Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 13
ofan á borðinu er jafnvel losaralegur og ekkert sam- ræmi í útliti hans og frágangi annarsvegar og stjórntækja í stokki milli sæta hinsvegar. Skal það látið nægja um útlit og frágang. Að óreyndu hélt ég, að Rover 3500 væri ætlað að fylla flokk nýtízkulegra lúx- usbíla. Rétt er það að vísu, að útlit að utan og innan er samkvæmt nýjustu hug- myndum þar um. En vafa- samt er að telja hann lúxus- bíl fyrst og fremst. Svo mjög hefur Rover 3500 verið miðl- að af eiginleikum sportbíla: Líflegri vél, sem vel heyrist í, snerpu í viðbragði og snagg- þolir hann hana með þeim tveimur stærðum 6 strokka véla, sem einnig er völ um. Vel er hægt að ímynda sér, að beinskiptur og með átta strokka vélinni, sé þessi bíll eitthvað í áttina við vel búinn alvöru sportbíl. Stýrið er allgott og bíllinn liggur vel í hraðaakstri að því undan- skildu, að hliðarvindur verk- ar um of truflandi á hann og veldur því að ökumaður miss- ir öryggiskennd. Á malarvegi stóð hann sig þokkalega vel, en bílar á breiðum radial- dekkjum eru alltaf dálitið viðsjárverðir í möl. Vegna þess hve ökumaður situr vel og hefur góða yfirsýn, er Roverinn ljómandi í borgar- akstri og þar koma kostir sjálfskiptingarinnar fram. Roverinn er hraðaksturs- bíll. Með 8 strokka vélinni er hámarkshraðinn 200 km á klst, en 190 og 180 með 6 strokka vélunum. Átta strokka vélin er að sögn ekki eyðslufrek; kemst alveg af með um það bil 16 lítra á hundraðið, enda er bíllinn ekki nema 1355 kg. Stærðin er jafnvel meiri en í fljótu bragði sýnist: Lengdin 4,70 m og breiddin 1,77 m. Líklega höfðar Roverinn öllu meira til ungra manna, sem vilja vel búið tæki með „fílingu“, kröftugri spyrnu og útliti, sem sker sig frá hjörðinni. í 6 milljóna flokknum lendir Roverinn í samkeppni við Volvo 264GL, Saab Turbo, Lancia Gamma, Einn af athyglisverðari bílum síðari ára með tilliti til útlits og heildarhönnunar, enda kosinn bíll ársins í Evrópu í fyrra. Hér er á ferðinni rúmgóður sportbíll með lúxusívafi, en stenzt þó ekki samanburð við suma keppinauta sína í frágangi og akstri aralegum aksturseiginleik- um, að eftir á er maður tvístígandi og getur varla svarað því, hvort Roverinn sé rúmgóður sportbíll eða sport- legur lúxusbíll. í akstri er hann gerólíkur venjulegum, amerískum bíl til dæmis; liggur betur á vegi, en er samt ívið harðari á fjöðrum. Sá sem hér var reyndur, var búinn 8 strokka vél, sem er góð fyrir tæpar 9 sekúndur í hundraðið með beinskipt- ingu, en þessi var sjálfskiptur og þá verður viðbragðið 10 sek. Það telst ágætt, en tilfinningin segir manni, að viðbragðið sé ekki nærri svo snárpt. Mér þótti sem víg- tennurnar væru gersamlega dregnar úr honum með sjálf- skiptingunni og enn síður Ford Granada Ghia 28001 og síðast en ekki síst BMW 5281. Borið saman við hann er Roverinn betur teiknaður í heild og sætin eru ívið betri. En aksturinn stenzt ekki samanburð og þaðan af síður frágangurinn. Gísli Sigurðsson BILAR Brezkur bílaiðnaður hefur uppá síðkastið átt undir högg að sækja og ekki verið al- mennt í því áliti, sem áður var. Þótt eitthvað kunni að vanta uppá æskilega vöndun hinna ódýrari bíla hjá Bret- um, er hitt almennt viður- kennt, að þeir framleiða ennþá fáeinar tegundir dýrra bíla, sem standast samkeppni við hvað sem er. Þar á meðal eru Rolls Royce og Bentley, Jaguar og Daimler, Aston Martin og Lotus. Með Rover 3500 hafa Bretar einnig gott tromp á hendi, enda þótt hann sé ekki sambærilegur við þá sem fyrr voru taldir. Það var vel þegin viður- kenning, þegar Rover 3500 var kjörinn bíll ársins í Evrópu og það val þótti þá eðlilegt. Kílformið hefur ver- ið bílahönnuðum hugleikið, enda mjög rökrænt með tilliti til rýmis og loftmótstöðu. I Rover 3500 hefur tekizt betur en oftast áður að útfæra og þróa þetta form og verður að gefa þessum bíl hæstu eink- unn fyrir vel lukkað útlit. Að mínu mati getur Rover 3500 talizt einn af örfáum fólksbíl- um, sem eru framúrskarandi vel teiknaðir, bæði að utan og innan. Það bezta við þessa hönnun er að hún er hvergi á kostnað hins hagkvæma. Bíllinn er til dæmis mjög rúmgóöur aftur í; stór lúga á afturendanum og hægt að leggja aftursætið niður eins og í mörgum smærri bílum. Að innan er allt mjög fagurlega formað og betri sæti hafa naumast verið búin til í nokkurn bíl. Ættu þau að geta orðið viðmiðun og sígild fyrirmynd. í ljósi þessara kosta og ekki síður hins, að verðið er 6 milljónir króna, er sorglegt að sjá höndunum kastað til frágangs á ýmsu, einkum mælaborði. Mælakassinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.