Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 14
Réttur þeirra, sem ekki reykja... Meö þeirri gagngeru þjóöfélagsbreytingu, sem varö á stríðsárunum, tóku sígarettureyk- ingar aö vaxa stórlega. Til þess lágu ýmsar ástæöur. Ein var sú, aö Hollywoodmyndirnar, sem nálega voru einráöar í kvikmyndahúsunum og mikiö sóttar, sýndu hinar dáöu stjörnur oftast í reykskýjum. Harösnúna hetjan meö byssuna haföi sígarettustubbinn lafandi út úr öðru munnvikinu, en glæsikonur kvikmynda- iðnaðarins reyktu gegnum munnstykki og voru ómótstæöilega „elegant". Innræting þessara mynda var sú, aö eðlilegra væri aö reykja en láta þaö vera og á þessum árum var aldrei minnst einu oröi á rétt þeirra, sem ekki dönsuöu meö, enda var sá réttur nánast ekki til. Þeir, sem ánetjuðust þessari tízku, hafa vissulega keypt sína ánægju þar af dýru verði. Einn af lungnaskurðarsérfræöingum okkar sagði nýlega, aö hann geröi ekki annaö en skera upp fólk og freista þess aö nema burt krabbamein úr lungum þeirra, sem búnir eru aö reykja í svo sem þrjátíu ár. Sú hliö málsins snýr að reykingamanninum sjálfum og skal ekki fjölyrt frekar um hana aö sinni. Sú saga er gömul og lítið fréttnæm. Nýrri . af nálinni er hinsvegar almenn afstaöa þeirra, sem ekki reykja gagnvart hinum. Þar er í fyrsta lagi höföaö til umhverfisóhreinkunar almennt og í ööru lagi til réttar hvers manns til þess aö fá aö anda aö sér ómenguöu og óeitruðu lofti. Margir telja þetta nú orðið til mannréttinda á grundvallarstigi. Vakningim kom furöu seint. Ár og síö hefur reykingafólki haldizt uppi aö spúa eitruöu lofti framaní hvern, sem fyrir varö; skilja eftir sig öskuhrúgur og brunabletti eins og ekkert væri sjálfsagöara. Gallinn viö reykingar sem nautn er nefnilega sá, aö þær veröa sjaldnast einkamál þess, sem reykir. Látlausri ágengni hefur veriö svaraö meö umburöarlyndi þar til nýveriö, aö lögö hefur veriö áherzla á rétt hvers manns til þess aö fá aö draga aö sér hreint lífsloft. Nú ber víöa fyrir augu prentaöar áminningar: „Viö reykjum ekki hér“ og í vaxandi mæli spyr reykingafólk um leyfi um leiö og þaö dregur upp pakkann. Þetta fyrirbæri er ekki séríslenzkt og stendur í sambandi viö alþjóðlega hreyfingu í umhverfis- vernd, sem ungt fólk hefur ekki hvaö síst staöið fyrir. Aögeröir hér eru mildar og hljóölátar boriö saman viö þaö, sem átt hefur sér stað í Bandaríkjunum. Geysar þar allskonar skæru- hernaöur milli fylkinganna, en réttur þeirra sem heimta hreint loft og ekkert múöur, er geröur afdráttarlausari meö hverju árinu. Mörg dæmi mætti nefna þar um. Mikla athygli vakti ekki alls fyrir löngu, þegar tenniskapparnir Björn Borg og Jimmy Connors sneru sér til þúsunda áhorfenda á Madison Square Garden í New York með þá frómu ósk, aö engar reykingar ættu sér staö, meöan keppni þeirra færi fram. Fyrst varö þögn; síöan kvaö viö mikið lófaklapp. En mörgum var Ijóst, aö enn eitt vígiö var fallið og nokkuö hart, ef ekki mætti reykja á íþróttakappleik. Yfir 30 af fylkjum Bandaríkjanna hafa nú komiö á einhverskonar lögum, sem leggja blátt bann viö reykingum á opinberum stööum. í Californíu gengur baráttan svo langt, aö rætt er um að banna reykingar á öllum vinnustööum nema einkaverkstæöum og einkastofnunum. Vikuritiö Time birti frásögn af opinberri móttöku. í Minnesota, þar sem aöeins