Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1978, Blaðsíða 3
Stefna Sjálfstæðisflokksins og þjóðareðli íslendinga, þar sem hann segir m.a., að þaö sé vel „að það gleymist, er miöur hefur farið í fögnuði yfir því, hve giftusamlega hefir tekist til, er leikslok urðu þau, að fyrst sameinaðist þingiö en síöan þjóðin. Er það í rauninni fegursti óðurinn, sem íslendingar gátu kveðið ættjörðinni, nú þegar hún skín viö þeim alfrjáls við endurreisn hins íslenzka lýðveldis." Og hann segir ennfremur: „Á síöasta áfanga sjálfstæöisbaráttunnar heyrðust stundum raddir, sem kváöu fast á um þaö, aö raunverulegt sjálfstæði íslendinga lægi ekki í endurheimt rjettarins úr höndum Dana, heldur í hinu, aö bæta fjárhag þjóðarinnar og efla atvinnulíf hennar. Sjálfstæðismenn gerðust til þess að þagga þann hljóm niður í bili. Má að sönnu segja, að það sje kaldhæöni örlaganna, aö flokkur sem lagt hefur höfuðáherslu á heilbrigða efnahagsþróun, skyldi velja sjer slíkt hlutskiþti. Skýringin liggur í því, að Sjálfstæðisflokkurinn taldi fyrir öllu aö þá stundina glepti ekkert athygli íslendinga frá nauðsyn þess að endurheimta fullt stjórnskipulegt frelsi þjóöarinnar." Þaö, sem Ólafur Thors talar síðan um, á rætur í sama jarövegi og Sjálfstæðis- flokkurinn spratt úr og veröur þar ekki greint á milli, enda minnir hann á, að flokkurinn hafi við samrunann markað stefnu sína á þann hátt, aö íslendingar taki öll mál í sínar hendur þegar Sambandslagasamningurinn renni út og unniö skuli í innanlandsmálum aö víðsýnni og þjóölegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og „frjálslyndrar um- bótastefnu, sem miðar við hagsmuni allra stjetta". Hann segir, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi alltaf barizt fyrir þessum tveimur höfuöatriðum í innan- og utan- ríkismálum og vitnar í orð Jóns Þorláks- sonar: „Á framtaki einstaklinganna og frelsi þeirra til þess að beita kröftum sínum innan leyfilegra takmarka, sjer og sínum til hagsbóta, byggir þessi stefna fyrst og fremst vonirnar um framhaldandi umbæt- ur á lífskjörum þjóöarinnar“. Forustumenn Sjálf- stæðisflokksins í ferðalagi á Þingvöll- um í september 1929. Þarna eru í fremstu röð Ólafur Thors, Magnús Jónsson dósent og Árni frá Múla lengst til hægri. Á pingvöllum í júní 1932. Ólafur Thors er hér til vinstri í fremstu röð, en í öftustu röð má sjá Sigurö Eggerz og Jón Olafsson bankastjóra lengra tilvinstri* Magnús Guðmundsson ráðherra stendur ofarlega, lítið eitt til hægri. SJÁLFSTiíDISFLOKKSINS Þannig lýsti hinn vitri foringi Sjálf- stæðismanna, Jón Þorláksson, fyrir 15 árum sjálfstaeöisstefnunni. Honum var Ijóst, að sem víðtækast frelsi einstaklings- ins til þess „innan leyfilegra takmarka" að afla lífsins gæöa „sjer og sínum til hagsbóta", var öruggasta leiöin til þess aö bæta einnig lífskjör sem flestra annarra." Jakob Möller, einn helzti leiötogi frjálslyndra manna, átti mikinn þátt í stofnun Sjálfstæöisflokksins. Hann hafði notiö mikils fylgis í Reykjavík, einkum meðal æskufólks. Hann skrifaöi í júní 1929 grein um sameiningu flokkanna í blað sitt, Vísi, og er ástæöa til að vitna í hana vegna þess, hve vel hún lýsir afstöðu forystumanna Frjálslynda flokks- ins til samruna flokkanna beggja. Jakob Möller segir m.a.: „Eins og kunnugt er, þá var gamli „Sjálfstæöisflokkurinn“ starfandi á þingi fram á síðasta kjörtímabil, en leystist upp í lok þess. Haföi þá veriö stofnað hér í Reykjavík „Félag frjálslyndra manna", en fyrir stofnun þess höfðu gengist þingmenn Sjálfstæöisflokksins, sem þá áttu sæti á Alþingi og búsettir voru hér í bænum, ásamt ýmsum fleiri gömlum Sjálfstæðis- flokksmönnum. Fyrsta og helsta stefnu- skrárákvæöi þessa félagsskapar var, aö vinna að sambandsslitum við Danmörku og fullkomnu sjálfstæöi landsins út á viö. Hér var því í raun og veru aö eins um