Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 6
Myndimar tók Brynjólfur Helgason [ Lyngási. dagheimili fyrir vangefin börn aS Safamýri 5 f Reykjavfk. — AÐSTOÐ samfélagsins við van- gefna hefur yfirleitt hafizt þann- ig, að reistar hafa verið fyrir þá gæzlustofnanir til að létta undir með heimilunum. Síðan er farið að sinna þessum einstaklingum uppeldislega, og þá kemur það fram, að hægt er með kerfisbund- inni þjálfun að þroska þá mikið persónulega og aðlaga þá samfé- laginu á ýmsa lund, — sagði Þor- steinn Sigurðsson sérkennslufull- trúi Reykjavíkur í viðtali við Les- bókina. Erindi okkar við hann var að spyrjast fyrir um, hvernig sam- félagið gæti helzt stuðlað að aukn- um þroska vangefinna og búið þeim farsælt líf. — Það er ekki langt síðan það var almennt viðurkennt að van- gefin börn ættu sama rétt á námi og önnur börn í samfélaginu, — segir hann. — Að vísu hefur farið fram kennsla á fávitahælum um áratuga skeið, en hún hefur ekki stuðzt við námsskrá, né heldur hafa menn ihugað nógu gaum- gæfilega, hvaða markmið væru raunhæfust. I reynd hefur það verið svo, að kennslan hefur að mestu miðazt við tilgangslitið bóknám, lestur, skrift og reikn- ing, sem hefur yfirleitt mjög litla hagnýta þýðingu fyrir fávita börn, en er á hinn bóginn ákaf- lega tímafrekt. Þessi mál öll eru mjög mikið í deiglunni hér hjá okkur um þessar mundir og til dæmis um ástandið má nefna að ÞAU GETA SAMFÉL- AGINU AÐ LIÐI Guörún Egilson rœöir viö Þorstein Sigurðsson sérkennslufulltrúa um kennsluöœtlanir fyrir vangefin börn. FLEST ORÐIÐ ■ við höfum aldrei haft sérstaka námsskrá fyrir vangefin börn, og enga sérskóla nema Höfðaskóla, sem tekið hefur rjómann af þess- um börnum, og unnið mjög merki- legt starf þrátt fyrir erfiðar að- stæður á ýmsa lund. Hann mun nú brátt flytjast upp í Öskjuhlíð, þar sem skapast mun betri ytri aðstaða, og þá er ekki seinna vænna að fara að snúa sér að öðrum framkvæmdum. En það er ekki nóg að reisa skóla og bæta við stofnunum, heldur er það hið innra starf, sem meginmáli skipt- ir. Þar getum við til dæmis lært mikið af reynslu Svía, sem hafa að undangengnum víðtækum rannsóknum þrautunnið heppi- lega námsskrá, sem við þurfum aðeins að þýða og staðfæra, þi4 að fávita börn eru ekkert öðruvísi á tslandi en í Svíþjóð. — Er ekki mjög þýðingarmikið að byrja sem fyrst á því að búa vangefin börn undir það Iíf, sem þau eiga í vændum? — Jú, það er hægt að byrja þegar á fyrsta ári, eða strax og vanheilindin uppgötvast, en því miður hefur ekki verið nægilega góð aðstaða til að sinna þessu hingað til. Þegar í ljós kemur, að barn er vangefið, eru það venju- leg viðbrögð foreldra að leita læknis. Hann hefur hins vegar sárafá úrræði nema þau að reyna að vista barnið á fávitahæli, en það er ekki alltaf bezta leiðin og hælin auk þess yfirfull. Það vant- ar stofnun, sem foreldrarnir geta snúið sér til þegar í upphafi og veitt getur viðeigandi ráðgjafar- þjónustu. I þessu skyni hafa verið lögð drög að svokallaðri sér- kennslumiðstöð, sem fengi upp- lýsingar um öll þroskaheft börn og hefði spjaldskrá yfir þau. Þar myndi fara fram rannsókn og greining á vandkvæðum barnsins, og foreldrarnir fengju tilsögn og leiðbeiningar um uppeldisstörf i samræmi við þroska þess. Gert er ráð fyrir, að foreldrunum yrði gefinn kostur á að koma reglulega með barnið í þessa ráðgjafarstöð, þar sem gerð væri fyrir það í samvinnu við foreldrana stigskipt þjálfunaráætlun, sem þeir yrðu siðan studdir til að framkvæma fyrstu þrjú árin eða þar til barnið kemst í forskóla. — En þarf ekki að ala foreldr- ana upp líka? — Engir foreldrar eru undir það búnir að ala upp vangefið barn, og vissulega þurfa þeir leið- beiningar og ráðgjöf í þessum efnum. En það er afar brýnt að virkja foreldra og heimili til þessa uppeldishlutverks. Bæði er það börnunum fyrir beztu að geta fengið viðeigandi veganesti í heimahúsum, og foreldrunum líð- ur betur, ef þau fá nauðsynlega ráðgjöf og félagslega aðstoð til að ala börnin upp þar. Þjóðfélags- lega séð er þetta líka langhag- kvæmasta leiðin. Vistun á hæli er kostnaðarsamasta úrræðið, og ætti að reyna að forðast að grípa til þess, þegar um ung börn er að ræða, þótt sá valkostur verði auð- vitað að vera fyrir hendi. — En í hvaða formi færi þetta uppeldisstarf þá helzt fram? Þorsteinn Sigurðsson, sérkennslu- fulltrúi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.