einn maður var svo tillitslaus aö púa reyk út í loftiö. Kona ein úr hópi boösgesta geröi sér þá lítið fyrir og hellti límonaöi yfir reykingasóöann. Og uppfinningamaöur í Denver, Paul L. Wright, hefur smíöaö sérstaka úöabrúsa, ' líkt og kveikjara til aö bera á sér og er þá umsvifalaust puöraö á þann sem brýtur reykingabann. Úöinn hefur þá náttúru, aö hann drepur í sígarettunni. Aöferöir af þessu tagi viröast heldur móöur- sýkislegar og lítt viö hæfi, en bent á þær hér til aö sýna hver harka er upp komin í málinu þar vestra. Rétturinn til aö reykja er ekki dreginn í efa þar fyrir. Aö sjálfsögöu verður hann aö vera fyrir hendi í frjálsu þjóöfélagi. En réttur minn eöa þinn til nautnar eöa ánægju getur ekki orðiö um leiö réttur til aö valda öörum óþægindum, ef ekki heilsutjóni. Líkiegt er, aö þegar framí sækir geti menn aöeins reykt heima hjá sér, í einkabíl, úti viö og í sérstökum reykingaherbergjum á vinnustöðum. Sumir leigubílstjórar hér í Reykjavík hafa þegar tekiö upp reykingabann í bílum sínum og í farþegaflugi nú oröiö eru reykingamenn yfirleitt settir aftast. Spurning er, hvenær reykingar veröa algerlega bannaðar í flugi, þó ekki væri nema af þeirri ástæðu, aö sumt fólk er ákaflega eldhrætt og horfir óttaslegnum augum til reykingamanna sem kannski eru viö skál og viröast fara mjög óvarlega meö eld. Þannig ber allt aö sama brunni og þróunin er hröö. Nú er ekki lengur sjálfsagöur hlutur aö hafa öskubakka á hverju boröi og líkleg langtíma áhrif eru þau, aö reykingar veröi í vaxandi mæli litnar hornauga sem aftur á móti gæti haft þau áhrif, aö úr þeim drægi. Viöhorfiö hefur aö minnsta kosti breyzt mikiö síöan þau Hedy Lamarr og Clark Gable dróu aö sér reykinn á tjaldinu hvíta og púuöu framan í áhorfendur. Gísli Sigurösson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu ■ • . c c> * mcfí Í?<KI & mm* r V Æ R K o AJ u R o S i F T L U p O K A R Dön fíHfí V ti Wi l'; - ■« ’A 5 A R MT tMr 0» ÁV4XT a a K Æ ? A F *'£* * $ fC R A F A F A U Ð A R a e 'A L K u R 4ö!p- D£<tP R- ’A Af 1 K R A K" A A-C V A U L A N A v < o - SLm F Æ M A Á* £ K ý JNÍC. 5 K R E F r • •'a.q H- A F o R N T A L sif’U t e L 6. A\ K A %riS <H Ar R K CiPA K«i«- K 1 \b R i T ritu XAÍti. LÝKr 'o 5 K A R MAKM RAfH $ Fi V A ? J=± K A F F I 5 O P A UfBN iriA K L 1 fK* 1 z Y 1 K A A Ó*ILD A L 1 Cf*i* ,rjr.r.~ ÍoLLth < K A Ð A R át- / N noiti r.li L Y F •-i 11 - AjLJL K K V r U Ó rs. ÍToP <enu L 'A MKlPi /Uft T A L A K Æ < A HcHO- L Cc K u N U K) UK.9- 1 L L K Æ £> ! 5KAK ■’feinA 1 A F L- T A- R þrófJ- U5Tfl Í.L- Æm - FV C\lF5l- LFLAL foKK- T tA - O £> MhÍ i €> - flRfl J?R; yrfK' U(í Kfl«L- ali M7r HnaAf:i. ■A T rta í« Hir i fHKuR Fpur-l- gFfl 1 H'tq r*» ÍUÍKST \ ffe- BT- T[- tJ r- $Firn - Kor-A & ‘sftrr'T. FLEtJN- UfCrV’i R i VERK- FÆRl mnus- HflFH' $UKK fliLPR \TA SFK K U&kff AMF iliTfí- Mft©- UH |þYN6.D ■ RKeiW | 'N£L P, K. ff R- e * 1 FUClL £>RdP- ARMiR. t?P- RU- Ktc INN iVLlC- F/NS SfíUHCl FoPS. LZE/d- ARflftR FfluCH- WftfUC HoHiífí VSkui A9 SL ITfU- 1 R. PlFKt- Æmin ■ utA- Idæmi k<C' flLDfl mrá- JttRT MR. 1 & Ul Ð C> tZ L i ro l R HLM.T ia flYh (x/ÐFfl FoR- / 11 boLN •r(?ÚUM \JPl (iT S£Fl ✓ 5K- FFI - rv\ O F/orti - FPi LL- IÐ KflFufí. -rveui e/Ns 5(at H <-T. H R rfAuÐ SKT- OCZT- U«- T' (T'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.