Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1975, Blaðsíða 3
aö hann hafi fyrstur danskra bók- menntamanna komið auga á barn- ið. Það situr í öndvegi í skáldskap H.C. Andersens og fyrstu sögur hans voru skrifaðar börnum til ánægju og yndisauka. Hitt er svo augljóst, að Ander- sen hefði aldrei náð eins langt og hann gerði, og aldrei komizt í heimsbókmenntasöguna, hefði hann einskorðað sig við að skrifa ævintýri fyrir börn. Honum tókst að skrifa sig frá hinu alþýðlega ævintýri og hefja sig til æðri skáldskapar með ævintýrasniði. Þannig var, að á 19. öld var mikið um ævintýri fjallað. Napr- ar flóðbylgjur upplýsingastefn- unnar voru riðnar yfir, og I stað þeirra komu léttar og hlýjar gár- ur rómantíkurinnar . Þá fékk byr undir báða vængi áhuginn á þjóð- sögunni, hvarvetna tóku iðnir rannsakendur að skrifa upp gaml- ar sagnir. Og veint upp úr jarð- vegi þessara ævintýrarannsókna, þar sem þýzku menntamennirnir Jacob og Wilhelm Grimm voru leiðtogar, spratt ævintýraskáld- skapur H.C. Andersens. Og hann, sem í fyrstu endursagði hin gömlu alþýðuævintýri, er hann hafði heyrt I bernsku sinni, fór nú að semja sín eigin ævintýri og þróaði með sér sérstakt skáld- skaparform fyrir þessa listgrein. Skáldlegt hugmyndaflug hans fékk ótakmarkaða útrás með ævintýraforminu. Ilugmynda- heimur ævintýranna og frásagna- háttur leyfir einnig meðhöndlun margvfslegustu viðfangsefna í ýmiss konar tóntegundum, eins og Georg Brandes skrifaði eitt sinn. Þannig er skiljanlegt að inn- an ævintýraheims H.C. Ander- sens hafi vaxið fjölskrúðugur gróður, háfleygar frásagnir eins og Klukkan, djúpspök ævintýri eins og Skugginn, furðusögur eins og Álfhól, og Svínahirðir- inn, sögur sem einkenndust af fjöri og kátínu eins og Prinsessan á bauninni og Elskendurnir, Iftið eitt angurværar sögur eins og Staðfasti tindátinn, hjartnæmar sögur eins og Móðirin, hrífandi og óhugnanlegar eins og Rauðu skórnir, átakanlegar hugsmfðar eins og llafmeyjan litla, og frá- sagnir sem f senn eru léttar og stórfenglegar eins og Snædrottn- ingin. Og þetta var leyndardómur vel- gengni hans, þessi vfðfeðma sam- fella mannlegra viðfangsefna og algers skáldskapar sem hvert æv- intýri bjó yfir. Þetta féll í geð fólkinu, sem lagði skáldinu yrkis- efnin upp f hendur. Og lesendur hans urðu margir. Svend Juel Möller skrifar f „Bidrag til H.C. Andersens bobliografi l.“ (Kaup- mannahöfn 1966), að verk hans hafi verið þýdd á 100 erlend tungumál; og ævintýri hans og sögur séu ef til vill þau bók- menntaverk, sem oftast hafa ver- ið þýdd í heiminum, að biblfunni að sjálfsögðu undanskilinni." Vitaskuld gerðist ekki mjög rík þörf á að þýða verk hans á önnur Norðurlandamál. Noregur var á árabilinu 1814—1905 í konungs- sambandi við Svfþjóð og hafði um aldarskeið verið f svipuðu sam- bandi við Danmörku. A dögum Andersens var danska aðalbók- menntamálið í Noregi. Það var ekki fyrr en árið 1917, að farið var að þýða hluta af verkum hans á norsku. Svfar hafa verið ötulast- ir Norðurlandaþjóða að þýða verk H.C. Andersens, enda þótt menntamenn f Danmörku og Sví- þjóð hafi alltaf getað lesið bók- menntir hver annarra. Menntaðir Islendingar voru einnig læsir á dönsku, og því er það eðliiegt að fyrstu útgáfur af Ævintýri og Sögur eftir H. C. Andersen voru tiltölulega seint á ferðinni á fs- lenzku. Það var Steingrímur Thorasteinsson, sem þýddi verkið og kom það út árið 1904 og 1908. Þriðja upplag bókarinnar var gef- ið út árið 1950, og