Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 5
TVÖ ÆVTNTÝRI EFTIR HX'. ANDEUSEN - ÞÝIT HEFUR STEINGRÍMUR THORSTEINSSON FLIBBINN KL UKKAN Einu sinni var ffnn herra, seni enga innanstokksmuni átti, neina stfgvélaþræl og eina hárgreiöu; — en hann átti þann fegursta fiibba f heimi, og frá þeim flibba er saga sú, er við fáum nú aö heyra. Það er nú af flibba þessum aö segja, aö hann var kominn á þann aldur, aö hann var farinn aö hugsa um að gifta sig, og vildi þá svo til, aö hann lenti f þvotti með sokkabandi nokkru. „Nei,“ sagöi flibbinn, „aldrei hef ég nú séö neina svo mjó- slegna, fína og mjúka og svo dæi- lega. Hvaö heitið þér, má ég spyrja?“ „Þaö segi ég ekki,“ sagöi sokka- bandið. „Hvar eigið þér heima?“ spuröi flibbinn. En sokkabandiö var svo fcimið og þútti eitthvaö svo undarlegt að svara svona lagaðri spurningu. „Þér eruð vfst mittisband," sagói flibbinn, — „svona innan- hafnar mittisband! Eg þykist sjá, aö þér eruð bæði til gagns og prýði, jómfrú góö!“ „Þér megið ekki tala'við mig,“ sagöi sokkabandið, „ég veit ekki til þess, að ég hafi gefið yður neitt undir fótinn." „Jú, þegar einhver er eins ljómandi falleg og þér eruð, þá er nóg gefið undir fótinn nieð þvf.“ „Þér megið ekki koma svona nærri mér,“ sagði sokkabandið, „það er svoddan karimannsbrag- ur á yður.“ „Ég er Ifka ffnn herra,“ sagði fiibbinn, „ég á stfgvélaþræl og hárgrciöu;" og það var nú ckki satt, þvf að það var húsbóndi hans, sem átti það, en hann grobbaði af sér. „Komiö ekki nærri mér,“ sagði sokkabandið, „ég er óvön þess konar.“ „Teprudrós!" sagði flibbinn, og svo var hann tekinn upp úr þvottinum. Hann var makaður f Ifnsterkju, hékk á stólnum í söl- skini og var sfðan lagður á strok- fjöl, og nú kom boltinn heitur. „Frúin góð!“ sagði flibbinn, „heyrið þér, góða ekkjufrú! mér verður svo fjarska heitt, ég verð allur annar en ég var, ég geng hreint af göflunum, þér brennið gat á mig! ú! — Eg verð að biðja yður.“ „Lass!“ sagði hann boltinn og brunaði drembilcga yfir flibb- ann, þvf hann hafði þá ímyndun um sig, að hann væri gufuketill og ætti að fara út á járnbrautina og draga vagna. „Lass!“ sagði hann. Flibbinn trefjaðist dálftið á brúnunum, og komu þá pappfrs- skærin og áttu að klippa af trefjurnar. „Ó!“ sagði flibbinn, „þér eruð vfst fremsta dansmær; þér kunn- ið að rétta út fótinn. Það er það yndislcgasta, sem ég hef séð; eng- inn lifandi maður gæti leikið það eftir yður.“ „Ég veit það,“ sögðu skærin. „Þér ættuð skilið að vera greifa- frú,“ sagði flibbinn. „Allt, sem ég á f eigu minni, er einn fínn herra, einn stfgvélaþræll og ein hár- greiða. Bara að ég ætti greifa- dæmi!“ „Eru þetta biðilsbænir?" sögðu skærin, því að þau reiddust, og klipptu f flibbann stóra rifu, og var hann þá lagður fyrir óðal. „Nú verð ég víst aö biðja hár- greiðunnar," sagði flibbinn. „Það er mikið, fröken góð, hvað þér haldið svona öllum tönnunum yð- ar óskertum. Hafið þér aldrei hugsað unt trúlofun?" „Já, þaö ættuð þér nú aö fara sem næst um,“ sagði hárgreiðan, „ég er lofuð stfgvélaþrælnum.“ „Lofuö!