Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 12
VINNU- BLIÐIR OG VEIKRA- HÆLI Nekrasov ásamt eðlisfræðingnum Gluzman, sem hann skrifar um hér. Á myndinni til hægri er Leonid Plyushch, stærðfræðingur, sem hlotið hefur sömu örlög og Gluzman; að þola endalausar pyndingar í fangabúðum Russa, unz svo er komið, að jafnvel nánustu ættingjar og aðstandendur þekkja þá ekki fyrir sömu menn. Viktor Nekrasov. Myndin er tekin í London fyrir skömmu. HVAÐA VON EIGA VINIR MÍNIR? effir VIKTOR NEKRASOV Vietor Nekrasov, hinn frægi rússneski rithöfundur, sem af eigin hvötum yfirgaf land sitt og fór í útlegð á síöastliönu hausti, skrifar hér um eldskfrn tveggja andófsfélaga sinna í Sovét- rfkjunum: geölæknisins Semyon Gluzman og stæröfræöingsins Leonid Plyushch. Arið 1946 voru Nekrasov veitt bókmenntaverö- laun Stalíns. En 1963 réöst Krushchev á hann fyrir að skrifa of vinsamlega um Bandaríkin og nokkrum árum síðar var hann harölega gagnrýndur fyrir aö krefjast þess, að þeim Gyöinguni, sem nasistar hefðu myrt f fæðingarborg sinni, Kiev, yröi reistur viröulegur minnfsvaröi. Sfðan var hann rekinn úr Kommúnista- flokknum 1972. En hann hélt áfram aö styöja Alexander Solzhenitsyn, Andrei Sakharov og aöra málsvara mannréttinda. Þrýstingurinn jókst, og f janúar s.l. rannsökuöu KGB-menn fbúð hans f 42 klst. Síðastliðið haust hélt hann, sem þá var 63ja ára gamall, ásamt konu sinni, sem er leikkona, úr landi og settist að f París. Peter Reddaway, háskólakennari við London School of Economics, sem þýddi þessa grein, skrifar: Upplýsingar varð- andi Gluzman og Plyusheh halda áfram að streyma út úr Sovétríkjunum. Gluzman, sem er 28 ára, hefur fengiö hjartaáfall eftir þriggja mánaða hungurverkfall vegna aðbúnaðarins í vinnubúðunum. I bréfi, sem smyglað var úr fangelsinu, segir hann: „Ég er alltaf svangur og ég skelf af kulda á steingólfi refsiklefans... Hvenær sem er get ég átt von á að verða afklædd- ur vegna hinnar nákvæmustu leitar að gögnutn... Ég er þræll.“ Af Plyushch er þaö að frétta, að dag eftir dag eru honum gefnar sprautur af eiturlyf jum á geðveikrahælinu, þar sem hann er hafður í haldi. Tanya, kona hans, hefir skrifað: „Sá Leonid Plyushch, sem ég hef þekkt, er ekki lengur til. Eftir er örmagna maður á yztu nöf þjáninga, sem er að missa minniö og hæfileika til að lesa, skrifa og hugsa.“ Þeir komu oft heim til min báð- ir. Þeir höfðu aldrei meðferðis sprengjur, skammbyssur né vél- byssur. Við höfðum engar áætlan- ir um stjórnarbyltingu eða hryðjuverk. Nei, við töluðum um aðra hluti. Annar þeirra var grannvaxinn, smágerður, varla fullþroskaður og andlitsfríður eins og kvik- myndastjarna. Hann kom til að sýna mér fyrstu tilraunir sínar á sviði skáldskapar, og hann endur- tók það fimm eða sex sinnum, að sér þætti mjög fyrir því að vera að trufla mig... Það var þannig sem við hittumst. Hinn kom til mín til að biðja mig einhvers, ég man ekki, hvað það var, eða kannski það hafi ekki verið nein bón, hann langaði bara að kynnast mér. Þessi maður var nokkru eldri og þroskaðri, og þegar ég ræddi síðar við hann, fannst mér oft sem hann hefði yfirburði fram yfir mig á þeim alvarlegu sviðum, sem við fjölluð- um um. Hann var mjög víðlesinn og hafði fjölbreytt áhugamál. Ilinn fyrrnefndi og ég urðum nær undireins vinir. Varðandi smásögur hans sagói ég sitt af hverju, sem virtist ekki gleðja hann sérlega, en mér fannst mest um vert við þær, að þær sköpuðu ágætan grundvöll að framtíðar- vináttu okkar. Ég segi vináttu hiklaust, jafnvel þótt aldursmun- ur okkar væri yfir þrjátíu ár. Hvað hinn síðarnefnda snertir, þá kom okkur mjög vel saman, þótt við yrðum kannski ekki nánir vinir. Við virtum skoðanir og sjónarmið hvor annars, sem féllu ekki alltaf saman. Hann gat setið löngum í íbúð minni, teygt úr fótunum, keðjureykt mjóar, ódýr- ar sígarettur og talað um hluti, sem ég kunni oft lítil skil á, en voru alltaf athyglisverðir. Annar þeirra stundaði nám í læknisfræði og varð síðar geð- læknir, en hinn var stærðfræðing- ur. Þeir þekktust vel og höfðu hitzt heima hjá mér. Hinn fyrr- nefndi var Semyon Gluzman — alltaf kallaður Slavik af vinum sínum. Hinn var Leonid, eða Lenya, Plyushch. Þeir voru alls ólfkir. Slavik var fjörugur, kvikur, alltaf reiðubú- inn að rétta hjálparhönd — ég gleymi aldrei hinni einstöku um- hyggju fyrir veikri móður minni — gáfaður, viðlesinn, en á sinn persónulega hátt, sem byggðist á brennandi áhugamálum hans hverju sinni. Lenya var djúp- hyggnari, spakari, gefinn fyrir heimspekilegar vangaveltur, en þó ef til vill á vissan hátt af- markaðri en Slavik, sem lék for- vitni á öllu. En þó var það eigi að síður eitt málefni, sem tengdi þá sterkum böndum. Það var allt, sem snerti hina erfiðu skilgrein- ingu á réttlæti. En í því efni var afstaða þeirra hin sama: Þeir voru reiðubúnir að berjast fyrir réttlætinu, þar til yfir lyki. Afleiðingarnar eru vel kunnar: Slavik er f vinnubúðum, Lenya á geðveikrahæli KGB. Slavik hafði flett ofan af siðleysi KGB innan hans eigin vísindagreinar, geð- lækninganna, og Lenya hafði orð- ið virkur þátttakandi í hópi manna, sem leitaðist við að verja mannréttindi í Sovétríkjunum. Almennt gera menn sér nú sæmilega ljóst, hvernig þessar vinnubúðir og geðveikrastofnanir eru. Það er engan veginn ætlun mfn að lýsa því, þar sem fólk, sem hefur reynt sjálft allar þær skelf- ingar, hefur þegar skýrt okkur frá þeim. Það er einnig kunnugt að meira eða minna leyti, hvernig högum vina minna er háttað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.