Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 3
kvæmt henni áttu eyjaskeggjar að fá samskonar sjálfstæði gagnvart Skotum og skozkir þjóðernissinnar fara fram á að fá gagnvart brezku ríkisstjórninni. Þetta þykir heldur afkáralegt. Shetlandseyjabúar kalla fyrirhugað skozkt þing „tíglóttan vanskapnað'*. Þeir segja að Skotar hafi hremmt land þeirra, útrýmt tungu þeirra, sem átti uppruna sinn í/ norsku, brennt forna lagabók og afnumið hið forna Alþing. Enda þótt Orkneyjar og Shetlandseyjar teljist sama kjördæmi innan Bretlands má ekki líta á þessar eyjar sem neina heild, því margt skilur málefni þeirra að. Shetlandseyjar eru 98 mílur norður af Orkneyjum og þar gætir ekki eins sterkra áhrifa frá Skotlandi. Á Orkneyjum er landbúnaður aðalatvinnuvegurinn og þar greiddi meirihluti íbúa atkvæði með inngöngu í Efnahagsbandalagið. Á Shet- landseyjum á 3091 íbúa afkomu sína undir fiskveiðum og þar var meirihluti á móti aðildinni. Fyrir rúmum 500 árum tilheyrðu eyjarnar Noregi en árið 1469 urðu Shetlandse.vjar hluti Skotlands. Það varð þegar Kristján 1. konung í Danmörku og Noregi vantaði heimanmund handa dóttur sinni og lét þá eyjarnar af hendi. Á 16. og 17. öld, eignuðust skozkir innflytjendur mestallar lendur eyjanna lakasta úr báðurn. Annars vegar var ntálkennslan í skólanum, þvinguð og yfirborðsleg — og hins vegar var okkur innrætt að lítilsvirða mállýzku okkar og fornar erfðir." Shetlandseyjabúar eiga alla sína af- komu undir sjávaraflanunt. I Lerwiek, stærsta bæ eyjanna, eru rammbyggð steinhús og mjóar götur. Þar leitar sér skjóls fyrir hvassri hafgolunni undarlegt samsafn skrítinna fugla. Þar gat að líta danska og norska fiskimenn, sjómenn af brezka strandgæzluskipinu, spegilgljá- andi svarta skarfa og æðarfugl í sínu svart-hvíta skarti. Hvar sem komið er í hóp eyjaskeggja, eru lofuð hástöfum lífsskilyrði á Norðurlöndum. Norsk-byggð skip eru í áætlunarferðum milli eyjanna. Þar rísa timburhús af norskri gerð og norskar prjónavörur fylla verzlanir í stað þeirra sem voru áður með görnlu Shetlandseyjamynstri. Verzlunarfólk tal- ar norsku og einn verzlunareigandi sagðist hafa átt viðskipti við Norðmenn upp á 500 þúsund pund á síðasta ári. Skozku þjóðernissinnarnir halda því fram, að þessi dýrkun á norrænum anda og menningu sé aðeins fyrirsláttur til þess að Shetlandseyjabúar geti setið einir að olíugróðanum. Ekki er enn kominn dropi af olíu á land en olíufélögunum var gert að stofna 7 milljón punda sjóð til að A vargöld víkinga og raunar bæöi fyrr og síöar var fólk á Shetlandseyjum ákaflega varnarlaust fyrir strandhöggum sjóránsmanna og Þá kom sér vel aö geta flúiö í virki eins og hér sést og nefnt er í Egils sögu Móseyjarborg. Þar var Ásgerður kona Egils getin samkvæmt sögunni. og |>að oft á ærið vafasaman hátt. Síðan er það orðtæk’i haft í hámæli á eyjunum að aldrei hafi fengist neitt frá Skotlandi annað en „dýr matur og gráðugir ráðherrar". Á 19. öld hófst norræn vakning á eyjunum. Almenningur beindi sjónum sínum til víkinganna fornu eins og þeim er lýst í sögunum. Víkingaöldin varð í þeirra augum gullöld. Hún lyfti huganum frá stritinu við reku og árar. Um aldamótin var greyptur forn íslenzkur málsháttur úr goðasögum víkingatímans í glergluggann í ráðhúsi eyjanna. Það orkar þó tvímælis hvort Shetlands- eyjabúar geti talið sig af norrænu bergi brotnir, því þeir hafa nú mjög blandast öðrum þjóðum. í neðri deild breska þingsins hélt einn fulltrúi skozka Þjóð- ernisflokksins því fram að enginn eyjaskeggja gæti lengur talað þetta tungumál sem þeir væru sífellt að staglast á og segðu að væri þeirra þjóðtunga. Færeyskur málfræðingur, Jakob Jak- obsson, þykist þó hafa fundið 5000 orð af norskum uppruna í orðabók sinni yfir tungumálið „norn“ á Shetlandseyjum en svo nefnist fornmál þeirra. John Graham, ritstjóri blaðsins „New Shetlander" sem birtir sögur og ljóð á mállýzku eyjaskeggja lýsir i blaðagrein tvenns konar menningu sem hann bjó við í æsku. „Menningarlega bjuggum við í tveim heimum og í okkar hlut féll það mæta óvæntum útgjöldum í sambandi við olíuvinnsluna. Úr sjóðnum á m.a. að greiða tolla af olíutunnum og hafnargerð. Á síðasta ári var búið að eyða 700 þúsundum punda af þessari upphæð, að nokkru til félagslegra þarfa, þ.