Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 2
Karl é Knútsstöðum. Bjartmar Guðmundsson Sandi VEL OG VASKLEGA GERT Fáein orð um Karl á Knútsstöðum FLESTUM mun Karl Sigurðsson á Knútsstöðum í Aðaldal hafa orð- ið minnisstæður, er sáu. Og þá ekki síður sum handarvik hans. Kempumennið slynga var hann líka titlaður í sóknarvísu heima í sveií okkar um 1920, er hann var um þrítugt. Bær Karls stóð og stendur á bakka Laxár, og nær ánni en nokkur annar bær. Þar átti hann heima meira en hálfa öld, bjó búi sinu og tók til höndum all hraust- lega þegar honum þótti við eiga. Enginn held ég að vitað hafi afl hans til fulls. En honum var fleira vel gefið. Eir.s og gefur að skilja átti Knútsstaðabóndi og eigandi þeirr- ar stóru jarðar mikið vatn í ánni, sem frægust er af sumarfegurð, stórlöxum og elskulegu hjali um máttinn mikla í Laxárvatni öllum til góðs. Aö sjálfsögöu átti hann sinn árhelming, er fylgdi hans bakka. Og að hálfu á í Núpalandi lengi vel og þar meö þá jörð einn- ig hálfa. En þetta átti ekki að vera nein fasteignaskrá. Því aldrei steig jarðeignin Knútsstaðabónda til höfuðs, svo hann yrði drembinn af eign sinni og draumum um mikinn pening. Hann var heldur enginn stangveiðasnillingur á borð víð þá, sem stundum sjást prýða Laxárbakka og grynningar í súld og sudda. Þó segi ég ekki að dæmalaust hafi verið að Karl drægi fagra fiska úr bláum straumi og gráum, fasta á krókn- um. Um það veit ég sannast að segja harla lítið. Hann átti nóg önnur erindi við á sína og sum harla mikilvæg. Þó þessi indælis á sé guðdómlega fögur og mikil- fengleg i sumardýrð að sjá, er hún að sjálfsögðu allt öðruvísi á vetrinum. Hún er þá líka stund- um viðsjál þegar hún á að heita undir ís. Og eru þess ótal dæmi að niður um ís hennar hafi fallið hestar undir mönnum og fyrir sleðum, hlöðnum heyi og kaup- staðarmat. Og þá gat komið sér heldur vel að til væru menn og nálægir, sem kunnu að kippa hesti uppúr vök. Einnig gangandi menn detta stundum ofan í og getur þeim þá verið bani búinn, nema eitthvað aðkomið verði þeim til bjargar. Og fleiri hrekkjabrögð á hún til, þessi Lax- á, og má víkja að þeim seinna. Eg held að „kempumennið slynga“ hafi haft það nokkuð oft i hyggju að koma í veg fyrír það að hans á gerði öðrum óskunda með einum eða öðrum hætti. Ekki gat hann þó byrgt brunninn svo ekk- ert barnið gæti í hann dottið. Þessi merkilega á er ailtof breyti- leg i háttum og mislynd til þess að svo geti til tekist. En það var um þetta eins og læknana göðu, sem reyna í lengstu lög með ráðum og dáð að afstýra því að mannamein eyðileggi heilsu manns og taka hann svo á eftir til lækninga ef hitt hefur mistekist. Svo fór um mig er ég sá Karl á Knútsstöðum i fyrsta skipti, 11 ára gamall, að ég festi á honum traust, sem aldrei hefur við mig eða hann skilið síðan. Fyrsta sýn og áhrif áorka stundum ótrúlega miklu. Lítið atvik rifjast upp. Atvik er atvik en ekki atburður nemastórt sé. En af litlu má manninn marka. Þrír eða fjórir strákar eru á leið heim til sín ofan úr Dal niður fyrir Hraun. Þeir eru ákaflega heimfúsir eftir vikudvöl á skóla. Þetta er auðvitað á laugardags- kvöldi og á útmánuðum. Þeirra heimfararleið er ekki nema svo sem fjögurra tíma gangur í sæmi- legu færi og veðri. En nú er tæp- ast sæmilegt veður eða færi. Og hvorugt þö vont. Strákar eru dá- lítið vanir við að bjarga sér á eigin spýtur. Og af því þeir eru þvi ekki alveg óvanir, sýnist þeim að veðrið geti farið versnandi og færið um leið. Þá verður óratandi, hugsa þeir og segja, niður fyrir