Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 14
„Öll hugsanleg líkindí atburða og persóna i kvikmynd þessari annars vegar. og fólks lifs eða liðins hins vegar, er heilber tilviljun". Svoddan klausu veitti maður alltaf at- hygli neðanmáls i kynningartextum biómynda þegar maður var sem smápatti að byrja að fá biósýkina. Og þá fannst manni furðulegt að þyrfti að taka fram svo sjálfsagðan hlut. Núna er þessi klausa sjálf orðin svo sjálfsagður hlutur að maður er hættur að taka eftir henni. Þetta er kallað að glata sakleysi sínu. Eða að þroskast. Sjálfsagt er það að bera i bakkafullan lækinn að ætla að fara að fjalla meir um ritskoðun og tjáningarfrelsi en þegar er búið að gera i blöðunum undanfarið. Ég býst ekki við að bæta neinni afgerandi speki við það i stuttu rabbi. En siðustu mánuði hefur gætt óvenju mikillar tilhneigingar til að reyna að hefta rétt manna til að tjá sig opinberlega. hvort sem er i pólitískum, listrænum eða hreinlega upp- fræðandi tilgangi, og um leið rétt manna til að sjá, heyra eða lesa það sem þeir hafa áhuga á að sjá, heyra eða lesa. Og þessi aðför að einum mikilvægasta þætti mannréttinda er svo alvarlegur hlutur að seint verður útrætt þar um. Nýleg dæmi um þetta eru að vísu býsna ólik, og þau kunna að virðast mismunandi mikilvæg. Lögbann er sett á frásögn Sverris Kristjánssonar af Árna Pálssyni í sjónvarps- þætti. Kröfur eru uppi um að banna sýningar á smávægi- legri hrollvekju ,,The Exorcist". Þorgeir Þorgeirsson fer i meiðyrðamál við Morgunblaðið vegna þeirra ummæla i blaðinu að eitt verka hans sé „svona mynd". Forystumenn „Varins lands" fara í meiðyrðamál við Þjóðviljaskríbenta. Lögbann er sett á útvarpsflutning lönguútkominnar skáld- sögu Indriða G. Þorsteinssonar „Þjöfur i Paradís". Ólik mál, en skyld. Lögbönn eru ein tegund ritskoðunar (okkur vantar gott heildarorð yfir „censorship"). Meiðyrðamál eru önnur tegund ritskoðunar, — ritskoðun sem á að verka aftur á bak er tilraun til að afmá það sem þegar hefur verið tjáð. Og báðar þessar tegundir af ritskoðun eru til í krafti peninga, fjármagns. í lögbanni lætur ritskoðunaraðilinn af hendi fjármagn; í meiðyrðamáli er það hins vegar ritskoð-' unaraðilinn sem fær fjármagnið. EIN TEGUND RIT- SKOÐUNAR Burtséð frá hinu fáránlega „Exorcist-máli," sem ég nenni ekki að ræða, snúast öll þessi mál um orð. Orð. Það er verið að reyna að koma lögum yfir orð. Það er verið að reyna að refsa einum aðila fyrir að hafa notað ákveðin orð og það er verið að reyna að bæta öðrum aðila „meint tjón" af völdum þessara orða. Og refsingin er peningaleg ag bæturnar eru peningalegar. Við eigum líkamleg samskipti við hvert annað með snertingu. Við eigum huglæg samskipti við hvert annað með orðum. Líkamleg samskipti geta þegar í hart fer valdið likamlegu tjóni. Likamlegt tjón getur leitt til peningalegs tjóns því peningalega tjóni má oftast mæta með peningalegum bótum. Huglæg samskipti, — orð —, hafa huglæg áhrif, Hvort eða hvernig