem allt var fyllilega andlega heilbrigt, væri að segja sannleik- ann, og að það sem því kemur svona vel saman um að hafa séð, hefði verið raunveruleikinn sjálfur, sem vitanlega veitti því enn eina sönnunina um það, að líf er að þessu loknu. Nei, það náði vitanlega ekki nokkurri átt. Maður sem á eftir að ljúka prófi í læknisfræði getur ekki látið um sig spyrjast að hann sé spiritisti! En hvað sem þessu líður er ekki nema réttmætt að geta þess, að þessi bók er skrifuð af heiðarleik og einlægni. Þannig hikar höfund- ur ekki við að geta ítarlega hliðstæðra heimilda, þegar hann furðar sig á hinum ýmsu stigum andlátsreynslunnar og vitnar þar bæði í Biblíuna, Platon, Swedenborg og andlátsannála Tibetanna, sem enn undirstrika að það sem fólkið segir frá er gömul reynzla mannkynsins og sannleik- urinn um hina andlegu veröld, svo ekki sé nú farið mörgum orðum um þær upplýsingar, sem komið hafa frá miðlum og öðru sálrænu fólki, sem náð hefur sambandi við þessar veraldir, og ber að öllu saman við reynzlu þess fólks, sem frá er sagt í þessari bók um Lífið eftir lífið. Ég tel þessa bók stórfróðlega og hvet alla til að lesa hana, ef þeir hafa nokkurn áhuga á því, sem Inka bóka- og möppuhillurnar eru hannaöar til notkunar bæöl á skrif- stofum sem heimahúsum. Inka hillurnar sóma sér meö hvaöa hús- gögnum sem er, hvort sem þær eru opnar eða með huröum. Inka hillur áreiðanlega á eftir að henda okkur öll. Lesendur Morgunblaðsins hafa að nokkru kynnst slíkum frásögn- um af fólki, sem virðist hafa snúið aftur frá öðrum heimi í umsöngum sem hafa birst í blaðinu af bók dr. med Elisabeth Kúbler-Ross, en hún skrifar einmitt formála að þessari bók Lífið eftir lífið. Olafur H. Einarsson íslenzkaði þessa ágætu bók vel, eins og vænta mátti. fást f tveim dýptum smíöaöar úr eik í þrem viöarlitum. Sórt þú i vandræðum með hirslur heima eöa á skrifstofunni þá færðu varla betri lausn en Inka hillueiningar. Biöjiö um lltprentaöa myndalistann. argus KRISTJÁD SIGGEIRSSOfl HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK. SÍMI 25870 UMBODSMENN HÚSGAGNAVERKSMIÐJU KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF STAÐUR NAFN STAÐUR NAFN Akranes: • Verzlunin Bjarg h.f Ólafsfjöröur • Verzlunin Valberg h.f. Akureyri: • Augsýn h.f Ólafsvík: • Verzlunin Kassinn • Orkin hans Nóa Reykjavík • Kristján Siggeirsson h.f. Blönduós: • Trésmiöjan Fróöi h.f. • Híbýlaprýði Bolungarvík: • Verzlunin Virkinn • JL-húsiö Borgarnes: • Verzlunin Stjarnan Sauöárkrókur: • Húsgagnaverzlun Hafnarljöröur: • Nýform Sauöárkróks Húsavik: • Hlynur s.f. Selfoss: • Kjörhúsgögn Keflavík. • Húsgagnaverzlunin Siglufjöröur: • Bólsturgeröin Duus h.f Stykkishólmur: • JL-húsið Neskaupstaöur: • Husgagnaverzlun Vestmannaeyjar: • Húsgagnaverzlun Höskuldar StefánsSonar Marinós Guömundssonar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.