Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1978, Blaðsíða 2
Völundar- húsvit- neskjunnar Teikning: Bragi Ásgeirsson Þó epli fengju í fyrstu oss búið tál pá flekkar synd, ei epli, vora sál. Re({lurnar sögðu að hillti ekki undir kennara fimm mínútum eftir innhringingu væri okkur frjálst að gufa upp. Venjulega, þegar ekki hafði hillt undir kennara og sekúnduvísirinn sló fimmtu mínútuna banahögg, varð skyndilega allt autt fyrir framan skólastofuna: einsog allir hefðu gufað upp! Við stóðum í kös og góndum á skeiðklukkuna sem einn bekkjarfélagi minn var með. Þrjár mínútur og sautján sekúndur! Eg efaðist um að sögukennarinn næði í tæka tíð. Sæmundur sögukennari var sögukennari og hirti því ekki um jafn smáborgaraleg hugtök og tíma og rúm: vegna þessa var Sæmundur alltaf á röngum stað á réttum tíma. Hann horfði yfir veröldina úr heimspeki- legri fjarlægð, blandaðri ísmeygilegri kímni, og með höfuAreii/ða eini/lyrnis-fyrirlitninyu á frýzka v'isu sem grímu fyrir andlit sitt. Að þessu leyti svipaði honum mjög til himnaföðurins. Þó átti hann til að nálgast veröldina sem þátttakandi, en þá svipuðu hugmyndir hans mjög til hugmynda borgarskæruliða. — Fjórar mínútur og 36 sekúndur og hvergi bólaði á Sæmundi — 37 sek — 38 sek — 39 sek og þarna kom hann eftir ganginum með blaðastafla í fanginu sem hann vafði höndunum utanum einsog barn um leikfang sem það vill vernda gegn ásókn félaga sinna. „Svo þið eruð mætt, greyin mín.“ Hann stiilti sér upp til hliðar framanvið hurðina að kennslustofunni. „Gjöriði svo vel og stígið inn, Spörtusynir og Rómardætur." „Ætlarðu ekki að opna hurðina fyrst?“ sagði ung stúlka í blíðum vorkunnartón. Sæmundur ræskti sig og fór ofaní hægri jakkavasann eftir lyklunum. Eftir að hafa rutt niður borðum og stólum og rétt þau og þá við aftur: sett skólabækur, tímarit, kókflöskur, epli og vettlinga á borðin: rætt við sessunaut sinn um nýjustu plötu Queen, Marx, bólurnar á andliti Siggu, kennarana og tilgangsleysi lífsins, þá sló þögn á bekkinn og kennsla gat hafist. Sæmundur stóð við gluggann og horfði út. Hann var svo óvenju rólegur og afskiptalaus um okkur að eitthvað hlaut að vera í aðsigi. Við steinþögðum. „Hvað hefur eiginlega komið yfir ykkur!" kallaði hann skyndilega frammí bekkinn. „Heilagur andi? eða eitthvað enn verra?“ Enginn skildi hvað hann var að fara og þessvegna hlustuðu allir. „Hér hef ég prófsneplana ykkar og nær allir liggja í einkunnunum níu og tíu. — Hafiði virkilega ekkert þarfara að gera en að hanga yfir skólabókum daga og nætur? ... Þið eruö í hópi fyrstu kynslóða þessa skers sem leyft geta sér að efast um algild sannindi án þess að eiga vísa Brimarhólmsvist eður eiga á hættu að af ykkur verði dæmd lönd og lausir aurar og þið hrakin á vergang tii að morkna úr pestum og hor. Og hvað gerist! Jú, þið trúið öllu sem við ykkur er sagt og meiru til... Mér býður í grun að forverum ykkar hér á þessu landi, hinum göfugu guðhræddu og æruprýddu tómthúsmönn- um. þurfalingum og flökkurum, mundi bregða við að sjá ykkur, afkomendur sína, nú: Auðtrúa, vel snyrta, heilaga fáráðlinga með disco hljóm í sálinni! — Nei börnin mín. Hlutverk ykkar á ekki að vera að hlusta á okkur hin eldri eða læra utanbókar romsur úr gömlum skruddum skrifaöar af brjáluðum mönnum langt aftur í tímanum. Hlutverk ykkar er að efast — © umbylta — hlaupa um stræti og torg með guðs orðs foröktun og sakramentanna — með strákyrðum og straffanlegu athæfi. — Já, og að efast. Fyrst er að efast! Hvað haldiði hefði orðið úr Hamlet Danaprins hefði hann aldrei efast? Efist og látið ákvarðanatökur lönd og leið. — Ákvarðanir draga úr andlegum þroska! Þær stöðva íhugunina. — Og svo er að leggja eld í...!