nafnbreytingu að ræða, sem réttlætt var meö því, að stjórnmálabaráttan í landinu beindist hin síðustu ár meira og meira að innanlandsmálunum, enda hafði þá verið stofnaður íhaldsflokkurinn, upp úr kosn- ingunum 1923. Virtist jafnvel svo, sem menn væru allalrhennt þeirrar skoðunar, aö sjálfstæðisbaráttunni heföi verið lokiö með sambandslögunum frá 1918. — Þessi nafnbreyting var þó frá upphafi misjafnlega þokkuö, meöal gamalla flokksmanna, sem báru fullkomiö sjálfæstæði landsins mest fyrir brjósti, og töldu það eiga að vera aöalhlutverk flokksins, aö leiöa sjálfstæðisbaráttuna til fullnaðarlykta. En þannig atvikaðist það nú, að Frjálslyndi flokkurinn varð til upp úr gamla Sjálfstæöisflokknum og tók þátt í síðustu kosningum undir þessu nýja nafni. En í kjöri voru af hans hálfu eingöngu gamlir sjálfstæðisflokksmenn, enda voru þeir í daglegu tali eins oft kendir viö gamla flokksnafnið. Nú hefir veriö stofnaöur Sjálfstæöis- flokkur á ný, með óbreyttri stefnu gamla Sjálfstæðisflokksins, þeirri, að vinna að því, að íslendingar taki öll mál sín í sínar eigin hendur, aö liðnu 25 ára samnings- tímabili sambandslaganna, og öll gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina. Þessu hljóta allir sjálfstæðismenn að fagna. Allir þeir, sem álíta, að sjálfstæðis- flokkur eigi hér enn hlutverk aö vinna. Allir þeir, sem gera sér það Ijóst, að fullkomið sjálfstæöi landsins er ekki fengið fyrr en sambandinu við Danmörku er að fullu slitið. Allir þeir, sem hafa augun opin fyrir því, aö stjórnarfarslegt sjálfstæöi „á pappírnum" er lítils virði, ef landsmenn eru ekki einráðir um land sitt og landsnytjar, en útlendingar hafa aöstööu til þess, að lögum eða ólögum, að njóta fulls jafnréttis við þá. Það er nú fullvíst, að ef úr því á að veröa, aö 'lslendingar taki öll mál sín í sínar eigin hendur, að liðnu 25 ára samningstímabilinu, og segi að fullu upp sambandinu viö Danmörku, þá verður að nota þann tíma, sem eftir er af því tímabili, til að undirbúa það rækilega, bæði inn á við og út á við. Fyrst og fremst verður að halda þjóöinni sjálfri vakandi í málinu. Það er fásinna aö ætla þaö, að hún veröi við því búin, að ganga til atkvæöa um sambandsslit árið 1944, ef máliö er látið liggja algerlega í þagnargildi þangað til, eöa jafnvel látið leika á tveim tungum, aö hverju sé stefnt og hver sé vilji aðalstjórn- málaflokka og leiðtoga landsmanna í þeim efnum. En sannleikurinn er sá, að þó að því væri yfirlýst á síðasta þingi, af öllum stjórnmálaflokkum, að þeir ætluðu sér að vinna að því, aö sambandssamningnum yrði „sagt upp“, þá voru menn mjög í óvissu um, hver alvara fylgdi því máli. Og það er fullvíst, hvernig sem á því stendur, að skilningur manna á þeim yfirlýsingum hefir verið mjög á reiki. En við svo búið má ekki standa. Þjóðin verður að átta sig á því, hvað hún vill í þessum efnum. Og hafi það ekki hingað til veriö ofarlega í hugum manna, eins og haft er eftir einum stjórnmálaleiötoganum, þá er það því brýnni skylda, að vinna að því, að sú breyting verði þar á, að það verði efst í hugum manna. — En í annan stað er sú kurteisi við sambandsþjóðina, að dylja hana þess, hvaö viö ætlumst fyrir í sambandsmálinu, algerlega á misskilningi bygö. Óheilindi eiga ekkert skylt við kurteisi. Og því að eins er þess að vænta, aö sambandsslitin geti farið fram sárinda- laust og í vinsemd, af beggja þjóða hálfu, svo sem æskilegast er, að að þeim sé unnið einarðlega og án alls fláttskapar. Það er hlutverk hins nýstofnaða Sjálfstæðisflokks, aö vinna að því, að allur nauösynlegur undirbúningur undir sam- bandsslit veröi gerður í tæka tíö. Og fyrir gamla sjálfstæðismenn er auövitað ekki ástæöa til annars en að gleöjast yfir því, að í þessum flokki eru nú einnig ýmsir þeir Sjá nœstu síðu A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.