Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1975, Blaðsíða 10
Þau geta flest orðið samfélaginu að liði Framhald af bls.7 Lengra er yfirleitt ekki hægt að fara, þvf að þá er hætt við að skilninginn brestk Fyrir utan móðurmál og stærð- fræði má nefna samfélagsfræði, svo sem kristinfræði, ýmislegt um samskipti mannanna, átthaga- fræði og skynþjálfun auk ADL þjálfunarinnar. Loks er gert ráð fyrir hagnýtum störfum í ýmsum myndum, svo sem grundvallar- þjálfun í handavinnu, teiknun, föndur, trésmíði, flokkun, röðun og samsetningar. Verklega kennslan er mjög mikilvæg, því að það er á þessum vettvangi, sem vangefnir geta oftast fundið eitt- hvað við sitt hæfi, hvort sem það er í formi starfs eða tómstunda- iðju. Og ekki megum við gleyma líkamsþjálfun, sem mikil áherzla er lögð á, enda tvímælalaust ein mikilvægasta greinin. — Og hvar ætti grunnskóla- námið að fara fram? — Heppiiegast er, að settir verði á laggirnar sérstakir skólar, þjálfunarskólar f tengslum við fá- vitastofnanirnar. Skólarnir þurfa að vera í öllum landsfjórðungum, þannig að fólk þurfi ekki að flytjast búferlum til að koma van- gefnum börnum sínum til náms. Það verður væntanlega sér- kennslumiðstöðin, sem annast námsskrár- og kennslugagnagerð fyrir þessa þjálfunarskóla og hef- ur sérfræðilegt eftirlit með börn- unum. Hvað tekur við að grunn- skólanámi loknu, fer eftir aðstæð- um og þroska i hverju tilviki fyrir sig, en búast má við því, að flest börnin verði undir það búin að stunda einhverja arðvænlega iðju ri«« fandi: II.f. Arvakur. Rrvkjavfk Framkv.slj.: Ilaraldur Svrinssun Rilsljúrar: Mallhfas Johannrssen Slv rmir (iunnarsson Kilslj.fllr.: (ilsli SÍKurðsson Aunlv'sin^ar: Arni (iarðar Krisfinsson Rilsljúrn: Aðalslræli (>. Slmi 10100 eða þá afþreyingarstörf, sem gætu veitt þeim lífsfyllingu. — Nú höfum við að mestu ein- skorðað okkur við framtíðina, en er þegar farið að marka þessar leiðir að einhverju ráði? — Það er nú heldur lítið. Ég held, að mál þessi komist ekki á verulegan rekspöl, fyrr en með stofnun sérkennslumiðstöðvar- innar, því að hún á að vera burðarásinn í þessu kerfi. Þó er hægt að undirbúa jarðveginn áður að einhverju leyti, t.d. með því að efna til fræðslu- og leiðbeiningastarfs fyrir foreldra. Þess má geta, að tvívegis hafa verið haldin slík námskeið hér- lendis, bæði af Námsflokkum Reykjavíkur i samvinnu við aðra aðila. Það síðara er nýlega af- staðið og gaf mjög góða raun. Þá hefur stjórnarnefnd hreyfi- hamlaðra og fjölfatlaðra komið á fót visi að lekóteki, en þar hafa verið þýddar og gefnar út stuttar og greinargóðar þjálfunaráætlan- ir og þeim komið á framfæri við þá aðila, sem þangað hafa leitað. Þessar áætlanir spanna 21 þroska- svið og eru stigskiptar. Þær miða að því að ná fram auknum andleg- um og likamlegum þroska á mjög kerfisbundinn hátt. Leið- beiningarnar eru í senn einfaldar og skýrar og hafa reynzt mjög gagnlegar. — Það er ljóst, að vangefin börn hafa orðið mjög útundan í samféiaginu, og kannski er það skiljanlegt, — segir Þorsteinn í lok samtalsins. — Þetta samfélag okkar