Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Blaðsíða 5
/ I RAUN OG VERU Þœttir um lífið og til- veruna eftir Margaret Haikola Sá, sem vill tala viö tvo aöila, verður aö standa á brú milli þeirra. Hugleiöingar þær, sem eru í þessari bók, eiga rót sína aö rekja til útvarpsþátta, sem ég hef haldiö í Finnlandi og í Svíþjóö. Kjarninn er hinn sami, þó aö innihaldiö sé umsamiö verulega. Sá, sem tekst þaö verkefni á hendur aö láta uppi skoöun sína á vandaspurningum lífsins, sækir efni í þann hugsanavef, sem meö árum veröur til hiö innra meö manninum. Ég hef reynt aö skýra nokkra af þeim þráöum, sem mér hafa sýnzt mikilvægastir í breyti- legu mynstri þessa vefs. Kristin lífsskoöun er grunntónn í öllum hugleiöingunum, en þær eru engin biblíuskýring. Þær hafa meira aö geyma af íhugunum og umhugsunum en boöun. Þess veröur sjálfsagt vart, aö ég er náttúrufræðingur, en ekki guö- fræöingur aö mennt. Kristin trú hefur ekki veriö mér sjálfsögð, heldur hef ég gengið götu leitand- ans. Hugleiðingar mínar eru leik- mannsiöja, og hafa oröiö til fyrir „áskoranir". Mér er ofurljóst, aö orö einstaka manns geta ekki gefið hverjum einum neitt veru- legt, svo ólíkir sem menn eru. En ég ber þó þá von í brjósti, aö þær hugsanir, sem liggja aö baki orðunum, veröi einhverjum til hjálpar eða gleöi. í þessum þáttum reyni ég ekki aö gefa nein algild svör viö spurningum lífsins — aöeins nokkur persónuleg, ófullkomin svör. Ég hef aö mestu leyti gengiö út frá hinu ytra, hversdagslífinu, og þaðan hafa hugsanir mína beinzt aö djúpinu. Setningarnar, sem hverri hug- leiöingu lýkur meö, hafa, eftir því sem árin liöu, oröiö til sem minni háttar mynstursýnishorn í vef hugsunarinnar. Líf mannsins veröur alltaf fyllra í samfélagi viö aöra menn. Ég þakka vinum mínum og vanda- bundnum, sem hafa frætt mig ekki svo lítiö um breytileg vandamál lífsins. M.H. / daglegri umgengni við menn ræðum við sjaldnast um mestu vandamál lífsins. Það er ekki eins sjálfsagt að rabba um morgunbœn dagsins og sjónvarpskvikmynd dagsins í gær. Samt sem áður held ég, að ekki megi draga’af því þá ályktun, að flestir menn séu grunnfæmir. Vissulega virðast margir vera úthverfir, ef við dæmum útfrá orðum þeirra, en þá skulum við muna hitt, að til eru menn, sem hvorki vilja eða geta komið orðum að hugsunum sínum. í okkur öllum býr hugsanadjúp, og upp frá því stíga spumingar, sem valda okkur áhyggjum. Hvemig fæ ég öðlazt kraft til að bjarga við málum mínum? Hver er tilgangur lífsins? Býr nokkuð að baki dauðanum? Spumingamar snerta hin miklu vanda- mál lifsins, og við leitum að minnsta kosti öðm hvoru eftir svari. Við höfum reynslu af innra heimi, þar sem hugsanir okkar og tilfinningar mótast til þess að ráða okkar ytri athöfnum síðar, þó að við verðum þess ekki vör. í hversdagslífinu opinberum við lítt okkar innra heim. Þegar lífiðfer sér hœgt og við höfum orku til að leysa vandamálin, látum við hugsanir okkar og orð renna þœgilega eftir yfirborðinu. Það er þegar hin jafna hrynjandi rofnar — í sorg eða gleði — að hugsanir okkar beinast inn á við, að djúpinu. Þar nálgumst við hver annan. Við finnum að við eigum saman, þegar við stöndum frammi fyrir sameigin- legum, erfiðum vandamálum. Þessi samkennd veldur því, að við getum náð hver til annars með orðum okkar og rétt hver öðrum hjálparhönd. Við finnum, að við megum ekki láta okkar innra heim lönd og leið, að hann er mikilvœgur