árið 1970 var fjórða útgáfa verksins komin á markað á Islandi, falleg mynd- skreytt þriggja binda útgáfa. Fyrsti tslendingurinn, sem túlk- aði nokkur ævintýri H.C. Ander- sens var hins vegar enginn annar en Jónas Hallgrfmsson. En það eru ekki þessar þýðing- ar, sem eru meginskerfur Islend- inga til verka H.C. Andersens. Það sem þyngst vegur er hin fræga umsögn um fyrstu útgáfu af „Samlede Skrifter" í „Dansk Maanedsskrift" árið 1855. Höf- undurinn var Grímur Thomsen. Umsögn þessi er 20 sfður á lengd, og hafa ýmsir tslendingar álitið að hún hafi orðið sá atburður f dönskum bókmenntarannsókn- um, sem réð því að H.C. Andersen var skipað á þann sess sem hon um bar f heimalandi sínu. Eink- um var það Jón Þorkelsson síðar landsbókavörður f Reykjavík, sem fullyrti að Grímur Thomsen hefði fyrstur manna í Danmörku orðið til þess að viðurkenna skáldsnilli II.C. Andersens á opinberum vettvangi. Kon þessi skoðun fram í grein f „Illustreret Tidende" árið 1897. Og 2. apríl birtist í „Berlingske Tidende" kjallaragrcin eftir Guðmund Kamban, sem síðan var endur- prentuð í „Kvalitetsmennesket“. Greinin fjallar um H.C. Ander- sen, og segir þar, að Grímur Thomsen hafi verið fyrsti gagn- rýnandinn f Danmörku, sem kom auga á snilld hans. Og enn er tekið í sama streng árið 1950, og þá af Richard Beck f •bók sinni „History of Icelandic Poets“. En sama ár setur Stein- grfmur J. Þoisteinsson fram gagnrýni á þessa skoðun í tilefni af útgáfu bókmcnntasögu Ric- hards Beck. Telur hann fullyrð- ingu Becks ýkta, og nefnir dæmi um jákvæða gagnrýni, sem H.C. Andersen hafi hlotið áður en títt- nefnd umsögn Grfms Thomsen birtist. Sfðar rannsakaði Daninn Martin Larsen þetta viðfangsefni og sýndi fram á, að árið 1855 hafi H.C. Andersen verið kominn á skáldalaun og hlotið vináttu danskra konunga og stórmenna. Því verður hins vegar ekki haggað, að ritsmfð Grfms Thom- sen er merk f bókmenntasögunni, ekki sfzt fyrir þá sök, að hún mun hafa orðið H.C. Andersen upp- spretta ómældrar gleði. Um hana fjallar lokastefið í „Mit Livs Æventyr". Eftir að hafa rætt um gagnrýni Gríms Thomsens, segir H.C. Andersen eftirfarandi: „Hér er greinilega frá því skýrt, hvað ég vildi og lagði mig fram um að öðlast.“ Þessi orð vitna öðru fremur um mikilvægt framlag af hálfu ís- lands til viðurkenningar á H.C. Andersen. Þetta er hins vegar einkum áhugavert á sviði bók- menntarannsóknanna. Það sem meginmáli skiptir er ekki gildi einstakra rannsókna á verkum skáldsins, heldur sú staðreynd, að þau eru lesin og dáð á íslandi enn þann dag í dag sem og f mörgum öðrum löndum í heiminum. Og slíkt er ekki hægt að segja um verk margra skálda 100 árum eftir dauða þeirra. Sjá nœstu 1 SÍÖU /g| Kristjön Karlsson SVARTUR PRESTUR I GRÆNU GRASI Svartur prestur í grænu grasi, víst gæti ég talið upp rök, svo orsök breyttist í afleiðingu og afleiðing breyttist í sök. Svartur prestur í grænu grasi. Vor réttlæting, ein, er árangursleysi, sú eigingirnd vor að tíminn leysi oss burt hvorn úr annars athöfn í björtu. Gulur prestur í grasi svörtu. Vor önnur réttlæting ímyndarleysi sú óskynja von að myrkrið leysi oss burt hvorn úr annars ásýnd í björtu. Gulur prestur í grasi svörtu. HAUST Lát gefa þér gjöf, fyrr en gengin er sumars hjörð. Lát gefa þér gjöf. Lát syngja þér söng, fyrr en svæfa hann veður hörð. Lát syngja þér söng. Lát grafa þér gröf, fyrr en gaddur kemur í jörð. Lát grafa þér gröf. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.