á m. 35 pundum í jólaglaðning handa öllum eftirlaunaþegum á eyjunum og 2 þúsund pundum til þeirra sem hugðust stofna f.vrirtæki. Aðal oliuhöfnin verður á norðurströnd stærstu eyjunnar þar sem heitir Sullom Voe. Ætlunin var að starfsmenn við hafnargerðina væru einangraðir og blönduðu ekki geði við eyjaskeggja. En það hefur farið á annan veg. Fólk á Shetlandseyjum hefur ekki fram til þessa vanist þvi að þurfa að læsa húsum sínum, en það þurfa þeir núna. Afbrot hafa aukist um 409Í og fyrsta morðið í fimmtán ár var framið ekki alls fyrir löngu. Spillingin hefur haldið innreið sína í Lerwick. Roy Gronneberg heitir stofnandi Þjóð- ernisflokksins á eyjunum. Hann berst fyrir rétti eyjabúa til nokkurrar sjálf- stjórnar og segir Shetlandseyjabúa veru einu ey-þjóðina í Norður-Evrópu sem njóti einskis sjálfræðis. Fylgismenn hans vilja líka halda því fram að hagur eyjaskeggja muni lítt batna við aukna þróun og tæknivæðingu ef ekki fylgi sjálfstæði þeirra í einhverri mynd. En sjáum nú hvaö setur. Vicente Aleixandre FYRIR HVERN ÉG SKRIFA Sigrnn Eiríksdóttir þjddi úr spönsku i Fyrir hvern skrifa ég? Ritarinn spuröi mig, blaöamaöurinn eöa aöeins sá forvitni. Ég skrifa ekki fyrir herramanninn í pressuöum jakka, né fyrir ergilegt yfirskegg hans, ekki einu sinni fyrir upplyftan vísifingur hans varandi viö í iöu dapurra hljómsveiflna. Ekki heldur fyrir farartækiö, né fyrir frúna sem falin er (milli glera, eins og kaldur geisli, skin hinna léttvægu). Kannski skrifa ég fyrir þá sem lesa mig ekki. Þessa konu sem hleypur eftir götunni eins og hún væri aö opna dyrnar fyrir döguninni. Eöa þennan gamla mann sem sofnar á bekknum á hinu litla torgi, meöan hnígandi sólin hellir yfir hann ást, sveipar hann og leysir hann mjúklega upp í Ijósi sínu. Fyrir alla þá sem lesa mig ekki, þá sem skipta sér ekki af mér, eða skipta sér af mér (þótt þeir sjái mig ekki). Þessa telpu sem horfir á mig þegar hún gengur hjá, félagi í ævintýri mínu, lifandi á jörðinni. Og þessa gömlu konu sem sitjandi við dyr sínar hefur séö líf, hefur boriö mörg líf, og þreyttar hendur. Ég skrifa fyrir hinn ástfangna; fyrir þann sem gekk fram hjá meö angist sína í augunum; fyrir þann sem heyrði til hans; fyrir þann sem leit ekki upp þegar hann gekk hjá; fyrir þann sem aö iokum féll þegar hann spuröi og þeir heyröu ekki til hans. Ég skrifa fyrir alla. Fyrir þá sem lesa mig ekki skrifa ég umfram allt. Hinn einstaka og fjöldann. Og fyrir brjóstin og fyrir munnana og fyrir hlustirnar þar sem, þótt þær heyri ekki til mín, orö mitt er. II. En ég skrifa einnig fyrir moröingjann. Fyrir þann sem meö lokuð augun kastaöi sér yfir brjóst og át dauöa og næröist og reis á fætur sturlaður. Fyrir þann sem rétti úr sér eins og turn vandlætingarinnar og hrundi yfir heiminn. Og fyrir dánar konurnar og dáin börnin, og deyjandi mennina. Og fyrir þann sem á laun skrúfaði frá gaskrönunum og allri borginni var eytt, og reis haugur af líkum. Og fyrir saklausu stúlkuna, meö brosið sitt, hjartað sitt, Ijúft heiöursmerki sitt, og þarna fór hjá her ruplara. Og fyrir ruplaraherinn, sem í síöasta stökki sökkti sér í vatnið. Og fyrir þessi vötn, fyrir óendanlegt hafiö. Ó, ekki fyrir þaö óendanlega. Fyrir endanlegt hafiö meö næstum því mannleg takmörk sín, eins og barmur reynslunnar. (Nú stígur fram drengur, drengur aö baöa sig, og hafið, hjarta hafsins, er í þessari slagæö.) Og fyrir síöasta auglitiö, fyrir hiö svo takmarkaða Síöasta Auglit, sem ber einhver sofandi í brjósti sér. Allir sofa. Moröinginn og fórnarlambið, stjórnandinn og nýgræöíngur- inn, hinn fyrrverandi og hinn voti, sá sem af vilja er þurrausinn og sá sem er sérsinna eins og turn. Fyrir þig, maöur án tilbeiöslu, sem, án þess aö vilja sjá þau, lest þessi orö. Fyrir þig og allt sem lifir í þér er ég aö skrifa. (Birt 1962).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.