hraunið. Náttmyrkur til viðbótar hríðarmyrkri er að detta á. Þessir ungu menntamenn eru ekki ragir, held ég að mér sé óhætt að segja. Nær væri að segja að þeir væru þegar orðnir vitrir af reynslu og þekktu sin takmörk. Væri nú ekki réttast að láta vita af sér á Knúts- stöðum, úr því þeir eru staddir nærri þeim bæ, áður en þeir leggja á aðalhraunið? Við svörum því játandi. Ég er einn þessara stráka. Bóndinn á bænum stóð úti þegar við gengum í hlað eins og hann hefði fengið hugskeyti. Vel gerið þið að láta vita af ykkur, sagði hann formálalaust, eins og hann vissi alla skapaða hluti um okkar heimför. Ég geng með ykk- ur, sagði hann líka formálalaust. Trúlega er nokkuð blindað i hrauninu núna og getur þó orðið verra, ef hann brestur á. Eins og ég sagði festi ég traust á Karli á þessum bletti og á þessu útmánaðakvöldi, sem aldrei bilaði meðan báðir voru ofan moldar og ekki heldur siðan. Hann fylgdi okkur svo heim til bæja okkar 7 km leið gegnum eitthvert það mesta myrkur í Aðaldalshrauni, sem ég hef þreifað mig gegnum, og er þá nokkuð sagt. Og það var einsog hann vissi hvar ófært var gegnum runnana, sem ekki voru sýnilegir, hvar ófært var yfir kamba, fyndi á sér hvar skonsur Hinn frægi og fagri veiðistaður, Æðarfossar F Laxá eru I landi KnútsstaSa. voru og gjár, sem engin leið var til að koma auga á. Ekkert gerð- um við annað en feta dyggilega í fótspor fylgdarmannsins. Og ekki sleppti hann af okkur fyrr en hann var búinn að skáka hverjum og einum inn fyrir hurðir heima i okkar mömmubæjum. Síðan hélt hann heimleiðis tafarlaust og sagði að ekki borgaði sig að biða eftir þvi að brysti á. Sumarið 1918 var einstakt gras- leysissumar vegna kals og neðan- kulda i jörð, er stafaði af klaka í mold, sem sumarsólinni gekk illa að þiða, og frostaveturinn hafði eftir sig skilið. Karl á Knútsstöð- um heyjaði mestöll sín hey i Sandsengi þetta sumar. Og varð svo að aka þeim heim til sín um veturinn, mestöllu á einum sleða milli mála. Ekki var æfinlega gott að aka og leiðin talsvert löng, eða svo að ætla má að hver ferð hafi tekið 6 tíma minnst og stundum 8—10. Síðan hef ég oft hugsað um það, hvílikt gífurlegt erfiði þetta hefur verið fyrir mann og hesta til viðbótar öllu öðru, sem gera þarf ábæ. Þetta sumar geymdum við full- orðið naut í miklu fjárhúsi, ný- lega byggðu, sem kallað var Hóls- hús. Boli var nokkuð vondur, svo á honum voru höfð tvö bönd, þeg- ar hann var leystur og stundum fótband að auki. Þarna í Hólshús- inu átti hann að vera bundinn rammlega á bás og færðu krakkar honum tuggu um miðjan daginn svo hann eirði þolanlega við. Oft- ast voru allir á engi nema minnstu krakkar og ein kona i bænum. Einn daginn var okkur gert viðvart á engið um að boli væri laus. Mig minnir að það væri gert með þeim hætti að breiða á Hólshússtafninn, sem sneri að okkur á enginu. Það þýddi að einhver væri beðinn að koma heim. Ég fór og fékk að vita að boli væri laus og bölvaði mikið og léti öllum illum látum í húsinu. Ekki var ég viss um að ég væri nógu mikill fyrir mér til að ráða einn við nautið, svo ég kallaði til Karls, sem var að slá skammt úti í mýri. Rétt á eftir erum við báðir komnir austur að húsi. Ofur hægt opnuðum við húsið og gægðumst inn. Um leið kom boli karl á móti okkur harla gustmikill og hefur kannski hugsað gott til að fá að koma út i sólskinið úr fangelsinu. Annars ætla ég ekki að reyna að lýsa sálarlífi þarfanauts eða neinna annarra. Garðabönd í hús- inu voru nokkuð brotin og á einni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.