Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 11
TVENNT er það — ég hugsa um hvort tveggja, þegar ég er á ferða- lagi erlendis — sem ég get ekki án verið, eða a.m.k. lifir sál min ekki né blómgast án þess, og það er baðstofan og björt sumarnótt- in. Það má vel vera, að ég tali helzti oft í ritum mínum um bað- stofuna, en samt sem áður verð ég liká að lýsa þvi, hvernig ég horfði út í fagra finnska sumarnótt um gluggann á baðstofunni minni fyrir ferð mína til Islands árið 1930. Ég kom inn á undan öðrum og klifraði upp á efsta bakkinn, þar sem opinn gluggi beið min eftir fyrirmælum mínum. Ljóðrænan — ljós sumarnætur- innar — hin mannlegu skynfæri, sem bera boð til ofur viðkvæmrar vitundar! Ég er illa að mér í ís- lenzkum skáldskap og verð sjálf- sagt framvegis, en mig grunar að i honum sé að finna eitthvað af því sem ég hugsa. í Reykjavik er nótt- in um miðsumartíð jafnvel bjart- ari en heima í Tavastkyro 11 i Finnlandi, og þegar bezt lætur er hún einnig hljóð og innilega hug- næm. Og ekki vantar litina. Þar sem ég reika um skóglaust hraun- lendi, gægjast fram hvítar holta- sóleyjar, eins og draumblóm i æv- intýralandslagi — jörðin verður gráfjólublá. Og hvert sem ég beini augum mínum þessa sumar- nótt, sé ég keilumynduð fjöll; lög- un þeirra leiðir. hugann að þvi hvernig þau urðu til, og í hlíðum þeirra berum og nöktum hvílir í miðnæturbirtunni einkennileg, hljóðlát, máttug litadýrð, þar sem greina má grátt, brúnt og fjólu- blátt. Engirellan lætur ekki til sín heyra, en komið getur það fyrir að næturfarinn veki upp stóran hrafn og sú sýn leiði huga hans að fyrstu villimönnunum sem komu til eyjarinnar. Þeir höfðu með sér hrafna sem þeir slepptu lausum, til þess að þeir gætu séð af flug- stefnu þeirra, hvar land væri að finna. . . Þessi svarti fugl, sem ég sé, gæti verið afkomandi þeirra — þögull hoppar hann yfir hraun- breiðurnar, sem úr fjarlægð hafa yfirbragð einhverra náttúruham- fara er storknað hafa á síðasta stigi. Sumarnótt sem þessi yrkir sjálf, og á sínar skýringar. Ég minnist kveðjuhófsins á þilfari „Ölafs helga“ í Reykjavíkurhöfn. Undir segldúksþaki var krá, luktir úr pappír, drykkir af ýmsum litum glitruðu í glösunum, í fullum glös- um, í hálfum glösum og gleymd- um glösum... Á miðþilfarinu var dansað.. . Þar var fólk frá fimm norrænum löndum, ungt, fallegt, menntað miðaldra fólk, orðið ungt aftur, gamalt og viturt... Þegar ég leit yfir Reykjavík frá þilfari gufuskipsins, hafði ég ekki haldið að hún væri svo stór sem raun ber vitni. Satt að segja greip mig nokkur ógleði þetta miðsum- arkvöld, þegar ég virti fyrir mér „höfuðstað“ Islands í einangrun sinni. Mér fannst ég einhvern veginn kominn úr jafnvægi, þeg- ar mér var hugsað til blómlegs, andlegs lifs, sem ég vissi að ís- lendingar lifðu, þrátt fyrir fang- brögð við villta náttúru. Einhvers staðar þarna var háskóli, þar sem vísindaleg vinnubrögð voru á evrópska visu, furðulegt, meðal smáþjóðar, sem er ekki nema full- ur þriðjungur Helsingforsbúa að tölu,-og að í þessu þúsund ára ríki var griðastaður fyrir mikinn myndhöggvara og verk hans. Það er svo margt sem er leyndardóms- fullt fyrir okkur. Þessi myndhöggvari heitir Ein- ar Jónsson. Ég spurði nokkra smádrengi, hvar listamaðurinn byggi. Þeir skyldu brátt við hvern ég átti, töluðu hver i kapp við annan og sýndu mér með áköfu látbragði hvert ég ætti að fara. Ég þakkaði þeim á hræðilega bjag- aðri íslenzku og hélt áfram. Ég gerði mér ljóst að drengirnir vildu ekkert þiggja fyrir greið- ann. Við höfðum verið fulla viku á Islandi, bæði i borginni og uppi í sveit og enn sem komið var hafði enginn rétt út hönd til að biðja um eitt eða annað. Þar voru engir örkumla menn með hatt i hönd, engir blindir nienn, sem spiluðu fyrir dyrum úti. Þar voru einung- is heilbrigðir menn. En ef ég nú sneri mér að einhverjum full- orðnúm til þess að spyrja um eitt eða annað, greip mig viss sektar- kennd þar eð