Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 10
eftir JON KRISTVIN MARGEIRSSON A árunum 1740—42 urdu sem kunnugt er, miklar deilur milli Danmerkur og Hollands vegna fiskveiða og verzlunar Hollendinga við tsland. Holl- enzkur sagnfræðingur, dr. Marie Simon Thomas, hefur kannað þessar deilur og skrif- aði um þetta sérstakan kafla í doktorsritgerð sinni um fisk- veiðar og verzlun Hollendinga við tsland á 17. og 18. öld, „Onze Ijslandsvaarders in de 17-de en 18-de Eeuw“, sem kom út f Amsterdam árið 1935. Ekki er hægt að segja, að dr. Thomas geri sjónarmiðum og athöfnum dönsku stjórnarinn- ar f þessum deilum fullnægj- andi skil og þaðan af sfður, hvernig þetta mál horfði við frá sjónarhóli tslendinga. Engu að sfður er frásögn hinn- ar hollenzku lærdómskonu hin fróðlegasta, cnda mun hér vera um að ræða einu rann- sóknina á þcssum deilum, sem til er. Dr. (íunnlaugur Þóröar- son fjallar um örfá atriði þess- arar deilu á tveim blaðsfðum f doktorsritgerð sinni „I.and- helgi íslands með tilliti til fiskveiöa", og hann hefur einnig látið þýða á fslenzku og gefa út nokkur þeirra bréfa, sem stjórnir Dana og Hollcnd- inga skiptust á vegna málsins. (Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Upphaf landgrunnskenningar. Reykjavík, 1973.) Hins vegar hefur hann ekki notað bók sem vitnishurð um, að ritgerö hins hollenzka sagnfræðings hafi farið nokkuð fram hjá ts- lendingum, þótt hennar væri að vfsu getið (lofsamiega) f ritdómi eftir Þorkel Jóhannes- son í Skfrni 1936. Þess vegna kann það að vera tfmabært að vekja athygli á þessu merka riti, og telur sá, er þetta ritar, að fyrrnefndur kafli um deil- una 1740—42 eigi það skilið, að efni hans komi fyrir augu fslenzkra lesenda, þótt ekki séu læsir á hollenzku. t eftir- farandi greinarstúf verður þó einnig sluðzt við bréf þau, sem dr. Gunnlaugur lét þýða og nefnd hafa verið. A árunum 1737—39 bárust ríkisstjórn Kristjáns konungs sjötta Danakonungs ýmislegar kvartanir frá sýslumönnum á lslandi vegna ágangs hol- lenzkra fiskimanna, segir dr. Thomas. Þessar kvartanir leiddu til þess, að danska stjórnin ákvað að senda her- skip til tslands og láta hand- taka þau skip hollenzk, sem staöin yrðu að veiðum innar fjögurra mflna markanna. (Hér er vafalaust átt við danskar mflur.) Ekki er raun- ar ólíklegt, að fslenzka verzlun arfélagið svonefnda Félag lausakaupmanna, sem hafði tekið tslandsverzlunina að sér 1733, hafi haft hér hönd f bagga, þótt dr. Thomas fjalli ekki um þetta. Það kemur fram í skjölum úr þessari deilu, að félagið taldi sig skað- ast á launverzlun, sem Hol- lendingar stunduðu við ísland. Vorið 1740 sigldi danskt her- skip til íslands og kom Hol- lendingum að óvörum. Fimm skip voru hertekin og reynt við hið sjötta, en áhöfn þess tókst að yfirbuga lið það, sem sett var um borð og komst það und- an og sigldi heim til Hollands með fangana. Hin skipin voru færð til Kaupmannahafnar og undirbúið uppboð á skipum og farmi. Er þessi tfðindi spurðust til Hollands, ákvað hollenzka stjórnin þegar í stað að mót- mæla hertökunni og reyna að fá skipin með áhöfn og farmi gefin laus. Hollenzka stjórnin byggði mótmæli sfn á þvf, að hafið væri öllum frjálst og hefði Danakonungur ekki rétt til að banna hollenzkum fiski- mönnum veiðar fjórar mflur út frá strönd tslands og þaðan af sfður utan þess svæðis. Var hollenzka sendiherranum f Kaupmannahöfn, Coyman, fal- ið að koma mótmælunum á framfæri við dönsku stjórnina. Nokkru sfðar, 10. okt. 1740, afhenti danska stjórnin Coy- man svar sitt við mótmælum Hollendinga og segir hér m.a., að það sé alkunna, að erlend- um þjóðum hafi verið óheimil öll