hefur verið að byggjast upp á örfáum árum og kallað hefur verið á fé tíi nauðsynlegra fram- kvæmda úr öllum áttum. Vita- skuld er ekki hægt að sinna öllu í einu vctfangi, en þó held ég, að málefni vangefinna hafi orðið óhæfilega lengi útundan á sama tíma og félagsleg aðstoð við ýmsa aðra minnihlutahópa hefur þróazt betur. Það er mjög eðlilegt, að foreldrar vangefinna barna telji sig eiga kröfu á hendur samfélag- inu og þeirri kröfu getur það bezt svarað með þvi að hefja nú þegar af fullum krafti hið nauðsynlega uppbyggingarstarf, sem tillögur liggja fyrir um hjá ráðuneytum. GRÓÐURKAFFIHÚS EÐA KAFFIGRÓÐURHÚS Þegar við höfum flengzt Þingvallahringinn á sunnudögum á sumrin ýmist í sólskini og ryk- mekki eða rigningu og drulluslettum, finnst okkur ágætt að stanza í Eden í Hveragerði, fá okkur ís eða kaffi og kaupa tómata, gúrkur eða blóm. Um þetta ber skýrt vitni sá gífurlegi bílafjöldi, sem alltaf er þarna fyrir utan hvert sunnudagssíðdegi. Mjög er skiljanleg löngun okkar íslendinga til að njóta hlýju og gróðurs, en ég skil ekkert í, að margir skuli ekki sjá, hvað það er drephlægilegt, að svo gífurlegur fólksfjöldi skuli þurfa að safnast saman á þennan eina blett á sunnudögum og engum á öllu landinu skuli hafa dottið í hug öðrum en eig- endum Edens að koma upp slikum stað. Hvernig stendur á því, að við göpum af aðdáun upp í einhverja útlendinga, sem teikna glæsilegan „túristastað" við Kleifar- vatn, þar sem nýtt yrðu einhver mestu og beztu og augljósustu gæði þessa lands, jarðhitinn? Hvers vegna getur okkur ekki dottið þetta í hug sjálfum? Ef ég væri ofsalega rík og vissi ekki aura minna tal, myndi ég koma upp gróðurkaffihúsum um landið þvert og endilangt, í hverjum bæ, þorpi og sveit. Ég myndi nota raf- orku til að lýsa þau upp á vetrum, svo að þar gæti orðið grænn gróður og blómaskrúð allt árið um kring. Og þetta gerði ég ekki einungis fyrir útlenda túrista heldur aðallega fyrir rétta og slétta ís- lendinga, sem þrá hlýju og gróður. Hugsið ykkur, hvað það væri skrýtið og skemmtilegt að sitja inni í slíku gróðurkaffihúsi um háveturinn og horfa á grenjandi stórhríð fyrir utan glerið, en njóta ylsins og gróðursins fyrir innan. Fyrir nokkru las ég grein eftir Jóhannes Helga rit- höfund, þar sem hann lýsir þeim vana Ijúflyndra og áhyggjulausra Vínarbúa að sitja stundum saman á kaffihúsum yfir kaffibolla eða glasi af bjór eða léttu víni og rabba þar um lífið og tilveruna i rólegheitum. Slíkt háttalag er mörgum stressuðum íslendingum óskiljanlegt, þeim sem streða alla vikuna fyrir stáli, plasti og harðviði og slappa helzt af um helgar á yfirfullum, háværum dans- húsum yfir rándýrum, sterkum drykkjum eða líta ekki upp úr stritinu á meðan verið er að vinna fyrir næstu „sólarlanda- ferð". Kannski myndu slik gróðurkaffihús kenna okk- ur að tileinka okkur að nokkru rólega háttu Vínar- búanna og minnka þaraf- leiðandi „stress" hvers- dagslifsins og láta okkur finna, að víðar er hægt að slappa -af en á Spáni og Mallorca. Anna Maria Þórisdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.