“ sagöi flibbinn. Nú voru ekki fleiri, sent hann gat beðið, og svo fékk hann sköntnt á kvonbænunt. Nú Ieið langur tínti, og lenti flibbinn seinast í kassa hjá pappfrsgerðarmanninum. Þar var ntikið tususamkvæmi, ffnu tusk- urnar sér og þær grófu sér, alveg eins og á að vera. AIll þetta hyski kunni frá ntörgu að segja, en þó bar flibbinn þar af öðrum, þvf hann var stórgrobbinn. „Ég hef átt svo fjarska margar Kærustur," sagði flibbinn, „ég gat ekki verið í friði. Ég var líka ffnn herra, fyrirtaks vel stffaður, átti stfgvélaþræl og hárgreiðu, sem ég aldrei notaði. Þið hefðuð átt að sjá mig, eins og ég var þá, helzt þcgar ég lá á hliðinni. Aldrei gleymi ég fyrstu kærustunni minni; hún var mittisband, hún var svo fín og mjúk og falleg; hún steypti sér f þvottabalann mfn vegna. Þá var lfka ein ekkjufrú, sem varð glóandi, en hún fékk að bíða og blakkna fyrir mér. Og enn var danskona ein f fvrstu röð; hún veitti mér skrámuna, sem ég geng með enn; hún var svoddan varg- ur. Það kvað svo rammt að kvennaláni mfnu, að hárgreiðan mín varð skotin f mér; hún missti allar tennurnar af ástarharmi. Já, ég hef lifað mikið og margt af þess konar, en sárast tekur mig til sokkabandsins — mittisbandsins ætlaði ég að segja, sem fór i þvottabalann. Ég hef mikið á minni samvizku, mér er ekki van- þörf á að verða að hvftum pappfr." Og það varð hann líka. Allar tuskurnar urðu að hvftum pappfr, en flibbinn varð einmitt að pappfrsblöðununi, sem viö höf- um fyrir framan okkur og sagan er prentuð á, og varð það fyrir þá sök, að hann var svo upp með sér og montinn af þvf, sem hann hafði aldrei verið. Við ættum þvf að láta okkur hugfast að fara ekki eins að ráði okkar og hann, þvf að ekki er að vita, nema við lendum líka einhvern tíma I tuskukassan- um og verðum gerðir aö hvítum pappír og fáum prentaða á okkur alla okkar sögu, jafnvcl það, sem leyndast átti að vera, og verðum svo sjálfir að fara með hana vfðs- vegar, eins og ffibbinn, og segja hana hverjum sem vera skal. Það var altftt í einni stórborg- inni, að þegar kvöida tók og sólin rann og skýin glóðu sem gull á milli efstu reykháfanna, þá heyrðu hinir og þessir í smástræt- unum eitthvert undarlegt hljóð, eins og eim af kirkjuklukku, en það heyrðist ekki nema rétt í svip, þvf vagnaskröltið og hrópið á strætunum tók yfir og truflaði. „Nú er verið að hringja kvöld- klukkunni," sögðu menn, „nú gengur sólin undir.“ Þeir, sem voru á gangi fyrir utan borgina, þar sem húsin stóðu strjálar innan um trjágarða og smáekrur, sáu kvöldhimininn í enn meiri fegurðarljóma og heyrðu betur klukkuhljóðið . Það var eins og hljóöiö bærist frá ein- hverri kirkju úr innstu fvlgsnum hinna ilmandi skóga, og fólkið horfði þangað eins og gagntekið af einhverjum hátfðlegum anda. Nú leið og beið, og stundum sögðu menn sfn á milli: „Ætli það sé kirkja f skóginum þarna út frá? Þessi klukka er svo hljóm- fögur, að það gegnir undrum. Eig- um við að gcra okkur ferð þangað og skoða hana betur?“ Og nú fór rfka fólkið akandi og fátæka fólk- ið gangandi, en það teygðist svo undarlega úr veginum, og þegar komið var þangað, sem pflviðir nokkrir stóðu í þyrpingu við skóg- arjaðarinn, þá var setzt niður og horft upp f trjágreinarnar langar og laufmiklar, og kunni fölkið sér ekki læti af feginleik yfir því að vera komið út í græna sumardýrð- ina. Sætabrauðsbakari nokkur kom þangað úr borginni og reisti upp sölutjaldið sitt, og svo kom annar sætabrauðsbakari og hengdi upp klukku rétt andspæn- is móti tjaldinu sfnu, og mcira að scgja, það var klukka, sem var bikuö, til þess að hún skyldi þola regn og vætu, en kóifinn vantaði. Þegar nú fólkið fór heim aftur, þá sagði það, að þetta hefði verið svo dásamlega fagurt. Það voru ein- hverjir þrír, sem staðhæfðu, að