verzlun við tslendinga um langan aldur eins og fram komi f tilskipunum frá 1682, 1691 og 1723. Þar sé kveðið á um, að erlend skip verði að halda sig f að minnsta kosti fjögurra mflna fjarlægð frá ströndinni. Konungur hafi og veitt fslenzka verzlunarfélag- inu einkarétt á tslandsverzlun- inni og nái þetta leyfi fjórar mflur út frá ströndinni. Hins vegar sé einkaréttur félagsins á lslandsverzluninni ekki virtur af útlendum duggurum og verði félagið fyrir stórskaða vegna þess að erlend skip sæk- ist eftir að koma á undan skip- um félagsins á hafnir og skipa- lægi og færi með sér alls konar varning, einkum brennivfn og tóbak, sem þeir láti í skiptum fyrir prjónles, ull, fisk (vænt- anlega skreið), lýsi og fleira og sé afleiðingin sú, að tekjur félagsins af sölu á þessum vörutegundum hafi rýrnað til muna. Þá hafi og lslendingar kært yfirgang hollenzkra fiskiskipa, sem hafi að undanförnu komið f stórhópum upp að ströndinni og ekki látið fslenzka fiski- menn f friði. Þá hafi og hol- lenzkir sjómenn stundum gengið á land og haft hinn mesta ójöfnuð f frammi, rænt búpeningi og misþyrmt mönn- um, þá er þeir vildu verja eignir sfnar. Séu fyrir hendi um þetta staðfestar skýrslur frá sýslumönnum. Tveim dögum eftir að Coy- man hafði móttekið þetta svar, sendi hann dönsku stjórninni bréf og vfsaði þvf á bug, að Danakonungur hefði rétt á að takmarka veiðar Hollendinga við tsland. Deilan var fyrr en varði orð- in að þjóðréttardeilu og um tfma leit svo út sem styrjöld væri á næsta leiti. Grundvall-. arhugmynd Hollendinga var sú, að hafið væri öllum frjálst og siglingar og veiðar ættu að vera öiium opnar. Hitt sé þó viðurkennt fyrir kurteisissak- ir, segir fremsti hafréttarfræð- ingur Holiendinga um þetta leyti, J.C. Mauricius, að land- eigandi hafi einkaafnot af haf inu undan ströndum slnum og geti þvf konungur Danmerkur neitað HoIIendingum um að veiða uppi við land og sé þá sanngjarnt að miða við sjón- vídd. Danakonungur var á allt öðru máli. Hann taldi rétt sinn á Norðurhöfum engan veginn takmarkast við fjórar danskar mflur undan ströndum ts- lands, heldur taldi hann sig hafa drottinvald yfir þessu hafsvæði, þ.e.a.s. svæðinu milli Noregs og Grænlands og þessi réttur byggist á því, að Danmörk og Noregur ættu alla strandlengjuna að Norðurhöf- um alla leið til Spitzbergen annars vegar cn Grænlands og tslands hins vegar. Þetta drott- invald hefði ekki aðeins kon- ungur Englands og Skotlands heldur einnig Holland sjálft viðurkennt á liðnum tfmum. Tilraunir Hollendinga til að fá duggurnar með farminum gefnar lausar báru ekki árang- ur, og var haldið uppboð á þeim f Kaupmannahöfn þá um veturinn. Danski utanrfkisráð- jerrann, Von Schulin, lýsti þvf og yfir f viðtali við Coyman, að Danastjórn mundi framvegis senda herskip á lslandsmið til að vernda réttindi sfn. Hin harða stefna Dana f mái- inu vakti mikla ólgu f Hol- landi, einkum þeim landshlut- um, sem gerðu út á tslands- mið. 1 marz 1741 var öllum uppboðum lokið á duggunum og farmi þeirra og um vorið þetta ár tók hollenzka þingið til meðferðar hvaða stefnu skyldi fylgt í málinu og tii hvaða aðgerða skyldi gripið. Þingmenn skiptust f tvo flokka eftir þvf, hve harðri stefnu þeir voru fylgjandi. Sumir töldu það miður heppilegt fyr- ir stöðú Hollands út á við að grfpa til valdbeitingar en aðrir töldu að Holland yrði að verja frelsi hafsins og mætti ekki láta undan Danakonungi f þessu máli, þvf að aðrar þjóðir mundu þá koma á cftir og fylgja fordæmi Dana. Harðari stefnan varð ofan á og tók þingið ákvörðun um að senda herskip á tslandsmið til að verja hollenzku fiskiskipin, ef á lægi. Dr. Thomas kveður