hann af íágætri hjálpsemi fylgdi sjálfur gestinum þangað sem hann ætlaði. Kyrrlátan sunnudagsmorgun gengum við að styttu Ingólfs Arn- arsonar, þar sem afkomendur hans höfðu við fótstall styttunnar bent okkur á hvar skapari hennar ætti heima. Og nú erum við komin i út- hverfi borgarinnar árla sunnu- dags. Það hviliryfir henni djúpur friður eins og í Tammerfors á skólaárum minum. Við stóðum á bletti með hraunmulningi, og á svipstundu þekkti ég Safn Einars Jónssonar, sem ég hafði áður séð á mynd. Við gengum i hægðum okkar að húsinu, og á hurðinni sáum við miða og á honum stóð: Lokað i dag. Þegar við stóðum þarna i vandræóum okkar utan við dyrnar og góndum upp i loftið, opnuðust aðaldyrnar í hálfa gátt. Þar stóð dökkklæddur maður og var dálitið forviða á svip. Ég hækkaði róminn, dökkklæddi maðurinn í gættinni bað okkur að bíða sem snöggvast og hvarf. Hann var ekki nema hálfklæddur. Þá birtist mjög snotur kona í gættinni og hún bað okkur líka að bíða andartak, og að því loknu fengjum vió að lita inn. Var þetta sjálfur meistarinn? spurði ég kon- una dálítið feimnislega. Ja-á, svaraði hún, eins og hún væri að afsaka eitthvað. Jónsson — rióvaxinn, dökk- klæddur maður, fágaður i fram- komu, á að gizka um fimmtugt. Hann talaði „skandinavisku", sem við skildum öll ágætlega. Þ.e.a.s. að svo miklu leyti sem hann talaði. Við vorum hamingj- unni þakklát að við höfðum feng- ió að njóta undanþágu, og ég gat sagt frá því að i mínu fjarlæga landi héngju myndir af verkum hans á veggjum á mörgum heimil- um. Einar Jónsson er einn af þeim listamönnum, sem menn fá auk- inn áhuga fyrir, eftir að hafa komizt i snertingu við hann — oft er þessu öfugt farið! Ég virti fyrir mér Öldu aldanna með sinu fág- aða, órjúfanlega táknmáli. Að skoða og skilja listaverk — þar á ekki sama við um alla. Afstaða „venjulegs manns“ er allt önnur en manns sem starfar á sviði list- ar. Málari, rammagerðarmaður, litblöndunarmaður og „venjuleg- ur“ menningarmaður komast ekki hjá þvi að hafa hver sinn smekk á málverki, sem hangir á veggnum. Afstaða min er afstaða manns sem skrifar. Þegar ég hef unnið að ritverki, sem er að fæð- ast á pappirnum, hef ég oft sótt hljómleika, og þá hef ég oftast nær tekið mér sæti á afviknum stað, þar sem fáir hafa tekið eftir mér. Þegar hljómleikaatriði hefst, gætu menn haldið af svip- brigðum minum, að ég væri niður- sokkinn í það. En það er blekking. Til aó byrja með þreifa ég ■— þreifa ég fyrir mér i ákafa — unz ég finn stað í mínu eigin verki sem fær endurróm i hljómlist- inni, sem berst frá pnllinum. Þeg- ar ég hef fundið þann stað, loka ég næstum augunum, atriðió í sögunni, sem ég er að skrifa, hef- ur öðlast meiri birtu og vidd, er umlukt tærara lofti... Það kann að hafa verið Kajanwes,^) sem stjórnar af mikl- um krafti, eða þá Arvo Hannikainen, sem langt hefur sig allan fram — og i vitund minni hafa næturfjólurnar blómgast á meðan beggja vegna við brunn- stíginn, sem Siljas) og Armass) gengu eitt sinn. . . Og sjálf hátíðahöldin? Á Þingvöllum er fólk.margt fólk, höfuð við höfuó. . . Neðar, þar sem tjaldborgin breiddi úr sér meó veitingastaði sina, var rýmra. Höfuð og bök, gullbryddir kvenskór, virðulegir öldungar, nútima æska, e.t.v. þrjátiu þús- und manns alls. Við ruddumst ekki fram i sætin, sem ætluð voru heiðursgestunum, við stóðum þarna og létum mannstrauminn liða fram hjá okkur. Þarna á steinstignum kemur á móti okkur — ekki stórfusti Finnlands, kon- ungur var hann — Kristján tíundi, kallaður Kristján Friðriks- son, því að þar sem hann gengur eftir stignum er hann konungur Islands. Við hlió hans gengur tignarlegur maður með gleraugu og drepur dálitið tiltlinga — nú ber hann nafnið Uústaf VI. Adoli', en þá var hann af fjölda rnynda kunnur krónprins Svia. Sigurjón Guðjónsson þýddi. 1) FæðinKarslaður Sillanpaa. 2) finnsk tónskáld 2) porsónur lskáldsöj>u oftir Sillanpáá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.