Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1975, Blaðsíða 6
Yrjö Leino var fyrsti kommúnistíski ráðherrann í vestrænu lýSræSisríki. Þegar hann var útnefndur innanríkisráSherra eftir striSiS, var þaS í ákveSn- um tilgangi: aS undirbúa og framkvæma valdatöku kommúnista i Finnlandi. Leino var velt úr sessi 1948 viS aSstæSur, sem siSan hafa veriS mjög skiptar skoSanir um. Margir líta enn á hann sem hetju fyrir aS hafa fórnaS pólitiskri sannfæringu sinni og framabraut til aS bjarga Finnlandi undan valdaráni svipuSu þvi, sem um sömu mundir átti sér staS i Tékkóslóvakíu. Sannleikurinn um Yrjö Leino hefur aldrei fengiS aS koma i Ijós. Endurminn- ingar hans voru þegar prentaSar, þegar yfirvöldin komu í veg fyrir útkomu þeirra á sögulegan hátt áriS 1 958. Þær þóttu segja óþægilega og jafnvel hættulega mikiS — vegna vissra aSila. Þær eru þó í höndum ýmsra manna og vissulega einnig þess manns, sem nú hefur höfundarrétt aS þeim, sonar hans, Olle Leino, sem fyrir tveimur árum sendi frá sér fyrstu bók sína: „Hver þakkar Yrjo Leino?". Olle Leino fæddist áriS 1932, en hefur búiS í SvíþjóS síSan 1955 og starfaS sem blaSamaSur. HVER ÞAKKAR YRJÖ LEINO öl Ettir ölle Leino. ■ Sveinn Ásgeirsson • tók saman. I. hlnti I ringulreiðinni haustið 1944, þegar stríðinu lauk loksins, hvað Finnland snerti, hófsl ekki kennsla í skólum fyrr en í nóvcm- ber. Mig minnir, að ég hafi þá nokkurn veginn verið búinn að fá vissu mína fyrir því, að faðir niinn myndi hafa lifað af stríðið, en hversu kuldalcga sem það kann að hljóma, þá snerti það mig ekki að ráði. Strfðsárin höfðu nær alveg fjarla;gt hann úr til- finningalífi niínu. Eg bjó hjá móðurömmu tninni i eins herbergis íbúð í Helsingfors virka daga vikunnar, en fár heim til Oitbacka um helgar. Eitt kvöldið hringdi síininn hjá ömmu minni. Hún var undarleg á svipinn, þegar hún rétti mér heyrnarlólið. Ködd sagði: ,,Sæll og blessaóur, þetta er pabbi. Hvernig líður þér?“ Jlann sagði þetta ákaflega alúð- lega, því að vafalaust var honum mikið niðri fyrir. 1 höfði mér söng hið óvenjulega orð FABBl, sem hann lagði sérstaka áherzlu á. Ég fór allur hjá mér. Við ákváðum stund og stað til að hittast. Á eftir sagði ég við ömmu, að ég vildi ekki hitta hann. Eg var hræddur við ný leiðindi. En vió hittumst á tilteknum stað nokkrum dögum síðar. Hann var í ljósum regnfrakka. Við vor- um mjög feimnir hvor við annan. Við fórum í sporvagni heim til föðurömmu minnar. Eg spurði hann aldrei, hvað hann hefði gert, meðan á stríðinu stóð. Við töluðum ekki heldur um kommúnisma. En einu sinni, þeg- ar ég var að segja honum, hvernig við hefðum hjálpað til við brott- flutninga frá Porkala, sagði hann: — Það munaði svo litlu, að Kússar hefðu tekið allt Finnland. Þeir hefðu getað það á tveim vik- um. Eg varð óttasleginn og uppvæg- ur út af því, að hann skyldi hafa sagt svo hræðilega hluti næstum því með stolti í rómnum. Rússa- hatrið var orðið svo rótgróið í finnskum börnum eftir stríðsárin. Og það eimdi lengi eftir af því. Ilann var kommúnisti. Meiri en nokkru sinni á ævinni. I þrjú löng og döpur ár hafði hann beðið eftir þeirri stund að geta unnið opin- berlega að , framgangi sósialismans. Vopnahléð gekk í gildi 19. september 1944. Einnland skuld- batt sig til að draga hersveitir sínar til baka til landamæranna frá 1940, Iáta af hendi Petsamo, „leigja út“ Porkalanes 25 km fyrir vestan Helsingfors til Rússa til 50 ára, láta þeim í té flugvelli í Suður-Finnlandi og afhenda bandamönnum til ráðstöfunar verzlunarflota sinn. Einnig átti Finnland að reka hinar þýzku hersveitir úr landi, afvopna