þó hollcnzku stjórnina hafa reynt að draga úr þvf, hve ögr- andi þetta var, og hér gefur hún f skyn, að Hollcndingar hefðu staðið höllum fæti f hugsanlegri styrjöld við Dani að þvf leyti, að kaupsigling Hollendinga um Eyrarsund hefði þá væntanlega lent f miklum erfiðleikum. Sumarið 1741 voru þannig tvö hollenzk hcrskip á tslandsmiðum og héldu þar vörð um fiskiflota HoIIendinga f sex mánuði. Samtfmis þeirri ákvörðun að vernda fiskveiðar sfnar við ts- land með vopnavaldi sendi hollenzka stjórnin (þingið) frá sér yfirlýsingu f málinu, sem dagsett er 17. apríl 1741. Málið er tekið hér til meðferð- ar á fræðilegan hátt og þeirri skoðun haldið fram sem áður, að hafið sé frjálst og hver og einn geti stundað veiðar á því að vild svo fremi að það sé ekki gert á ósæmilegan hátt og hafi hollenzkir fiskimenn ekki verið bornir slfkum sökum. Holland telur Danakonung ekki eiga rétt á fjögurra mflna landhelgi við tsland, en hins vegar segir f yfirlýsingunni, að Holland sé ekki mótfallið þvf. að ákveðin verði nokkur land- helgi við tsland, og sú ósk er látin f Ijós, að æskilegast væri að stjórveldin þrjú, Rússar, Englendingar og Frakkar tækju að sér að miðla málum f deilunni. Ætla má, að breidd þess landhelgisbeltis, sem Hol- lendingar vildu unna Dana- konungi við lslandsstrendur, hafi verið jöfn þeirri vega- lengd, sem fallbyssa dró á þessum tfmum. Eins og við var að búast, var Danastjórn lítt hrifin af að- gerðum Hollendinga. Hún sendi herskip til tslands og hóf jafnframt að útbúa flota- deild. A málamiðlun stórveld- anna þriggja hafði danska stjórnin engan áhuga, hefur væntanlega talið þau hallast um of að sjónarmiðum Hol- lendinga. Bretar hafa að minnsta kosti ekki fylgt sjón- armiði Dana, en á hinn bóginn voru Danir og Bretar banda- menn um þetta leyti og bar Dönum að veita Bretakonungi í Hannover, ef á lægi. t staðinn tók Danakonungur við greiðsl- um f reiðum peningum frá Bretum. Samningur um þetta átti að falla úr gildi 14. marz 1742. A þessu ári, 1741, óttuðust menn mjög, að deilan kynni að leiða til styrjaldar með Dönum og Hoilendingum og dr. Thom- as dregur fram vitnisburð, sem gæti bent til þess, að Bret- ar hafi talið, að deilan yrði ekki leyst með öðru móti. 1 raun og vcru var bilið á milii málsaðilja svobreitt, að enginn leið virtist aö brúa það. Dana- konungur krafðist þess, að Holland viðurkenndi yfirráða- rétt hans (dominium maris) yfir Norðurhöfum og þessa kröfu vildi hann fá viður- kennda áður en samningavið- ræður hæfust um veiðiheim- ildir við tsland handa hol- lenzkum fiskiskipum. Dr. Thomas dregur fram fróðleg- an vitnisburð, sem sýnir, hvernig danski sendiherrann f HoIIandi hefur túlkað sjónar- mið stjórnar sinnar þetta sum- ar. Samkvæmt reglunni um yf- irráðarétt rfkis yfir aðliggj- andi hafsvæði, hefur strand- eigandinn eða strandrfkið, seg- ir sendiherrann, rétt til að helga sér slfk yfirráð eins langt út frá landi og hann kann að telja sér nauðsynlegt svo framarlega sem strendur annarra rfkja eru hér ekki f vegi. 1 júlflok var flotadeild Dana- konungs loks tilbúin og f byrj- un ágúst lét danska stjórnin frá sér fara alllanga yfirlýs- ingu um málið, dags. 5. ágúst 1741. Konungur ftrekar hér rétt sinn til yfirráða yfir öllu Norðuratlantshafi, þ.e.a.s. svæðinu milli Noregs og Græn- lands, og eru fiskveiðiréttindi hér ekki undanskilin, hcldur er réttur Danakonungs til að banna Hollendingum veiðar innan fjögurra mílna afleiðing af rétti hans almennt og yfir- ráðum á Norðurhöfum. Yfir- lýsingin er nokkuð ftarleg og LANDHELGIS- DEILAN VIÐ H0LLENDINGA 1740-1742

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.