“ Prófblöðunum hafði verið dreift um bekkinn og engir lögðu lengur eyrun við orð Sæmundar. Allir voru ánægðir með góðan árangur í prófinu utan fáeinir sem fengið höfðu þá einkunn að þeir brutu prófblaðið strax saman og settu ofaní tösku. Það var óneitanlega mikill léttir að losna undan orðaflaumi Sæmundar. Hann hleypti okkur út fyrir tímann og bar við slappleika — rétt í þann mund sem hann ætlaði að fara að útlista fyrir okkur eitthvað sem hann nefndi að sjá hlutina í sögulegu samhengi og einhverjar hringrdsir sögunnar. Ég hitti Guðjón kunningja minn á ganginum og við gengum saman niður í reykstofu. Guðjón áleit lífið örugglega kokkteilpartí. Hann mætti alltaf uppábúinn í skólann: í indígóbláum jakkafötum, hvítri skyrtu og með svart bindi reyrt þannig um hálsinn að hann var aldrei fölur. Við stóðum inni í reykstofu. Guðjón kaus heldur að reykja standandi og þessvegna stóð ég líka, þó ég væri ekki ailskostar ánægður með þessa sérvisku, enda nóg af kollum að tylla sér á. „Má bjóða þér?“ sagði hann, og rétti fram gyllt sígarettuhylki. Ég myndaði töng úr tveimur fingrum til að geta náð rettunni úr .hylkinu. Síðan small hylkið aftur og uppúr enda þess spratt lítill logi. Hann hlýtur að hafa séð undrunarsvipinn á andliti mínu, því hann bætti við: „Innbyggður kveikjari". Þarsem ég horfði á Guðjón standa þarna uppábúinn fyrir framan mig berandi sígarettuna hægt og tígulega upp í hægra munnvikið, fannst mér einhvernveginn eins og við værum staddir í öðrum húsakynnum á .öðrum tíma sólarhrings. „Og hvernig líkar þér-svo skólinn?“ sagði hann. „Vel? Sæmilega? Enganveginn?" „Veit ekki,“ svaraði ég. „Svo þú veist það ekki.“ Hann hló stuttaralega. „Það er eflaust margt sem þú veist ekki... enn! — Drengur á fyrsta ári í menntaskóla. Hann á margt ólært... Þú mátt trúa mér að það verður ekki þolað að þú svarir veit ekki þegar þú ert spurður. Heimurinn mun þröngva þér til afstöðu. Með eða á móti og ekkert hringl. Engin tæpitungu. Viljirðu þá vera maður. Vera ábyrgur. — Annars? Jú, þú verður sniðgenginn og lendir í skelfilegustu aðstöðu mannsins. Þú v^rður meinlaus! Skilurðu? Ég kinkaði kolli til samþykkis. En þarsem kunningsskapur okkar Guðjóns var svo nýr auk þess sem mér fannst hann ávallt vera að muldra í eigin barm þegar við ræddumst við, nennti ég ekki annað en þykjast skilja þessar orðræður hans og samþykkja alit sem hann sagði. „Já, vinur. Stundum velti ég fyrir mér af hverju skaparinn leyfði mönnunum ekki að fara í einum bresti í stað þess að beygjast hægt og sígandi ofaní forina. Það er manninum til háðungar hvað lífið er seigt! Hann kýs heldur að reyna að aðlaga sig lifnaðarháttum skordýra en að hætta lífinu. Hann vantar allt stolt!“ Hann boraði sígarettunni oní öskubakka. Sló saman höndum og horfði til lofts eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en hann sagði ekkert. Þetta var síðasta árið hans í skólanum. Hann ætlaði víst í heimspeki árið eftir: einhverslags hana- stéls-heimspeki, sagði mér gamall bekkjarfélagi hans úr skólanum sem nú var á öðru ári í lögfræbi: eða svo ég fari fullkomlega með rétt mál: hanastéls-heimspeki með röri. Glottið á andliti mínu þar sem ég horfði á eftir Guðjóni stika reigðan út úr reykstofunni hefði ekki dulist neinum, ef einhver hefði þá verið þar inni. Brátt var hringt út og samstundis fylltist reykstofan af unglingum og reyk. Mér leið ekki sem best að standa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.