her sinn og loks að greiða stríðsskaða- bætur að upphæð 300 milljónir dollara samkvæmt gengi 1939. Hertta Kuusinen og Yrjö Leino hittust jafnskjótt og hún hafði verði látin laus úr fangelsinu. Bæði brunnu í skinninu eftir því að geta hrundið hinni miklu hreyfingu af stað. Járnið skyldi hamra heitt. Eftir að hafa rætt um ástandið og lagt á ráðin tóku þau í sig kjark og báðu um viðtal við Hillilá, inn- anrikisráðherra. Það hlýtur að hafa verið mikill viðburður í lífi Yrjö Leinos að ganga inn í skrifstofu innanríkis- ráðherrans. Aðeins um mánuði áður höfðu lögreglumenn, seni störfuðu á vegum sama ráðu- neytis, leitað að honum með öll- um ráðum. Hann hafði strokið úr herflutningalest á stríðstímum og hefði sennilega getað hlotið dauðadóm sem liðhlaupi. Nú stóð hann augliti til auglit- is við sinn höfuðandstæðing. En nú var aðstaða hans stórum þægi- legri en hins. — Við komum sem opinberir fulltrúar kommúnistaflokks Finn- lands, og nú vildum við fá að vita, hvort flokkurinn gæti ekki orðið Iöglegur að nýju með skírskotun til 20. greinar vopnahlésskilmál- anna. Það er dóttir Ottos Wille Kuusinens, sem er með mér. Hillilá leit á Herttu Kuusinen og siðan á Leino og spurði svo: — Eruð þið föðurlandsvinir? — Víst erum við það, sagði Leino, ef við ekki erum neydd til að ganga um jarðsprengjusvæði eða vinna gegn föðurlandi voru á annan hátt. Hillilá fannst hann ekki hafa fengið nógu heiðarlegt svar frá Leino, en hann hélt áfram: — Hvað ættum við að vera að gera hingað, ef það væri ekki um það að ræða að byrja að byggja upp eitthvað nýtt. Hallilá sagði, að málið myndi vafalaust leysast. Fyrsta verk hinna nýlöggiltu kommúnista var að sjálfsögðu að ná sambandi við eins marga áhangendur og mögulegt væri. Þá var auðvitað helzt að finna meðal sósíaldemókrata, en í röðum þeirra hafði gætt verulegs sundurlyndis. Þar að auki var það eðlileg viðleitni af hálfu kommún- ista að reyna af fremsta megni að kljúfa, veikja og allra helzt að gleypa alla flokka sósíal- demókrata, sem þeir áttu í sam- keppni við. 1 Finnlandi virtust aðstæðurnar vera einkar hagstæðar að minnsta kosti til að kljúfa og veikja. Við- ræður voru hafnar við óánægða sósíaldemókrata, og fyrir hönd kommúnista kom þar fram þrí- stirnið Kuusinen — Leino — Pessi. Um sjálfa stofnun Lýðræðislega bandalagsins (Demokratiska För- bundet för Finlands Folk — DFFF) segir Yrjö Leino i bók sinni, „Kommúnisti sem innan- ríkisráðherra“: — Það vantaði ekki viljann til samvinnu, en það virtist óleysan- legt vandamál, i hvers konar formi hún ætti að vera. Við reynd- um að leysa vandann kvöld eftir kvöld án árangurs. Kommúnistar lögðu áherzlu á, að nýr flokkur yrði stofnaður, en flestir sósíal- demókrarnir voru á móti því. Meðal þeirra var m.a. Yrjö Kallinen. Eina nóttina, þegar hann mælti gegn tillögunni af mikilli mælsku, datt mér allt i einu nokkuð í hug, sem leysti allt vandamálið. Eg var orðinn reglu- lega þreyttur og hlustaði hálfsof- andi á ræðurnar. En svo fékk ég skyndilega hugmynd sem hressti mig alveg aftur. Ég bað þegar um orðið og sagði: — Látum svo vera sem Kallinen segir. Stofnum ekki nýjan flokk. Við þurfum engan nýjan flokk. 