þeir hefðu komizt f gegnum allan skóginn, og alltaf hefðu þeir heyrt undarlcga hljóðið til klukk- unnar, en þeim hefði látið svo fyrir eyrum, sem það kæmi úr borginni. Einn þeirra orti um það heilt kvæði og sagði, að klukkan hljómaði eins og móðurrödd við skýrleiks óskabarn, og ekkert sönglag væri fegra til en ómur klukkunnar. Þessi tföindi komu nú einnig fyrir keisarann í þessu landi, og hét hann þvf, aö hver sá, sem með sönnu fengi uppgötvað, hvaðan hljóðiö kæmi, hann skyldi fá þá nafnbót, að vera kallaður „heims- hringjari", og það enda þó svo revndist, að klukkan væri ekki til. Eftir það fóru margir þessa er- indis til skógarins, en það var ekki nema einn, sem kom heim aftur með einhvers konar skýr- ingu leyndardómsins. Það hafði sem sé enginn brotizt nógu langt inn f sköginn, og hann þá ekki heldur, en svo mikið kvaðst hann þó vita, að klukkuhljóðið kæmi frá uglu nokkurri stórri, sem byggi í holu tré, og það væri eins konar vfsdómsugla, sem alltaf lemdi hausnum í tréð, en hvort hljóðið kæmi úr kolli hennar eða holum tréstofninum, það þóttist hann ekki geta sagt með árciðan- legri vissu. Fvrir þetta var hann skipaður „heimshringjari," og samdi hann sfðan á ári hverju eina vfsindalega ritgerð uni ugl- una, en jafnfróðir voru menn eft- ir sem áður. Það var nú einhvern dag, að börn voru fermd. Presturinn hafði haldið fagra og hjartnæma ræðu, og börniu höfðu viknað svo innilega, þetta var lfka merkis- dagur á ævi þeirra, því að nú áttu þau úr börnum að verða fullorð- in svona allt í einu, og það var eins og barnssáiin mvndaöi sig til að taka þessari breytingu. Það var fermingarbörnin glaðasólskin; gengu út úr borginni, og klukkan mikla og ókunna ómaði nú með undrasterkum hljómi úr skógin- um. Þau urðu þegar f stað svo óðfús að komast þangað, ö’n ii“ina þrjú. Eitt, sem var stúlka.var.i ið fara heim til aö máta á séi dans- kjólinn sinn, þvf það var ekki vegna nokkurs annars en kjóls- ins og dansins, að hún var fermd f þetta skipti; hún hefði annars verið látin hfða. Annað barnið var fátækur drengur, sem hafði orðiö að fá fermingartreyjuna sfna og stfgvélin að láni hjá svni húseig- andans, þar sem hann átti heinia, og átti hann að skila því aftur á tilteknum tfma. Þriöja barnið, sem lfka var drengur, sagðist aldrci fara á nokkurn ókunnan stað, nema þvf aðeins að foreldrar sfnir færu með. Hann hefði al- ténd verið hlýðið barn, og það ætl- aði hann sér einnig að vera eftir ferminguna, og eiga menn ekki að gera gys að siíku, en það gerðu menn nú samt Þessi þrjú fóru því ekki með, en hin örkuðu af siað. Sölin skein f heiði, og fuglarnir sungu, og fcrmingarbörnin sungu með og héldust f hendur, þvf enn sem komið var höfðu þau ekki fengið embætti og voru öll saman ferm- ingarbörn fyrir guði. En skammt var þess að bíða, að tvö minnstu börnin urðu þreytt, og sneru þau þá bæði aftur til borgarinnar. Tvær smámevjar settust niður og fóru að knýta blómkerfi; ekki komust þær held- ur mcð; en þegar hin börnin voru komin að pfltrjánum, þar sem sætabrauðsbakarinn liafði búð sfna, þá sögðu þau: Skoðum til, nú crum við komin hingað. Klukkan er f rauninn ekki til, hún er ekki annað en einhvcrs konar hugarburður." t sama hili hljómaði klukkan langt inni í skóginum svo skært og blftt og hátíölega, að fjögur eða finim börn réðust f að halda Framhaíd á bls. 11 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.