Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Blaðsíða 5
Á heimleið: Haldið niður af Bláfellshálsi. Jarlhettur í baksýn. ■ Steinn Steinsson héraðsdýralœknir gerir að sári á einum hestanna. Kristinn Guðnason og Guðmundur Kvaran hjálpa til. Ferðalangar setja hestana í kláfferjuna við Hald. Drífa kastar steini i vörðuna á Bláfellshálsi. illa og við teymdum því eins og daginn áður. Það var tilkomumikið að ríða með tvo hesta til sín hvorrar hliðar. Þegar faxiö bylgjaðist undan vindum þá fannst mér ég skynja betur orð skáldsins um lognmolluna, sem yröi að fallandi fljóti. Reyndar orti Einar Benediktsson kvæðið Fáka, þegar hann var sýlumaður Rangæ- inga, svo þessi tilfinning átti vel við þarna við rætur Heklu. Við tókum stefnuna á Hald, en þar er kláfferja á Tungná. Eftir nokkra króka í hrauninu komum við aö kláfnum. Vel gekk að ferja hestana yfir, en heldur er keðjan í drifinu oröin slök. Þeir, sem ekki voru lofthræddir fóru því útúr vagninum og á teinana tii að ýta. Ég sagðist þurfa aö mynda og komst þannig hjá öllum loftfimleikum. Þarna skildi jeppinn vlð okkur, því hann var meö kerru aftaní, en viö héldum áfram upp Búöarháls á gamla Sprengisandsveginn. Stóö til aö jeppinn hitti okkur inn viö Eyvindarver, þar sem viö ætluöum aö hafa náttstaö. Leiðin upp Búöarháls er nokkuö brött en víösýni mikið þegar uþp er komiö. Viö riöum nú sem leið lá noröur hálsinn. Þegar hálsinn var að enda beygðum viö af veginum og niður að Þjórsá, þar sem meiri hagar voru. Þar var yndislegt að hvílast og horfa á hestana njóta græn- gresisins. Gamla reiðgatan liggur þarna um Hvannagil og upp meö Þjórsá en viö þeygöum af henni til austurs í átt aö Kjalvötnum. Við vorum meö labb-rabb tæki og reyndum aö hækka okkur til þess aö ná betur til bílsins. Aldrei heyrðum viö þó til bílsins enda þola svona tæki engar mishæöir í landslaginu. Á þessari leiö var slæmur reiövegur, og þarna slasaðist Þytur. Á móts viö Svartá komum viö á veginn hjá kofa nokkrum sem þarna er. Ekkert gas var í kofanum til að hita kaffi, þótt menn væru orönir mjög þurfandi fyrir slíkt, enda farið aö slagrigna. Framhjá afleggjaranum niður að Sóleyjarhöfðavaði fórum viö um miönætti og héldum uppá Feröamannaöldu og framhjá Þúfuvötnum. Nú voru „jóar orðnir rnjóir" og oft þurfti aö skifta um hesta. Mínir voru óvanir slíkum langferöum í slagviöri, Þytur slasaður og dugöi nú vel brokkið í Skuggabaldri, sem virtist búa yfir miklu þreki þótt ungur væri aö árum. Vfir Þúfuverskvísl fórum við um tvöleitið og yfir Eyvindarkvísl um klukkutíma seinna. Það var undarleg tilfinning þarna í þokunni að rekast á fagurlega gerð skilti við kvíslarnar, sem sögðu til um nafn þeirra. Ekki veit ég hvaða hugsjóna-félgs- skaþur stendur fyrir þessum merkingum, en miklar þakkir á hann skilið. Litlu seinna hittum viö jeppann og var þaö sannkallað- ur fagnaöarfundur. Var nú slegiö upp tjaldi á sandinum, kaffi hitaö og hestunum gefnir heykögglar, sem bændurnir af Rangárvöllunum höfðu verið svo forsjálir að taka meö sér. Engin girðing var þarna við Eyvindarkofaver eins og við höfðum búist viö og var því haldið áfram inn aö sæluhúsi því sem er viö Hreysiskvísl og komum við þarígaö um kl. sex um nóttina. Þar vöktu Siguröur og Loftur yfir hestunum, sem voru órólegir í smáum snöpunum. Bergur og skálavörðurinn úr Nýjadal, sem slegist hafði meö sem leiðsögumaöur í jeppann, héldu niður að Sigöldu til aö ná í smurolíu á Land-Rover- inn, sem brenndi meiri olíu í slarkinu en gert haföi verið ráö fyrir. Viö hinir lögöumst á okkar græna eyra og sofnuðum fljótt. Skömmu seinna voru þó allir ræstir því hestarnir undu illa þarna og vildu rása. Bjuggum við þá til smá rétt hjá húsinu og gáfum þeim köggla. Undu þeir hag sínum þar vel. Undir hádegi var aftur lagt af stað. Var þá komiö hiö bezta veður og dýrðin þarna upp frá svo að ekki verður með oröum lýst. Myndavélarnar mínar voru þó því miður í jeppanum og náöi ég því ekki til þeirra. í norðvestri gnæföu Arnarfellin og Hjartarfelliö umgirt bungu Hofsjökuls, en á milli breiddi Þjórsá úr sér í ótal kvíslum um algróin verin. í norðaustri bar hátt á Tungnafellsjökli en austar sást í Vatnajök- ul. Trölladyngju bar upp ofar á Sprengi- sandi, sem var á milli þessara jökulrisa. í vestri sáust Kellingafjöll en neðar afréttir Hreppa- og Holtamanna. Þar fyrir ofan til suðausturs risu svo Hágöngurnar eins og vöröur á veginum til byggða. Við ætluðum samt í aðra átt og héldum um Háumýrar uppá Sprengisand. Brátt gnæfði Miklafell austast í Hofsjökli yfir leiöinni og noröar kom Laugafellshnjúkur í Ijós, en þangað var feröinni heitiö. Loftur og Ólafur riöu hestum Bergs, sem var meö sex til reiðar. Einn hesta hans hét Styggur og bar nafn meö réttu auk þess, aö vera rammhrekkjóttur og illvígur. Hafði Bergur ætlaö aö leggja á hann þarna á sandinum. Nú var eigandinn hvergi nærri en Styggur óskapaöist í rekstrinum. Lofti nd — Suður Kjöl ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.