1 stað þess myndum við bandalag, sem allir geta tekið þátt i, sem vilja. Ég er meira að segja tilbú- inn með nafnið: Finnska alþýðu- bandalagið (DFFF) — Rétt, hrópaði Kallinen. Þá er ég líka með! Og síðan var Alþýðubandalag Finnlands stofnað 29. október 1944." Leino hélt því fram, að þetta hefði verið hugmynd og ákvörð- un, sem hefði haft úrslitaáhrif á þróun mála i öllum þeim Evrópu- löndum, sem féllu undir hags- munasvæði Sovétríkjanna. Andrej Zdanov, sem á þessum tíma var æðsti maður rússnesku eftirlitsnefndarinnar i Finnlandi, hefði orðið svo hrifinn af þessari lausn að mynda sósialistískt bandalag, að hann hefði síðar sem aðalritari kommúnistaflokks Sovétríkjanna framfylgt þessari stefnu i öllum hinum verðandi leppríkjum Rússa. Fullyrðing þessi virðist þó vera í djarfasta lagi og verður auðvitað aldrei sannreynd. Það væri vissu- lega merkilegt, ef allar hinar markvissu og samræmdu áætlanir og aðferðir, sem Stalín og komm- únistar beittu í Mið-Evrópu og á Balkanskaga til að sölsa undir sig löndin, hefðu byggzt á skyndilegri hugmynd, sem félagi Leino fékk seint að hausti 1944. Mig grunar, að meiri hugsuðir en hann hafi verið þar að verki. Yrjö Kallinen, sem var sjálfur á fundinum eins og áður segir hef- ur þetta að segja: — Atburðarásin er rétt. En ég man, að Leino sagði mér eftir fundinn, að sjálfa hugmyndina að bandalaginu hefði hann fengið hjá einhverjum rússneskum sendiráðsstarfsmanni. Fyrir kommúnista lofaði byrjunin góðu i þeirri viðleitni þeirra að splundra flokki sósíal- demókrata. Þeir hópar fólks, sem gengu i hið nýja sósíalistíska bandalag, gerðu það i þeirri barnalegu trú, að þeir fengju að hafa áhrif á einhverjar ákvarðan- ir, sem þar yrðu teknar. Finnski kommúnistaflokkurinn ætlaði sér allt annað að sjálf- sögðu. Vinstri sósíaldemókrötum voru i ríkum mæli falin fulltrúa- og kynningarstörf, sem út á við sýndu mjög traustvekjandi mynd af samstarfinu. En staðreyndin var sú, að finnski kommúnista- flokkurinn réð öllu, sem hann vildi, ut í æsar. Hinir vinstri sósialistísku embættismenn bandalagsins voru eins og valda- lausir kóngar og gátu ekki aðhafzt neitt án samþykkis kommúnista. Mörgum árum síðar var Leino spurður að þvi, hvort andi bylt- ingarinnar hefði ekki svifið yfir Finnland haustið 1944 og á árun- um 1945 og 1946. — Jú vissulega sveif hann. En sama sagan endurtók sig og 1918. Það voru ekki fyrir hendi leiðtog- ar, sem voru hæfir til að stjórna byltingu. 10 ár i fangelsi höfðu einnig dregið svo mjög úr sjálfs- trausti þeirra og framtakssemi, að þeir einfaldlega þorðu ekki að hafast að á hentugasta tímanum 1945—46. Árið 1948, þegar þeir voru aftur farnir að sækja í sig veðrið, var það of seint. Og þarna er komið að kjarna vandamáls finnska kommúnista- flokksins. Æðsti útlendingurinn í hópi valdamanna Sovétríkjanna var finnskur, Otto Wille Kuusinen, en enginn náði að fylla skarð hans heima fyrir. Vissulega höfðu hundruð finnskra kommúnista gengið í hina sovézku flokksskóla, en enginn hafði á heimavelli sýnt af sér það sambland af forustuhæfileikum, marxistískri sannfæringu og al- mennum vitsmunum, sem nauð- synlegt var til að ná tökum á hinni finnsku verkalýðshreyf- ingu. Arvo Tuominen, sem átti að verða forsætisráðherra i hinni ill- ræmdu Terijoki-stjórn Kuusinens, hefði ef til vill haft möguleika, en hann strauk burt og settist að í Stokkhólmi árið 1939. Haustið 1944 héldu menn svo að því er virtist, að Yrjö Leino væri rétti maðurinn. Keppendur hans um völdin voru — þótt undarlegt megi virðast — ekki nema 3 eða í hæsta lagi 4. Kommúnistinn verður ráðherra. 10. nóvember 1944 fól Manner- heim, forseti, Juho Paasikivi að mynda nýja ríkisstjórn. Af hálfu kommúnista tók Hertta Kuusinen þátt í umræðunum um stjórnar- myndun. Flokkur hennar var gunnreifur og gerði kröfur um 3—4 ráðherra, en þótt tímarnir væru kommúnistum hagstæðir, reyndust þeir um of bjartsýnir. Um tíma hélt Hertta, að hún yrði sjálf ráðherra, en þegar það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.