þáttur x Ixfi okkar. Stundum veitum við því athygli, að spumingamar, sem við erum að reyna að fá svar við, eru þær sömu og biblían fjallar um. Það er að segja, að við finnum orð Guðs, sem huggar, frœðir, aðvarar og áminnir okkur. Orðið blandast saman við svörin við spumingum okkar — jafnvel þó að við köllum það ekki Guðs orð. En það ber við, að við hlustum einmitt ekki á svarið, þar eð það gerir strangar kröfur á hendur okkur. Mundu, að það er þá, er kröfumar em mestar, að við náum lengst! Ef við í alvöru leitum svara við þyngstu spumingum lífsins, komumst við ekki há jroí að taka afstöðu til orða . biblíunnar. Orð, sem veita okkur öryggi, cru m viðfús til að trúa á. En innihald biblíunnar er svo margþætt. Getum við samþykkt allt? Getum við trúað sköpunarsögu Gamla testamentisins eftir að hafa fengið vem- lega nasasjóð af rannsóknum náttúmvís- indanna? Getum við trúað á Krist bæði sem Guð og mann? Við ættum ekki að skipta mönnum í fylkingar, þá sem trúa og hina sem ekki trúa. — Maryir cm í senn trúaðir og efablandnir. A okkar dögum ölum við upp menn til þess að hugsa sjálfstætt, rökrœnt og bera saman það, sem ekki er sjátfu sér samkvœmt. Þetta hefur það í för með sér, að margir reyna árekstur trúar og vísinda. Ef við krefjumst bókstarfstrúar á orðum biblíunnar — þýðir það, að við takmörkum innihald kristinnar trúar. Til em menn, sem ekki heimta neinar skýringar á bókstaflegum sannleika 6iblí- unnar, en treysta á orð Jesú í Fjallræð- unni. En biblían verður samt sem áður vegvísir í lífi þeirra á einn eða annan hátt. Þeir leysa af hendi Kristilega kœrleiks- þjónustu án þess að kalla sig þjóna Guðs af þeim sökum. Við hliö þessara manna em svo aðrir. Þeim er biblían öll Lífsins bók. Þeir lesa orð bibiliunnar stöðugt og komast að raun um, að því meir sem þeir kappkosta að komast að kjarna orðsins, því meira gildi finna þeir í þvi. Við skulum ekki draga upp of þröngar markalínur fyrir því, hvað rétt trú felur í sér! Öll við, sem byggja viljum líf okkar á kristinni siðfrœði, emm í vissum skilningi biblíuskýrendur og getum hjálpað einxim eða öðmm að skilja, hvað kristinn fagnaðarboðskapur hefur að geyma. Vandamálin eru sameiginleK, lausnirn- ar mismunandi. Að baki efanum er trú sem lcitar. Bjami Sigurðsson frá Mosfelli SUMAR- MÁL Manstu morgunsárið, hvað ég var preyttur, dapur og prútinn eftir veizlur samfelldra nátta? Manstu, að tennurnar mínar hvítu, sem voru dýrari en skart gullintannans, voru brostnar og eftir stóðu skörð eftir brimskafla dægranna? Og skyrtan, sem var strokin og hvít kvöldið, sem við gengum léttum skrefum saman í dans, hvað hún var velkt og ötuð blóöi — blóði mínu og blóði peirra og lit, sem ég fór um óhreinum höndum, er pær horfðu á mig, litu mig sollnum augum innan úr rauða myrkri liðinna nátta viö dans og vín og hásan hlátur og slitróttar raddir í fjarska. Og allt í einu í skímu óttunnar rís upp endurmínning um tvo litla fugla, sem einhvern tíma að kvöldlagi trítluðu saman til fagnaðar. Og gieði pessa glaums inni í myrkrinu brotnar mélinu smærra. Og sljóir fætur hafa vit fyrir myrkvuðum huga og feta leiðina heim reikulum skrefum til pín. Og eftir mikla göngu um óravíðáttur stend ég allt í einu yfir pér ilmandi milli skínandi rekkjuvoða. Og hvítur faðmur pinn spyr sefandi: Hvaða ópokkar hafa brotið tennur míns vinar? — Manstu pað? ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.