þau huglægu áhrif koma fram í breytni móttakanda veltur svo á einkennum viðkomandi einstakl- ings. Sú breytni getur að sjálfsögðu leitt til likamlegs, og, — eins og málum er háttað á þessum hnetti —, þar með peningalegs tjóns fyrir einhvern sem orðin snerta. Svo kann t.d. að hafa verið raunin með Morgunblaðsummælin um verk Þorgeirs. Og þá má reyna að bæta það peninga- lega tjón með peningum. Það má reyna. En það er mikill misskilningur að peningar geti eytt orðum, stöðvað mátt þeirra, alveg eins og það er mikill misskilningur að pólitiskt ofbeldi geti eytt hugsunum, stöðvað heilastarfsemina. Eða maður verður að vona að það sé misskilningur. Orð tjá jafnan þann persónuleika sem þau nota, eins og ákveðinn íslenzkur pólitlkus hefur eftirminnilega bent á. Vl-ingar misskilja þvl t.d. eðli orða úr pennum Þjóðviljans, í þeim hallærislegu réttarhöldum sem nú standa yfir með þvi að reyna að verðleggja þessi orð. Og verðleggja þau hátt. Þau eru hafin undir peninga. Alveg eins og orð Indriða G. eru hafin yfir peninga. Kerfi sem misskilur eðli orða á þennan hátt. gerir notkun þeirra i hvaða tilgangi sem er, háða peningalegum lögmálum. er i senn hættulegt og fáránlegt kerfi. Það krefst þess að menn geri einhvers konar kaupsamning um veruleikann, og hverri opinberri tjáningu fylgi einhver neðanmálsfyrirvari á borð við þann sem þetta rabb hófst á. Árni Þórarinsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu ÍAUlM* Á fUC.ll KuRT ÉiSRfl RiMÚUt ReH> CTV?F- Uft Koáí- M ft. /•if' ■ öne- eitJKfí "HT tnv IH(k em SNEIC Mítít weiri sjin Irýí- »AC.U«J i V R E N á l D A * U K «? U D U R SiMJet. A OUK A T A D U R .—~ a< / R Ct << RÓnmI. TTUrt N D>R öJ’o'ÍTfl A ? A K C.UTU KHAfi s U ,V VoTA it>c.ua. Kfeíi Í.IKI O a L 1 N 6, U R STlHC,f, i P O r fl A R N C. R 'I ro U f<*vl A R A ft fí T Fffdf*' efn i N> fí N a R N HC£> R vk ÖL S Dý-«- IÐ F»f: *fttá K Utfí VlÐ 1 # 0 K GÆIU nmJ u c,eLT 4 A <SÍL 'A*« T btacu ftÓK T R A U s T Kveiv- uÞ ♦ RÖDD R A K R U s T R o F K 1 <—» V/1H6HR H E F U R —* \J B 1 T T IflAlKI V E L S £ L 1 K on HA'SU T 'I T T llíi. r V R flfAT /WUM L K L [ £> u R PRTKK r £ ILÁT Cíe/u K A s S 1 # A F S/UAW U N A' -Ð u R 1 N N féihu k L Ó HUVCL- $ r ó * U M m (k. KotA' ftVT N A' íiBliq NAfh K A \ N vhh>' V 5 T 0 ft TH w STÖ- F A ft R N N A — ■ M"/ 1 — (Í1FU MTÖó, V' rl# y(Du // FoR-lj rvi oíjtHhb ' «... I® SMA' AF- ÖRoT fí 'n U h>FI 1 N V-V # Æ Ffl 9 l 5K«úta stafur V W foU,- HAFW MóÐlR o R,- 1 N M MÁL- Æi>- 1 £> kveik- TVinW Kömi- 1 ST TiT* 1 L- L Y-o}J- U H ffi BT- O Pi M HLTof) SK.sr. SÓIR r'/w/i- TALlfi STiR fiWóuR FUUL B/\uN/H/ J'lÝRlb L o F F\ V 1- 1 T U NO 'n HÚ.S 1 KARL- £>/R Vo pH LÆKIC- A£/ Vfl-ÐAC- FÆRI Ma'lm- UR K\jií)- JNN WAFN LRUS , SfÐLAR AMÍ-oí) A'/5 HNRTT- Pl R. 5'PIL- UM FéfAÁ L'/K VATaI 5T/NTH JNTÓ f V 5TÖ0U t'LD- STÆ&F1 Fog- 5£T M. *r/C€>ift AFKb IT gtJD- HAKI- 1/JC.T- AM ' fUUL BuRT ; • # STÚVC- DÓM' U R ÓÞEK- Kr- UR.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.