Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 10
Alfreð kemur heim meö „Heklu" frá New York og Winnipeg 15. júní 1947. Á myndinni er hópur vest- ur-íslendinga. Malverk eftir Asgeir Bjarn- pórsson af Kristjönu Millu. F sett Kristjana Milla og Alfreö ásamt tveimur börnum sín- um, Katrínu og Elíasi Erni. Hundurinn var hinsvegar parna í fóstri. og flugmennirnir í skipalest... rVamhald af bls. 9. Þeim fer stöðugt fjölgandi konunum sem taka upp þráöinn á menntabrautinni þótt hlé hafi orðið á um skeið. Ein í þeim hópi er Kristjana Milla, eiginkona Alfreðs Elíassonar. Þau Alfreö eiga sex börn svo ekki er að efa, að oft hefur verið í mörg horn að líta á heimilinu. En þegar þörnin voru vaxin úr grasi (þau eru frá 11—28 ára) fannst henni tækifæri komið til að hefja nám á ný. Hún svaraði spurningunni um tildrögin á þessa leið: „Ég var í Verzlunarskólanum á sínum tíma og minn árgangur var sá fyrsti sem fékk tækifæri til aö halda áfram til stúdentsprófs. Þá fannst mér ekki ástæða til að halda námi áfram — fannst nóg í bili og fór að vinna í Búnaöarbankanum. Nokkru síðar fór ég til Bandaríkjanna og hafði hálfpartinn hug á því að fara í hagfræði — hafði áhuga á þeirri grein í Verzlunarskólanum. En mér fannst námiö of langt þar ytra. Ég fór samt í skóla og stundaði enskar Pókmenntir og frönsku. Kom svo heim og vann hjá Eimskip í hálft ár. Þá kom Alfreð til sögunnar, við giftumst og fjölskyldan stækkaöi. Og næstu ár var nóg að gera heima. Eiginlega var það mest tilviljun að ég settist í Öldungadeildina. Ragnheiður systir mín ákvaö aö nota sér þetta nám og ég smitaöist líka og útskrifaðist voriö 1975.“ „Voru kennsluhættir öðruvísi en þú áttir að venjast frá fyrri tíð?“ „Já, í Öldungadeildinni er meira byggt á sjálfsnámi og fyrirlestrum. Skólatíminn er þar síðdegis og á kvöldin svo hinn hefðbundni frítími fólks fer í þetta. En þarna var skemmtilegt. Stærðfræðin fannst mér erfiðust því þar kom til ýmislegt sem ég haföi aldrei kynnst fyrr — en allt blessaðist.“ „Og þú lézt ekki þar við sitja?" „Nei, ég hafði dálítiö kynnst viðskipta- fræðigreinum í Verzlunarskólanum og áhuginn beíndist í þá átt. Svo ég ákvað að fara í viðskiptafræöi í Háskólanum eftir stúdentsprófið. Þar hef ég stundað nám í 3 ár og á að Ijúka því í vor. Við erum þarna saman mæðgurnar í deildinni, Áslaug elzta dóttir okkar og ég. Hún varð stúdent frá M.R. en fór síöan til Skotlands að læra hótelrekstur. Hana langaði að læra meira frá viðskiptahliðinni svo hún innritaöi sig á sama tíma og ég. Við höfum fylgst að fyrri hlutann en á seinni hluta hefur hún farið í fyrirtækja- kjarna en ég í þjóðhagskjarna. Nei, áhuginn hefur ekkert minnkað. Þarna er á aö skipa úrvali góöra kennara og námið er skemmtilegt en auövitaö tímafrekt.1' „Gefurðu þér tíma til að taka þátt í félagslífi í deildinni?" „Já, já, þetta er samheldinn hópur og töluvert félagslíf. Við erum tvær á mínum aldri og enginn kippir sér upp við þaö þótt við séum þarna af eldri kynslóð, enda er það orðið töluvert algengt að fólk haldi áfram námi síðar á ævinni. Reyndar hefur kvenfólki fjölgað í viöskiptadeild síöastliöin ár. í fyrirtækja- kjarna er nú 'A hluti konur en í þjóðhagskjarna er kvenfólk í meirihluta í mínum árgangi." „Og hvaö tekur svo við hjá þér að þessu námi loknu?" „Ég veit ekki — mig langar eðlilega til að fá einhverja vinnu á þessu sviði, t.d. við tímabundiö verkefni, eða taka 'þátt í störfum þessu tengd."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.